Þjóðviljinn - 06.01.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.01.1984, Qupperneq 5
Föstudagur 6. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 5 Blöðruhálskrabbamein í körlum Hormónagjöf eða vönun eru helstu ráð lækna- vísindanna Nýlega þinguðu evrópskir læknar í Rómaborg um ráð við lækningu á krabbameini í blöðruhálskirtli karla. Hafa læknar orðið æ fráhverfari hinni hefðbundnu með- höndlun með österogen-hor- món vegna alvarlegra hliðar- verkana sem komið hafa fram á hjarta og æðakerfi. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinið sem hrjá- ir karlmenn og er það kynhormón- inn testosteron sem örvar vöxt á æxlinu. Eitt atriði sem gerir lækn- ingu þessa sjúkdóms erfiða er að æxli í blöðruhálskirtli geta bæði verið góðkynja og illkynja en ekki hefur reynst mögulegt að greina á milli slíkra æxla á frumstigi æxlis - myndunar. Hefðbundin lækning við æxlis- myndun íblöðruhálskirtli hefur allt frá þvf á 6. áratugnum verið í því fólgin að gefa mönnum kven- hormóninn österogen. Kven- hormón þessi veldur því að æxlis- vöxtur stöðvast og æxlið minnkar þannig að sjúklingar fá allgóðan bata í mörgum tilfellum. Með- höndlun með österogen-hormón þarf hins vegar að vara alla ævina eftir að hún er hafin og hún hefur sýnt sig hafa hættulegar hliðarverk- anir: áhrif á hjarta og æðakerfi hafa aukið á líkur þessara manna á að fá blóðtappa og hjartaslag og auk þess hefur þessi meðhöndlun haft sálræn áhrif sem lýsir sér í þung- lyndi og kynferðislegu getuleysi auk þess sem kvenhormóninn veld- ur óeðlilegum vexti á brjóstum. Þegar nóbelsverðlaunahafinn Charles Huggins kom fram með österogenmeðferð sem lækningu við blöðruhálskrabba gat hann Bæði hjá konum og körlum er myndun kynhormóna stjórnað af tveim hormónum í heiladinglinum. Hann sendir boð til eistnanna sem sjá um mestalla framleiðslu karlhormónsins testosterons. Nýrnahetturnar geta þó einnig framleitt testosteron-kynhormón, og gera það í auknum mæli ef eistun eru fjarlægð. Stöðugt „upplýsingastreymi“ á sér stað á milli eistnanna, nýrnahettnanna og heilans um hið eðlilega kynhormóna- jafnvægi. þess jafnfrarrit að vönun myndi hafa sömu áhrif. Hún hefur þann kost fram yfir österogenmeðferð segja læknar, að hún 'veldur ekki truflun á blóðrás og ekki þarf ævi- langa lyfjatöku. Hins vegar er ekki hægt að endurvekja kyngetuna eftir vönun eins og hægt væri með því að hætta að gefa östrogen. Vönun hefur hins vegar sáralítið verið beitt gegn þessum sjúkdómi, þar sem hún er talin hafa í för með sér alvarlega fötlun. Hafa sumir læknar haldið því fram að hér sé um félagslega skilyrt viðbrögð að ræða þar sem gildi karlmannsins sé í svo ríkum mæli tengt við kyngetu hans á meðan það þykir ekki sérs- takt tiltökumál að vana konur með því að fjarlægja eggjastokkana svo dæmi sé tekið. Tilraunir og rannsóknir eru nú gerðar með aðra valkosti í með- höndlun þessa sjúkdóms. Beinast þær að því að stöðva með lyfjagjöf framleiðslu þá á karlhormóninum testosteron, í eistunum og nýrna- hettunum. Hafa vísindamenn í Kananda náð nokkrum árangri í þessum efnum með því að beita svokölluðum anti-androgenum ásamt með svokölluðum LHRH- hormón sem framleiddur er í heila- dinglinum. Þegar æxlismyndunar verður vart í blöðruhálskirtli áður en hún hefur náð að breiðast enn frekar út er ýmist að beitt er geislalækn- ingum eða þá að blöðruhálskirtill- inn er fjarlægður með skurðað- gerð. Það er þó í fæstum tilfellum sem sjúkdómurinn uppgötvast svo snemma að hægt sé að beita slíkri aðgerð. Skurðaðgerð hefur þann galla að hún eyðileggur hæfileika mannsins til að halda þvagi og veld- ur jafnframt kynferðislegu getu- leysi. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinið sem bundið er við karlmenn á sama hátt og brjóstakrabbi er algengasta krabbameinið sem bundið er- við konur. