Þjóðviljinn - 20.01.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Síða 5
Föstudagur 20i janúar Í984 ’þ'jÓÐVILJINN — &ÍÐA 5 Launamunur — ísland — Danmörk: Laun þrisvar sinnum hærri í Danmörku / Noregi og Svíþjóð er munurinn í sumum tilfellum meiri Atvinnurekandi í tölvurásar- framleiðslu sagði í útvarpsviðtali fyrir fáeinum dögum, að aðal ástæðan fyrir því að fyrirtæki hans væri orðið samkeppnishæft á er- lendum mörkuðum væri hve iaun á íslandi væru lág. Þjóðviljinn gerði smá könnun á hver munurinn væri á almennum launum á Islandi og í Danmörku og kom þá í ljós, að það eru greidd þrisvar sinnum hærri laun í Danmörku en í sambærilegu starfi á íslandi. Einnig kom í Ijós að munurinn í Noregi og Svíþjóð er jafn vel enn meiri, en því miður höfum við ekki enn fengið eins ná- kvæmar tölur frá þeim löndum og Danmörku. Maður líttu þér nær, stendur ein- hversstaðar og ef byrjað er á launum blaðamanna, þá eru hæstu laun íslenskra blaðamanna, eftir 15 ára starf, samkvæmt taxta 20.359 kr. Starfsbræður okkar í Dan- mörku hafa 18.880 kr. danskar og því þarf að margfalda með þremur til að fá íslensku krónútöluna og útkoman verður 56.640 kr. á mán- uði. Þessar upplýsingar fékk Þjóð- viljinn hjá Kjararannsóknamefnd og þær eru teknar uppúr fréttabréfi danska atvinnurekendasambands- ins. Samkvæmt sömu heimildum eru laun karla við símavörslu í dönsk- um fyrirtækjum 14.347 kr. danskar á mánuði og kvenna við sama starf 10.488 kr. danskar. Verkafólk á lager fær 10.412 kr. danskar á mán- uði, karlmenn við afgreiðslu í , verslun 9.349 kr. og konur 8.925 kr. danskar og fólk sem vinnur við tölvugötun 13.400 kr. danskar á mánuði. Til að færa þetta yfir í ís- lenskar krónur þarf að margfalda með þremur (3). Útkoman verður sú, að laun í Danmörku eru nær þrisvar sinnum hærri en á íslandi. - S.dór. Ævintýrið um platínurefmn Fyrir rúmum 50 árum gerðist einn merkasti atburður, sem átt hefur sér stað í refaræktinni. Það er fæð- ing fyrsta platínurefsins. Sagan er þannig: Silfurrefalæða hjá Martin Evertsen bónda á Dýraeyju í Tromsfylki í Noregi gaut 5 yrð- lingum. Fjórir þeirra voru 'ósköp venjulegir silfurrefayrðlingar, en einn var mjög ólíkur þeim. Trýnið á kauða var hvítt, fætur hvítir og búkur, síður hvítar með svörtum hárum, skottið dökkt og langt og hvítur hringur um hálsinn. Annar refabóndi, Hans Kjær, keypti yrðlinginn, og var hann skírður Mons. Ljóst var, að yrðl- ingurinn varð til fyrir stökkbreyt- ingu en spumingin hvort eiginleik- arnir kæmu fram í afkomendum hans. Svarið fékkst 1934 er fyrstu afkvæmi Mons fæddust. Þau höfðu eiginleika föðursins. Og nú reið á að Hans Kjær tækist vel að kynna platínuskinnin sín. Það gerði hann á eftirminnilegan og áhrifaríkan hátt. Hann gaf Mörtu krónprinsessu og skauta- drottningunni Sonju Henie sitt skinnið hvorri. Þar með var ísinn brotinn því h.'er vildi ekki eiga samskonar skinn og þessir kven- skörangar? Haustið 1937 átti Mons 100 af- komendur, sem voru nákvæm eft- irmynd hans. Eftirspurn eftir und- aneldisdýrum var orðin mikil og þau seidust rnjög háu verði. Það er víst óhætt að fullyrða að ævintýrið um platínurefinn hefði ekki gerst ef þessir bændur á Dýra- eyju hefðu ekki trúað á framtíðina og haft áhuga á nýjungum. Og nú fyrir fáum dögum voru fyrstu platínurefirnir að koma ti! íslands. - mhg. Ólafsvík: Nýtt kaupfélag stofnað Nýtt kaupfélag hefur nú verið stofnað í Ólafsvík. Hefur það þegar hafið rekstur og sótt um inngöngu í Sambandið. Fimmtán ár eru síðan Kf. Snæf- ellinga varð að hætta rekstri. Það var stofnað upp úr Kf. Dagsbrún í Ólafsvík og Kf. Hellissands. Kf. Borgfirðinga tók þá að sér versl- unarrekstur í Ólafsvík og hefur svo verið að þessu. Nú hefur hið nýja kaupfélag í Ólafsvík tekið á leigu verslunar- húsnæði Kf. Borgfirðingar þar en keypt af því vörubirgðir og verslun- arbúnað. Það verslar ma. með mat- vörur, búsáhöld, byggingavörur og gjafavörur ýmiss konar. Þá verslar það mikið við bátana og selur kost til útgerðarmanna. Félagssvæðið er Ólafsvíkurk- auptaður, félagsmenn 104 og stofn- gjald kr. 2000. Auglýst hefur verið eftir