Þjóðviljinn - 06.01.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1984
Hinn gamli forystujálkur krata, Anker Jörgensen, sér á bak tíunda hverju
atkvæði.
Kosningasigur Poul Schlúters getur orðið honum að falli.
Nonsenati
T vísýnar
kosníngar í
Danmörku
íhaldsflokkur Poul Schlúters
verður sigurvegari dönsku
þingkosninganna á þriðju-
daginn. Hins vegar verður sá
sigur fyrst og f remst á kostn-
að annarra borgaraflokka, og
ríkisstjórn Schluters fær
tæplega þann trausta þing-
meirihluta, sem hún sækist
eftir, og raunar var þingrofið í
desember örvæntingarfull
tilraun Schluters til að breyta
tímabundnum vinsældum
ríkisstjórnarinnar í þingsæti,
áðuren þær eru úrsögunni.
Því fer víðs fjarri að hægri sveifla
einkenni skoðanir danskra kjós-
enda, eins og oft er haldið fram.
Valdataka og vaxandi styrkur nú-
verandi ríkisstjórnar fer fremur til
marks um að hægri öflin hafa náð
saman og orðið herská. Stjórnar-
andstæðingar eru nú óðum að
sækja í sig veðrið, og er það ein
helsta ástæða þess, að Schlúter lét
skerast í odda um fjárlagafrum-
varpið, með þeim afleiðingum að
stjórn hans féll og boðað var til
nýrra kosninga. Hann vill treysta
þingmeirihluta ríkisstjórnar sinn-
ar, áður en aðgerðir hennar afla
henni aukinna óvinsælda.
Hœgri snú
Valdahlutföll vinstri og hægri
afla í Danmörku hafa haldist næsta
óbreytt svo áratugum skiptir, og
oftast nær hafa miðflokkar verið í.
oddaaðstöðu milli fylkinganna.
Fyrir rúmu ári var Anker Jörgen-
sen orðinn þreyttur á málþófinu
við mið- og borgaraflokkana, enda
var stjórnarstefna krata orðin sam-
safn málamiðlana og hálfkáks. Á
meðan Anker einbeitti kröftunum
að skammvinnum málamiðlunum,
hafði borgaraflokkunum að mestu
tekist að yfirvinna þá sundrung
sem yfirleitt hefur verið á milli
þeirra, og þar sem vindar blésu
einkum byrlega fyrir íhaldsmenn,
fékk foringi þeirra, Schlúter,
stjórnartaumana.
Eftir hægrasamstarf mun hinn ráð-
villti miðjuflokkur Radikale ven-
stre bíða afhroð undir forystu Niels
Helveg Petersen.
Schlúter þessi er enginn stjórn-
skörungur, en líkastur meðal-
greindum skátaforingja. Einfeldn-
ingslegur að yfirbragði en slunginn
undir niðri hefur hann framfylgt
ósvikinni hægri hægri stefnu, þó
ekki jafn ofsafenginni og t.d.
Thatcher og íslenska ríkisstjórnin.
Afleiðingin hefur verið stóraukið
atvinnuleysi og nokkur samdrátt-
ur, en hins vegar hafa ytri aðstæður
verið Schlúter gjöfular, svo að
hann getur montað sig af því að
viðskiptahalli, verðbólga ög fleiri
illar vættir séu á undanhaldi. Af-
leiðingin hefur orðið sú, að danskir
hægri menn, sem jafnan hafa verið
sundraðir og hugdeigir, hafa fyllst
bjartsýni og fylkt liði að baki
Schlúters.
