Þjóðviljinn - 06.01.1984, Page 7
Föstudagur 6. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Skólana bráðvantar meira af vandlega unnu efni sem þessu
Fjárhagsvandi Námsgagnastofnunar
Hvaða horfur eru á að Náms-
gagnastofnun geti fullnægt þörfum
skólanna á nýkomnu ári, miðað við
fjárveitingu fyrir árið 1984? í
tengslum við þessa fyrirspurn
Hjörleifs Guttormssonar til
menntamálaráðherra sl. desemb-
er, hafði Þjóðviljinn samband við
Ásgeir Guðmundsson hjá Náms-
gagnastofnun.
Ásgeir upplýsti okkur um það,
að fjárhagsstaða þeirra væri jafnvel
enn verri nú en áður, vegna þess að
fyrir hendi væri safnaður vandi
þriggja til fjögra ára tímabils. í
fyrra hafði verið hægt að nota um
10 milljónir, af rúmlega 18, til út-
gáfustarfsemi.
Á fjárlögum fyrir árið 1984 væru
aftur . á móti áætlaðar um 30
milljónir til Námsgagnastofnunar
þar af gætu þeir aðeins notað um 16
milljónir til útgáfunnar. Öll upp-
hæðin sem veitt er til þessara mála
1984 hefði þurft að fara í nauðsyn-
legustu verkefni Námsgagnastofn-
unar til að sæmileg bjartsýni ríkti
þar.
Afleiðingar þessa ófremdará-
stands eru þær að skólarnir þurfa
að framleiða meira og meira af efni
sjálfir. - jp-
Sigríður Björnsdóttir sýndi í Finnlandi
Góðir dómar
Frá Váinö Aaltonen safninu í Ábo
Enn verri en áður
„Kaffitár
og frelsi“
Laugardaginn 7. janúarkl. 16.00
hefjast á ný sýningar Alþýðu-
leikhússins á leikritinu Kaffitár og
frelsi eftir þýska kvikmyndagerð-
armanninn Fassbinder, sem frum-
sýnt var í nóvember sl. f þetta sinn
verða sýningar leikritsins á Kjar-
valsstöðum og verða þær á laugar-
dagseftirmiðdögum og þriðju-
dagskvöldum.
Leikendur í Kaffitári og frelsi
eru þau Jórunn Sigurðardóttir,
Pálmi Á. Gestsson, Borgar
Garðarson, Sigurveig Jónsdóttir
og Ólafur Örn Thoroddsen, sem
Dagana 3.-27. nóvmber sl. ár
hélt íslenski myndlistarmaðurinn
Sigríður Björnsdóttir sýningu á
verkum sínum í Váinö Aaltonen
safninu í Turku/Ábo í Finnlandi.
Sýning fær lofsamlega dóma í
þremur dagblöðum í Turku/Ábo,
og Helsingfors.
Turku/Ábo blaðið Turun Sano-
mat fjallar um sýninguna tvisvar, 4.
nóvember og 11. nóvember.
Blaðið bendir á að Finnum gefst
of sjaldan tækifæri til að kynnast
íslenskri málaralist, nokkuð hefur
verið um íslenskar grafíksýningar í
Finnlandi, en ekki mikið um mynd-
listarsýningar.
„Sigríður fjallar mikið um nátt-
úruna og landslag sérstaklega.
Sérkennilegt landslag, áhrifamikið
og eyðilegt er vitaskuld bak-
grunnur íslensks myndlistarmanns.
Stórfenglegt svið, hið óþekkta fyrir
handan, og hin háu fjöll umlykj-
andi allt, gefa listamanninum ekki
tækifæri til að nota mjög sterka liti.
Hvítt, blátt og grátt, ásamt sterk-
um grænunt litum eru einnig þeir
litir sem Sigríður vinnur með af
þessum sökum. Þeir lyfta fram
eyðileika náttúrunnar, en gefa um
nú tekur við hlutverki Bjarna Ingv-
arssonar. Leikmynd og búningar
eru verk Guðrúnar Erlu Geirsdótt-
ur, en leikstjóri sýningarinnar er
Sigrún Valbergsdóttir.
Úr blaðaumsögnum: .... hvergi
vardauðurpunktur.. (Tíminn).....
hinn einfaldi leikur fór vel á vel
sléttu gólfi (DV)..... búningar
leikenda hið haganlegasta verk
(DV). ... sögunni skiluðu leikarar
Álþýðuleikhússins með mestu
prýði (Þjóðv.). ... heildaryfirbragð
sýningarinnar aðstandendum til
sóma (Þjóðv.).
leið í skyn mikilfengleik þögullar
náttúru.
í örfáum verkum, þar sem nátt-
úran sjálf er ekki nálæg í eigin
mynd, notar Sigríður bjarta og
sterka liti, þar sem gulur og rauður
fá að skipa sinn sess“, segir í um-
sögn Turun Sanomat um sýningu
Sigríðar.
