Þjóðviljinn - 31.01.1984, Blaðsíða 2
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. janúar 1984
Þriðjudagur 31. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Umsjón:
Vlðir Sigurðsson
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Ásgeir sýndi
snilldarleik
Ásgeir Sigurvinsson sýndi snilld- Hamburger SV malaði Dortmund
arleik þcgar Stuttgart vann stór- 7-2. Wolfram Wuttke gerði tvö
sigur, 5-1, á Kaiserslautern í markanna. Aðrirleikirfóruþannig
vestur-þýsku Bundesligunni í að Mönchengladbach sigraði Of-
knattspyrnu. Hann lagði upp flest fenbach 3-2, Frankfurt og Uer-
markanna. þrjú þeirra fyrir Svíann dingen gerðu jafntefli, 2-2, Boc-
Dan Corneliusson, og skoraði síðan hum og Bremen 3-3, Núrnberg tap-
fimmta markið sjálfur með hörku- aði 2-3 fyrir Bayer Leverkusen og
skoti skömmu fyrir leikslok. Peter Mannheim gerði 2-2 jafntefli við
Reichert gerði eitt markanna. Eintracht Braunschweig. Leik
Bayern Múnchen heldur foryst- Kölnar og Dússeldorf var frestað.
unni, vann Armenia Bielefeld 3-1 í Bayern hefur 28 stig, Stuttgart
Múnchen. Michael Rummenigge 27, Hamburger 26, Bremen og
skoraði 2 mörk og Karl-Heinz stóri Mönchengladbach 25.
bróðir hans eitt úr vítaspyrnu. -VS
Andreas Wenzel frá Liechtenstein
komst í annað sætið í stigakeppni
heimsbikarkeppni karla á skíðum á
laugardaginn er hann sigraði í stórsvigi
í Garmish-Partenkirchen í V. Þýska-
landi. Hann fékk samanlagðan tíma
1:36,62 mín. Pirniin Zurbriggen frá
Sviss varð annar á 1:36,71 mín. og Hans
Enn frá Austurríki þriðji. Zurbriggen
hefur nú 31 stigs forystu í stigakeppn-
inni, Wenzel er annar og Ingemar Sten-
mark frá Svíþjóð þriðji, 22 stigum á
eftir Wenzel.
I
ólíkt
KR-ingar báru sigurorð af
Haukum í íþróttahúsinu í Hafnar-
firði sl. laugardag í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik. Lokatölur urðu
81:75, eftir að KR-ingar höfðu haft
yfir í hálfleik 42:35 og Vesturbæj-
arliðið jók þar með möguleika sína
á sæti í 4-liða úrslitunum.
KR-ingar komu ákveðnir til
leiks og komust fljótlega í 10:2,
Haukarnir voru þó ekki af baki
dottnir, minnkuðu muninn í 13:15
en nær komust þeir ekki. KR leiddi
í hálfleik eins og áður sagði 42:35.
Er 5 mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik misstu Haukarnir sinn aðal
markaskorara, Pálmar Sigurðsson
útaf með 5 villur. Staðan var þá
53:43 KR í hag. Haukarnir náðu
síðan að minnka forskot KR niður í
5 stig, 67:72 og 4 mínútur til leiks-
loka. En næstu 8 stig voru KR-inga
sem breyttu stöðunni í 79:67 og það
var meira en Haukarnir réðu við!
Þeim tókst að rétta hlut sinn ör-
lítið. Lokatölur 81:75.
Guðni Guðnason og Jón Sig-
urðsson voru bestir menn KR-inga
í leiknum. Þá áttu Birgir Guð-
björnsson og Garðar Jóhannesson
ágæta spretti.
í jöfnu Haukaliði var Sveinn Sig-
urbergsson bestur ásamt Pálmari
Sigurðssyni, þegar hans naut við.
Þá var Kristinn Kristinsson góður.
Þeir Gunnar Bragi Gunnarsson
og Kristinn Albertsson dæmdu
leikinn ágætlega.
