Þjóðviljinn - 25.11.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1983, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. nóvember 1983 75 ára í dag Eiríkur A. Guðjónsson Eiríkur A. Guðjónsson. Myndin er tekin í Hornvík í sumarferð Al- þýðubandalagsins. verkamaður ísafirði Það má satt að segja ekki minna vera en ég sendi honum Eiríki Guðjónssyni á ísafirði litla afmæl- iskveðju úr fjarlægð, þó ekki væri nema til að þakka honum fyrir síð- ast, þegar við stóðum báðir á efstu brún Hornbjargs þann sæla dýrðar- dag í júlímánuði þessa árs, Síst gat ókunnuga grunað þá, að þar færi hálfáttræður maður svo bratt- gengur, kvikur á fæti og kapp- samur á göngu að fáir sem yngri eru fylgja honum eftir. Komir þú í Skjaldabjarnarvík, þar sem Hallvarður Hallsson frá Horni liggur grafinn í túni, þá ert þú á slóðum Eiríks Guðjónssonar. Þar á nyrsta bæ í Árneshreppi á Ströndum, langt fyrir norðan nú- verandi byggð, er hann fæddur þann 25. nóvember árið 1908, á einu rismesta ári íslenskrar sjálfs- tæðisbaráttu. í Skjaldabjarnarvík og í Þara- látursfirði í Grunnavíkurhreppi ólst Eiríkur upp og vandist öllum þeim margbreyttu ströfum á landi og sjó. sem þar höfðu tíðkast um aldir. I Höfn í Hornvík hóf Eiríkur búskap með konu sinni Gunnvöru Rósu Samúelsdóttur, sem hann nú hefur misst fyrir mörgum árum. Þar bjó hann á móti honum Sumar- liða Betúelssyni, en gamli Betúel, sem iengi stýrði verslun í Höfn var þá búinn að loka og fluttur í annað byggðarlag. UndirSkálakambi, þaráBúðum í Hlöðuvík, bjó Eiríkur einnig nokkur ár, með Álfellið fagra fyrir augum dag hvern og úthaf norður- sins við túnfótinn. Hann þekkir þetta allt, land og líf, björgin í birtu vorsins og hin dimmu dularmögn. Eiríkur var annar tveggja síðustu bænda í Hlöðuvík. Það eru 40 ár síðan hann flutti þaðan til ísafjarð- ar. Þegar ég heyrði hans fyrst gerið var hann þar grafari, - það er langt síðan. Hin síðari ár hefur hann unnið verkamannavinnu hjá ís- húsfélaginu, og vann þar enn fullan vinnudag, þegar ég vissi síðast. Ég hef verið á nokkuð mörgum fundum með Eiríki í Alþýðu- bandalaginu. Hann er góður fé- lagsmaður, sem hugsar þó öll mál sjálfstætt á eigin vísu. En þótt Éiríkur sé góður félagsmaður, þá er hann þeirrar gerðar, að geta hvenær sem er staðið einn, ef sannfæring hans býður svo. Hann sker sig úr í hverjum hóp. Sumir kalla hann sérvitran, en skyldi ekki vera betra að vera sérvitur heldur en samheimskur? Einu sinni lagði Eiríkur til á op- inberum vetvangi að höfuðborg Is- lands skyldi flutt af Innesjum við Faxaflóa á annan og öruggari grundvöll. Mig minnir að hann hafi rökstutt tillöguna með jarðskjál- ftahættu, en ugglaust hefur fleira búið að baki þessari athyglisverðu tillögu um flutning stjórnstöðva landsins á blágrýtissvæðið. Eiríkur hefur lengi verið mikill friðarpostuli, og það í þá veru sem nú tíðkast. f þessum efnum var hann áreiðanlega á undan sinni samtíð, og hélt margar ræður um hættuna af kjarnorkuárás á Kefla- víkurflugvöll, - meðan við hin vor- um flest mest að hugsa um þá hættu sem stafar af dvöl erlends hers í landinu á friðartímum. Sá sem þetta ritar hefði síst viljað missa af því að vera með Eiríki á ferðalögum og þá einkum í norður- ferðum um Aðalvík og Horn. Að sjá hann dansa vel sjötugan fram