Þjóðviljinn - 25.11.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. nóvember 1983 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og sotning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fœr Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær, segir máltækið. f*að kemur upp í hugann þegar metin eru viðbrögð við tillögum fiskifræðinga um 200 þúsund tonna hámark þorsk- afla á næsta ári. Stjórnarliðið lætur eins og það hafi himinn höndum tekið að fá staðfestingu á nauðsyn kauplækkunar- stefnu sinnar, og notar mat fiskifræðinga óspart í áróðrinum um leið og látið er í veðri vaka að hugsanlega verði ekkert farið eftir því. Minna fer fyrir hugmyndum og tillögum hvernig hægt sé að bæta veiðiflotanum og þjóðinni upp minnkandi þorskafla með öðrum úrræðum. Þjóðviljinn hefur á undanförnum árum margoft gert út- tekt á möguleikum í sjávarútvegi með viðtölum við vísinda- menn og útgerðaraðila. t»ar hafa margar stórkostlegar hug- myndir verið á ferðinni en þeim hefur verið fylgt slælega eftir bæði af ráðamönnum í sjávarútvegi og í ráðuneyti sjávarút- vegsmála. Þó er ekki nokkrum vafa undirorpið að ef tekið er á málum með mannsbrag er hægt að nýta meiri og fjöl- breyttari sjávarfeng en við höfum gert. Slógmelta og lifrarmelta eru framleiðsluvörur úr fiski sem eiga mikla framtíð fyrir sér. Mikil eftirspurn er nú eftir niðurlagðri lifur. Nú er þessari björg að mestu hent í sjóinn. Ljóst er að auka má verulega veiðar á gulllaxi, úthafsrækju, I kola og kolmunna. Tilraunir til þess að þróa þessar veiðar j hafa verið vanburða hingað til. Það er heldur enginn efi á því | að með fiskileit innan og utan okkar víðfeðmu fiskveiðilög- ! sögu má beina veiðiflotanum á vannýtt fiskimið og stofna. íslendingar þurfa einnig að huga að veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum eins og Rockall-miðum, þegar illa árar á heima- miðum. Ef allir þeir möguleikar væru nýttir sem hér hafa verið nefndir og gæði framleiðslu í sjávarútvegi aukin með vand- aðri vinnubrögðum er ljóst að tímabundið þorskleysi myndi ekki baga okkur til langframa. Miljarðar króna liggja í van- nýttum möguleikum í sjávarútvegi, en vanahugsun og úr- ræðaleysi þeirra manna sem ekkert sjá annað en kauplækk- i un og niðurskurð hafa tekið útveginum steinbítstak, sem | raunar er farið að nefna „Steingrímstak“, og hann losnar j ekki úr. j - ekh | Harmleikur en j ekki kappleikur Þjóðþing NATO ríkjanna samþykkja nú eitt af öðru að ! nýjum Evrópuatómvopnum verði komið fyrir á þeirra j grund. Miljónir manna mótmæla þessum ákvörðunum og nýjar skoðanakannanir sýna að ekki er meirihluti fyrir þeim '■ meðal kjósenda. Sovétmenn hafa gengið út í Genf og fyrstu stýriflaugarnar og Pershing II eldflaugarnar eru ýmist á leið- ; inni eða komnar á áfangastað. Fjölmiðlar lýsa atburðum eins og um spennandi kappleik sé að ræða og spurningin standi um það hvort liðið vinnur. í raun gerist ekki annað en að Bandaríkjastjórn knýr fram j vilja sinn í því efni að hlaupa enn einn hringinn í kjarnorku- j vopnakapphlaupinu. Enginn er öruggari um sig fyrir það. Þjóðir Evrópu hafa verið klofnar í herðar niður. Meiri- hlutinn á þjóðþingunum er sannfæringarlaus í málinu en telur sér skylt að standa viðskuldbindingar. Ekki eykst friðu- rinn og réttlætið í heiminum með nýjum eldflaugum, en kjarnorkuváin vofir enn ískyggilegri yfir siðmenningunni en áður. Friðarhreyfingin hefur kennt miljónum manna um allan heim að þekkja þá „siðmenningu“ sem undirbýr sín eigin endalok með upphleðslu kjarnorkuvopna. Þekkingin er það vopn sem að endingu mun sigra vígbúnaðarsinna í austri og vestri. Upp af henni sprettur listin sem nú túlkar þverstæð- urnar í menningu okkar í listaverkum eins og í sjónvarps- myndinni „The day after“ í Bandaríkjunum og lýsingu PC , Jersilds á fjörbrotum deyjandi mannkyns í „Eftir flóðið“ sem Mál og menning hefur gefið út í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. klippt Skoðanakannanir Skoöanakannanir gerast æ vin- sælli meðal þessarar þrautpíndu þjóðar. Hagvangur hf. hefur staðið fyrir viðamikilli könnun og eru niðurstöðurnar að birtast þessa dagana, aðallega í Morgun- blaðinu sem er einn þeirra aðilja sem kaupa þessa könnun. Skoðanakannanir eru í sjálfu sér alltaf hæpnar og þó mun frek- ar sú list að kunna að lesa í þær. Spurningar í könnunum geta ver- ið leiðandi og óljósar og svörin geta byggst á forsendum sem ganga þvert á það sem viðkom- andi aðstandandi könnunarinnar þykist lesa út. Og túlkanir á könnunum gefa enn frekari möguleika til að