Þjóðviljinn - 31.01.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 31.01.1984, Page 7
Þriðjudagur 31. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÖA 7 Skákmót Búnaðarbankans Pía Cramling hefur tekið forystuna! Einhver athyglisverðasta viðureignin var án efa skák Guðmundar og Nicks DeFirmian. Mikið tímahrak setti svip sinn á taflmennskuna. Lítum á stöðuna eftir 28 leiki: Mikil og spennandi barátta fer fram þessa dagana að Hótel Heklu þar sem skákmót Búnað- arbanka íslands hið fyrsta í röð- inni fer fram. Búnaðarbanki ís- lands hefur um langt árabil verið stórveldi á sviði skákarinnar svo sem flestir þeir sem til skák- mála þekkja vita. Þarf ekki ann- að tii upprifjunar en hina gegnd- arlausu sigurgöngu sveitar bankans í Stofnanakeppninni sívinsælu svo og öðrum þeim sveitakeppnum sem boðið er upp á á landi hér. Þremur umferðum er lokið á mótinu í þessum skrifuðum orðum og hefur sænska skákdrottningin Pia Cramling óvænt náð forystunni, hefur hlotið 21A vinning. Næstir koma Nick DeFirmian, undirritaður og líkur voru á því að Jó- hann Hjartarson eða Margeir Péturs- son næðu tveimur vinningum að lokn- um biðskákum sem tefldar voru í gær. Gangur mála fram til þessa hefur orðið sem hér segir: 1. umferð: Pia Cramling-Jón L. Árnason 1:0 Shamkovich -Margeir Pétursson 1/2:1/2 DeFirmian-Helgi Ólafsson 1/2:V4 Knezevic—Jón Kristinsson biðskák Jóhann Hjartarson - Guðmundur Sigurjónss. biðskák Sævar Bjarnason-Albúrt biðskák Sigur Piu yfir Jóni vakti feiknarlega athygli enda tefldi sænska stúlkan allt að því óaðfinnanlega. Jón hætti sér út í vafasamt afbrigði og fékk aldrei rönd við reist. Mikil barátta var í skák Shamkovich og Margeirs og virtist Margeir eiga í erfiðleikum á tímabili, en hann varðist af öryggi og hélt jöfnu. DeFirmian og Helgi sömdu jafntefli þegar sýnt var að báðir kæmust í alvarlegt tímahrak. Þær aðrar skákir sem fóru í bið stóðu þannig áður en þær voru til lykta leiddar í gær, að Guðmundur Sigurjónsson er með tapaða stöðu gegn Jóhanni Hjart- arsyni, Jón Kristinsson er einnig með allt að því tapaða stöðu gegn Knezevic. Jafnteflisúrslit voru líklegust í skák Sæ- vars Bjarnasonar og Alburts. 2. umferð: Pla Cramling-Knezevic 1/2:1/2 Guðmundur Sigurjónsson -Sævar Bjarnason 1:0 Jón L. Árnason-Helgi Ólafss. 0:1 Margeir Pétursson - Jóhann Hjartarson biðskák Aiburt-DeFirmian 0:1 Jón Kristinsson—Shamkovich 0:1 Pia og Knezevic sömdu fljótlega um jafntefli en aðrar skákir voru tefldar í botn. DeFirmian vann Alburt glæsilega með svörtu eftir að Rússinn landflótta hafði teflt ónákvæmt í byrjuninni. Guðmundur vann Sævar. Sævar lenti í krappri vörn, en þegar hann fékk kjörið tækifæri til þess að rétta úr kútn- um og gott betur lét hann sér það úr greipum ganga. Jón Kristinsson tefldi byrjunina illa gegn Shamkovich og tapaði fljótt. Hann hefur ekki getað stundað skáklistina starfsins vegna í fjöldamörg ár en öllum er þó Ijóst að hann þarf ekki að tefla mikið til þess að ná sínum fyrri styrk- leika. Jón L. Árnason var í vígahug eftir skákina við Piu Cramling en teygði sig heldur of langt í flóknu miðtafli. Skák Margeirs og Jóhanns fór í bið og var Margeir með heldur betri stöðu. Það fer ekkert á milli mála hver vekur mesta athygli á skákmóti Búnaðarbankans: Pia Cramlig hefur hlotið 2Vi vinning úr þrem skákum og er til alls vís. 3. umferð: Helgi Ólafsson-Alburt Vir.V.2 DeFirmian - Guðmundur Sigurjónss. Vv.'h. Sævar Bjarnason - Margeir Pétursson biðskák Knezevic-Jón L. Arnason Vi\Vi Shamkovich-Pia Cramling 0:1 Jóhann Hjartarson - Jón Kristinsson 1/2:1/2 Enn var Pia Cramling hetja dagsins en hún vann Shamkovich með glæsi- brag. Ef svo heldur sem horfir ætti sænska stúlkan að geta blandað sér í baráttuna um efsta sætið. Það verður að vísu að segjast eins og er að Sham- kovich tefldi allof linkulega gegn stúlk- unni og nýtti sér hvergi þau færi sem honum buðust í miðtaflinu. Helgi og Alburt sömdu fljótt um jafn- tefli en frá fræðilegum sjónarhóli séð var skákin hin athyglisverðasta. Jóhann Hjartarson fékk yfirburðar- stöðu gegn Jóni Kristinssyni en Jón varðist vel og hélt jöfnu. Knezevic og Jón L. slíðruðu sverðin eftir skamma stund. abcdefgh Lengi vel átti Guðmundur við erfið- leika að etja en hér er hann kominn yfir það erfiðasta. Klukkan sýndi að kepp- endur áttu vart meira en fjórar mínútur á 12 leiki. Nú gerast forvitnilegir hlutir: 29. Hf7?? b5?? 