Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 Spjallað við Árna Björnsson þjóðháttafrœðing „í jólaskapi“ kemur öllum í jólaskap Hjá Bjöllunni er nýkomin út bók, sem er einstök í sinni röð. Hún nefnist „í jólaskapi" og höfund- ar hennar eru þeir Árni Björns- son, þjóðháttafræðingurog Hringur Jóhannesson, listmálari. HefurÁrnisamiðog tekið saman lesefnið en Hring- ur myndskreytt bókina í stíl við efnið. Hefursamvinnaþeirra félaga tekist með miklum ágæt- um. f bókinni lýsir Árni, á lifandi og skemmtilegan hátt, þeim marg- háttuðu athöfnum, sem menn hafa iðkað á jólum, allt aftan úr heiðni og fram á þennan dag. Eru ekki hvað síst dregnar fram þær breytingar, sem orðið hafa á jóla- siðum og jólahaldi síðustu 100 árin en þá fer ýmislegt að ryðja sér til rúms í þessum efnum, sem óþekkt var áður. Inn í frásögnina fléttar Árni svo Ijóðum, þulum, sögum og þjóðsögum frá ýmsum tímum og köflum úr fornsögunum, að sjálf- sögðu allt tengt jólunum. Innlendir heimildarmenn eru á milli 30 og 40, auk þess sem sótt hefur verið ti! erlendra bóka og rita. Á víð og dreif um bókina eru svo hartnær 40 litkrítarmyndir og teikningar eftir Hring, sannkölluð bókarprýði. En nú gefum við Árna orðið: - Ég vil nú fyrst af öllu færa Bjöllunni mínar bestu þakkir fyrir það hvað vel hún sinnir skólunum með útgáfustarfsemi sinni. Annars átti ég alls ekki frumkvæðið að gerð þessarar bókar. Ég tók þetta verk að mér eftir beiðni annarra og það var alls ekki svo auðvelt að ýta mér af stað. Einir fimm útgefendur voru búnir að minnast á þetta við mig. En ég er latur og þybbaðist við. Bjallan gaf hinsvegarekki eftir og þar k.om að ég lét undan og byrj- aði á þessu verki á skírdag í ár. Og ég var eiginlega óvenju geðvondur á meðan á þessu stóð. Líklega ekki hægt að segja að ég hafi verið í neinu jólaskapi. Nú, það þótti sjálfsagt að auka gildi bókarinnar með því að myndskreyta hana. Var þá tvennt til: Að nota sögulegar myndir að því leyti sem þær eru til eða að fá listamann til þess að gera nýjar myndir. Það varð ofaná. Við á- kváðum að fá Hring og ég fæ ekki betur séð en þar höfum við hitt naglann á höfuðið. Eg tók nú saman bók, „Jól á ís- landi“ og kom hún út 1963 og það sem sagt er um jólahald á íslandi fyrir miðja 19. öld er að mestu byggt á henni og þeim heimildarrit- um, sem þar er stuðst við. Og svo því til viðbótar það sem í leitirnar hefur komið um þetta tímabil síð- an, eða síðustu 20 árin. Að öðru leyti er þessi bók mjög frábrugðin hinni, m.a. vegna þessara ágætu verka Hrings. Óþarfi er svo að gleyma því, að fyrir einum 40 árum kom út bók skyld þessari, Jólavaka Jóhannesar úr Kötlum, og í þessari bók minni nú er dálítið úr henni. Ljóðin í bókinni eru að drjúgum hluta til frá síðustu 40 árum og stinga sum þeirra kannski nokkuð í stúf við það, sem áður hefur verið ort um jólin. Og ég verð að játa, að þegar ég las fyrstu próförk af þess- um ljóðum fannst mér nú textinn hálf svona kaldranalegur. En þegar búið var á hinn bóginn að dreifa þessum beisku pillum innan um allt sælgætið, þá breyttist þetta. Skemmtilegast þótti mér nú að fást við ýmsa þætti um jólahald síð- ustu 100 árin, en þá hefur það tekið mestum breytingum vegna breyttra ytri aðstæðna. Til hafa komið rýmri verslunarhættir, nteira vöruval, augíýsingar o.fl. Lokakaflinn í bókinni Eallar svo um jól í öðrum löndum. Ég var nú 4, - . m r «í' „V* sr ;■ . Bryndís í Koti brýst áfram í hríð og fannfergi með munaðarleysingjann í fanginu, sbr. jólasögu Jóhannesar Friðiaugssonar. hálf hræddur við hann, enda er hann stuttaralegur. Ég bar hann nú undir fólk, sem þessu er kunnugt en þess ber að gæta, að jólahald er mjög breytilegt jafnvelInnan sama lands. Og svo vil ég að lokum segja að þetta er ekki barnabók. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en litgreiningu annaðist Prentmyndastofan hf. og Arnarfell bókbandið. Undirritaður vill svo að lokum bæta því einu við að þessi bók er hreinasta gersemi. - mhg. Ný bók frá Guárúnu HelgadóUiir - jólagjöf barnanna lár ■ Sitji Guðs englar SITJI GUÐS ENGLAR eftir Gudrúnu Helga- dóttur. Heillandi og nœrfcerin saga um marga krakka í litlu húsi. Þar húa líka afi og amma og auðvitaö mamma og siundum kom pahhi og ruglaði öllu. Brœöumir hjól- uðu upp í eldhús og Páll táhraut hermann- inn. En petta hjargaðist alltpví krakkarnir unnu stríðið. Ungir lesendur bíða með eftirvcent- ingu eftir hverri nýrri bók frá Guð- rúnu Helgadóttur. SITJI GUÐS ENGLAR er jólagjöf barnanna í ár. Kr. 348.25 Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf 294 AUK hf. Auglýsingastofa Kristinar 83.75 121 Reykjavík Sími 12923-19156

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.