Stig KR: Guöni Guðnason 24, Jón
Sigurðsson og Garðar Jóhannesson 14,
Birgir Guðbjörnsson 12, Þorsteinn Gunn-
arsson 6, Kristján Rafnsson og Ólafur
Guðmundsson 4, Páli Kolbeinsson 3.
Stig Hauka: Kristinn Kristinsson 13,
Sveinn Sigurbergsson 12, Pálmar Sig-
urðsson, Olafur Rafnsson og Hálfdán
Markússon 11, Einar Bollason 9, Reynir
Kristjánsson og Eyþór Þ. Árnason 4.
Frosti -
Besti leikur Vals-
manna í langan tíma
Valsmenn unnu nokkuð öruggan
sigur á Keflvíkingum í leik er háður
var um helgina í úrvalsdeild körfu-
boltans. Lokatölur urðu 92-69 eftir
að Valsmenn höfðu haft yfir í hálf-
leik‘48-31.
Valsmenn sem sýndu sinn besta
leik í langan tíma komust fljótlega í
13-2. Keflvíkingar fóru þá að koma
meira inn í myndina án þess þó að
takast að minnka forskotið. I hálf-
leik höfðu Valsmenn náð 17 stiga
forystu, 48-31.
Valsmenn juku síðan forskotið í
22 stig, 57-35 og gátu leyft sér að
nota alla leikmenn liðsins. Loka-
tölur sem fyrr sagði 92-69.
Valsmenn náðu að þessu sinni
sínum besta leik í Iangan tíma.
Leikmenn liðsins börðust mjög vel
og uppskáru eftir því.
Hinn stórefnilegi Tómas Holton
var bestur Valsmanna. Hann átti
stórkostlegan leik í fyrri hálfleik.
Torfi Magnússon, Jóhannes
Magnússon og Valdimar Guð-
laugsson einnig góðir.
Keflvíkingar virtust nokkuð
miður sín lengst af, brutu oft mjög
klaufalega af sér auk þess sem í
sóknarleiknum komust þeir oft
lítið áleiðis gegn sterkri Valsvörn.
Jón Kr. Gíslason var bestur
Keflvíkinga. Þá áttu þeir Sigurður
Ingimundarson og Björn Víkingur
ágæta spretti.
Stíg Vals: Tómas 18, Kristján Ágústsson
og Jóhannes 13, Torfi 11, Valdimar 10,
Leifur Gústafsson og Björn Zoega 8, Jón
Steingrimsson 6, Helgi Gústafsson 3, Póll
Arnar 2.
Stig Keflavfkur: Jón Kr. 18, Björn 12,
Óskar Nikulásson 11, Sigurður Ingimund-
arson og Guðjón Skúlason 10, Þorsteinn
Bjarnason 4, Pétur Jónsson og Matthías
Stefánsson 2.
Jón Otti og Gunnar Bragi
dæmdu leikinn vel.
Kristján Ágústsson gnæfir yfir varnarmenn Keflvíkinga og „leggur“ bolt-
Frosti.- ann í körfuna. Mynd: -eik
„Héldum Pétri fyrir
neðan 30 stigin
Wenzel í annað sætið
Konurnar kepptu í stórsvigi í Frakk-
landi og þar sigraði Erika Hess frá Sviss
eina ferðina enn. Hún fékk tímann
2:24,05 mín, en önnur varð Christine
Cooper frá Bandaríkjunum, tæpri sek-
úndu á eftir. -VS
„Við stefndum að því að halda
Pétri Guðmundssyni neðan við 30
stig og það tókst með góðri vörn. í
sókninni spiluðum við okkar vana-
lega leik, skutum mikið fyrir utan
og við það ræður Pétur að sjálf-
sögðu ekki“ sagði Gunnar Þor-
varðarson, þjálfari og leikmaður
Njarðvíkinga eftir sigur á ÍR, 83-
72, í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik í Njarðvík á föstudagskvöldið.
