Þjóðviljinn - 25.11.1983, Side 9
Þjóðminjasafnið gefur
út greinasafn um
fornleifarannsóknir
Hus, gárd
och
bebyggelse
Þjóðminjasafn íslands hefur gef-
ið út bókina „Hus, gárd och be-
byggelse“, sem hefur að geyma 25
greinar um merkar fornleifarann-
sóknir á Norðurlöndum.
Greinarnar, byggjast allar á er-
indum sem flutt voru á ráðstefnu
norrænna fornleifafræðinga að
Laugarvatni í ágúst 1982, og eru
allar skrifaðar á norsku, sænsku
eða dönsku.
M.a. er sagt frá niðurstöðum
fornleifarannsókna í Reykjavík
árin 1971-1975, byggðarannsókn-
um á Holti í Eyjafjallasveit og
byggingum frá fyrstu öldum ís-
landsbyggðar.
Bókin er 270 bls. að stærð og
prýdd miklum fjölda mynda og
skýringarteikninga.
Petta er fyrsta bókin sem Þjóð-
minjasafnið gefur út, og sá Guð-
mundur Ólafsson safnvörður um
útgáfuna.
Fyrsta Ijóðabók
Jóhanns árelíuzar
„blátt
áfram”
blátt
áfram
Út er komin 1. bók Jóhanns árelíuzar
- Ijóðabókin „blátt áfram”. Útgefandi
og kostnaðarmaður er höfundur.
f bókinni er fjöldi ljóöa sem endur-
spegla líf höfundar á undanförnum ára-
tugum. Jóhann árelíuz er Akureyringur
af vopnfirskum ættum.
Útlit og uppsetningu bókarinnar
annaöist Hallgrímur Tryggvason prent-
listamaður í samráði við höfund.
Ljóðabókin „blátt áfram” verður til
sölu hjá bókabúð Máls og menningar,
hjá Eymundsson og í bókaverslunum á
Akureyri.
Erindi um
íslandskort
Dr. Haraldur Sigurðsson fv. bóka-
vörður spjallar um íslandskort í
Þjóðminjasafni Islands laugardag-
inn 26. nóvember, kl. 16.00. Erind-
ið verður haldið í Bogasal, en þar
stendur yfir sýning á gömlum Is-
landskortum, sem lýkur sunnudag-
inn 27. nóvember.
Haraldur Sigurðsson er fremsti sér-
fræðingur hérlendis í kortasögu og
hefur samið kortasögu íslands í
tveimur bindum, sem komið hefur
út hjá Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs.
Föstudagur 25. nóvember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
Brúðuleikhús
á Kjarvalsstöðum
Bláa stúlkan
eitthvað sem kallast gæti skoðun
á leik þeirra, hvað þá tónlistinni
sjálfri, en vil nota tækifærið og
þakka bæði tónskáldi og hljóð-
færaleikurum fyrir þá skemmtun
sem þeirra þáttur í sýningunni
veitir mér.
Messíana er sem sé upphafs-
maður þessa verks, auk þess sem
hún er höfundur bæði leikmynd-
ar og leikbrúða og fer með
stærsta brúðuleikhlutverkið sjálf.
Enda er vandalaust fyrir hvern
þann sem þekkir fyrri leikhús-
vinnu Messíönu að sjá strax,
hvers andi svífur hér yfir vötnun-
um - og á það jafnt við innihald
sýningarinnar og útfærslu, tam.
