Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 1
SUNNUÍK4GS UODVIIIINN BLAÍIIÐ 44 SÍÐUR Helgin 17. - 18. desember 1983 Fjölbreytt lesefni um helgina 289.-290. tbl. 48. árg. Verð kr. 22 Haust- sýningar í New York 77 Á sviöi myndlistar í New York eru aðalhlutverkin leikin aö öllu jöfnu í sýningarhúsnæði inn á Manhattan. í haust hafa þó verið tvær stórar sýningar í úhverfun- um Brooklyn og Queens. The Terminal show var í Brooklyn í fyrrverandi birgðastöð landhers- ins og núverandi borgaralegri vörugeymslu. Húsrýmiðvará við svosem tíu Kjarvalsstaði. Þarna voru til sýnis hefðbundnir fígúratívir skúlptúrar, graffiti- verk, Ijósmyndiraf land-art, bókavker, minimal-skúlptúrar, instalations, Ijósmyndir í lit og svart-hvítu, málverk í flestum þeim stefnum sem á dagskrá hafa verið á tuttugustu öld og framkvæmdir voru gjörningar. Eitt málverkið var nokkrir fer- metrar af hvítu lérefti sem á hafði verið skrifað með rauðri máln- ingu: „Ég hef ekkert að segja og égeraðsegjaþað.“ Inntakiðvar þó merkilega í flestum verkun- um. Það má kalla þessa sýningu mótmælasýningu, ef tillit er tekið til þess að allar fullyrðingar um myndlisteru afstæðar. Þarna var fjöldinn allur af verkum sem höfðu pólitískt inntak en þó hafa þau verk varla verið nema helm- ingur af öllum verkunum á sýn- ingunni. Vegna þess að pólitísk verk eru ekki sérlega algeng hér í galleríum og á söfnum vorú öll þessi pólitísku verk, saman komin á einum stað, mjög áber- andi og réttlæta það að sýningin sé kölluð mótmælasýning. Flest hinna pólitísku verkafjölluðu um kjarnaorkuvígbúnaðinn, kvennakúgun, pólitískarofsókn- ir, félagslega einangrun í stór- borgunum og vandamálin í þriðja heiminum. Svala Sigurleifs- dóttir skrifar í þeim verkum sem fjölluðu um kjarnorkuvígbúnaðinn var sprengjuformið mjög algengt. Bomburnar breyttust í orgelpípur í einu verkinu. I öðru voru mann- hæðaháar sprengjur orðnar grasi- grónarogtóku þær sig langbest út þannig, - sérstaklega þarna í þessu fyrrverandi hernaðarmannvirki. Mörg þeirra verka sem fjölluðu um kvennakúgun lögðu áherslu á það hvernig konur reyna oft að bæta sér upp það sem á vantar í frelsi með kaupum á því sem freistandi er að kalla ónauðsynlegt drasl. Fæst þessarra verka voru þó sannfærandi. Eins og myndlistar- konurnar bæru bara að fjalla um „konur út í bæ“ en ekki e'igin veru- leika. Verkið „Dream Terminal" (birgðastöð fyrir drauma... eða draumamiðstöð?) eftir Roberta Williams var mjög áhrifaríkt. Á bleikmáluðum vegg, með tilvitn- unum varðandi drauma eftir náunga eins og William Blake, voru dyr inn í rökkvað herbergi. í því miðju var rúm með grænni ábreiðu sem virtist hylja sofandi konu. Ábreiðan var rykfallin og á henni voru hin ýmsu heimilistæki,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.