skilja skoðana- könnun á marga vegu. Meirihluti á móti erlendri stóriðju Mogginn rauk upp með fagn- aðarlátum sl. laugardag og sagði 64.1% telja aukna stóriðju efla atvinnulífið í fyrirsögn. Aðrar niðurstöður í skoðanakönnun hlutafélagsins Hagvangs í stór- iðjuflokknum voru m.a. þær að 65.5% telji aukningu á stóriðju stuðla að hagkvæmari nýtingu á eigin orku, 75.8% telji að meiri stóriðja skapi möguleika á auknum gjaldeyristekjum. Þetta er nú allt saman gott og blessað og viðbúið að þeir sém létu framkvæma könnunina geri einsog Mogginn, að segja yfir- gnævandi meirihluta þjóðarinnar hafa mikla trú á stóriðjuþjóðfé- Iaginu. Hins vegar lentu önnur svör, sem benda í þveröfuga átt, ekki í fyrirsögnum. 49.3% telja að aukning á stóriðju geri okkur of háða erlendum aðilum. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem taka afstöðu. 39.4% svöruðu spurningunni neitandi en 11.2% tóku ekki afstöðu. Á sama veg verður niðurstað- an úr svari við þessari spurningu: Telur þú að aukning á stóriðju frá því sem nú er hafi í för með sér óhagkvæmar fjárfestingar? 50.8% svöruðu játandi, nei sögðu aðeins 27.5% og 21.7% gáfu ekki upp afstöðu sína. Ef tekin eru svör við tveimur síðarnefndu spurningunum þá er yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar þeirrar skoðunar að aukin stóriðja þýði óhagkvæmar fjár- festingar og að þjóðin verði of háð erlendum aðilum. Sá meiri- hluti er því einnig á móti aukningu stóriðju samkvæmt þessum svörum. Hitt skal viður- kennt að allt að eins er hægt að taka svörin við öðrum spurning- um um stóriðjuna og túlka einsog Mogginn gerir í fyrirsögn sem stuðning þjóðarinnar við stór- iðju. Og Morgunblaðið hefði með sama sanni getað sett í fyrir- sögn: Meirihluti á móti erlendri stóriðju. Mikill meirihluti þjóð- arinnar óttast óhagkvæmar fjár- festingar í stóriðjunni og erlenda aðila. En sú túlkun þjónaði ekki hagsmunum Morgunblaðsins. Bjór, bjór, bjór Ekki hefði þetta verið íslensk skoðanakönnun hefði ekki verið spurt um bjórinn. Einsog fram hefur komið kosta hinir ýmsu að- iljar spurningar sem þeir telja sig hafa hag af að vita svör við. En hver borgar spurninguna um bjórinn? Máske eitthvert heildsöluumboð fyrir þekkta bjórtegund? í Morgunblaðinu hefur ekki komið fram hvernig spurningin um afstöðu til bjórsins var orðuð. Þannig veit maður ekki hvort þeir sem gjalda já- kvæði sitt eiga við að heimila svokallaðan „frjálsan markað“, bjórsölu í einkasölu ríkis eða í verslunum. Þannig að erfitt er að ráða í raunverulega afstöðu fólksins. Annað sem hlýtur að vekja eftirtekt í því máli er mis* munur á afstöðu eftir aldri þeirra sem svara. Þannig eru 82.9% í aldurshópnum 20 til 29 ára fylgj- andi bjór (að hve miklu leyti veit enginn) en í aldurshópnum 70 ára og eldri eru 26.8% fylgjandi bjórnum. Hagvangur og Steingrímur Frægasta niðurstaða könnun- arinnar er þó sú sem Steingrímur Hermannsson kom með á alþingi í fyrradag og Tíminn flytur í tveggja hæða fimm dálka fyrir- sögn í gær: UM 65% FYLGJA LAUN ASTEFNU RÍKIS- STJÓRNARINNAR, en Mogg- inn er ögn hógværari og segir að þessi prósenta „samþykki launa- þróun næstu 12 mánaða“. Þegar DV spurði um sama efni á dögunum var einfaldlega spurt hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvíg(ur) efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar. Forstjóri Hagvangs segir í við- tali við DV í gær „Við spurðum um þetta sjálfir og ég skýrði for- i sætisráðherra frá því fyrirfram og síðan niðurstöðunni og heimil- aði honum notkun hennar með þeim hætti sem hann gerði“. Aumingja ríkisstjórnin; henni : nægir ekki stuðningur Þjóðhags- stofnunar, Seðlabankans, Versl- unarráðsins og þeirra allra, held- ur þarf hún á svona „lummó'ý stuðningi fyrirtækis í skoðana- könnunum að halda. Ja, tilbúinn? Spurningin sem gefur stjórn- armálgögnunum og Steingrími leyfi til að lýsa yfir yfirgnæfandi meirihlutafylgi við kjaraskerð- ingu ríkisstjórnarinnar hljóðaði hins vegar á þann léiðandi hátt að SÍS og Verslunarráðið hljóta að klappa saman höndunum: „Ef kjaraskerðing getur haft áhrif til lækkunar á verðbólgu, ertu þá sjálfur tilbúin eða ekki tilbúinn að launahækkanir verði ekki umfram það, sem ríkis- stjórnin hefur boðað á næstu 12 mánuðum?" Þegar loksins var komið að fórnarlömbunum, að skjóta inn jái og neii, mundi enginn lengur eftir kjaraskerðingunni í upphafi spurningarinnar. Og hversu * mörg prósent þeirra sem svöruðu vissu hvaða „launahækkanir ríkisstjórnin hefur boðað á næstu 12 mánuðum“? -óg - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.