Þjóðviljinn - 06.01.1984, Page 1
Vestfjarðarkratar í baráttuham í Alþýðuflokknum:
Kjartan hætti formennsku!
„Mestu máli skiptir“ segir í
leiðara jólablaðs Skutuls mál-
gagns Alþýðuflokksins á Vest-
fjörðum, „að flokksmenn reyni
að komast að því, af hverju Al-
þýðuflokkurinn - flokkur jafn-
aðarmanna í áratugi - er að
hrynja saman undan sjálfum
sér“. „Sumir kenna um forystu
flokksins, og þá sérstaklega for-
manni flokksins, sem ekki þykir
gera sig vel í sjónvarpi. Aðrir
skýra fylgishrunið með skorti á
pólitík“, segir enn fremur í
þessum leiðara sem er reiði-
þrunginn fyrirlestur yfír núver-
andi forystu flokksins. „Fram-
tíð Alþýðuflokksins er í hönd-
um sex manna, og hún ræðst á
næstu mánuðum“.
í leiðara Skutuls segir ennfrem-
ur: „Komist menn að þeirri niður-
stöðu að flokkurinn, eða sú pólitík
sem hann hefur búið til á grundvelli
jafnaðarstefnunnar, sé tíma-
skekkja í þessu landi, nú þá taka
menn niðurstöðuna alvarlega og
leggja flokkinn niður. Ef menn
hins vegar komast að því að það sé
forysta flokksins sem ekki kunni
fótum sínum forráð á ísilögðum
velli stjórnmálanna, nú þá verða
aðrir menn að taka við. Svo einfalt
er það“.
„Hobbý“ fyrir
kyrrsetumenn
í leiðara er ekki einungis vegið
að Kjartani Jóhannssyni formanni
Alþýðuflokksins heldur fá aðrir
forystumenn einnig á baukinn:
„Stjórnmál og stjórnmálabarátta
er ekki „hobbý“ fyrir kyrrsetu-
menn. Þeirra hobbý eru
krossgátur". Og síðar er vísað í sali
alþingis: „Það er forystunnar -
þingmannanna sex - að ræða það í
mikilli alvöru fyriropnum tjöldum,
af hverju þeir eru ekki fleiri".
„Framtíð Alþýðuflokksins er í
höndum sex manna og hún ræðst á
næstu sex mánuðum“.
Sjá 2, 3 Og 16
Fjárhagsáætlun borgarinnar
afgreidd í gær:
Óskhyggja og
skuldasöfnun
sagði Sigurjón Pétursson
Stórtjón af völdum sjógangs
Þrjú fiskiskip, þar af eitt 450 lesta, og 9 litlir fiski-
bátar slitnuðu frá bryggju í Sandgerðishöfn í ofsaveðri
seint í fyrrinótt. Tvö hús hrundu á Akranesi og nokkur
brotnuðu í sjógangi sem gekk yfir Skagann. Stór-
skemmdir urðu á varnargarði hafnarinnar á Akranesi
og undirstaða olíutanks brotnaði. Vatn flæddi inn í
kjallara húsa á Seltjarnarnesi og í Grindavík urðu
minniháttar skemmdir. Stórstreymt var og stormur að
suðvestan og foráttubrim.
„Það er veruleg ástæða til að gera ráð fyrir að tekjuá-
ætlun borgarinnar sé röng, enda byggir hún á sömu
óskhyggju og fjárhagsáætlun síðasta árs, þar sem
reiknað er með að 164 einbýlis- og raðhúsalóðir í Graf-
arvogi gangi út og í gatnagerðargjöld þar fái borgin 66
miljónir króna“, sagði Sigurjón Pétursson m.a. við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar borgarinna í gær.
í gær var verið að hífa bátana sem rak upp í fjöru í Sandgerðishöfn upp á bryggju. Það er
Sóleyin sem verið er að lyfta þarna en eftir sjóganginn eru fimm bátar stórskemmdir.
Ljósm. eik.
Sigurjón minnti á að frá því í
sumar hefðu aðeins 5 lóðir
gengið út í Grafarvogi, en sem
kunnugt er var á þriðja hundr-
að ióðum þar skilað sl. vor.
Hann lýsti stuðningi við tillögur
um að íækka útsvar í Reykjavík
og lengja lán sem borgin hefur
tekið vegna Grafarvogsævin-
týrisins. „Þó slæmt sé að safna
lánum,“ sagði Sigurjón, „er
það þó skárra en að láta höggið
af Grafarvogsævintýrinu ríða á
útsvarsgreiðendur á þessu ári
ofaní alla kjaraskerðinguna.“
Pá lögðu fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins til að gatnagerð-
arframkvæmdum í Grafarvogi,
2. áfanga yrði frestað og sagði
Sigurjón að lóðabankinn þar
væri nógu stór og engin ástæða
væri til þess að halda áfram að
stækka hann.
Sigurjón benti á að allir
gjaldaliðir sem hægt væri að
leggja á almenning, skattar og
þjónustugjöld væru hækkuð
langt umfram tekjuhækkun
borgarbúa og á sama tíma væru
framkvæmdir og útgjöld borg-
arinnar sem vörðuðu almenn-
ing miklu skornar niður. Hann
ítrekaði gagnrýni sína á skatta-
stefnu meirihlutans og skulda-
söfnun, en á þessu ári fer þriðja
hver króna sem afgangs er í af-
borganir og vexti. Engu að síð-
ur er reiknað með nýju láni
uppá 90 miljónir króna á árinu.
-ÁI.
Sjá bls. 3
DJÚBVIUINN
Danmörku gæti
tvöfaldað þingfylgi
sitt, en þó á
kostnað sam-
starfsflokka og
ríkisstjórnarsetu.
Sjá6
janúar 1984
föstudagur
49. árgangur
4. tölublað
Sandgerði - Akranes