undir morgun á gömlu fjalag- ólfi í bjartri sumarnóttunni undir lágu þaki - það gleymist ekki - ör- lítið sveittan að fylgja hljóðfalli harmónikkunnar og sveifla kven- fólkinu, en óþreyttan að morgni. Að standa á Kálfatindi, efst á Hornbjargi, með fyrrum bónda úr Hornvíkinni sér við hlið, - það gefst ekki öllum, nú þegar öldinni hallar. Og Eiríkur hafði verið á framboðsfundinum í fiskhúsinu á Horni í kosningunum árið 1934, þar sem þeir áttust við Vilmundur og Jón Auðunn, þessum trúi ég eina framboðsfundi, sem þar hefur verið haldinn, - og hundarnir fengu að taka þátt í fundinum. Að sitja með Eiríki á gömlu tóft- arbroti í Miðvík í Aðalvík, í Höfn eða Rekavík bak Höfn í Hornavík, - slíkur unaður læknar mörg mein og gerir okkur tilveruna alla bæri- legri. Þar sem ég sit hér úti í Kaup- mannahöfn eru þeir mér hugstæðir nafnar tveir, sem báðir settu hér svip á staðinn á sinni tíð, - Jón Ólafsson úr Álftafirði, sem aftur kom úr sinni stóru reisu og Jón Ól- afsson úr Grunnavík, sem liggur hér grafinn undir stéttinni þar sem mín daglega leið liggur. Báðir voru þeir Jónar gamlir grannar Eiríks Guðjónssonar, ef svo má segja, og hann geymir svolítið brot af þeim báðum. Ég efa heldur ekki að Eiríkur hefði sómt sér vel, hvort heldur sem var á vaktinni við Há- brú undir kóngsins regimenti, - því enginn er trúrri en hann, ellegar þá við að rýna í þau fornu membrana hér á Turrá. Góður íslendingurgeymir margt og er ekki allur þar sem hann er séður. Eiríkur Guðjónsson er Ijúfur maður í geði og hefði jafnvel getað umborið Jón Marteinsson, en trú- lega samt látið hendur skipta við hlið Indíafarans þegar föðurlandið var svívirt forðum í kjallara Kri- stínar Doktors. En nú er víst önnur öld. Heill og heiður fylgi þér Eiríkur um ókomin ár. Kjartan Ólafsson Við rætur fjallsins sat barnið að leik. Undir fjólubláum vind- teygðum skýjahárum sendi hann aðalpersónur ævintýrisins í enda- laus ferðalög út í lífið. Sýri og Brúsi hétu þeir, tveir vinir með ökúskír- teini og geystust um í heimasmíð- uðum vörubíl. Barnið rétti úr sér í kyrrðinni, á holtinu voru harðgerð blóm að loka krónum sínum. Barn- ið sá ógnarlangan skugga sinn í blóðrauðu grasinu lengjast og lengjast... Honum varð litið upp dökkar fjallahlíðarnar. Þarna hafði afi verið að elta kindurnar allan daginn í marga daga og þær höfðu feykst upp og niður líkt og fífu- hnoðrar. Skugginn hans var horf- inn. Kannski falið sig bakvið stóran stein. Hann fann fjallið nálgast. Hann hentist yfir holtið, skuggarn- ir þutu hjá. Neðan af enginu barst í gegnum sífellt skvaldur árinnar taktfastur hvinur. Grösin féllu og lögðust. - Láttu það liggja, sagði barnið. Afi Stakk orfinu niður og saman röltu þeir í sólina yfir slægjuna. Skammt frá húsinu tók barnið á rás. Á kjallaragólfinu lá þungi hamarinn hans afa. Barnið tók báðum höndum um skaftið og dró hann í átt til dyranna. Afi lagði harðfiskinn á stóra steininn á hlað- inu. Hamarinn lyftist og féll á fiskinn með möttu hljóði, aftur og aftur. Hvítar flísar kurluðust úr fisknum og dreifðust um hlaðið. Amma stóð við eldavélina og fyrir ofan hengu sokkarnir grænir og bláir. Afi kveikti á útvarpinu. Úr voldugum kassanum lágu grannar Ieiðslur í rafhlöður. Húsið var án menningartengsla rafmagns og síma. - Afi, geturðu