Þjóðviljinn - 06.01.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 06.01.1984, Qupperneq 9
Föstudagur 6. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Móðir Hakíms var kristin, og hefur verið giskað á, að sveiflur hans í afstöðunni til kristninnar hafi að einhverju leyti stafað af tilfinningaflækjum gagnvart móðurinni. En pólitískar ástæður koma hér einnig til greina; múhameðskir Egyptar, sem hötuðu kristna landa sína og töldu að vegur þeirra hefði orðið óhóflega mikill á dögum fyrir- rennara Hakíms, létu sér ofsóknirnar vel líka. Útgöngubann á konur Hins vegar er erfitt að koma auga á nokk- urn pólitískan tilgang á bakvið margt ann- að, sem umræddur kalífi gerði. Hann hefur sennilega verið einlægur trúmaður á sína vísu og án efa siðastrangur og púrítanskur í viðhorfum; hið síðarnefnda ágerðist því meir sem leið á stjórnartíð hans. Múhameðstrúarmenn eru, sem kunnugt er, heldur á móti því að hafa kvenfólk sitt á glámbekk, en Hakím gekk í þeim efnum lengra en flestir aðrir, því að eitt sinn setti hann útgöngubann á allt kvenfólk í ríki sínu; skyldi það bann gilda allan sólarhring- inn. Jafnframt bannaði hann skósmiðum í ríkinu að gera konum skó, svo að tryggt væri að þær kæmust ekki út. Þessum bönnum var að vísu aflétt fljótlega, en hins- vegar hélt kalífi fast við það að konur fengju ekki að sækja almenningsbaðhús, sem mikið mun þá hafa verið um í borgum Eg- yptalands. Ef konuróhlýðnuðustþví banni voru þær múraðar inni lifandi í baðhúsun- um. Hakím var ákafur bindindismaður og gekk ekki einungis ríkt eftir því að algeru vínbanni væri framfylgt, heldur og bannaði hann þegnum sínum að selja og kaupa hun- ang og rúsínur, af því að hann hafði hug- mynd um, að úr þessu mætti brugga áfenga drykki. Tónleika alla og hljóðfæri bannaði Hakím einnig, svo og vissar matartegundir, til dæmis grænmetistegund eina, sem var almenn neysluvara, á þeim forsendum að þeim Aisju Múhameðsdóttur spámanns, Abú Bekr föður hennar og Múavíja kalífa af Úmajadasætt hefði þótt þetta gott, en þessar þrjár manneskjur voru illa þokkaðar í ísmailssið. Ennfremur lét kalífi þessi drepa alla hunda í ríki sínu, sem til náðist, af því að gelt þeirra var honum til ónæðis um nætur. Skákíþróttin var og bönnuð um nokkra hríð á hans dögum. Menn lét Hakím ekki einungis drepa af merkjanlegum pólitískum og/eða trúar- Iegum ástæðum, heldur og lét hann stund- um sálga mönnum fyrst og fremst til að halda andstæðingum sínum og almenningi hæfilega hræddum. En á bakvið sum hryðj- uverka hans er varla hægt að sjá neitt annað en hreina og beina duttlunga. Þannig lét hann eitt sinn drepa alla fanga, sem þá stundina sátu í fangelsum ríkisins, og það gat verið lífshættulegt að færa honum óþægilegar fréttir. Hann átti það til að auðsýna fólki hina mestu vinsemd og hlaða á það gjöfum, rétt áður en hann lét drepa það. Hann lagði það í vana sinn að fara að næturlagi í gönguferðir um götur Fústat, þávernadi höfuðborgar Egyptalands og Fatímídaríkis, og sóttist þá helst eftir því að horfa á illindi og áflog. I éinni slíkri nætur- ferð lét hann fylgdarmann sinn einn nauðga gamalli vændiskonu á almannafæri, og stóð sjálfur skellihlæjandi hjá á meðan. Öðru sinni, er hann átti leið framhjá slátrarabúð, greip hann skyndilega kjötöxi slátrarans og hjó einn fylgdarmanna sinna banahögg. Brenndi höfuðborg sína Eitt hið frægasta og mesta af óskapaverk- um Hakíms var er hann lét brenna og eyða Fústat, sem þá hefur áreiðanlega verið meðal meiriháttar borga í heiminum. Hafði kalífanum borist til eyrna, að borgarbúar töluðu illa um