Þjóðviljinn - 25.11.1983, Side 5
Föstudagur 25. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Aðalfundur Landverndar 1983:
Ofbeit, efnisnám
og girðingar ógna
landnámi Ingólfs
Spjallað við
Þorleif Einarsson
formann
Landverndar
„Fundarefnið var verndun
landnáms Ingólfs. Ástæðurnar
eru þar að ofbeit og gróður-
eyðing er ennþá í gangi á þessu
svæði og hún mikil á eystri hluta
svæðisins, þ.e. í Grafningi, Öif-
usi og ÞingvaliasVeit. Efnisnám
er skipulagslítið víða og mikil
iandspjöll af því. Þingvellir eru
að verða lokað svæði með
sumarbústöðum og girðingum.
Aðeins nyrsti hiuti vatnsins er í
þjóðgarðinum og hin þétta
byggð umhverfis það getur
valdið mengun í vatninu.“ Þetta
sagði Þorleifur Einarsson for-
maður Landverndar, þegar
Þjóðviljinn spjallaði við hann
um aðalfund samtakanna, sem
haldinn var 12. og 13. nóvem-
ber s.l.
Á fundinum voru flutt fjögur er-
indi um skipulega landnýtingu og
verndun landnáms Ingólfs. Hákon
Sigurgrímsson geröi grein fyrir
landbúnaði á svæðinú og kom fram
hjá honum að frá árinu 1965 hefur
sauðfé fækkað þar um 35% en
hrossum hefur aftur á móti fjölgað
um 243%. Páll Sigurðsson fjallaði
Skilningur á nauðsyn umhverfis-
verndunar er ekki nógu mikill,
segir Þorleifur Einarsson.
um lögfræðileg álitaefni sem tengj-
ast friðun landnáms Ingólfs, Stefán
Thors fjallaði um byggðaþróun og
skipulag m.a. um hlutvert og til-
gang svæðaskipulags, og Svanhild-
ur Halldórsdóttir fjallaði um nauð-
syn þess að taka frá land fyrir úti-
vist og taldi brýnt að stækka þjóð-
garðinn á Þingvöllum.
Aðalfundurinn samþykkti tvær
ályktanir um þessi efni. I annarri er
lögð áhersla á að þjóðgarðurinn á
Þingvöllum verði stækkaður og sett
um hann sérstök löggjöf. „Friðun-
in þarf að taka til vatnsins alls og
umhverfisins", sagði Þorleifur.
„Við sjáum enga ástæðu til þess að
þjóðgarðurinn sé undir annarri
stjórn en aðrir þjóðgarðar, - sér-
stök Þingvallanefnd er tíma-
skekkja í dag þó hún hafi ekki verið
það 1929. Náttúruverndarráð á að
hafa umsjón með þessum þjóð-
garði eins og öðrum en hugsanlegt
er að þingsvæðið sjálft félli undir
alþingi með einhverjum hætti.“
í sérstakri ályktun um landnám
Ingólfs eru sveitarstjórnir hvattar
til að vinna skjótt að alhliða vernd-
un svæðisins. Tryggja þurfi víð-
feðm útivistarsvæði, halda göngu-
leiðum opnum, koma í veg fyrir
efnisnám og akstur utan vega. „Við
óskum eftir því að landnýting í
Landnámi Ingólfs verði tekin til al-
varlegrar íhugunar, enda búa um
60% þjóðarinnar hér“, sagði Þor-
leifur. „Við munum m.a. leita eftir
fundum með sveitarstjórnum á
svæðinu til að vinna að framgangi
þessa máls.“
Landvernd er nú að hefja 15.
starfsár sitt, en aðildarfélögin eru
70 talsins, þeirra á meðal ASÍ og
VSÍ, þannig að segja má með sanni
að hálf þjóðin sé í samtökunum.