kaupfélagsstjóra, en enginn ráðinn ennþá. Formaður félags- stjórnar er Kristján Pálsson, ritari Ólafur Amfjörð og meðstjómend- ur Kristófer Edflonsson, Halla Eyjólfsdóttir og Ævar Guðmunds- son. Varastjórn skipa: Stefán Jó- hann Sigurðsson og Sigurður Þor- steinsson. Kf. Ólafsvíkur hefur margháttað samstarf við Kf. Borgfirðinga. Tekur m.a. þátt í beinum innflutn- ingi þess á ýmsum vörum og kaupir kjötvörur í Borgarnesi. - mhg. Ólafsvlk. Kvennaframboðið í Reykjavík: Hyggst mótmæla fréttaflutningi Kvennaframboðið f Reykjavík hyggst senda útvarpsráði bréf og mótmæla fréttaflutningi ríkisfjöl- miðlanna af vettvangi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Mun Kvennaframboðið telja að hlutur þess í fréttum og umræðuþáttum hafl mjög verið fyrir borð borinn og ekki gætt hlutleysis. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans mun umræðuþáttur í sjónvarpi fyrir nokkru þar sem Davíð Odds- son borgarstjóri og Sigurjón Pét- ursson borgarráðsmaður sátu fyrir svörum um fjárhagsáætlun borgar- innar, hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Ekki er þó ætlunin að mót- mæla þeim þætti sérstaklega. Bendir Kvennaframboðið á að af 160 breytingatillögum við fjárhags- áætlunina hafi um 100 komið frá Kvennaframboði og því eðlilegt að borgarfulltrúar þess fengju tæki- færi í ríkisfjölmiðlunum til að gera grein fyrir málstað sínum. Handbók fiskvinnslunnar Út er kominn fyrsti kafli Hand- bókar fiskvinnslunnar, sem er sam- in og gefin út á vegum Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins. Árið 1981 fól sjávarútvegsráðuneytið stofnuninni að annast samningu handbókar, sem að megin efni skyldi fjalla um gæðamat á fisk- afurðum til notkunar í útgerð og fiskiðnaði, til kennslu og við mat og eftirlitsstörf. Handbókin “verður gefin út í lausblaðaformi og þessi fyrsti kafli sem nú er kominn út, fjallar um saltfisk. - S.dór. STUTTAR FRETTIR Færri íslendingar á flakki Á síðasta ári dró nokkuð úr utanferðum landans miðað við 1982 og fóru um 6 þús- und færri til og frá landinu 1983 en árinu áður. Farþegafjöldi til og frá landinu var þó nokkurn veginn óbreyttur þar sem útlend- ingar juku nokkuð við ferðir sínar hingað. Samtals komu 157.287 til landsins 1983, þar af 79.700 íslendingar og 77.600 útlending- ar. Ameríkanar eru fjölmennastir, 25 þús- und, þá Norðurlandabúar, V-Þjóðverjar, Bretar og aðrir Mið-Evrópubúar. Á að leggja íslenska þjóðfélagið niður? í kvöld, föstudag, kl. 21 hefst í Háskóla- bíói úrslitakeppni í ræðuhöldum milli Menntaskólans í Reykjavík og Mennta- skólans í Hamrahlíð. Umræðuefnið er: „A að leggja íslenska þjóðfélagið niður?“ og talar MR með efninu, en MH á móti. Keppnin er haldin á vegum JC, Reykjavík í framhaldi af ræðunámskeiðum og kepp- num sem haldnar hafa verið undanfarnar vikur. öllum er heimill aðgangur og ekki er að efa að fútt verður í salnum. Hitaveitan ekki hærri frá 1955 Borgarstjóm samþykkti með 12 at- kvæðum gegn 9 í gærkvöldi að hækka hita- veituna um 25% 1. febrúar n.k. Þetta þýðir yfir 2000 krónur á hverja meðalíbúð en tonnið fer úr 13 krónum í 15. Framsóknar- flokkurinn bar fram „miðlunartillögu" urn 10% hækkun en hún fékk aðeins atkvæði 2ja Framsóknarmanna og 1 Alþýðuflokks- manns. Hitaveita Reykjavíkur hefur ekki yerið hærri að raunvirði frá 1955. Fyrsti BÚR-togarinn út í dag Fyrsti BÚR-togarinn heldur út í dag og sá síðasti eftir viku og verður vinnustöðvun í fiskiðjuverinu 7 -10 dagar ef afli og veður verða eftir vonum. Miklar umræður urðu í borgarstjórn vegna uppsagnanna í BÚR í gær, Sigurður E. Guðmundsson (A) flutti tillögu um að togararnir yrðu allir sendir á veiðar nú þegar og Guðrún Jónsdóttir (K) lýsti harðri andstöðu við uppsagnirnar þar sem þær bitnuðu á konum. Tillögu Sigurðar var vísað frá með tilvísun í að togararnir væru að fara út. í minningu Lenins í tilefni af þvi að 21. j anúar eru 60 ár liðin frá dauða Lenins halda Baráttusamtökin fyrir stofnun Kommúnistaflokks (BSK) minningafund sama dag. Fundurinn verður í húsnæði Sóknar Freyjugötu 27.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.