hann sín á milli. Lét hann blökkumannahersveitir sínar ráðast inn í borgina og frömdu þær þar mikil hryðju- verk, rændu og rupluðu og brenndu mikinn hluta borgarinnar til kaldra kola. Fór Hak- ím þá upp á hæðir nokkrar skammt frá og skemmti sér við að horfa á eldana. Pólitískar/trúarlegar ástæður kunna að vísu að hafa legið að baki þessarar ráðstöfunar sem flestum hefur þótt í brjál- æðislegra lagi. Hakím reyndi að þrýsta Súnnítum, sem voru í miklum meirihluta meðal Múhameðinga í Egyptalandi, til ís- mailssiðar, en fékk yfirleitt neikvæðar undirtektir. í gróusögum Fústatbúa um Hakím, sem honum sárnuðu svo mjög, mun hafa verið falið súnnískt andóf gegn ísmailísku hans. Hefur hann kannski gert sér vonir um, að allt andóf gegn kalífa, sem svo var ógurlegur að hann jafnvel ekki sveifst þess að eyða sína eigin höfuðborg, myndi hverfa sem dögg fyrir sólu. En það fór á aðra leið. Andóf Súnníta og óánægja almennings með sérviskulegar til- skipanir kalífans leiddu um síðir til þess, að hann sá sig tilneyddan að afturkalla óvin- sælustu tilskipanirnar og milda stjórnina yfirleitt. Og ekki tókst honum að snúa þorra Egypta til ísmailssiðar. Við þetta beindist siðastrangleiki kalíf- ans inn á við, að honum sjálfum. Áhrif frá súfisma, dultrúarhyggjú lslams, kunna að hafa átt þar hlut að máli. Hakím gerðist nú svo lítillátur að hann bannaði mönnum að knéfalla fyrir sér, sparaði við sig í mat, lét hárið vaxa sítt, klæddist grófum ullarstakki, svörtum, einum fata, hafði asna til reiðar. Þessi guðrækni gekk um síðir svo langt, að kalífinn hætti alveg að hafa fataskipti og þvo sér, og varð ullarstakkur hans þá með tímanum stinnur af svita og óhreinindum. Var það í samræmi við þau viðhorf, sem líka eru þekkt úr frumkristninni, að hreinlæti væri svívirðilegt dekur við holdið. Á þessum árum fór kalífinn oftlega við fáa menn út í hæðaland í eyðimörkinni skammt frá höfuðborginni, gekk þar einn saman frá fylgdarmönnum sínum og kvaðst þá eiga einræður við Guð. Við eitt slíkt tækifæri hvarf hann og spurðist ekkert til hans síðan. En telja má víst að hann hafi verið myrtur, trúlega að undirlagi hátt- settra aðila, sem munu hafa óttast að sér- stakt háttalag hans kynni að leiða til þess, að Fatímídaætt glataði allri virðingu og í framhaldi af því völdum. Hið Eina varð hold Margra manna mál er, að Hakím kalífi hafi ekki verið með öllum mjalla, sem sum- part kunni að hafa stafað af því, að hann hafi þjáðst af svefnleysi, og er næturgöltur hans og hundaútrýming sett í samband við það. Hvað sem því líður, þá fóru sumir vildarvina hans og embættismanna að halda því fram þegar fyrir dauða hans, að hann væri síður en svo dauðlegur maður í venju- legum skilningi orðanna, heldur hefði sjálf- ur Guð, hið Eina og Algera, birst í persónu hans. Helstir forkólfar þessarar nýju trúar- skoðunar, sem Hakím sjálfur mun ekki hafa reynt að bregða fæti fyrir, voru þeir al-Darazi frá Búkhara (nú í Úusbekistan), myntsláttustjóri kalífadæmisins, og Hamza ben Ali, íranskur maður, sem mótaði kenn- ingar þeirra félaga í það form, sem Drúsar hafa síðan haldið sér við. Þeir al-Darazi og Hamza voru báðir frá austurhluta íslamslanda, þar sem írönsk menning var ríkjandi. Þar hafði Sjíadómi skjótlega vaxið fiskur um hrygg, og sú grein íslams var frá upphafi að miklu leyti gegnsýrð kenningum frá eldri trúar- brögðum þar um slóðir, Saraþústrusið, ind- verskum trúarbrögðum, kristni, gnostík. í íamailssið voru gnostísk áhrif augljós þegar í upphafi. í guðvísinni (gnostíkinni) var sú skoðun meginatriði, að hinn dauðlegi, jarð- neski