Turku/Ábo dagblaðið Ábo
Underráttelser birtir stutt viðtal
við Sigríði, þar sem aðallega er fjal-
lað um „art-therapy“, en Sigríður
Björnsdóttir stundar um þessar
mundir nám í þessari grein við Uni-
versity of London.
Finnsk-sænska dagblaðið Huf-
vudStadsbladet segir í sinni um-
sögn: „Sigríður Björnsdóttir frá ís-
landi sýnir stór olíumáiverk og
smámyndir af íslensku landslagi,
stórfenglegt og villt, sem nú hefur
mikil áhrif á hana eftir löng ab-
strökt tímabil.
Sigríður Björnsdóttir er í reynd
sjálf heimsborgari, hún býr um
þessar mundir í London og stundar
framhaldsnám, hún er menntaður
listakennari með „Art-Therapy“
sem sérgrein."
Marteinn Markússon
Réttaröryggi
og réttarvald
Fyrir nokkrum árum gekk hér
um nærsveitir frétt af landa-
merkjadeilu tveggja bænda.
Annar bændanna var þá hrepp-
stjóri sveitarinnar, þar sem báðir
viðkomandi menn áttu sitt lög-
heimili. Bóndi telur ágreining á-
stæðulausan þar sem þeir haldi á
landamerkjabréfinu milli handa
sér, og þar sjáist skýrum stöfum
hvar landamerkin séu.
„Klöppin eða steinninn“, segir
hreppstjórinn, „út af því er hægt
að gera ágreining“.
„I landamerkjabréfinu stendur
að það sé klöppin", segir bónd-
inn, „um það getur ekki orðið
neinn ágreiningur.“
„Stein er hægt að kalla klöpp,
og klöpp er hægt að kalla stein,
og þegar út í lagaflækjur er komið
geta mál snúist á marga vegu. Ég
þekki það“, sagði hreppstjórinn
mynduglega.
Síðan var þessi ágreiningur
hreppstjóra og bónda sendur
sýslumanni til úrskurðar í formi
kæru.
Sýslumaður brá skjótt við,
hafði samband við dómsmála-
ráðuneytið og bað um aðstoð,
sérílagi vegna þess að einn af
starfsmönnum sínum ætti hér
hlut að máli. Ráðuneytið taldi
sjálfsagt að verða við beiðninni,
sendi sem dómforseta í málið
einn af lagaprófessorum Há-
skólans, og þeim til aðstoðar
skólastjóra einn úr héraðinu, sem
þó var ekki löglærður. Var þarna
samankominn til dómsúrskurð-
arins eins glæsilegt lið og hægt var
best að búast við. Þar eftir hófust
svo yfirheyrslur og vitnaleiðslur,
og kröfðust flest vitni bóndans að
fá leyfi til að staðfesta framburð
sinn með eiði. Ekki var því sinnt,
en fékkst þó bókað að kröfu lög-
fræðings bóndans.
Það óhapp vildi til við yfir-
heyrslur vitna að einu vitna
hreppstjóra varð það á að kalla til
hans eftir framburð sinn. „Var
það ekki svona, það sem ég átti
að segja?“ Hreppstjóri samsinnti
því og kinkaði kolli. Gerði þá lög-
fræðingur bónda þá kröfu að
vitnið staðfesti framburð sinn
með eiði. Því var synjað af dóm-
endum, vék þá vitnið úr vitna-
stúkunni.
Vitnaleiðslur og gagnaöflun í
máli þessu stóð yfir í tæp tvö ár,
án þess að nokkurt vitna fengi að
staðfesta framburð sinn með eiði.
Svo kom dómsniðurstaðan.
Þar fékk hreppstjóri viðurkennt
að steinninn væri klöpp og um
leið landamerkjapunktur þó
hann væri á öðrum stað en landa-
merkjabréfið sýndi. En klöppin
sem landamerkjabréfið sýndi
sem landamerkjapunkt skyldi
hér eftir ómerkt talið. Þessu voru
allir dómendur samþykkir. Vís-
aði þá lögfræðingur bóndans mál-
inu til hæstaréttar, og öll vitni
bónda lýstu því yfir að þau
mundu kæra synjun dómenda um
að þau fengu að staðfesta fram-
burð sinn með eiði.
Mörg mál lágu óútkljáð hjá
hæstarétti þegar áðurnefnt landa-
merkjamál barst þangað. Eftir
venju áttu mál að fá afgreiðslu
réttarins í réttri tímaröð. En nú
voru góð ráð dýr vegna kæranna
sem vitni bóndans mundu leggja
fram fyrir réttinn mjög bráðlega.