meðferð lita og efnis. Messíana
er hér frjáls undan kvöð
leikmyndahönnuðarins að gera
málamiðlanir við misvitra leik-
stjóra og höfunda og birtist nú
sem ólæknandi rómantískur fag-
urkeri; öll sýningin orkar á mig
eins og fjarska einlæg persónuleg
játning. Hún hefur valið sér það
form, sem margir telja tærustu
mynd brúðuleiklistarinnar: sýn-
ingu án orða, að úffærslu meira í
ætt við látbragðsleik og dans en
vanalegan leik, að inntaki skyld-
ara ljóði en leikriti. Erfitt væri að
rekja efni leiksins hlutlaust, án
þess að túlka það, svo mjög sem
það mun háð því, hvers augum
þaðerskoðað. Ljóst erþó,aðhér
er sagt frá reynslu stúlku, sem
birtist okkur í tveimur persónu-
gervingum, brúnu stúlkunni og
þeirri bláu. Þetta tvíeðli má svo
túlka sem klofning milli veruleika
og draums, ytra og innra lífs; -
saga bláu stúlkunnar gengur
auðveldlega upp sem draumur
listamannsins um fegurðina
óhöndlanlegu, draumur konunn-
ar um ást, draumur manneskj-
unnar um frelsi; í lokin mætast
þær aftur - sáttin verður fyrir ást
trésins, lífsins sjálfs. Menn geta
svo dundað við að lesa eitthvað
svipað og ég gef hér í skyn, ell-
egar eitthvað allt annað úr sýn-
ingunni.
Ýmsum kann að þykja þetta
frelsi áhorfandans til útleggingar
helsti ókostur hennar, þeir kunna
að gera kröfur til ljósari sögu-
Bríet Héðinsdóttir
skrifar um
leikhús
þráðar, þeim kann að finnast
verkið of innhverft, táknin of
margræð. Sjálf er ég í hópi þeirra
heppnu, sem slíkar pælingar
sækja alls ekki á, fyrr en í fyrsta
lagi að sýningu lokinni. A meðan
hún fer fram, góni ég agndofa á
það sem fyrir augu ber, og hrífst
hverju sinni, enda öll sýningin
dæmalaust augnayndi. Stúlku-
brúðurnar tvær eru einhverjar
fallegustu leikbrúður, sem ég hef
nokkru sinni séð. Ekki veit ég
beint af hverju þær, og þó eink-
um sú bláa, minna mig á Bapt-
iste, eina elstu og frægustu brúðu
Michael Meschkes. (Allir sem
voru svo lánsamir að vera á nám-
skeiði Meschkes í Reykholti hér
um árið hljóta að rnuna eftir
Baptiste.) Samt eru þessar
brúður Messíönu gjörólíkar
Baptiste í útliti og allri gerð.
Kannski er hér um að ræða áhrif
lærimeistarans, sem Messíana
vinnur svo úr mjög persónulega
nýsköpun. Á jafn sjálfstæðan
máta nýtir Messíana áhrif frá
hreyfikerfi brúðanna í Bunraku
leikhúsinu japanska, sem hún
kveður sjálf hafa gefið sér hug-
myndina að hreyfikerfi brúðanna
í þessu verki. Klassisk Bunraku-
brúða er u.þ.b. helmingi stærrien
brúður Messíönu, og er hverri
brúðu stjórnað af þremur leikur-
um öllum sýnilegum ýmist nteð
grímur eða ekki. (Ef ég man rétt
tekur það Bunraku-leikarann
fjórtán ár að vinna sig upp, með
því að stjórna fótum og hægri
handlegg brúðunnar hulinn
grímu, til að komast í þá tignar-
stöðu að stjórna höfði og vinstri
handlegg grímulaust! Púff!)
Brúðum Messíönu er aðeins
stjórnað af einum leikara hverri,
og er hreyfikerfi þeirra á snjallan
hátt sameinað stjórnkerfi vana-
legra stangabrúða. Þetta kerfi
Messíönu gefur brúðurn hennar
mikla tjáningarmöguleika.
