Þjóðviljinn - 06.01.1984, Qupperneq 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1984
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Árshátíð og þorrablot
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn
28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til
að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. I fyrra komust færri að en viidu.
Dagskrá og skemmtiatriði auglýst siðar. - Skemmtinefnd ABR
Alþýðubandalagið á Akureyri
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn
21. janúar nk.
Glæsileg dagskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá
ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í
síma 21264. Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefndin.
Alþýðubandalagið Grundarfirði
Opinn fundur
um sjávarútvegsmáiin
Alþýðubandalagið í Grundarfirði boðar til fundar
um viðhorfin í sjávarútvegsmálum og kvótakerfið í
safnaðarheimilinu í Grundarfirði
fimmtudagskvöldið 5. janúar næstkomandi kl.
20.30.
Framsögumaður Skúli Alexandersson alþingis-
maður. Fyrirspurnum svarað að aflokinni fram-
sögu.
Stjórn AB í Grundarfirði.
Skúli
Alþýðubandalag Héraðsbúa
Almennur féiagsfundur
Alþýðubandalag Héraðsbúa heldur al-
mennan félagsfund mánudagskvöldið 9. jan-
úar í Valaskjálf (litla sal) kl. 20.30. Helgi Selj-
an alþm. hefur framsögu um stjórnmálaá-
standið. Félagar mætið vel og stundvíslega.
- Stjórnin.
Helgi
Alþýðubandalagið á Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur verður haldinn mánudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Lárus-
arhúsi. Rætt verður um dagskrá bæjarstjórnarfundar 10. janú-
ar og starfsáætlun bæjarmálaráðs næstu mánuði. Mætið vel
og stundvíslega.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Ungt fólk í Kópavogi!
Jæja, nú kýlum við á að stofna eitt stykki Æskulýðsfylkingu AB. í
Kópavogskaupstað. Undirbúningsstofnsetningarmannfagnaðurinn
verður háður í Þinghól félagsmiðstöð AB. í Kópavogi mánudaginn 9.
janúar 1984. Félagsmiðstöðin er í tölusettu húsi nr. 11 við Hamraborg.
Fundurinn hefst kl. 20.30 að staðartíma. - Hópnefndarráð.
Framboðs
frestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar-
mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1984.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á
skrifstofu félagsins, Húsi verzlunarinnar við
Kringlumýri, eigi síðar en kl. 12 á hádegi
mánudaginn 9. janúar 1984.
Kjörstjórnin
Leiklistarskóli
Sigrúnar Björnsdóttur
auglýsir
Ný leiklistarnámskeið hefjast frá og með 9.
janúar.
Innritun næstu daga frá kl. 12.30 - 15.30 í
síma 31357.
Eignarréttur jarðhita
f frumvarpi til laga um jarðhit-
aréttindi leggur Hjörleifur Gutt-
ormsson til, að landeigendur hafi
umráð jarðhita allt niður í 100
metra dýpi. Að öðru leyti eigi ís-
lenska ríkið allan rétt til jarðhita.
Talið er að með þessu sé tryggt að
landeigendur haldi eftir nægilegri
orku til eðlilegra þarfa og venju-
legrar nýtingar á landi. í frum-
varpinu er lagt til að ætíð þurfi
leyfi yfirvalda til að nota jarðhita
utan þessara marka. Þó er lagt til
að sveitarfélög hafi meiri rétt en
aðrir til að hagnýta jarðhita sem
finnst á þeirra landareign. Hing-
að til hafa engar reglur verið um
hversu djúpt í jörðu réttindi land-
eigenda ná. Til stuðnings frum-
varpinu er vísað til þess sem
Ólafur Lárusson segir í ritinu
Eignarréttur og til ritgerðar eftir
Ólaf Jóhannesson sem fylgdi
frumvarpi til Alþingis árið 1956
um jarðhita. Þeir telja að frið-
helgi eignarréttarins sé ekki brot-
in ef venjuleg einkanot land-
eigandans eru tryggð.
Betri leið er til
Hagkvæmari flugstöðvar-
byggingu á Keflavíkurflugvelli
í stað þess að halda áfram framkvæmdum við fyrir-
hugaða flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli
leggja alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon,
Ólafur Ragnar Grímsson og Skúli Alexandersson til,
að þegar í stað verði hafin hönnun minni og hagkvæm-
ari flugstöðvar sem fslendingar reisi sjálfir í áföngum.