maður væri útgeislun frá guðdómn- um, en gæti aftur komist til uppruna síns (og náð þar með fullsælu) með því að öðlast fyllstu þekkingu (gnosis) á honum. Mikið af þessu er fyrir hendi hjá ísmailssinnum. í Sjíasið voru guðlegir menn engin ný- lunda, því að þar er haft fyrir satt að ímam- arnir, eftirmenn og arftakar Múhameðs spámanns, séu upplýstir guðlegu ljósi og óskeikulir. En með Hakímsdýrkuninni var gengið skerfi lengrr, með því að lýsa því yfir að Hakím væri enginn annar en Guð sjálf- ur, á einstakan hátt nálægur í tímanum og sögunni. Var því nú lýst yfir, að aðeins með þekkingu á Hakím gætu menn hreinsað sig af allri synd og náð fullkomnun og alsælu. Sem sjálfur guðdómurinn væri Hakím haf- inn yfir alla mælikvarða á gott og illt, og óútreiknanlegt hátterni hans var nú tekið sem merki um guðdóm hans. Eða, sögðu þeir sem á hann trúðu, eru vegir Guðs ekki órannsakanlegir? Hver er óútreiknanlegri en Hann? í samræmi við þetta var látið svo heita, að á bakvið hryðjuverk Hakíms og fáránleg tiltæki hans lægi einhver hulinn tilgangur, sem aðeins væri skiljanlegur þeim, er öðlast hefðu fyllstu þekkingu á Honum. Hamza gekk Hakím næstur að virðingu í þessum nýja sið, var lýstur ímam, kallaður Alheimsgreindin æðsta (al-akl al- kulli) og þar með væntanlega talinn stigi ofar venjulegum ímömum Sjíasiðar. Til marks um guðdóm þeirra Hamza og félaga hans (í eigin augum) má nefna, að þeir töldu sig hátt hafna yfir það að hlýða lög- máli íslams (sjaría). Kálfur úr málmi Þegar Hakím hvarf, lýsti Hamza því yfir, að hann hefði aðeins dregið sig í hlé til að reyna fylgjendur sína, en myndi fljótlega aftur snúa. Skömmu síðar hvarf Hamza sjáfur, á jafnvel enn dularfyllri hátt en kalífi hans. Þeir, sem á þá trúðu, bjuggust í fyrstu við endurkomu þeirra á hverri stundu, en gáfu ekki upp vonina, þótt bið yrði á því að hún rættist. Hakímstrú leið fljótlega undir lok í Egyptalandi, en um þær mundir var mikil ókyrrð í Sýrlandi meðal bænda, sem munu hafa verið hart leiknir af stórjarð- eigendum. Leiddi þetta til bændaupp- reisna, og vildi þá svo til að uppreisnar- menn gerðu Hakímstrú að hugsjón sinni. Ætla má að þessi nýi siður hafi einkum náð fylgi meðal fólks, sem enn hafði í heiðri margt úr trú og trúspeki frá því fyrir tíð bæði íslams og kristni, og mun í þeim hugmynd- um mjög hafa gætt gnostískra áhrifa, sem einmitt voru sterk á lokaskeiði heiðninnar í austanverðum Miðjarðarhafslöndum. Þær hugmyndir virðast hafa haldið sér best í fjallahéruðum, torsóttum og úr alfaraleið, einkum í Líbanon og norðvestan til í Sýr- landi. Þar hefur fólk verið fljótt að sjá skyldleikann með eigin hugmyndum og gnostíkinni í Hakímssið. Og í sunnanverð- um Líbanonsfjöllum, auk nokkurra svæða sunnar, hafa Hakímstrúarmenn þessir haldið velli allt fram á þennan dag og al- mennt verið kallaðir Drúsar (það heiti er dregið af nafni al-Darazis). Torsótt fjöllin hafa auk annars gert þeim kleift, líkt og Maronítunum grönnum þeirra, að viðhalda trú sinni í trássi við íslam. - Svo sem ljóst má vera af framanskráðu, er ekki úr vegi að kalla Drúsa (sem og Alavíta í Sýrlandi) síð- ustu guðvísisinnana. Drúsar skiptast í ukkal („þá vitru“), sem innvígðir eru í helgustu sannindi trúarinn- ar, og djuhal („fávísa"), sem enn hafa ekki náð svo langt. Ukkal verða að biðjast fyrir daglega og mega ekki neyta víns eða neinna annarra örvandi efna og lyfja. Þeir þekkjast úr á sérstökum klæðaburði, þar á meðal hvítum túrbönum. Öllum Drúsum jafnt er gert að segja satt í sinn hóp, eða þegja ella, en hinsvegar má Ijúga að vantrúuðum