Þjóðviljinn - 25.11.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 25.11.1983, Side 1
DJÚÐVIUINN Ritdómur Bríetar Héðinsdóttur um Bláu stúlkuna í upp- færslu Brúðu- leikhússins. Sjá 9 nóvember 1983 föstudagur 270. tölublað 48. árgangur Pétur Jónasson prófessor: Þingvellir í bráðri hættu „Á undanförnum 9 árum hefur fjöldi sumarbústaða á Þingvallasvæðinu tvö- faldast. Þessi þróun lýtir svip landsins og skapar ófyrirsjáanleg mengunarvanda- mál og náttúruspjöll. Með sama áfram- haldi gæti svæðið með öllu orðið eyði- lagt árið 2000 þegar íslendingar eru orð- nir 300 þúsund. Þingvallasvæðið þarf að vernda svo að öll íslenska þjóðin geti farið um þennan helga stað óhindrað. Rökin fyrir verndun eru gild: söguleg, jarðfræðileg og Iíffræðileg.“ Þetta sagði Pétur Jónasson prófessor í erindi sem hann sendi aðalfundi Landverndar, en hann hefur undanfarin 9 ár stýrt víðtækum rannsóknum á lífríki Þingvallavatns og umhverfis þess. Þjóðgarðurinn lætur stórlega á sjá Pétur bendir á hversu ömurleg núverandi þróun mundi verða frá vist- fræðilegu sjónarmiði ef hún héldi áfram. Þetta þjóðhelga svæði yrði lokað þjóðinni þar sem allir séu að girða sér blett og loka aðra úti. Nú þegar er svæðið frá Kárastaðanesi að Nesjum að mestu lokað almenningi. Þjóð- garðurinn sé þegar of lítill og ýmis svæði hans troðin undan ágangi. Pétur bendir á að auðvelt sé að bæta við þjóðgarðinn að austanverðu með því að fella inn í hann ríkisjarðirnar Gjábakka (sem er í þjóðgarðin- um að hluta), Arnarfell og Kaldárhöfða. Einkajörðina Miðfell sé nauðsynlegt að kaupa til að króa inni „klondyke" hverfið þar. Þá telur Pétur rétt að segja upp með hæfilegum fyrirvara ábúð á ríkisjörðunum Brúsastöðum, Kárastöðum og Heiðarbæ og bæta þeim við þjóðgarðinn. Á því svæði eigi þjónustumiðstöðvarnar heima en ekki inni í núverandi þjóðgarði. Þá leggur hann til að sumarbústaðafarganið vestan vatnsins og í Grafningnum verði fjarlægt. Brýnt að stækka þjóðgarðinn Erindi Péturs var vel tekið á aðalfundi Landverndar og í ályktun hans segir m.a. að brýnt sé að stækka þjóðgarðinn og setja löggjöf um verndun Þingvallasvæðisins. Þá taldi fundurinn sjálfsagt að þjóðgarðurinn falli undir sömu stjórn og aðrir þjóðgarðar landsins, þ.e. undir Náttúruvernd- arráð, en ekki sérstaka Þingvallanefnd eins og nú er. Sjá nánar á síðu 5. -ÁI 700 sumar bústaðir loka stórum svæðum og skapa mengun og náttúru- spjöll *: ri,> ■ / ■ ' . ‘‘ í. Ilrf’ * 1 B &*&'■ -■ < > ■■ ■ ■ ‘ * '-v'í-.L'- # Sverrir Hermannsson upplýsir á Alþingi: Ný fjársvik Alusuisse Ungverjanum Zoltan Ribli tókst í gærkveldi að jafna metin í einvígi sínu við hinn 62 ára gamla Sovétmann, Va- sily Smyslov. Skákin stóð í 42 leiki og ein- kenndist af mikilli ónákvæmni Smyslovs í miðtaflinu. í umræðum á Alþingi í gær um skýrslu ríkisstjórnarinnar um bráðabirgðasamkomulagið við Alusuisse upplýsti iðnaðar- ráðherra Sverrir Hermannsson að við endurskoðun reikninga Alusuisse fyrir árið 1982, sem Coopers & Lybrant frám- kvæmdi að ósk Hjörleifs Gutt- ormssonar fyrrverandi iðnað- arráðherra, hefði komið í Ijós að fjársvik auðhringsins hér á landi árið 1982 hefðu numið 13 milljónir dollara árið 1982 rúmum 13 miljónum dollara, eða um 400 miljónum íslenskra króna. Það var Hjörleifur Guttorms- son sem skoraði á iðnaðarráðherra að upplýsa hvað komið hefði fram í skýrslunni, en iðnaðarráðherra hefur til þessa ekki viljað skýra frá niðurstöðum. Sverrir Hermannsson sagði að við endurskoðun reikninga Alusu- isse fyrir árið 1982 hefði komið í Ijós að söluverð var of lágt uppá 2,6 miljónir dollara, súrálsverð of hátt uppá 1,3 miljónir dollara og af- skriftir of háar uppá 9 miijónir doll- ara rúma. Ekki upplýsti iðnaðarráðherra hvernig hann eða ríkisstjórnin ætl- aði að bregðast við þessum fjár- svikum. Iðnaðarráðherra hefur ekkert um skýrsluna viljað segja fyrr en nú að hann var krafinn svars. Hann byrjaði á að senda Al- usuisse skýrsluna, svo að auðhrin- gurinn gæti gert sínar athuga- semdir við hana. Ekki gat hann þess á Alþingi í gær, hvort Alusu- isse hefði gert einhverjar athuga- semdir. -S.dór Sjá 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.