En hverju geta áhugamanna-
samtök um náttúruvernd áorkað
og hverning?: „Það hafa náðst
nokkrir áfangar á undanförnum
árum“, sagði Þorleifur, „en skiln-
ingur, einkum ráðamanna, er ekki
orðinn nógu mikill. Með fræðslu
má ná til margra og við viljum eink-
um beina henni til yngri kynslóðar-
innar, fólksins sem á að taka við,
en því miður héfur ekki verið í
Aðalfundur Landverndar lagði áherslu á að þjóðgarðurinn á Þing-
völlum verði stækkaður og settur undir stjórn Náttúruverndarráðs.
skólunum nægjanleg fræðsla um
umhverfismál. Landvernd gefur út
rit og lesarkir auk veggspjalda á
hverju ári og með samþykktum
eins og aðalfundurinn gerði
reynum við að fylgja málum eftir,
ýta við mönnum og standa á verð-
inum.“
Meðal annarra ályktana sem að-
alfundurinn samþykkti er áskorun
til félagsmálaráðherra um að
leggja hið fyrsta fram frumvarp til
nýrra laga um umhverfismál svo
það nái afgreiðslu á þessu þingi,
skorað var á dómsmálaráðherra að
setja ákveðnar reglur um rall og
torfæruakstur á íslandi, og fagnað
var samþykkt alþingis um að mót-
mæla ekki tímabundnu banni við
hvalveiðum.
Mikið var fjallað um ferðamál og
ítrekað að gera þurfi ferða-
mönnum ljóst að taka náttúrugripa
er óheimil á eignarlöndum og frið-
lýstum svæðum. Gerð var ítarleg
ályktun um nauðsynina á aukinni
umhverfisfræðslu í skólum og að
koma þurfi upp nýtímalegu nátt-
úrugripasafni í Reykjavík. Að lok-
um beindi fundurinn þeirri áskor-
un til Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga að umhverfisfræðslu
verði sinnt í ríkara mæli í sumar-
starfi barna og unglinga sem efnt er
til á vegum sveitarfélaga.
Helgi Ólafsson skrifar um skákeinvígin
2. einvígisskák Smyslovs og Riblis:
Ribli jafnaði
Vasily Smyslov tókst ekki að
endurtaka sína ágætu tafl-
mennsku þegar önnur skák
hans í einvíginu við Zoltan Ri-
bli var tefld í Lundúnum í gær-
kveldi. Eftir langa og lyjandi
skák virtist Smyslov aldrei
komast fyllilega í takt við það
sem var að gerast á skákborð-
inu, náði að vísu prýðilegri
stöðu úr byrjuninni, en lék afar
ónákvæmt úr því og gafst upp
þegar Ribli hafði leikið sínum
42. leik.
Skákin tók sömu stefnu og
viðureign Smyslovs við banda-
ríska stórmeistarans Walter
Browne á millisvæðamótinu í Las
Palmas í fyrra, en snemma
breytti Ribli þó út af taflmennsku
Browne. Fékk hann eilítið betra
tafl út úr byrjuninni en þó virtist
Smyslov ekki vera í neinni veru-
legri hættu. Þegar leiknir höfðu
verið 22 leikir var allt með kyrrum
kjörum, en í 23. leik lék Smyslov
ónákvæmt og síðan bætti hann
gráu ofan á svart með sínum 25.
leik sem var grófur fingurbrjótur
ergerði stöðu hans hartnær von-
lausa. Ribli tefldi óaðfinnanlega
úr yfirburðum sínum, vann peð
og náði síðan frelsingja á a-
línunni sem réði úrslitum í skák-
inni. Skák þessi var til muna lakar
tefld en fyrsta skák einvígisins en
þar sýndu báðir stórmeistararnir
mikil tilþrif. Þó staðan í einvíginu
sé jöfn bendir taflmennska
Smyslov í þessari skák til þess að
honum munu reynast örðugt að
halda í við andstæðing sinn. Spá-
dómar manna fyrir einvígið voru
flestir á þá leið að Ungverjinn
myndi sigra.