til varnar trúnni og sjálfum sér. (Þessi regla gildir almennt í Sjíasið, en því hefur verið haldið fram, að Drúsar túlki hana allfrjáls- lega og séu oft í hennar skjóli næsta óhlut- vandir í skiptum við annarrar trúar menn.) Drúsar skulu og hjálpa hver öðrum eftir mætti, þar á meðal með vopnum, og á það sinn þátt í því, hve herskáir þeir eru og standa vel saman. Meira jafnræði er milli karla og kvenna hjá Drúsum en almennt í íslam; konur geta þannig jafnt og karlar öðlast innvígslu í ukkal og hafa sama rétt viðvíkjandi hjónaskilnaði (sem Drúsar annars líta mjög illu auga) og þeir. Á hinn bóginn er konum, sem eru ótrúar eigin- mönnum sínum, lítil miskunn sýnd. Ekki fara Drúsar pílagrímsferðir til Mekka eða halda Ramadan, föstu íslams. Um helgisiði hinna innvígðu þeirra á meðal er margt á huldu, en heyrst hefur að þar komi við sögu kálflíkan úr einhverjum málmi. Líklegt má kalla, að þar sé um að ræða eftirstöðvar fornrar heiðni þar um slóðir, en í henni stóð nautpeningurinn oft nærri guðum og guð- dómi; má í því sambandi minna á ntargfræg- an gullkálf ísraelsmanna, þegar þeir voru í eyðimörkinni. Sumir segja að hjá Drúsum eigi kálfurinn að tákna hina holdlegu hlið Hakíms, en aðrir skepnuskap andstæðinga Hamza. Hakím mun koma Drúsar trúa því að jafnskjótt og maður deyr, þá endurfæðist hann í einhverju barni, sem fæðist í sömu mund. Vondir menn eiga á hættu að endurfæðast sem óæðri dýr en þeir, sem náð hafa nægum þroska, sleppa við frekari endurfæðingar og jarðaramstur og renna upp til guðdóms- ins og saman við hann. Stundum er svo látið heita að þeir hverfi til stjarnanna, og mun þar enn gæta himintungladýrkunar þeirrar, sem til forna var svo mögnuð í Vestur-Asíu og er venjulega talin runnin einkum frá Mesópótamíu. { fyllingu tímans, enginn veit þó hvenær, koma þeir Hakím og Hamza aftur til mannheima, skipa réttlæti og stofna guðsríki á jörðu. Uppskera Drús- ar þá að verðleikum laun fyrir langa bið og verða drottnendur alls mannkyns. Margir telja hæpið eða fráleitt með öllu að telja Drúsa til Múhameðstrúarmanna, og má það eðlilegt kallast. Þeir hafa haldið fast við trúarviðhorf, sem litið er á sem villu jafnt í íslam og kristni, og það á sinn þátt í tortryggni þeirri og hörku, sem þeir hafa oft sýnt og sýna í skiptum við granna sína. f tíð Trykja voru Drúsar með köflum valdamikl- ir í Sýrlandi og í Líbanon voru þeir alveg ákveðið hærra settir en kristnir menn fram um miðja s.l. öld. Þegar Frakkar stofnuðu lýðveldið Líbanon, voru þeir hinsvegar settir lægra bæði Maronítum og Súnnítum. Nú óttast þeir líklega mest, að þrír fjöl- mennustu trúflokkarnir í Líbanon, Maron- ítar, Súnnítar og Sjíar, geri upp deilumál sín þannig, að hlutur Drúsa verði jafnvel enn meira fyrir borð borinn en áður. Heldur en það vilja Drúsar áreiðanlega, að Líbanon verði áfram sundrað. Ekki er ótrúlegt, að þeir gætu hugsað sér að reyna að halda uppi eigin dvergríki með einskonar þegjandi samþykki bæði Sýrlands og ísraels. Geta má þess að Drúsar þeir, sem í ísrael búa, þjóna því ríki af fyllstu hollustu, þar á meðal í her og lögreglu, og eru vel látnir af löndum sínum Gyðingum. Það sýnir ef til vill betur en nokkuð annað, hve fjarri því fer að Drúsar, þótt þeir tali arabísku og séu hversdagslega taldir til Múhameðstrúar- manna, séu Arabar eða Múhameðingar í orðanna venjulegum skilningi. dþ. Uppruna Drúsa má rekja tíl stórveldis Fatímída (909-1171), sem stofnuðu borgina Kairó. Ljósmynd þessi sýnir Kairó í kringum 1890 og er úr safni Bonfils-ættarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.