Fyrri hálfleikur var jafn en
sveiflukenndur. ÍR náði góðri for-
ystu undir lok hans, 30-23, en
Njarðvík hafði snúið stöðunni sér í
hag þegar flautað var til hvíldar,
34-32. í byrjun síðari hálfleiks
tryggðu Njarðvíkingar sér svo góða
stöðu, 44-32 og síðan 61-43 og sigri
þeirra varð ekki ógnað eftir það.
Þeir hittu mjög vel fyrir utan og í
vörninni settu þeir mann framan
við Pétur og loícuðu þannig mikil-
vægum samgönguleiðum til hans.
Risinn var auðvitað óviðráðan-
legur þegar hann náði knettinum
Norsarar ólíkt hress-
Hafnarfirðinum
ari
Norðmenn komu nokkuð á
óvart með því að ná jafntefli við
landann í öðrum landsleik þjóð-
anna í handknattleik er háður
var í Hafnarfírði á laugardag-
inn. Lokatölur urðu 24-24 eftir
að Norðmenn höfðu leitt mest-
an hluta leiksins. Það var Atli
Hilmarsson sem tryggði íslend-
ingum jafntefíið aðeins 20 sek-
úndum fyrir leikslok. Atli fékk
þá boltann í hægra horninu eftir
góða sendingu frá Steinari Birg-
issyni.
ísland hafði undirtökin í byrjun,
komust í 5-3 en baráttuglöðum
Norðmönnum tókst fljótlega að
jafna, 5-5. Liðin skiptust síðan á að
skora, íslendingar komust yfir 8-7
en Norðmenn svöruðu með 3
mörkum og Norðmenn skyndilega
komnir yfir 12-10, Steinar Birgis
minnkaði muninn í eitt mark.
Norðmenn svöruðu strax fyrir sig
með 2 mörkum. íslendingar áttu
síðan tvö síðustu mörk hálfleiksins.
Staðan í hálfleik 13-12 Noregi í vil.
Norðmenn hófu síðari hálf-
leikinn með miklum látum,
skoruðu 4 mörk gegn 1 marki
landans og staðan nú orðin 17-13.
ísland skoraði næstu 4 mörk og
jafnaði metin. Liðin skiptust síðan
á að skora allt til leiksloka. Atli
Hilmarsson skoraði jöfnunarmark
íslands aðeins 20 sekúndum fyrir
leikslok, lokatölur sem áður sagði
24-24.
Atli Hilmarsson, Kristján Ara-
son og Steinar Birgisson voru bestu
menn íslands að þessu sinni. Þá
áttu Jakob Sigurðsson og Þorgils
Óttar þokkalegan leik. Aðrir voru
nokkuð frá sínu besta. Það vakti
nokkra athygli að Sigurður Sveins-
son var hafður á bekknum allan
tímann án þess að fá að spreyta sig.
Þá var Þorbergur Aðalsteinsson
lítið notaður í sóknarleiknum.
Norska liðið var ólíkt hressara
nú en í fyrsta leiknum og átti
skilið að vinna þennan leik. Allir
leikmenn liðsins börðust mjög vel.
Það háir þó liðinu mikið að það
virðist ekki búa yfir neinum sér-
stökum stórskyttum. Þeir vinna þó
að nokkru leyti bug á því með því
að spila nokkuð mikið upp á horna-
mennina.
Tore Johannesen var bestur
Norðmanna, hann var hreint ó-
stöðvandi í fyrri hálfleiknum. Þá
var Káre Ohrvik mjög drjúgur
Norðmönnum síðasta hluta
leiksins. Hann skoraði þá grimmt
fyrir Norðmenn úr langskotum og
var jafnframt sá eini þeirra er virt-
ist vera sæmilega að sér í þeim
fræðum.
Dómararnir voru danskir, þeir
voru mjög strangir á sóknarvillur
ólíkt íslenskum kollegum þeirra en
höfðu þó prýðisgóð tök á leiknum.