í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um
þetta mál kemur fram, að þannig megi draga úr og
dreifa stofnkostnaði. Stðan megi spara rekstrarkostn-
að sem gæti komið flugsamgöngum innanlands til
góða. Hér verði því um íslenskt samgöngumannvirki
að ræða sem lúti undantekningarlaust óskertri ís-
lenskri yfirstjórn.
Með tillögunni er fylgiskjal sem er greinargerð og
tillögur Alþýðubandalagsins vegna flugstöðvarbygg-
ingar sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi í ágúst
1982. Þar eru forsendur tillögunnar skýrðar. Flestar
evrópskar flugstöðvar eru hannaðar með það fyrir
augum að hægt sé að stækka þær og minnka eftir
þörfum. Fyrirhugaða flugstöð á Keflavíkurflugvelli
verður aftur á móti að reisa alla í einu, auk þess sem
hún er of stór og verður mjög dýr í rekstri. - jp
I þinghléi þykir Þjóðvilj-
anum rétt að rifja upp
nokkur mál sem þingmenn
Alþýðubandalagsins fluttu
á þingi fyrir áramótin.
Einnig verða rifjaðar upp
fyrirspurnir og svör við
þeim.
Norrœnt sjón-
varpssamstarf
Samstarf íslands við norrænar
sjónvarpsstöðvar um notkun fjar-
skiptahnatta var inntak fyrir-
spurnar Hjörleifs Guttormssonar
til menntamálaráðherra nú í haust.
í ljós kom að ýmsir möguleikar eru
fyrir hendi þegar hugað er að fram-
tíðarstöðu þessara mála. Kostnað-
arhlið málsins er mikil og margt
sem þarf að huga að áður en á-
kvarðanir eru teknar um fjárfest-
ingar og framkvæmdir í sjónvarps-
málum framtíðarinnar.
Vistunarvandi
öryrkja
Vistun andlega og líkamlega
fatlaðra öryrkja er eitt af þeim mál-
um sem brýn ástæða er til að taka á.
Helgi Seljan og fleiri fluttu tillögu
til þingsályktunar um að ríkis-
stjórnin taki á þessu máli. Allsherj-
arnefnd hefur málið enn til um-
fjöllunar.
Skipulag
búreksturs
Þingmenn Alþýðubandalagsins
standa að tillögu til þingsályktunar
um áætlun um búrekstur. Til að
koma á betra skipulagi fjárfesting-
ar í landbúnaði þarf að huga að
sambandinu milli landnýtingar og
búskaparhátta. Einnig þarf að gæta
þess að sem minnst þurfi að flytja
daglegar neysluvörur milli lands-
hluta. Uppbygging nýrra búgreina
þarf að vera í samræmi við þessi
atriði og með vinnumarkaðinn og
útflutningsmöguleika í huga.
Heildarstefnumörkun í landbún-
aði er nauðsynleg, vegna þess að
stefna beri gegn búseturöskun og
gæta að því að lífskjör þeirra sem
vinna að landbúnaði verði
sambærileg við kjör fólks í öðrum
starfsgreinum.
Nýting bújarða
íþágu aldraðra
Helgi Seljan fékk góðar undir-
tektir við tillögu sem hann flutti um
könnun og nýtingu bújarða í þágu
aldraðra. Þetta er mál sem nokkr-
um sinnum hefur verið flutt áður
j án þess að ná að verða útrætt. Mál-
ið er brýnt vegna þess að öruggu
athvarfi aldraðra er víða ábótavant
og atvinnumál þeirra eru í ólestri. í
tillögunni er bent á að fólk sem þarf
að flytja af heimilum sínum vegna
aldurs eða heilsubrests geti
auðveldlega stundað smábúskap á
til þess gerðum dvalarheimilum.
Heildarstefna í
áfengismálum?
Í.tíð fyrrverandi ríkisstjórn settu
Svavar Gestsson og Gunnar Thor-
oddsen á laggirnar fjölmenna
nefnd með það fyrir augum að
móta heildarstefnu í áfengismál-
um. Nefndin hefur unnið mikið
starf og haldið marga fundi. f des-
ember spurði Helgi Seljan um störf
nefndarinnar hvernig ráðuneytið
hygðist fara með tillögur hennar.
Svar við fyrirspurninni er ekki
komið. -jp
Auglýsið í Þjóðviljanum