Hvítt: Zoltan Ribli
Svart: Vasily Smyslov
Bogo - indversk vörn
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rf3 Bb4+
4. Bd2 a5
5. g3 d5
6. Dc2 Rc6
(Allt hefur þetta sést áður m.a. í skák
Browne og Smyslovs á millisvæðam-
ótinu í Las Palmas í fyrra. Smyslov
sem hafði svart stjórnaði liði sínu af
mikilli snilld til sigurs. En hann hefur
varla haft ástæðu til að ætla að sú
skák hafi farið framhjá Ungverjanum.
Ribli var nefnilega meðal þátttakenda
í mótinu og hafnaði í efsta sæti).
7. a3
(Browne lék 7. Bg2 en Smyslov fékk
góða stöðu eftir 7. - dxc4 8. Dxc4 Dd5
o.s.frv.).
7. ... Be7
8. Bg2 dxc4
9. Dxc4 Dd5
10. Dd3 0-0
(Hér kom til álita að leika 10. - De4).
11. Rc3 Dh5
12. 0-0 Hd8
13. Dc4 Bd7
14. Hfe1 Rd5
15. e4 Rb6
16. Dd3 a4
17. h3 f6l?
(Sannkallaður „Smyslov-leikur".
Hann býr drottningunni skjól á f7 -
reitnum).
18. d5
(Sókn á væng skal svarað með at-
lögu á miðborði, segir regla ein góð
og gild sem getur átt vel í sumum
stöðum, öðrum ekki eins og gengur.
Þó 17. leikur Smyslovs geti vart
skoðast sem sóknarleikur, þá hreyfir
hann þó altént við liðsaflanum á
kóngsvængnum. Viðbrögð Riblis eru
samkvæmt því rökrétt og í hæsta
máta eðlileg).
18. ... Ra5
19. Had1 Rbc4
20. Bc1 e5!
21. Rh4 b5
(Smyslov hefur tekist að jafna taflið
fullkomlega. Það er ekki fyrr en síðar
sem hann slær feilnóturnar).
22. Rf5
(Athyglisverð var áætlunin 22. Bf3 og
23. Bg4).
22. ... Bf8
23. Dc2 Rd6?
(Fyrstu mistök Smyslovs. Hann varð
að halda góðu valdi á e5 - reitnum
vegna framrásar f - peðsins).
24. g4! Df7
(í samræmi við 17. leikinn hopar
drottningin. En f7 - reiturinn reynist
ekki það hæli veðranna sem Smyslov
hafði vonast eftir. Satt að segja gefur
þessi 24. leikur ýmsum fléttuhug-
myndum hvíts byr undir báða vængi).
25. f4 Rxf5?
(Eftir þennan leik lendir Smyslov í
óyfirstíganlegum erfiðleikum. Hann
gat haldið allvel í horfinu með 25. -
Rac4).
26. exf5 exf4
27. d6!
(Afskaþlega óþægilegur leikur svo
ekki sé meira sagt. Svartur má alls
ekki snerta d - peðið vegna mögu-
leikans 28. Bd5. Nú riðlast svarta
staðan).
27. ... c6
28. Rxb5!
(Byggir á sömu fléttuhugmyndum og
síðasti leikur hvíts).
28. ... Dc4
29. Rc3 Bxd6
30. Dxa4
(Að sjálfsögðu ekki 30. Hxd6 Dc5+
og hrókurinn fellur).
30. ... Be5
31. He4 Dxa4
32. Hxa4 Be8
33. Hxd8 Hxd8
34. Bxf4 Bxf4
35. Hxí4
(Með peð yfir reynist úrvinnslan létt
verk).
35. ... Rb3
36. Hb4 Rd4
37. a4 Rc2
38. Hb6 Re3
39. a5 Rc4
40. Ha6 Hb8
41. Bf1! Re5
42. Hb6
- Smyslov hefði sjálfsagt getað teygt
þetta eitthvað áfram en úrslitum hefði
ekki verið breytt. Svartur ræður ekki
við a - peð hvíts. í stað þess að setja1
skákina í bið kaup' Sovétmaðurinn að
gefast upp.
Staðan: Smyslov 1 - Ribli 1.