30. axb5?? axb5 31. h3 - og skömmu síðar sömdu keppendur um jafntefli. Þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að Guðmundur misti af röktum vinningi í tvígang: 29.- Bc5!l vinnur nær sam- stundis. Hugmyndin er sú að eftir 30. Dxc5 kemur 30. - Dxf7! ogsvarturvinnur lið. Ef t.d. 30. Df4 þá 30. - Hxe5!! 31. Dxe5 Dxf7! o.s.frv.. Eftir 30. axb5 átti svartur enn þess kost að leika biskupn- um til c5 en hann kaus að drepa peðið aftur. Vanaviðbrögð! Um framkvæmd mótsins er ekkert nema gott að segja. Aðstæður á keppnisstað eru fullkomlega viðun- andi, þó e.t.v. sé helst til þröngt um áhorfendur, en þess má geta að ef að- sókn verður enn meiri en verið hefur er í ráði að flytja skákskýringar yfir í útibú Búnaðarbankans sem er handan göt unnar. Örstutt svar til Björns Dagbjartssonar: Allir vissu en þ'ógðu þó Björn Dagbjartsson, varaþing- maður og forstjóri Rannsóknar- stofu fiskiðnaðarins, veitir mér þann vafasama heiður að draga mig inní deilur sem standa yfir milli líffræðinga innan og utan Haf- rannsóknarstofnunar um fiskrann- sóknir, vistfræði sjávar og annað þeim málum viðkomandi, svo og hugmynd Jóns Kristjánssonar fiskifræðings um að veiða smáfisk til að auka æti í sjónum. Björn segist ekkert skilja í því að ég skuli hafa skrifað jafn mikið um kenningar líffræðinganna, utan Hafrannsóknarstofnunarinnar og raun ber vitni, en spyr svo: Getur það verið að þetta komi Alþýðu- bandalaginu vel???? Ég spyr á móti? Getur það verið að Björn Dagbjartsson hafi ger- spillst svo við það að sitja sem vara- maður inná Alþingi í haust að hann skrifi svona með góðri samvisku, eða er hann að vinna sig í álit í Sjálfstæðisflokknum með svona fáránlegum skíifum? Lítum nú á málið í heild. Pað var alls ekki Þjóðviljinn, sem opnaði þetta mál, heldur Morgunblaðið, sem átti gott viðtal við Jón Gunnar Ottósson, skömmu fyrir jól. Varla hefur það verið til styrktar sjávarútvegsstefnu Al- þýðubandalagsins. Síðan tók for- sætisráðherra Stengrímur Her- mannsson ummæli Jóns Gunnars upp, bæði í áramótaskrifum sínum og ræðum og þóttu kenningar hans athyglisverðar. Varla til styrktar Alþýðubandalaginu eða hvað? Síðan gerist það að haldinn er fundur á vegum Líffræðingafélags íslands og Hafrannsóknarstofnun- arinnar um málið og átti forsætis- ráðherra hlut að því að fundurinn var haldinn. Þar endurtók Jón Gunnar margt af því sem hann sagði í viðtalinu við Mbl. og bætti ýmsu nýju við. Þar á meðal sagði hann að ekkert samband væri á milli stærðar hrygningarstofns og LAi-C.A.KÓACíUK S* JANt’AK 13 Fiskveiðipólitík eða pólitísk fískifræði — cfti? 8jÖrr< IMighjfírfmnt .Ólá.Wf.. *ftí.:ft>:U*K» :: >í Ui»s» lítíft: : •.t.p.r.f.A voiíjftái lioíiiiw'.yitKÍ' \(y" 1<» <UI rir* x» » x (otíirj'.l 'íl 'Mzvhfí <■■/, aíilir.wsoi: áfex'xt MdffRí.r t.útiufiia á »..'lraí»t':l)ft og nr. ftdlk'Síri) 6 it» jviiskx. iMxiliagnr HxftMtmáknx' .itofnimxr. sík: toisín fynr N'mðörbiMli jan.-iiix:.; Mrftníhébríui >>g wcáalWagi) súéar »ift SuAur oj Aitaur imd ::«! rá: .:,3 Sil S,l ■ .■vu»Mrs*>!r.iM MoíjJóu ->j< iftftéallc&g'i á l-iftnu í ftiSvcnthrr mn-im ■%<»:»***>• IW. ’ "ií> ji Mmmt 'fcrwAt*: <í«J» s&iNvvkw. t*ni- >xtsa> />::< < í.'riftX, >ii<! tjí **»■»». t.ftUira f!:o::ot4kft«. 'Mtr.iíft SsftRr : t.vxyr ir :M-t: )ii» : |<t<«W>^» hftkUto : «ttft «ft )o?o:u, Vi» ».ktxx 5 tl:tS:«xlft kftMw i IfOe *S ftó fWt«I i sr.iakpm xót. >* )»(* aCi rálh-li :«itiftl ntytlti (n; lfti:«»> .,Þ*t' fct vifts fjwri aö kenttlngar fv'irra féia^a ntítt t iÁbvftr n< sannindi. ■SsojhaniLleyaíá (f) millt ftta.