Áður en þær bærust yrði ógilding
undirréttardómsins að vera um
garð gengin. Því var sú leið valin
að gefa undanþágu frá reglunni
og veita þessu merka landa-
merkjamáli forgang, og taka það
strax til meðferðar. Fulltrúi frá
hæstarétti var sendur á vettvang
og gekk hann á merkin með
landamerkjabréfið í höndum
bæði að klöpp og steini, hvarf svo
sömu leið til baka án þess að
þiggja vott eða þurrt. Líða svo
aðeins sex eða sjö dagar þar til
hlutaðeigendum berst hæstarétt-
ardómurinn, þar sem klöppin er
dæmd vera klöpp og steinninn
dæmdur vera steinn. Nokkru síð-
ar drógu vitni bóndans kærur
sínar til baka, og því fær klöppin
að lifa enn um sinn sem enda-
punktur á aldagamalli landa-
merkjalínu svo sem verið hefur
frá upphafi þess að bændur tóku
að setja merki um lönd sín. Allir
dómarar hæstaréttar voru á einu
máli um þessa dómsniðurstöðu.
Enginn ágreiningur.
Hvað eru þessir menn, laga-
prófessorinn og sveinar hans?
Hvað hefur skapað þá gegnum
árin? Hvernig var hægt að koma
þessum æðsta manni fyrrnefnds
dóms gegnum þá skóla sem skapa
eiga prófessora? Hafa átt sér
þarna stað refsiverð vinnubrögð?
Er samfélagsformið, sem agar og
uppelur þennan mann, svona
spillt? Eða er kannski eðli stöku
barna að mestum hluta af því
vonda, sem svo hvorki kirkja eða
samfélag meðbræðranna er fært
um að breyta eða bæta? í hinum
áðurnefnda dómi manna þessara
um landamerki jarðanna, virðast
þeir ekki eiga sér neitt sem heitir,
siðgæðisvitund, réttarvitund, eða
dómgreind, þó æðsti maður
dómsins sé látinn vera lágapró-
fessor við Háskóla íslands, og
næsti maður sýslumaður héraðs-
ins. Hvar liggur hundurinn
grafinn?
íhugum aðra þætti málsins að-
eins betur. Orð hins aldna hrepp-
stjóra segja að öllum líkum meira
en í fljótu bragði virðist. „Stein er
hægt að kalla klöpp, og klöpp er
hægt að kalla stein. Og þegar út í
lagaflækjur er komið geta mál
snúist á marga vegu. Eg þekki
það“, sagði hreppstjóri myndug-
lega. Þarna upplýsir hreppstjór-
inn hið raunverulega réttarfar
samfélagsins.
Og hvað segja okkur, örlög
þessa nafntogaða lagaprófessors
eftir hinn fræga landamerkjadóm
sinn og þeirra félaga, eftir að allir
fimm hæstaréttardómarar ís-
lands hafa ákvarðað dóm þeirra
félaga ómerkan að fullu dóm sem
snúið hefði við réttarfari samfél-
agsins og þar með breytt því í
andstæðu sína.
Örlög hans urðu þau sem hér
segir. Stuttu eftir að hæstaréttar-l
dómurinn gekk í landamerkja-
málinu var þessi lagaprófessor
Háskólans settur af dómsmála-
ráðuneyti íslands í æðsta embætti
hjá opinberri alþjóðastofnun.
Sem sagt. Hækkaður í tign. Eftir
að hafa lokið þeim starfa, kom
prófessorinn heim til íslands aft-
ur og sótti þá um eitt af æðstu
embættum landsins ásamt öðrum
stéttarbræðrum, og var veitt I
embættið af dómsmálaráðuneyti
ríkisins. Sem sagt. Enn hækkaður
í tign. Og þar situr hann nú á tróni
sínum og storkar okkur þessum
litlu sem stöndum hérna niðri, og
reynum að hlýða lögum landsins.
Því miður mun það viðurkennt
um allan hinn siðmenntaða heim
að hvergi sjáist vottur betrunar
hjá ráðamönnum þjóðfélaganna,
þau muni ekki þannig byggð að
þaðan sé að vænta neinna
breytinga til bóta, bölsýni gæti
því víða meðal þegnanna. Gam-
alt íslenskt máltæki segir: „Eftir
höfðinu dansa limirnir". En þrátt
fyrir alla bölsýni skulum við vona
að eftir höfði hins áðurnefnda
lagaprófessors Háskólans dansi
sem fæstir íslendingar framtíðar-
innar, fari fremur eftir þeim
kenndum sem bundnar eru
sköpun hvers einasta manns. Sið-
gæði, réttlæti, dómgreind.
Minnumst orða hreppstjórans:
„Stein er hægt að kalla klöpp, og
klöpp er hægt að kalla stein. En
þegar út í lagaflækjur er komið
geta mál snúist á marga vegu.“ Ef
til vill eru þessi orð hins
lífsreynda hreppstjóra eitt af
grundvallarþáttum þeim sem
ráða mannsköpun samfélags
flestra þjóða heims.
En þrátt fyrir þessa annmarka
ráðandi afla gefst fólkið ekki
upp. Það heldur ótrautt áfram að
hrópa: Siðgæði! Réttlæti! Frið!
Gegn siðleysi! Ranglæti! Fjand-
skap! Styrjöldum! Þar stendur
fólkið. „Það getur ekki annað“.
Marteinn Markússon.