List brúðleikarans er óhemju-
vandasöm, krefst sömu ein-
beitingar og innlifunar og vana-
legur leikur, en að auki er hand-
verkið sjálft svo fínleg ná-
kvæmnisvinna og beinlínis svo
líkamlega erfitt, að enginn tryði
að óreyndu. Það vekur því bæði
furðu mína og aðdáun hversu vel
leikurunum tekst upp (auk Mess-
íönu leika þau Anna Einarsdóttir
og Pétur Knútsson) þrátt fyrir
„Saga bláu stúlkunnar gengur
auðveldlega upp sem draumur
listamannsins um fegurðina
óhöndlanlegu, draumur konunn-
ar um ást, draumur manneskj-
unnar umfrelsi...”
takmarkaða reynslu. Einkum
tekst þeim Önnu og Messíönu
sem mest mæðir á, ótrúlega vel
að ná þeirri hnitmiðun og spar-
semi í hreyfingarnar, sem er ein
kenni góðs brúðuleiks. Við þessa
útfærslu mun Árni Ibsen hafa
verið þeirn glöggur leiðbeinandi
augað í salnum sem kemur í stað
spegilsins sem brúðuleikarinn
æfir oft við í fyrstu. Þá langar mig
líka að ljúka lofsorði á Ágúst Pét
ursson fyrir stjórn og hönnun
ljósa og þó ekki síst fyrir ljósk
astarana, sem hann mun hafa sér-
hannað í samráði við Pétur
Knútsson (og auðvitað Messí-
önu!) fyrir þetta litla leiksvið
Auk notagildis þeirra hafa þeir
þann kost að vera einkar ásjá
legir, sem er meira en sagt verður
um vanaleg appíröt af þessu tagi
Mikil vinna margra manna
liggur að baki þessari tæplega
hálf-tíma löngu sýningu. Og
fáum mun dyljast, að höfundur
hefur hvorki sparað tíma né þrek
lagt frant hugsun sína, alúð og
blíðu í þetta verk. Auðvelt er að
flokka slíkar maníur undir geggj
un, sem hljóti makleg málagjöld
með gjaldþroti. En við erum líka
mörg, sem þökkum okkar sæla
fyrir að til skuli vera svona geg
gjað fólk og þætti lífið dauðlegt
án þess. Sjálf þakkar Messíana
leikskrá stjórn Kjarvalsstaða
fyrir að hafa gefið sér stundar
ráðrúm til að sinna eftirlæti sínu
brúðuleikhúsinu. Væri ekki
óbætanlegur missir að starfi
hennar við „stóru” leikhúsin
hlyti maður að óska henni þess að
geta helgað sig því eingöngu.
Á Kjarvalstöðum verða aðeins
sýningar á „Bláu stúlkunni
næstkomandi laugardag og sunn
udag.
Bríet Héðinsdóttir
Þjóðviljinn hefur nú fyrstur
dagblaða í Reykjavík vikiðfrá
þeirri stefnu að ráða mann úr
hópi þeirra, sem stundum
nefnasig af einkennandi lítil-
læti leik-dómara, til þess að
fjalla um leiksýningar. Þess í
stað mun nú sá háttur upp
tekinn að fela Pétri og Páli að
segja frá leikhúsferðum sín-
um frá persónulegum sjónar-
hóli, án nokkurra tilburða í þá
átt að þykjast vera að
leiðbeinaalmenningi, hvað
þá listamönnunum sjálfum.
Þessu ber að fagna og verður
þetta vonandi öðrum blöðum
til eftirbreytni. Því skal ekki
skorast undan því nú að taka
að sér hlutverk Pálínu.
Laugardaginn 19. nóvember
var frumsýnt að Kjarvalsstöðum
brúðuleikverk eftir Messíönu
Tómasdóttur, sem hún nefnir
„Bláu stúlkuna”, við frumsamda
tónlist eftir Karólínu Eiríksdótt-
ur. Hafa þær Messíana og Karó-
lína skýrt svo frá í fjölmiðlum að
fyrst hafi Messíana gert Karólínu
grein fyrir hugmyndum sínum að
verkinu, þá hafi Karólína samið
tónlistina og loks hafi leikræn út-
færsla verið felld að tónlistinni. Á
sýningunni er tónlistin flutt beint,
sem betur fer, af þeim Snorra
Birgi Sigfússyni, píanóleikara,
Óskari Ingólfssyni, klarinettu-
leikara og Guðnýju Guðmunds-
dóttur fiðluleikara. Mig skortir
allar forsendur til að hafa