-iðftt hrygningarstnfns ojí njlifKiuar hafs fiski fræáins'nr þekkl í mvira <>» hilfa it|«l.-‘ friðunarkenningin kom fram. Ég frétti af þessu og spurði Jón Kristj- ánsson hvort rétt væri og hann sagði svo vera og útlistaði sínar kenningar fyrir mér. Ef slíkt er ekki stórfrétt, þá veit ég ekki hvað stórfrétt er, og lái mér hver sem vill að ég gerði hana að aðalfrétt blaðs- ins þann daginn. En hvernig Björn Dagbjartsson kemur þessum frétt- aflutningi heim og saman við hvað hentar Alþýðubandalaginu eða ekki, það fæ ég ekki skilið. Nú er það svo að ég er hvorki varaþing- maður né í Sjálfstæðisflokknum, en ef til vill þarf maður að vera hvoru tveggja til að geta tekið svo skakkan pól í hæðina og Björn ger- ir í ásökunum sínum í minn garð. -S.dór nýliðunar. Þetta þótti mér sem blaðamanni fróðlegt, þar sem ég er ekki líffræðingur og hef tekið mark á því sem fiskifræðingar á Hafrann- sókn hafa sagt. Björn segir aftur á móti að þetta hafi verið löngu vitað og það hefur Jakob Jakobsson fiskifræðingur einnig sagt opinber- lega eftir þennan fund. En lítum þá nánar á málið. Tökum sem dæmi skýrslu Hafr- annsóknarstofnunar um aflahorfur og ástand nytjastofna á íslands- miðum 1980. Þar segir: „Haf- rannsóknarstofnunin ítrekar fyrri skoðanir sínar og telur brýnt að byggja upp hrygningarstofninn enn frekar til þess að tryggja að há- marksafrakstur fáist sem fyrst úr þessum þjóðhagslega mikilvæga stofni.“ í skýrslu sömu stofnunar 1982 stendur: „Meðan 1976 árgangsins nýtur við mun hrygningarstofn þó haldast óbrey ttur næstu 2 árin mið- að við 450 þúsund tonna afla árið 1983. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflinn árið 1982 miðist við 450 þúsund tonn.“ Þá er þess enn að geta að í lögum landsins um fiskveiðar í landhelgi íslands, mig minnir að það séu lög númer 13 frá 1981, þar segir efnis- lega að viðhalda verði hrygningar- stofninum svo eðlileg nýliðun eigi sér stað. Hafi það verið vitað í áratugi að ekkert samband væri þarna á rriilli, hvers vegna hefur þá Hafrann- sóknarstofnunin alltaf sett sama- sem merki þarna í milli eins og of- angreind dæmi sýna og fjölmörg önnur, sem hægt væri að tilfæra. Ég hafði sem leikmaður í þessum efn- um trúað fiskifræðingum og þegar svo kemur ungur líffræðingur og segist hafa farið í gegnum öll gögn Hafrannsóknar og að ekkert sam- band sé þarna í milli, þá þótti mér það frétt og það stórfrétt og skrif- aði ítarlega um málið. Nú veit ég ekki hvort Bjöm Dag- bjartsson hefur unnið við frétta- mennsku. Ég er helst á því að svo sé ekki ef marka má átölur hans í minn garð. Ég hef skrifað um sjá- varútvegsmál í Þjóðviljann í allmörg ár og heyrt þá kenningu tekna sem heilög sannindi allt síð- an 1977 að vernda bæri smáfisk með öllum ráðum. Þessu hef ég líka trúað. Svo kemur ungur fiski- fræðingur með grisjunarkenningu studda rökum, fyrstur allra eftir að w Óskað er eftir tilboðum í múrverk í hluta áfanga 2A Fjörðungssjúkrahúss á Akureyri. Útboðsgögn eru af- hent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Glerárgötu 36, Akureyri, gegn skilatryggingu kr. 2.000.- og skal til- boðum skilað til Innkaupastofnunar Ríkisins eigi síðar en kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 7. febrúar nk. og verða þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7, Reykjavík SÍMI: 26844 Systir okkar Bergþóra Hólm Sigurgarðsdóttir Vesturvallagötu 5 andaðist í Borgarspítalanum 17. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkinin og fjöiskyldur þeirra. Maðurinn minn og faðir Björn Bjarnason fyrrverandi formaður Iðju, Bergstaðastræti 48 a, lést á Vífilsstaðaspítala 19. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sigfúsarsjóð. Guðný Sigurðardóttir Þórir Björnsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.