Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 dægurvnál (sígiid?) í Hamrahlíð. „Jam“ er svo að segja óbreytt frá fyrstu upptöku. Ekkert hefur verið hreyft við því nema að örlitlum trommuleik var bætt inn. Textinn í „Drek-Lek“ er mjög dramatískur, segir frá hetjudáðum dreka nokkurs við að bjarga köng- uló úr vef einum ógurlegum. Það tekst en drekinn er nær dauða en lífi og er það drekafrúin sem segir söguna af afrekum manns síns. „Beri-Beri“ er diskó stef við þenn- an alræmda sjúkdóm, og er það læknirinn að tala við sjúklinginn. Textinn er fenginn að láni frá Dave Coverdale („Stormbringer“) en staðfærður. Ein mesta perla plöt- unnar er lagið „Get ekki sofið“ en textinn er eftir Sigríði Eyþórsdótt- ur. Varast ber að taka lagið of há- tíðlega, það er í senn ótrúlega væmið og fyndið. Heyra má „un- aðslegar" bakraddir Jakobs en að sögn þeirra Tappameðlima er Jak- ob einn fárra íslendinga meðlimur í Bakraddafélaginu. Þetta er frábært lag, með því skemmtilegasta sem ég hef heyrt lengi. Strax eftir „Get ekki sofið" kemur svo lokalagið, „Miranda" (long versíon) þar sem Kobbi fer á kostum í söngnum. Miðað við fyrri plötu Tappans er Miranda spor fram á við. Lögin eru að vísu ósamstæð en það kemur til af því að þau eru samin á mismun- andi tíma. Tónlistin er komin í greinilegri farveg. Flutningur er allur hinn ágætasti, enda í öruggum höndum Tony Cooks, en hann var upptökustjóri á þessari plötu. Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort Tappinn sé að hætta. Meðlimir Tappans segja að það komi ekki öðrum við en þeim sjálf- um. Það sé verið að búa til úlfalda úr mýflugu. Hvort svo sem Tapp- inn hættir eða ekki þá er Miranda góð plata og á allt gott skilið og vonandi drukknar hún ekki í því jólaflóði sem nú er að færa allt í kaf. Húná miklu betri örlög skilin. JVS Tappi tíkarrass í Klúbbnum fyrir rúmu ári: Eyþór gítarleikari, Gunni trommari, Björk söngvari, hljóm borðs- og flautuleikari og Jakob bassaleikari. Ljósm.: Jón Hólm. Miranda, Miranda... Þá er plata Tappa tíkarrass kom- in út. Loksins. Platan heitir Mir- anda, var hljóðrituð og hljóð- blönduð í júlí og átti að vera komin út fyrir löngu síðan. En líkt og um plötu Frakkanna, 1984, hefur lánið ekki leikið við hana og hún tafist á hinum ýmsu stigum vinnslunnar. Hvað um það, út er hún komin og það er jú fyrir mestu. Platan hefur að geyma 13 lög sem Tappinn hefur leikið á tón- leikum undanfarin ár. Þetta eru lög sem flestir Tappa-aðdáendur lima nafnið á fyrrverandi ástmey bassaleikara hljómsveitarinnar og er óður til hennar. Tónlistin á plötunni er ekki eins létt og á fyrri plötu hljómsveitar- innar, orðin harðari og kröftugri. Textar plötunnar eru ansi skondnir og kunna að koma mörgum á óvart. „Kríó“ fjallar um gamlan mann sem er að leita að kríunum sínum. Hugmyndin á bak við text- ann er fengin úr ritgerð sem einn meðlima hljómsveitarinnar skrif- aði á áfanga 110 í Menntaskólanum kannast við. Nafn plötunnar, Mir- anda, er dregið af fyrsta lagi henn- ar og er, að sögn þeirra Tappameð- Jón Viðar Sigurðsson skrifar wm Verö kr. 48, LITSTÆKKUN með 20% afslætti er stór- góð gjafahugmynd. Auk þess eigum við mikið úrval af fallegum MYNDA- RÖMMUM. KODAK DISK myndávélarnar eru einfaldar og ódýrar. Gjöf sem heldur áfram aö gleðja. RAMMAn MiB-WI EGUM LITMYND- UM, mikið úrval. Tilvaldir i barnaher- bergið. jlVIYNDAMÖPPUR fyrir laus blöð o.fl. Margir litir. KODAMATIC skyndimyndavelm. Nu færöu þynnri og þægilegri skyndimyndir með 3^, nýju Kodamatic Trimprint film- unni. Samt á sama góða verðinu. Verö kr. 525 KODACOLOR VR GJAFAPAKKI. Allar fjórar nýju Kodacolor VR film- urnar í einum pakka og 72ja síðna upplýs- ingabækl- ingur. S HflNS PETERSEN HF GLÆSIBÆR S: 82590 BANKASTRÆTI S:20313 AUSTURVcR S: 36161 HflNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 GLÆSIBÆR S:82590 AUSTURVER S: 36161 Jo Boxers í einkennisklæðnaði sín- um. Jói boxari Nýverið snaraði breska hljóm- sveitin JoBoxers sér fram í sviðs- ljósið. Þetta er hálfgerð huldu- hljómsveit því að erfitt er að grafast fyrir um fyrri afrek hennar og þeirra sem hana skipa. Hljóm- sveitin hefur skapað sér vinsældir m.a. fyrir lagið „Just got lucky“ sem er að finna á seinustu plötu hennar, Like Gangbustcrs er kom út ekki alls fyrir löngu. Þeir félagar leika létta og fjöruga tónlist. Tónlist sem minnir um sumt á Joe Jackson og Men at Work og annað á Graham Parker. Þessi loðna skilgreining segir von- andi eitthvað en þeir félagar blanda ýmsum áhrifum saman í tónlist sinni og er útkoman nokkuð skemmtileg áheyrnar á köflum. Tónlistin er kraftmikil og lætur bara nokkuð vel í eyrqm. Það sem vekur mesta athygli við þessa plötu er hin skemmtilega röddun sem heyra má á henni. All- ir fimm meðlima hljómsveitarinnar syngja mjög vel. Röddunin gefur tónlist JoBoxers sérstakan blæ og segja má að það umfram annað sé einkennandi fyrir hljómsveitina. Hljómsveitin hefur skapað sér á- kveðna ímynd, í stíl við karlana á „eyrinni" í Englandi, eða úti- göngumenn frá því um 1930. Ekki svo slæm samlíking, eða hvað? Þessi stuttaralega umfjöllun fæl- ir vonandi engan frá „Like Gang- busters“ því að hún er um margt athyglisverð og á allt gott skilið. JVS Myndabók Myndabók Fjölva um rokk er að sönnu glæsileg Ijósmyndabók, með myndum af 100 rokkstjörnum. Textinn sem fylgir myndunum er hins vegar ansi yfirborðslegur, ekki við öðru að búast þar eð honum er þröngur stakkur búinn vegna myndanna. Samt finnst manni hann gæti verið sannleikanum sam- kvæmari, þó að ekki só hægt að segja að farið sé með beinar lygar. Langan formála ritar íslenskur höfundur bókarinnar, Þor- steinn Thorarensen, en hefði átt aö fá ein- hvern sór fróðari mann í rokkmálum til þess. Sem sagt: Hór er um skemmtilega bók að ræða myndanna vegna, en ef fólk vill fá upp- lýsingar af viti um rokkhljómsveitir verður það enn að róa á erlend mið, þrátt fyrir út- komu þessarar bókar. A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.