Þjóðviljinn - 17.12.1983, Page 7
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
B ar áttusaga
hálfu á móti kaupfélagsstjóranum
á Patreksfirði. Andrés tók tilboð-
inu og báturinn var gerður út á
dragnót. Seinna eignuðust þeir fé-
lagar stærri og gangmeiri bát og
leiðin með hann lá svo suður til
Sandgerðis, er. Andrés og kona
hans settust að í Keflavík. Pessi
bátur hét Gyllir. En eftir síidar-
sumarið mikla 1944 þá var stórhug-
ur í mönnum og réðust þeir félag-
arnir Andrés og Baldur ásamt
þremur öðrum í að kaupa 74 lesta
bát með 180 hestafla vél frá Sví-
þjóð og hlaut hann nafnið Svanur.
Petta var 1945, en það ár byrjaði
síldin að fjarlægjast norðurlandið.
Andrés fluttist nú til Reykjavíkur
og hefur búið hér síðan. Á ýmsu
gekk með útgerðina næstu árin sem
á eftir fóru. Mest var gert út á línu
héðan úr Reykjavík á vetrarvertíð
en á síld að sumrinu. Ýmis óhöpp
hentu útgerðina. Skipta varð um
vél í Svaninum og gera á honum
ýmsar endurbætur svo hann dygði í
hinnu hörðu sjósókn. En áfram var
haldið. Oft náðu endar ekki sam-
an. En þegar rekstrartap og óhöpp
höfðu étið upp allt hlutaféð þá
vildu meðeigendur Andrésar
losna, sem endaði með því að hann
tók einn yið bátnum og skuldunum
og hélt útgerðinni áfram. En það
voru fleiri en Andrés og félagar
hans sem töpuðu á útgerð þessi ár.
Andrés Finnbogason að störfum
sem framkvæmdastjóri
loðnunefndar.
því um 1960 varð fiskiflotinn að
fara í skuldaskil. En þrátt fyrir
þetta var það fiskiflotinn sem stóð
undir gjaldeyrisöfluninni og fram-
förum í landinu, svo undarlega sem
það hljóðar.
Það urðu endalok vélbátsins
Svans, að Andrés leigði bátinn
vestur í Hnífsdal, en þar fórst hann
í aftakaveðri haustið 1966 með allri
áhöfn, mest ungum mönnum úr
plássinu. Áður hafði þessi bátur
tekið á sig mörg aftakaveður, en
alltaf náð landi og Andrés á honum
bjargað bát og mannskap úti af
Faxaflóa í foráttuveðri og komið
til hafnar.
Endurminningar Andrésar eru
ekki nema að öðrum þræði per-
sónusaga hans sjálfs og þá sá þáttur
sem snýr að lífsstarfi hans á sjón-
um. Hinn þátturinn er um útgerð
og sjósókn á löngu tímabili og er
þar að finna mikinn fróðleik, m.a.
um lánakerfi bankanna til útgerðar
sem komið er inná í frásögninni.
Sagnfræðingar framtíðarinnar geta
því sótt ýmsar heimildir í þessa
sögu. Andrés hefur hent margt á
lífsleiðinni og hann ber samferðar-
mönnum vel söguna, þegar hann
lítur tii baka yfir farinn veg.
Guðmundi Jakobssyni ber þökk
fyrir að hafa skráð þessa sjósóknar-
og baráttusögu.
Jóhann J. E. Kúld
Nú erfleytan í nausti
Andrés Finnbogason
segirfrá
Ægisútgáfan 1983.
Þetta er baráttusaga. Sjötíu
og tveggja ára gamall maöur
lítur til baka yfir farinn veg og
rifjar upp ýmsar minningar
sínarfráliðinniævi.
Andrés er fæddur í Krossadal í
Tálknafirði 19. des. 1911. Petta er
ysti bærinn við fjörðinn, þar sem
brimaldan brýtur á landinu og
kveður sína baráttusöngva.