Mörk íslands: Atli Hilmarsson 6,
Kristján A. 5, Steinar B. 4, Jakob Sig. 3,
Þorgils Óttar og Páll Ólafsson 2, Þorberg-
ur og Þorbjörn Jens. 1.
Mörk Noregs: Tore Johannesen 6,
Káre Horvik 5, Vidar Bauer og Gunnar
Pettersen 4, Lars C. Haneborg, Hans
Skadberg, Jan Rundhovde, Ketil Larsen
og Odd Sönsterud 1.
-Frosti.
undir körfunni. Hann og Þor-
kelssynirnir voru bestu menn ÍR en
hjá Njarðvík voru Valur Ingi-
mundarson, Gunnar Þorvarðarson
og Sturla Örlygsson í aðalhlutverk-
um.
Stig UMFN: Valur 29, Gunnar 16, Sturla
15, Arni Lárusson 7, Kristinn Einarsson 7,
Júlíus Valgeirsson 5 og isak Tómasson 4.
Stig ÍR: Pétur 26, Gylfi Þorkelsson 19,
Hreinn Þorkelsson 18, Hjörtur Oddsson 5
og Benedikt Ingþórsson 4.
-svws
Staðan
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild:
Njarðvík-ÍR....
Haukar-KR...
Valur-Kefiavík.
Njarðvík.13
KR.......14
Haukar...14
Valur.......14
Keflavik.13
ÍR...... 14
...........83-72
...........75-81
...........92-69
3 1048- 966 20
6 1005- 988 16
6 1015-1025 16
8 1159-1089 12
8 854- 969 10
10 1059-1103 8
Stigahæstir:
Valur Ingimundarson, Njarðvík..360
PálmarSigurðsson, Haukum.......308
Kristján Ágústsson, Val........273
Torfi Magnússon, Val...........228
Hreinn Þorkelsson, ÍR..........220
Jón Kr. Gislason, Keflavik.....214
Þorsteinn Bjarnason, Keflavik..208
Jón Sigurðsson, KR.............207
Gylfi Þorkelsson, ÍR...........198
Gunnar Þorvarðarson, Njarðvfk.,196
Islandsmótið í blaki:
Auðveldir sigrar
Þróttar og HK
Þróttur vann auðveldan sigur á
Fram eins og vænta mátti, 3-0, í 1.
deild karla í blaki á laugardaginn.
Hrinurnar enduðu 15-9,15-5 og 15-
6 og sigurinn aldrei í minnstu
hættu. Það er einungis formsatriði
fyrir Þróttara að Ijúka leikjum sín-
um í mótinu, þeir missa vart af
meistaratitiinum héðan af.
Aðeins HK getur leyft sér örlitla
von en Kópavogsliðið sigraði Vík-
ing 3-0. Víkingar voru óheppnir að
vinna ekki fyrstu hrinuna, voru
komnir í 14-10, en HK náði að sigra
16-14. Þar með voru Víkingarnir
sprungnir og HK vann hinar tvær
létt, 15-5 og 15-6.
Staðan í 1. deild karla:
Þróttur............9 9 0 27- 7 18
HK.................9 6 3 19-14 12
ÍS.................8 3 5 14-20 6
Fram...............9 2 7 14-25 4
Víkingur...........7 1 6 11-19 2
Breiðablik sigraði Þrótt 3-2 í 1.
deild kvenna en sigurinn var mun
öruggari en tölurnar gefa til kynna.
Breiðablik vann fyrstu tvær hrin-
urnar auðveldlega 15-6, 15-5, en
tefldi fram hálfgerðu varaliði í
næstu tveimur, tapaði báðum, 4-
15, 11-15, en vann síðan lokahrin-
una 15-6.
ÍS lék við Víking og vann 3-0.
