Þjóðviljinn - 06.01.1984, Page 15
Föstudagur 6. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
RUV 1
7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Erlings Sigurðarsonar
frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Ragnheiður Ha.raldsdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Nú er
glatt hjá álfum öllum“ Umsjónarmaður:
Gunnvör Braga.
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
10.45 „Það er svo margt að minnast á“
Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15 Dægradvöl Þáttur um tómstundir og
fristundastörf. Umsjón: Anders Hansen.
11.45Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
. ingar. Tónleikar.
14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eft-
ir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm
Gunnar Stefánsson les (9).
14.30 Miðdegistónleikar Ruggiero Ricci og
Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika
„Carmen", fantasíu eftir Georges Bizet i
útsetningu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir
Pablo de Sarasate; Pierino Gamba stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríksdóttir
kynnir nýútkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar Celedonio, Celin, ■
Pepe og Angel Romero leika með
Sinfóníuhljómsveitinni í San Antonio
Konsert fyrir fjóra gítara og hljómsveit"
eftir Joaquin Rodrigo; Victor Alessandro
stj. / André Navarra leikur með Tékk-
nesku filharminiusveitinni „Sellókonsert
í a-moll" op. 129 eftir Robert Schumann;
Karel Ancerl stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug
Maria Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdótt-
ir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Um draugatrú og
sitthvað fleira Ragnar Ingi Aðalsteins-
son ræðir við Steinólf bónda Lárusson i
Fagradal. b. Kveðið á Draghálsi Svein-
björn Beinteinsson les Ijóð og kveður við
islensk rimnalög. Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.10 Lúðrasveitin Svanur leikur i út-
varpssal Stjórnandi: Kjartan Óskarsson.
21.40 Við aldarhvörf Þáttur um brautryðj-
endur í grasafræði og garöyrkju á íslandi
um aldamótin. V. þáttur: Georg Schier-
beck, fyrri hluti Umsjón: Hrafnhildur
Jónsdóttir. Lesari með henni Jóhann
Pálsson (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard
Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar
Jónassonar
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með
veðurfregnum kl. 01.00.
RUV 2
10-12 Morgunvaktin Páll Þorsteinsson, Ás-
geir Tómasson, Jón Ólafsson og Arnþrúður
Karlsdóttir sjá um þáttinn að venju.
14-16 Pósthólfin Hróbjartur Jónatansson og
Valdis Gunnarsdóttir taka á móti óskalögum
og aðfinnslum.
16-18 Helgin framundan Jóhanna Harðar-
dóttir umsjónarmaður. Umferðin á anna-
tíma. Lifandi útvarp í samræmi við hraða
mannlifsins á þessum tima, ásamt inn-
skotum um það sem er á döfinni um helgina.
23.15 Næturútvarp Á rás 2 sem siðan tengist
rás 1 eftir veðurfréttir kl. 01.
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir.
20.45 Munkarnir þrír Kinversk teiknimynd.
21.05 Kastljós Þáttur um innlend og erlend
málefni. Umsjónarmenn Ingvi Hrafn
Jónsson og Ögmundur Jónasson.
22.10 Loftsiglingin (Ingenjör André.5
luftfárd) Ný, sænsk bíómynd gerð ettir
samnefndri heimildaskáldsögu eftir Per
Olof Sundman. Leikstjóri og kvikmyndun:
Jan Troell. Aðalhlutverk: Max von
Sydow, Göran Stangertz og Sverre Ank-
er Ousdal. 11. júlí árið 1897 sveif loftskip-
ið Örninn frá Spitzbergen meö þrjá
menn. Áfangastaðurinn var norðurheim-
skautið. Árið 1930 fannst siðasti dvalar-
staður leiðangursmanna og likamsleifar
þeirra ásamt dagbók fararstjórans And-
rées verkfræðings. Myndin er um að-
draganda og atburði þessarar feigðarfar-
ar og mennina sem hana fóru. Þýðandi
Þorsteinn Helgason.
00.30 Dagskrárlok
Guðrún Þ. Stephensen
Útvarp kl. 23.15.
Kvöldgestir
Guðrún Þ. Stephensen,
leikari, og Jón Laxdal, leikari og
rithöfundur, verða aftur í þætti
Jónasar í kvöld. Vegna fjölda
áskorana verður þátturinn frá ný-
ársdagskvöldi endurtekinn.