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið lagt jafn mikið upp úr fyrirbyggjandi aðgerðum og rann- sóknum á körlum er meðal annars sú að krabbameins í blöðruháls- kirtli verðursjaldanvartinnan við 50 ára aldur. Nú eru heilbrigðisyf- irvöld í Svíþjóð hins vegar að gera sérstakt átak í þessu sambandi þar sem skipulögðum sérfræðirann- sóknum á öllum grunuðum tilfell- um verður beitt. ólg./DN 3.358 atvinnulausir í desembermánuði sl. voru skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu 47.436, 24.403 hjá konum og 23. 033 hjá körlum. Þetta jafngildir því að 2.190 manns hafi verið skráðir atvinnulausir allan mánuðinn. Síðasta virkan dag mánaðarins voru hins vegar á skrá 3.358 manns, 1.868 konur og 1.490 karlar. Fjöldi skráðra atvinnu- leysisdaga í desember svarar til þess að 20% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar hafi verið á atvinnuleysisskrá. I nóv- embermánuði sl. voru skráðir 27.194 atvinnuleysisdagar og því aukningin milli mánaða rösklega 20 þúsund dagar og hlutfall af mannafla úr 1,1% í 2,0%, sam- kvæmt tölum félagsmálaráðuneyt- isins. f desembermánuði árið 1982 voru skráðir 30.607 atvinnuleysis- dagar á landinu öllu eða 16.829 dögum færri en nú. Aukningin er um 55% og er það minni aukning en í flestum öðrum mánuðum árs- ins þar sem yfirleitt hefur verið um tvöföldun að ræða, miðað við árið á undan. Skráðir atvinnuleysisdag- ar í desember sl. eru hins vegar fleiri en nokkru sinni frá árinu 1980, svo sem fram kemur á töflu 1. í heild voru á árinu 1983 skráðir 307.660 atvinnuleysisdagar, sem jafngildir að um 1.200 manns hafi verið atvinnulausir allt árið eða 1.0% af mannafla samkvæmt áætl- un Þjóðhagsstofnunar. Árið 1982 voru skráðir um 200 þúsund at- vinnuleysisdagar, sem jafngildir 770 manns eða 0,7% af mannafla. Aukning skráðra atvinnuleysis- daga milli ára er því rétt um 54%, sem er nokkru minni aukning en spár gerðu ráð fyrir. í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að skráð atvinnuleysi jókst verulega síðustu daga desember- mánaðar sl. m.a. vegna uppsagna kauptryggingarsamninga í frysti- húsum, en þær uppsagnir hafa ekki veruleg áhrif á fjölda skráðra at- vinnuleysisdaga í desember, vegna þess hve seint þær áttu sér stað. Þessa mun vafálaust gæta í tölum janúarmánaðar. Síðar er væntanleg nánari greinargerð frá félagsmálaráðu- neytinu um þróun atvinnuástands á einstökum stöðum og landssvæð- um árið 1983. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga og atvinnulausra í desembermánuði 1980 - 1983. Atvinnuleysisdagar: Desember Atvinnulausir: Desember Svæði: 1980 1981 1982 1983 1980 1981 1982 1983 Höfuðborgarsvæói 2.670 2.387 9.350 15.518 123 110 432 716 Vesturland 220 1.163 1.112 4.076 10 54 51 188 Vestfirðir 0 44 264 521 0 2 12 24 Norðurland vestra 869 1.824 4.623 3.758 40 84 213 173 Norðurland eystra 4.242 3.619 7.129 9.778 196 167 329 451 Austurland 1.432 1.290 3.127 3.892 66 60 144 180 Suðurland 2.088 3.885 3.087 4.406 96 179 142 203 Reykjanes 836 1.900 1.915 4.971 39 88 88 229 Landið allt: 12.357 16.112 30.607 47.436 570 744 1.412 2.189 ( hlutfalli af mannafla: 0,6 0,7 1,3 2,0 Sífellt fleiri skilja Alls voru 11.842 mál afgreidd hjá Borgardómaraembættinu í Reykjavík í fyrra, en 8611 árið áð- ur. Þingfestingar voru 12.744 en voru 8660 á árinu 1982. Skilnaðarmálum fer stöðugt fjölgandi og fengu 193 leyfi til skilnaðar að borði og sæng á árinu 1983, en 173 árið áður. Skilnað- armál voru 577, en voru 521 1982, og sifjamál vegna slita á óvígðri sambúð voru 1983 99 en 83 1982. Dæmt var í 1063 málum hjá Borgarfógetaembættinu á árinu 1983, sætt varð í 779 málurn og hætt var við 1305 mál. Áskorunarmálin voru flest eða 8623 á móti 5929 1982. UMFERÐARMENNING STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.