Stúdínur tefldu aðeins fram sterk-
asta liðinu í þriðju hrinu og lentu
þá í mesta baslinu, 15-10, en hinar
tvær fyrri enduðu 15-3 og 15-6.
Völsungur vann KA 3-0 á Akur-
eyri.
Staðan í 1. deild kvenna:
ÍS................11 9 2 29-12 18
Völsungur......... 9 8 1 24- 3 16
Breiðablik........12 7 5 26-19 14
Þróttur........... 8 3 5 12-19 6
KA................ 7 1 6 5-19 2
Víkingur.......... 9 0 9 3-27 0
Samhygð kom á óvart með því
að bursta HK-2 á Selfossi, 3-0, en
HK tefldi fram stórstirnum á borð
við Harald Geir Hlöðversson og
Pál Ólafsson. Hrinurnar enduðu
15-9, 15-13 og 15-13, _VS
Guðrún og Asta
ótrúlega jafnar
Þær Guðrún H. Kristjánsdóttir
og Ásta Ásmundsdóttir frá Akur-
eyri háðu ótrúlega jafna og spenn-
andi keppni í svigi kvenna á fýrsta
bikarmóti vetrarins í alpagrcinum
á skíðum í Bláfjöllum við Reykja-
vík á sunnudaginn. Ásta hafði for-
ystu eftir fyrri ferð, renndi sér á
59,03 sek. en Guðrún á 60,24. í
síðari ferðinni snerist þetta við, en
engu mátti muna, Guðrún fékk þá
tímann 59,02 en Ásta 60,26. Þegar
upp var staðið hafði því Guðrún
sigrað með samanlegt 3/100 úr sek-
úndu betri tíma, 119,26 sek. á móti
119,29 hjá Ástu. Þriðja varð svo
Signe Viðarsdóttir frá Akureyri á
121.58 sek.
Ólafur Harðarson frá Akureyri
sigraði í karlaflokki, skaust í síðari
ferðinni uppfyrir þá Tryggva Þor-
steinsson úr Reykjavík og Árna
Grétar Árnason frá Húsavík sem
báðir fengu betri tíma en hann í
fyrri ferð. Ólafur fékk saman-
lagðan tímann 99,25 sek, Tryggvi
varð annar með 99,36 sek, og Árni
Grétar þriðji, renndi sér samanlagt
á 99,49 sekúndum.
Keppni í stórsvigi átti að fara
fram á laugardaginn en henni varð
að fresta vegna veðurs. Næsta
bikarrnót verður haldið á Akureyri
dagana 11.-12. febrúar.
-VS
Rangers slapp fyrir hom
Rangers og Celtic eru einu liðin
-sem komin eru í 4. umferð skosku
bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Tólf leikjum af 16 í 3. umferð þurfti
að fresta á laugardaginn vegna
óveðursins sem enn hrjóir Skota.
Rangers sigraði Dunfermline 2-1 og
Celtic vann Berwick 4-0. Hibernian
varð að sætta sig við markalaust
jafntefli heima gegn 2. deildarliði
East Fife og Meadowbank náði
sömu úrslitum heima gegn St.
Mirren.
Allt stefndi í gífurlega óvænt úr-
slit á Ibrox Park í Glasgow þegar 2.
deildarlið Dunfermline kom þar í
heimsókn. Gestirnir náðu forystu á
60. mínútu með marki Ralph Stew-
art en undir lokin gerði Rangers
tvö mörk á þremur mínútum, fyrst
Colin McÁdam og síðan Álly
McCoist, og tryggði sér nauman
sigur.
Celtic fór suður fyrir landamærin
og lék við enska félagið Berwick
Rangers, sem þrátt fyrir þjóðernið
leikur í 2.deild í Skotiandi. Brian
McClair skoraði tvö mörk í fyrri
hálfleik og þeir Frank McGarvey
og Jim Melrose bættu tveimur við í
þeim síðari - 0-4 öruggur Celtic-
sigur. -VS
KR hélt forystunni
allan leiktímann
Jakob Sigurðsson stekkur svipbrigðamikill inní vítateig Norð manna og skorar annað marka sinna í leiknum síðasta.