Jafnaðarmenn Anker Jörgen-
sens eru hins vegar því vanastir að
vera í stjórn og kunna því lítt til
verka í stjórnarandstöðu. Það hef-
ur ekki bætt úr skák, að kratar hafa
ekki getað lagt mikinn sannfær-
ingarkraft í fordæmingu sína á nið-
urskurði hægri stjórnarinnar. Krat-
ar höfðu nefnilega gripið til flestra
niðurskurðaraðgerðanna sjálfir,
þótt í mun minni mæli væri, og hef-
ur því fremur verið stigsmunur en
eðlis á stjórnum Schlúters og Ank-
ers. Stjórnarandstaðan var því afar
slöpp framan af, á meðan hægri-
menn báru gorgeir sinn á torg og
voru dyggilega studdir af opinber-
um hagsýslustofnunum, OECD og
Sósíalíski þjóðarflokkur Gert Pet-
ersen treystir sig líklega í sessi.
ekki síst atvinnurekendum, sem
tala fjálglega um að skilyrði til at-
vinnurekstrar hafi stórbatnað. -
Reyndar sýna öll áramótauppgjör
nú, að gróði atvinnurekenda hefur
stóraukist á valdatíma Schlúters,
en fjárfestingar hafa ekki aukist að
sama skapi og atvinnutækifærum
hefur fækkað.
Stjórnarandstaðan
styrkist
í haust fóru kratar smám saman
að taka á sig rögg í stjórnarand-
stöðunni. Þeir breyttu um stefnu í
„varnarmálum", skipuðu sér í
flokk friðarhreyfinga, og andæfa
nú kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkj-
anna í Vestur-Evrópu. Ásamt rót-
tæku vinstri öflunum eru þeir þar
með orðnir talsmenn mikils meiri-
hluta dönsku þjóðarinnar, enda
varð ríkisstjórn Schlúters að bíta í
það súra epli að framfylgja allt ann-
arri utanríkisstefnu en hún aðhyll-
ist sjálf. Næst tóku kratar sig til og
gerðu úlfaþyt út af skerðingu fé-
lagslegrar aðstoðar og atvinnu-
leysisbóta. Bentu þeir á að félags-
legar bætur til um 60.000 manns
hefðu verið skertar um u.þ.b.
helming á valdatíma Schlúters, og
hefði það fólk ekki lengur í sig og á.
Á sama tíma hafa 300.000 atvinnu-
leysingjar orðið fyrir töluverðri
skerðingu bóta, menntunar- og at-
vinnutækifærum unga fólksins hef-
ur fækkað til muna, og á þennan
hátt hafa samhaldsaðgerðir Schlút-
ers bitnað mjög harkalega á um
fimmtungi þeirra sem eru á vinnu-
markaði, og auk þess á börnum og
gamalmennum, þannig að þeir
hafa orðið harðast úti, sem lökust
höfðu kjörin fyrir.
Þótt þessar aðgerðir séu barna-
leikur einn samanborið við villi-
mennsku íslensku ríkisstjórnarinn-
ar, hafa þær vakið mikla reiði, ekki
einungis þeirrá sem fyrir þeim hafa
orðið, heldur einnig alls þorra
verkalýðs, sem bæði metur félags-
lega samhjálp mikils, og veit sem er
að þessar aðgerðir veikja stöðu
Gestur
Guðmundsson
skrifar
stéttarinnar og auðvelda almenna
árás á kaup og önnur lífskjör. Krat-
ar hafa nú gengið fram fyrir skjöldu
og krafist þess að kjör hinna verst
settu verði bætt á ný.
Þannig hafa kratar smám saman
mótað nýja stefnu, sem styrkt hef-
ur stöðu þeirra í stjórnarandstöð-
unni. Auk ofangreindra mála hafa
þeir sett nýja fjárfestingarstefnu á
oddinn, en þar verði megináhersla
lögð á að fjárfestingarnar leiði til
aukinnar atvinnu og annarrar vel-
ferðar. Þá er þess stefnuliðar óget-
ið, sem eflaust verður meginbar-
áttumál vinstri aflanna um allan
heim á komandi kreppuárum, en
það er stytting vinnuvikunnar,
fyrst um sinn í 35 stundir, og hljóti
láglaunamenn óbreytt vikukaup,
en hálaunamenn óbreytt tíma-
kaup.