lyft ömmu? Það kumraði í afa, - Já, já. - Upp í loft? Afi hló. - Gerðu það þá. - Ekki núna. - Jú afi gerðu það... afiii. - Afi stóð upp, gekk yfir gólfið og staðnæmdist fyrir aftan ömmu, beygði sig í hnjánum, tók um mitti hennar og rétti úr sér. Amma hló. Fyrir utan norðurgluggann var sólin að sameinast hafinu og úr þessum samruna flugu ótal perlur sem fylltu veröldina með öllum töfrabrögðum litrófsins. Fyrir innan gluggann sat afi og reif harðfiskinn í flygsur sem hann smurði vandlega og rétti barninu. Vinstri vanginn var baðaður innrauðu og útfjólubláu ljósi, skeggstubbarnir lýstu eins og glóðaþræðir. Hann skrældi kartöfl- urnar, skar þær í bita og með smjörflís lagði á diskinn barnsins. Hægri vanginn skyggður, eins og sólmyrkvi myndaði geislabaugur dökkar útlínur höfuðsins. Hvíldi í sjálfum sér. Barnið gekk út á dyrapallinn heimurinn ljós og þrunginn bláma angandi af loforðum. Fjallið var á sínum stað. Þrúgandi massinn hvíldi við bakka árinnar og teygði sig upp yfir dalinn og dansaði í skýjaflókunum. Barnið trítlaði niður tröppurnar sem afi hafði smíðað og sérhannað fyrir litla fæt- ur. Kisurnar höfðu hreiðrað um sig og teygðu úr sér undir þrepunum. Brýnið strauk aðra hlið ljásins og skaust síðan bakvið hann birtist eins og örskot straukst með mjúku sargi faldi sig aftur fram og aftur... Afi hrækti á brýnið og lét það ganga nokkra stund, leit síðan blítt á barnið og sagði: Halló œtlar út að gá ekki mun það saka afi minn hann er að slá og amma mín að raka. Barnið klifraði upp á einn galt- ann. Heyið var þétt. - Afi, gerðu hús! Afi kom og gróf stóra holu, inn í galtanum var hlýtt og notalegt. Mjúkur gulur hnykill straukst við hönd barnsins. Kisurnar höfðu fengið veður af þessum nýja bústað. Kettlingarnir veltust nú allir í stórum hnykli og eltu skottið hver á öðrum. Allt í einu fyllti vit barnsins eitthvað blautt og hrjúft... Kauli! Bestu leikfélagarnir Kauli og Rósalind voru komin og vildu aldeilis vera með. Húsið varð í senn að stórri hrúgu og dreifðist um svæðið. Leikurinn setti undir sig hausinn, lyfti halanum og fór á stökki fram um völlinn. Tvífætlingurinn tók sprettinn en þó vinir hans væru að- eins nokkurra mánaða hafði hann ekkert við þeim. Við hægri afturfót Kaula hafði afi bundið smáspotta svo hægara væri að ná honum inn á kvöldin. Þetta bláa band dróst í snöggum rykkjum með jörðinni og barnið reyndi þegar færi gafst að stíga á það. I öllum þreyttum kapphlaupum sumarsins hafði þetta aldrei tekist nema hvað vinirnir voru orðnir mun fótvissari og fjarlægðust upp- gjörið löngum togum. Barnið fleygðist niður og reif sig úr skóm og sokkum, peysu og buxum. Kálf- arnir komu másandi og hnusandi í gegnum bláu nefin sín og stóru brúnu augun kringlótt eins og tung- lið af eðlislægri forvitni. Hann spratt upp, kálfarnir slettu úr klaufunum tóku stefnuna á hlaðið. Hænsnahópurinn tvístraðist eins og hænsnahópar gera. Skelfingu lostnar leituðu hænurnar skjóls í smáhópum en barnið var ekki á því að láta þær sleppa svo auðveldlega. Hann fældi púturnar úr hverjum krók og gaf hanagreyinu hvergi frið. Barnið tók nú að mæðast eftir þessi þrekvirki. - Afi! Afi kom og hönd í hönd ráku þeir hópinn fram og aftur um hlaðið með fjaðrafoki og látum. Amma horfði áhyggjufull á fallegu