Vlynfl- -éik m gg tr,
Tveggja sigra forystu
náð gegn Norðmönnum
ísland náði tveggja sigra forystu i
landsleikjum við Norðmenn í hand-
knattleik karla á sunnudagskvöldið
með því að vinna 25-20 í Laugardals-
höllinni. Sigurinn var ekki eins örugg-
ur og lokatölurnar gefa til kynna,
fímm mínútum fyrir leikslok munaði
einungis einu marki á liðunum, en
stórgóður lokasprettur tók af öll tví-
mæli um hvort ætti vinninginn
skilinn.
Norðmenn byrjuðu strax á að taka Atla
Hilmarsson úr umferð, enda hafði hann
gert þeim miklar skráveifur í fyrri leikjun-
um tveimur. Þeir léku mjög framaríega
með vörnina en ísland komst þó í 3-0 á
fyrstu átta mínútunum. Þá riðlaðist leikur
íslenska liðsins, og Norðmenn jöfnuðu 3-
3 á næstu tveimur mínútum. Eftir það
náði ísland undirtökum á ný, leiddi með
einu til tveimur mörkum lengst af en
komst síðan í 11-7 og þar á eftir 12-8 sem
var hálfleiksstaðan. Fyrri hálfleikurinn
var köflóttur hjá íslenska liðinu, vörnin
mjög öflug, og flestir 100 prósent með á
nótunum þar. Sóknin skilaði mörgu lag-
legu en stóð þó um tíma uppi ráðvillt gegn
framarlega leikinni norskri vörn.
Síðari hálfleikur byrjaði hörmulega,
Norðmenn skoruðu sex mörk á fyrstu níu
mínútunum og staðah orðin þá jöfn, 14-
14. Þarna opnaðist hin áður heilsteypta
vörn nokkrum sinnum illa og klaufalega.
ísland skoraði næstu tvö mörk, 16-14, og
var yfir eftir það, en fimm mínútum fyrir
leikslok stóð þó 20-19. Þá komu fjögur
falleg mörk í röð, 24-19, og leikurinn var
unninn.
íslenska liðið var nokkuð jafnt þegar á
heildina er litið. Sigurður Gunnarsson
gerði laglegustu hlutina í sókninni,
skoraði fjögur gullfalleg mörk. Þar óx
einnig Steinar Birgisson eftir því sem á
leið, einnig í vörninni þar sem hann byrj-
aði illa. Þorbjörn Jensson nýtist glettilega
vel sem línumaður og í vörninni er hann
kjölfestan ásamt Kristjáni Arasyni, sem
varði fjölda skota. í sókninni er Stjáni
hins vegar enn of hógvær. Atli var mikið
tekinn úr umferð en gerði þó góða hluti
inná milli, braust í gegn og skoraði tvíveg-
is og nældi þannig í tvö vítaköst. Þorberg-
ur Aðalsteinsson átti góðan varnarleik en
var lítið með í sókninni. Léttari hefur
hann fyrrum verið. Jakob Sigurðsson er
maður framtíðarinnar en þarf að bæta
varnarleikinn. Reynsluleysið er honum
að sjálfsögðu enn fjötur um fót. Páll Ól-
afsson og Sigurður Sveinsson voru lítið
notaðir og Steindór Gunnarsson kom
aldrei inná. Jens Einarsson stóð lengst af í
markinu. Hann varði prýðilega í fyrri
hálfleik en í seinni hálfleik vörðu hann og
Einar Þorvarðarson einungis tvö skot sem
eitthvað kvað að. f því efni ber vörnin að
vísu dálítinn ábyrgðarhluta.
Norska liðið var þokkalegt en vantaði
ávallt herslumuninn til að snúa leiknum
sér í hag, margir leikmanna þess fóru
greinilega á taugum þegar búið var að
jafna og möguleiki á að komast yfir.