Enda fara þau öll á kostum, leika
m.a. hluta úr Sálinni hans Jóns
míns. - jp
Rás 2___
Nætur-
útvarp
Ólafur Þórðarson
bridge
Eitt svona létt á þrettándanum:
KDxxx
Kxxx
Kxxx
KG9xxxx
DGx
DGx
ÁGxxx
xxx
xxxx
xxx
ÁD108xx
Áx
Áx
Þetta spil birtist í Bridgeblaðinu is-
lenska 1972, aðsent frá Vestmannaeyj-
um (tekið úr erlendri bók) og sýnir okkur
að ekkert er víst i bridge. Suður opnaði
sagnir með 4 hjörtum sem Vestur do-
blaði á augabragði (það kallast hér fyrir
sunnan að snardobla...). Og Suður sem
var gleðimaður mikill redoblaði á auga-
bragði (hann hafði raðað spilunum upp
og var leginn, einsog Hjalti Elíasson orð-
aði það um árið). Nú það þarf ekki að
hafa mörg orð um úrspilið. Vestur lét út
tíguldrottningu, tekin á ás og meiri tigull,
trompaöur, lauf út og það trompað og
spaða spilað frá Suðri. Vestur var nú
altrompa, og varð að spila hjarta upp i
gaffal, í hvert skipti sem hann var inni á
trompi (þrisvar) og það dugir í 10 slagi í
Suður.
Eins gott að mörg svona spil sjái ekki
dagsins Ijós, því þá myndi einhver hætta
þessari „vitleysu" (þ.e. að spila bri-
dge...). Ha, ha.
Tikkanen
Þegar góð ráð eru dýr verðum
við að láta okkur nægja ódýr-
Sænskir furustólar
Allt bor gar almenningur
F. A. skrifar:
Eitt af þvi sem talið er að hvað
verst hafi leikið íslcnsku þjóðina á
umliðnum öldum var verslunará-
þjánin. Danskir kaupmenn voru
einskonar einvaldskóngar á
hverjum verslunarstað,
skömmtuðu íslendingum varn-
inginn og ákváðu sjálfir verðið,
bæði á innlendri vöru og erlendri.
Nú er þetta löngu liðin tíð. Nú
höfum við innlenda kaupmanna-
stétt, vel menntaða og dugmikla,
'óþarflega dugmikla, finnst nú
sumum. Stór hluti þjóðarinnar á
við skert kjör að búa og það svo
mjög að heita má að sumir eigi
ekki til næsta máls. Og aðförinni
að þessu fólki er stjórnað af
mönnum, sem hafa margföld
laun á við það.
En verslunin, hún sýnist
blómgast og er víst áreiðanlegt að
hún gerir það úr því að verslunar-
eigendur, aldrei þessu vant, segja
sjálfir að svo sé. Virðist og heldur
ekki vanta fjármuni þegar verið
er að þenja út verslunarhúsnæð-
ið. Og hver borgar svo þessar
óhófsbyggingar? Það gerir al-
menningur, gegnum vöruverðið.
Hinn taumlausi innflutningur
er að koma okkur fjárhagslega á
kaldan klaka. Þjóðin er að kaf-
færast í skuldum m.a. vegna inn-
flutnings á allskonar varningi,
sem hún hefur ýmist ekkert með
að gera eða getur framleitt sjálf.
Við erum að eyðileggja okkar
eigin iðnað með taumlausum
innflutningi á erlendum iðnvarn-
ingi. Þannig er nú þetta svokall-
aða verslunarfrelsi að leiða okk-
ur. Enginn þorir að sporna við
þessari óstjórn því þá er hann
snarlega stimplaður sem svarinn
fjandmaður frelsisins. Því frelsi
verðum við umfram allt að hafa
líka til þess að kóma okkur á von-
arvöl.
Sjónvarp kl. 22.10
Gœtum
tungunnar
Einhver sagði: Þeir komu í stað
hvors annars.
Rétt væri: Þeir komu hvor í
annars stað.
Myndin í kvöld fjallar um afdrif mannanna þriggja og ferðalag þeirra
með loftskipinu Erninum.
Loftsiglingin
Ný sænsk bíómynd er á dag- norðurheimskautið árið 1897.
skrásjónvarpsíkvöld. Myndiner Rúmiega þrjátíu árum síðar
byggð á heimildaskáldsögu eftir fannst dagbók fararstjórans og
Per Olov Sundman, um loft- líkamsleifar mannanna þriggja
skipið Örninn sem lagði af stað á sem voru um borð. ■
Jón Laxdal
puigwr /\sivaiushoii
Næturútvarp hefst á Rás 2 kl.
23.15. Nátthrafnarnir miklu,
Ólafur Þórðarson og Þorgeir
Ástvaldsson krunka svo mikið
að eftir veðurfréttir kl. 01 mun
heyrast í þeim um allt land.