Snemma mun því þetta mikla haf,
ýmist úfið eða slétt og spegilfagurt,
hafa heillað huga drengsins, sem
þarna fæddist og ólst upp. Þegar
Andrés er á tíunda árinu er hann
ráðinn til sumardvalar að Botni í
Arnarfirði til sæmdarhjóna. En
vistin verður þar lengri en ætlað
var, því faðir hans veikist og deyr.
Hann verður svo heimilisfastur
þarna fram á tvítugs aldur. En hug-
urinn stefnir alltaf til sjávarins.
Hann er ákveðinn í því að verða
sjómaður. Á páskum þegar hann
er á fjórtánda ári ræðst drengurinn
á handfæraskútuna Olivettu frá
Patreksfirði, eign Vatneyrarbræðra
og þar með var sjómennskuferill
hans hafinn.
En sjóveikin ætlaði alveg að
drepa hann í byrjun. Drengurinn
vildi þó ekki gefast upp og yfirvann
hana. Næsta ár eftir ferminguna fer
hann svo aftur um borð í þessa
gömlu seglskútu. Eftir þessi tvö
handfæraúthöld stefnir hugur
drengsins að því að hann vill verða
útgerðarmaður.
Næst skerður það að lítil vél er
sett í litla skektu sem Ágúst hús-
bóndi hans á og eiga þeir bátinn
saman og gerðu hann út á Arnar-
fjörðinn. Pá er drengurinn orðinn
17 ára. Næsta ár selja þeir þennan
litla bát og Andrés ræðst í það að
láta smíða 2ja smálesta opinn vél-
bát á Bíldudal, sem hlaut nafnið
-Svanur. Fyrst áttu þeir Ágúst
þennan nýja bát saman, en svo
eignaðist Ándrés hann einn. Hart
var sóttur sjór þó fleytan væri ekki
stór, og gert út frá Suðureyri. Að-
allega var róið vor og haust.
Sumarið 1930 heldur svo Andrés
norður til Akureyrar og ræðst á
síldarskipið Lív sem Guðmundur
Pétursson útgerðarmaður átti, og
þar með var nýr þáttur í sjó-
mennsku hans hafinn. Nú var
heimskreppan mikla gengin í garð.
Allar afurðir til lands og sjávar í
lágu verði og erfitt um alla sókn
fyrir efnalausan mann. Árið 1933
er viðburðaríkt í lífi Andrésar. Þá
kvænist hann kærustu sinni
Guðnýju Þorbjörgu Sigurðardótt-
ur og þau hefja búskap í einu her-
bergi á Patreksfirði. Andrés fær þá
skipsrúm á togaranum Gylfa sem
háseti og þau hafa fest kaup á húsi
árið eftir. Hásetapláss á togara á
þessum árum voru eftirsótt og
komust ekki í þau nema afburða-
menn, enda einna best borguð
atvinna á íslandi þá og fengu færri
en vildu. Andrés er svo togarasjó-
maður frá Patreksfirði í sem næst
áratug, en seint á þeim tíma, eða
1939, fer hann í Stýrimanna-
skólann í Reykjavík og lýkur það-
an prófi eftir hálfan annan vetur
með 1. einkunn. Hann er annar
stýrimaður á Gylfanum á undan-
þágu eftir fyrri veturinn, en þá fóru
nemendur á vetrarvertíð á fyrri
vetri. Eftir að hafa lokið prófi verð-
ur hann svo annar stýrimaður á
togaranum Verði frá Patreksfirði.
Á þessum árum voru íslenskir tog-
arar fáir og menn þurftu oft að bíða
árum saman til þess að verða skip-
stjórar, þó úrvalsmenn væru.
Það urðu því örlagarík
straumhvörf í sjómannsferli Andr-
ésar þegar honum var boðin skip-
stjórn á 13 lesta vélbát og eign að
\ IÍIK fW* !
IlJ 11 % 1