Þá hefur það enn styrkt stjórnar-
andstöðuna, að kratar og Sósíalíski
alþýðuflokkurinn (SF) hafa færst
nær hvor öðrum. Kratar hafa færst
til vinstri, en SF látið af andstöðu
sinni við það að ríkisvaldið
skammti launþegum launin. Þeir
hafa einungis krafist þess, að jafn-
framt slíkum aðgerðum verði skert
að gróða og eyðslufé hástéttanna,
og eru kratar þar að mestu sam-
mála. Er reyndar lítill munur á
stefnuskrám þessara flokka, og
sameinaðir mynda þeir raunhæfan
kost við samkrull borgaraflokk-
anna.
Allt frá því að ríkisstjórn Schlút-
ers tók við, hafa skoðanakannanir
sýnt fram á hægt vaxandi fylgi
stjórnarflokkanna, einkum þó
íhaldsflokks Schlúters. Hann heftir
þó ætíð lýst því eindregið yfir, að
hann vilji forðast kosningar í
lengstu lög. En á liðnu hausti varð
stjórnarandstaða krata harðari en
fyrr og þeir stefndu hraðbyri til
þess að eiga samleið með SF. Þá
hætti refinum Schlúter augljóslega
að lítast á blikuna, og hagaði hann
seglum þannig, að enginn þing-
meirihluti varð um fjárlög ársins
1984. Stjórnin féll, og Schlúter
boðaði til kosninga með svo litlum
fyrirvara, að ómögulegt var fyrir
krata og SF að heyja raunverulega
kosningabaráttu og fylgja skýrari
stefnumótun eftir með markvissri
sókn.
Skoðanakannanir benda til þess
að örlítið fylgi, eða um 3%, muni
færast á milli „blokkanna" í dönsk-
um stjórnmálum, frá krötum til
borgaraflokkanna. Hins vegar
verði umtalsverð uppstokkun með-
al borgaraflokkanna. íhaldsflokk-
ur Schlúters dragi til sín mikið fylgi
frá Framfaraflokk Glistrups, sam-
stjórnarflokkum sínum og frá mið-
flokki radikala, tvöfaldi fylgi sitt og
verði því sem næst jafnstór kröt-
um. Getur margt komið út úr þess-
um tilfærslum.
í fyrsta lagi er nokkur möguleiki
á því að ríkisstjórnarflokkarnir
þurfí ekki lengur stuðning bæði
Glistrup og miðflokksins Radik-
ale, en geti látið sér annan flokkinn
nægja. Þá yrði síðarnefndi flokkur-
inn að öllum líkindum fyrir valinu,
og yrði þá mynduð meirihluta-
stjórn, sem gæti jafnvel tollað heilt
kjörtímabil. I öðru lagi getur sigur
Schlúters orðið s.n. „Pyrrhosar-
sigur“ - hinir stjórnarflokkarnir
tapi svo miklu að þeir slíti stjórn-
arsamstarfi, og niðurstaða slíkrar
stjórnarkreppu yrði sennilega sam-
stjórn krata og einhverra borgara-
flokka, jafnvel íhaldsmanna. Þriðji
möguleikinn og allsekki sá ósenni-
legasti er sá, að kosningarnar
breyti engu um vandkvæði Schlút-
ers. Hann verði áfram að leita eftir
stuðningi Glistrups og Radikale,
og jafnvel krata, og er þá hætt við
að honum sígi larður og vinsældir
hans minnki, einkum eftir að það
verður ljóst, að „efnahagsbatinn“
er ekki heimatilbúinn heldur inn-
fluttur og að öllum líkindum
skammvinnur.
Það eru því litlar líkur á því að
dönsk stjórnmál verði stöðugri
eftir þessar kosningar en þær hafa
verið. Hins vegar bendir margt til
þess, að verkalýðshreyfingin taki
heldur að hressast og flytji rót-
tækar kröfur um styttingu vinnu-
tíma og réttlátari skiptingu
lífsgæðanna. Þá er hætt við að sjálf-
birgingslegt brosið hverfi af
Schlúter.
Hin „unga“ forystusveit frjálshyggjumannanna í Venstre tapar fylgi.