rósóttu púturnar sínar hrekjast undan köllunum. - Það verður lítið um egg í dag. Buddur og afi hættu snarlega að eltast og fóru friðsamlega að sækja mjólkurbrúsa niður í á. Kaula, kaula kaul! kallaði afi hárri röddu. Kálfarnir komu þjót- andi og hausarnir hurfu ofan í föt- urnar. Ákefðin var svo mikil við að ná restinni að handfangið hafði færst aftur fyrir eyrun á Kaula og þegar hann eftir ítrekaðar tilraunir við að sleikja sig niður úr fötunni lyfti hausnum, fylgdi fötumyrkrið honum. - Buuu-uu. Kauli hristi sig og sentist til og frá en allt kom fyrir ekki. Nú var tækifærið. Buddur rauk af stað. Hann fann bandið undir fætinum, hvílíkur sigur... Allt í einu rykktist bandið af heljar afli. f sömu svifan lá hann láréttur í loftinu... Á næsta augnabliki lá hann flatur á jörðinni og sólin skein beint íaugu honum. Afi kom aðvíf- andi til að hjálpa kaulunum. Um kvöldið var litla drengnum illt í fót- unum sínum. Amma settist og ætl- aði að þvo honum um fæturna. - Nei, sagði hann, vatnið er svo heitt. Honum varð litið á afa. - Nei, nei! hrópaði hann, þú mátt ekki! Og afi flýtti sér að fela sprittið og nálina. Næsta morgun þegar drengurinn vaknaði í stóra rúminu voru tærnar hreinar og plástur á iljunum. Afi var að fara í vinnuna inn í ísafjarðarbæ. Amma lyfti drengnum upp, hann kyssti afa bless og hvíslaði, - Afi kauptu leikfang. Hann vissi að afi hélt sín loforð til að gleðja drenginn. Hann hafði séð afa í erfiðu vinnunni hans. Afi hafði verið að grafa stóra, djúpa holu og það var rigning og kalt og afi var blautur og drullugur upp fyrir haus en samt hélt hann áfram að moka og moka og hann myndi ekki hætta fyrr en holan væri svo djúp að hann þyrfti að nota stig- ann. Hann hafði líka verið með afa uppi í turninum og afi opnaði gluggana svo allir gætu heyrt há- vaðann og hann varð að halda fyrir eyrun en afi bara tosaði og tosaði í böndin og gerði ennþá meiri há- vaða. Og á laugardaginn myndi fólkið koma og láta stóran svartan kassa oní holuna og hann vissi vel að það var dáinn maður í kassanum og hann gæti ekki heyrt lengur en maðurinn með skrítna kragann opnaði svörtu bókina með stóru höndunum sínum og segði allskon- ar vitleysu og sumir færu að gráta. Litli drengurinn stóð á tröppun- um og horfði eftir rykugum sveita- veginum. Gleðisýn. Þarna kom afi með stóran poka í höndunum og lokaði hliðinu á eftir sér svo roll- urnar færu ekki inn á túnið. Appel- sínur og bananar gerðu pokkann stóran. Afi rétti Buddi sínum ham- ar. - Nú getur Buddur hammað með afa. Á hlaðinu lágu nokkrir breiðir plankar. Öðru megin sat barnið hjá stórri kakódós fullri af nöglum og hammaði í höfuðið á stórum nagla sem lítið lét rekast niður á við. Hann tók nú að berja á nokkrum litlum en þeir bliknuðu og blánuðu eftir nokkur högg. Hann hætti til að hvíla sig. í þann mund bárust til eyrna léttir dynkir. Honurn var litið að kjallaraglugganum. Stór fiskifluga suðaði stöðugt á rúð- unni. Barníð stóð upp og gekk hægum skrefum að glugganum, einblíndi á fluguna og lét höggið ríða af. Glerbrot klingdu við kjall- aragólfið. Skordýrið flaug hindr- unarlaust út í blámann. Afi kom út á tröppurnar. - Meiddirðu þig vin- ur? Til hamingju með daginn, afi minn. Eiki

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.