Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 23
Föstudagur 20. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 23 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréltir Bæn Á virkum degi. 7.25 Leiktimi 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ftagnheiður Haraldsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Skóla- dagar" eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjartardóttir les (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir'. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Dægradvbl Þáttur um fristundir og tómstundastörf i umsjá Anders Hansen. 11 >45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar, Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup " eft- ir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (19). 14.30 Miðdegistónleikar Filharmóníu- sveitin i Oslo leikur „Karnival i París" op. 9 eftir Johan Svendsen; Óivin Fjeldstad stj. 14.45 Nýtt undir nalinni Hildur Eiriksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Ríkisfilharmóníu- sveitin í Brno leikur Slavneska svitu eftir Víteslav Novák; Karel Sejna stj. / Janos Solyom og Filharmóníusveitin í Múnc- hen leika „Dauðadansinn" eftir Franz Liszt; Stig Westerberg stj. 17.10 Siðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur; Guðlaug Maria Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Jónmundur prestur Halldórsson Frásöguþáttur í samantekt og flutningi Baldurs Pálmasonar. b. Helgikvæði Sigurlína Daviðsdóttir les kvæði eftir Kolbein Tumason, Jón Ara- son, Ásmund skáld og Jón Helgason. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Karalakórinn Ægir i Bolungarvík og Karlakór isafjarðar syngja islensk og erlend lög. Stjórnendur: Kjartan Sigur- jónsson og Ólafur Kristjánsson. Pianó- leikari: Guðbjörg Leifsdóttir. Einsöngvar- ar: Kjartan Sigurjónsson, Björgvin Þórð- arson og Bergljót S. Sveinsdóttir. 21.40 Við aldahvörf Þáttur um brautryðj- endur i grasafræði og garðyrkju á íslandi um aldamótin. Vll.og siðasti þáttur: Einar Helgason . Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. Lesari með fænni Jóhann Pálsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur Umsjónarmt ður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómosdóttir. 23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónassonar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. RUV 2 10-12 Morgunvaktin. 14-15 Pósthólfið. Hróbjartur Jónatansson og Valdís Gunnarsdóttir taka á móti óskalögum og persónulegum sögukornum frá hlustend- um. 16-18 Helgin framundan. Jóhanna Harðar- dóttir sér um lifandi útvarp á annatíma. Upplýsingum um það helsta sem gerist um helgina verður skotið inn I dagskrána svo fólk geti hugleitt hverníg það geti fyllt upp í rólega daga framundan. 23.15-03.00 Næturutvarp. Ólafur Þórðarson verður skipstjóri á næturvaktinni og stendur við stjórnvölinn í fjóra tíma. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Við múrinn (At the Last Wall) 6. október 1982 hélt breski rökksongvarinn og lagasmiðurinn Kevin Coyne h Ijóm- leika i Potsdamtorgi i Berlín sem fylgst er með í þætti þessum. 21.30 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Agústsson og Sigurveig Jónsdóttir. 22.30 Sumarlandið (Smultronstallet) Sænsk biómynd frá 1957, Hófundur og leikstjóri: Ingmar Bergman. Aðalhlutverk: Victor Sjöström, Gunnar Björnstrand, Ingrid Thulin, Bibi Andersson og Folke Sundquist. Aðalpersóna myndarinnar er aldraður maður sem tekst ferð á hendur. En þetta ferðalag verður honum jafnframt reikningsskil við fortið og nutið svo að hann verður ekki sami maður að leiðar- lokum. Þýöandi Þorsteinn Helgason. 00.00 Fréttir i dagskrárlok Rabb um veðrið, beitingu og fleira Veðrið Hér í Vestmannaeyjum hefur frá áramótum verið einmuna ótíð, svo römm að elstu menn rnuna ekki verra. Suðvestan rosi með hafróti svo að við lá að græfi undan skipalyftunni, en senr bet- ur fór stóð Eiðið hafrótið af sér þó að nagað sé stórt skarð í það, og ekki annað sjáanlegt en að úr þurfi að bæta ef mannvirki eins og skipalyftan á ekki að vera í stórri hættu. Ferðir Herjólfs lögðust niður í tvo daga, og er hann þó ekki kræsinn, því sjaldan kemur fyrir að hann fari ekki í Þorlákshöfn, enda þúsund tonna skip. Nokkrir bátar hafa ætlað á línu, en aldrei gefið á sjó og er það bagalegt því fiskur er kominn á miðin eftir venju. Dýrtíð Atvinnuleysi er hér ekki telj- andi, að minnsta kosti ekki hjá karlmönnum við að undirbúa komandi vertíð, en rýrt held ég það hafi verið hjá veikara kyninu ef maður á að tala svona. Lifa menn nú á því sem síldin gaf af sér, því átta tíma vinnudagur ger- ir ekki mikið í alla dýrtíðina. Matvara og aðrar nauðþurftir hafa frekar hækkað en lækkað svo menn hljóta að spyrja: Hve- nær fara ráðstafanir ríkisstjórnar- innar að koma fólki til góðs? Nei, þetta er helber skrípa- leikur, blekking af versta taginu. Kenna þarf mönnum handtökin við beitingu - segir bréfritari Þetta er eins og þegar hundur er að eltast við skottið á sér. Beiting í dag er 12. janúar og sést örlít- ill munur á birtu þó blessuð sólin sé lágt niðri ennþá, en allt stend- ur þetta til bóta. Hér er töluverð- ur snjór. Það er logn og brimlítið svo línubátar eru á sjó. Vonandi fá þeir hann því hann er besta hráefnið, sem hægt er að fá svona spriklandi upp úr sjónum. Ann- ars held ég að það standi á beitingamönnum. Það eru orðnir svo fáir sem kunna að beita. Það þyrfti að fara að kenna mönnum handtökin við þetta ef beiting á ekki að tilheyra fortíðinni. En beiting er ekkert sældarbrauð. Það þarf sterkt bak að standa frá kl. 5 á morgnana til kl 5-6 á kvöldin og svo að bíða eftir bátn- um, sem kannski kemur ekki að fyrr en kl. 10-11 á kvöldin og þá er eftir að landa aflanum. Annars held ég að flestir beiti í ákvæðis- vinnu eða akkorði. Þá þurfa menn ekki að bíða eftir bátnum. Nei, beitingin fer að tilheyra for- tíðinni ef ekki á að fara að vekja hana upp aftur. Fyrir unga menn og hrausta ætti hún að vera leikur einn. Auðvitað þyrfti að bjóða betri kjör til þess að laða menn að henni, ef menn fengjust til að beita upp á tryggingu eða hlut, því eins og ég sagði hérna fyrr, er beitingin ekkert sældarbrauð. En vonandi lagast þetta allt saman með betri tíð með blóm í haga eins og nóbelsverðlaunaskáldið sagði. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Fram- tíðin á RÁS 2 Sjónvarp kl. 22.30 Sumarlandið Á myndinni eru Bibi Anderson og Victor Sjöström í hlutverkum sínum í sænsku í bíómyndinni Sumarlandið sem verður sýnd í sjónvarpinu í kvöld. Á RÁS 2 huga menn nú að skipulagsmálum. Nú er verið að líta yfir farinn veg og skoða hvar endurbóta er helst þörf. Ætlunin er að gefa út prentaöa dagskrá um næstu mánaðamót. Sú reynsla sem fengist hefur leiðir til þess að nú er mögulegt að ákveða dagskrárliði með fyrirvara. Unglingaþátturinn Frístund sem Eðvarð Ingólfsson sér um og hefur verið á fimmtudögum er geysi vinsæll. Hundruð bréfa streyma til þáttarins að sögn Þorgeirs Ástvaldssonar. Hann sagði Þjóðviljanum að hann hefði mikinn áhuga að koma einhvers konar skólaútvarpi á. Þar ætti að vera möguleiki á, að krakkar skipuleggi dagskrárþætti í sam- ráði við sinn skóla og kennara. Þáttur Eðvarðs er fyrsti vísir að slíku útvarpi. Þar hafa krakkar valið sér lög og kynnt þau, auk þess sent leikþáttunr frá þeirn hef- ur verið útvarpað. - Jl> Sjónvarp kl. 21.30 Kastljós í Kastljósi í kvöld verða þrjú mál á dagskrá. í fyrsta lagi verður fjallað um öryggismálaráðstefnuna í Stokkhólnri og rætt við Friðrik Pál Jónsson fréttamann sem staddur er í Stokkhólmi. Einnig verður sýnt stutt viðtal sem sænska sjónvarpið tók við so- véska andófsmanninn Roy Me- dvedev. í öðru lagi verður haft viðtal við Björn Matthíasson hag- fræðing hjá Seðlabanka Is- lands, um efnahagslíf í Banda- ríkjunum og í Evrópu. 1 þriðja lagi verður fjallað stuttlega um ástandið í Nígeríu eftir valdaránið um áramótin. Umsjónarmenn þáttarins i kvöld eru Bogi Ágústsson og Sigurveig Jónsdóttir. Rás 1, kl. 23.15 Kvöld- gestir Kvöldgestir verða á dagskrá rásar 1 kl. 23.15 í kvöld. Gestir Jónasar eru Kristín og Fanney Geirsdætur í Hringveri á Tjörn- esi. Þátturinn var áður á dag- skrá þann 9. desember sl. bridge Spiliö í dag er nokkuö furöulegt. Þegar þaö kom fyrir í New Orleans 1978 á HM i tvímenning, var sami samningur (6 spaöar) spilaöur á 27 borðum af 32 i úrslitum mótsins og fór alls staðar niður. Viö eitt borðið sátu góökunningjar okkar, Alan Sontag og Peter Weichel. Og þeir voru ekki í vandraeðum meö þetta spil: D964 ÁK643 98 K4 ÁKG2 G108 KG6 ÁD8 Sontag í Suður opnaði á 1 laufi (sterkt, 17 hp. eða meir), Weichel sagði 1 hjarta (eðlilegt, 8 hp. eða meir), Sontag 1 grand (spurning um kontról háspilastyrk), Weichel 2 hjörtu (4 kontról, einn ás 2Kj og tvo kónga (1K hvor), Sontag 2 grönd (eðlilegt), Weichel 3 spaða (lofar fjórlit í spaða), eðlilegt. Sontag 3 grönd og Weichel 4 grönd sýnir auka-styrk og er um leið áskorun, sem Sontag lét ekki bjóða sér tvisvar og sagði 6 grönd, horf- andi á valdið í tiglinum hjá sér. Nú, slemman var auðunnin með hjart- adrottningu réttri. Spilið gaf háa skor til þeirra félaga, enda erlitt að kyngja því að 27 pör af 32 hafi endaö i 6 spaða samn- ing á þessi spil, í tvímenningskeppni. Tikkanen Uppgötvir þú eitthvað getur það átt sér þá skýringu að þú hafir ekki kynnt þér nógu i tikið af því gamla. Gœtum tungunnar Sagt var: Þar búa menn af ýms- um þjóðernum. Rétt væri: ... menn af ýmsu þjóðerni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.