Skytturnar Gunnar Petterson fyrirliði og
Kaare Ohrvik voru erfiðastir og Jan
Rundhovde gerði einnig lagleg mörk. Þeir
verða erfiðir á eigin heimavelli í B-
keppninni að ári liðnu.
Mörk íslands: Kristján 8 (5 viti), Sigurð-
ur G. 4, Steinar 4, Þorbjörn 3, Atli 2, Jakob 2,
Sigurður Sv. 1 og Þorbergur 1.
Mörk Noregs: Ohrvik 7 (4), Rundhovde
4, Petterson 4, Johannessen 2, Haneborg 1,
Soensterud 1 og Sletten 1.
Dönsku dómararnir voru Iélegustu
menn vallarins að þessu sinni og lítið sam-
ræmi í ýmsum áflautunarefnum þeirra.
Vafalítið verið orðnir þreyttir, greyin.
-VS
Bogdan Kowalczyk:
mikið -
kraftleysi vandamál“
„Ég er ánægður með fyrsta
og þriðja leikinn - en það er
mikil vinna framundan. ís-
lensku leikmennirnir gerðu
sig mikið seka um taktísk mis-
tök - Norðmenn lcku langar
sóknir og þegar ísland fékk
boltann var bráðlætið stund-
um of mikið, skotið of fljótt.
Liðið þarf að lengja sóknirn-
ar, en annars er ég ánægður
með þær að mörgu leyti, það
voru skoruð 24-25 mörk í
öllum þremur leikjunum og
nú_eru flestir með á nótunum
um hvað þeirra hlutvcrk er á
vellinum,“ sagði Bogdan
Kowalczyk landsliðsþjálfari í
handknattleik í samtali við
Þjóðviljann eftir þriðja og síð-
asta landsleikinn gegn Noregi í
Laugardalshöllinni í fyrra-
kvöld.
„Stærsta vandamálið -sem
ráða þarf bót á er kraftlevsi
nokkuð margra leikmanna.
Það kom best í Ijós nú í þriðja
leiknum að menn eins og Atli
Hilmarsson og Páll Ólafsson
voru orðnir mjög þreyttir og
þarna er að miklu leyti um að
kenna ónógri kraftþjálfun hjá
félagsliðum.
Eftir þessa þrjá leiki skil ég
betur góða frammistöðu
Norðmanna gcgn Frökkum og
Svíum, þeir leika mun betur
en áður, en þar ber að gæta
þess að þeir hafa nú spilað 27
landsleiki á sama tímabili og
íslenska liðið er aðeins með 10
leiki. Við leikum of lítið, það
eru 7-9 leikir eftir á tímabilinu
og það cr 50 prósent of lítið.
Þetta kemur niður á leik ein-
stakra leikmanna þegar á
hólminn er komið, þeir eru
taugaóstyrkir og ná ekki að
sýna sitt besta fyrir vikið,“
sagði Bogdan Kowalczyk.
-VS
Gunnar Petterson:
„Atli kom okkur
langmest á óvart“
„Þetta tslenska lið er mjiig
gott og í því eru margir efni-
legir strákar. Atli Hilmarsson
kom okkur mest á óvart, við
vissum að Alfreð Gtslason frá
Essen yrði ekki með og töldum
það veikja sóknarleik íslands
en Atli olli okkur miklum
vandræðum. Lslenska liðið á
framtíðina fyrir sér, það á
eftir að spjara sig,“ sagði
Gunnar Petterscn, fyrirliði
norska landsliðsins í hand-
knattleik eftir þriðja landsleik
þjóðanna í fyrrakvöld.
„íslenska liðið vantar það
sama og okkur, stöðugleika og
yfirvegun. Gallinn cr sá sami
og kom vel í Ijós hjá okkur nú í
■ kvöld, við vinnum upp gott
forskot en klikkum síðan,“
sagði Gunnar Pettersen.