Þjóðviljinn - 10.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. februar 1984_______________
Már Guðmundsson hagfrœðingur og Fylkingarfélagi
Viljum stóran verkalýðsflokk
Már Guðmundsson hagfræðingur á skrifstofu sinni í Seðlabankanum í gær. Viljum vinna að myndun
rfldsstjórnar verkalýðsflokks án þátttöku borgaraflokkanna. (-eik)
Fylkingarfélagar
ákveða að ganga
til liðs við Al-
þýðubandalagið
Við álítum að það sé heppilegt að
hér á landi verði einn stór verka-
lýðsflokkur, sagði Már Guð-
mundsson hagfræðingur í viðtali
við Þjóðviljann í gær. Már er félagi
í Fylkingunni sem ákveðið hefur að
ganga til liðs við Alþýðubandalagið
á næstunni. Fjórir félagar sem um
langt árabil hafa verið einna virk-
astir í starfsemi Fylkingarinnar
hafa gengið úr samtökunum og við
spurðum Má um þennan ágreining:
- Þetta er langt og flókið mál.
Átök og ágreiningur um starfshætti
Fylkingarinnar hafa staðið í meir
en tvö ár. Að okkar mati liggur
djúptækur ágreiningur í afstöðunni
til þess hvernig auka eigi áhrif
Fylkingarinnar í verkalýðssamtök-
unum og almennt til starfshátta og
skipulags.
- Þau fjögur sem gengu út,
gerðu það í upphafi síðasta mið-
stjórnarfundar og nefndu sem
ástæður tillögur sem lágu fyrir
fundinum. Töldu þau þær tillögur
vera dropann sem fyllti mælinn.
Tillögurnar voru í stuttu máli um,
að ákveðið yrði að stíga skref á ár-
inu 1984 til að auka virkni félaga í
verkalýðsfélögunum, og þá eink-
um félögum einsog Dagsbrún. Til
þess að þetta mætti verða, þyrftu
ýmsar breytingar á öðrum verkefn-
um samtakanna að fylgja í kjöifar-
ið. Það þyrfti að breyta áherslum.
Við ýmis höfum lengi verið þeirrar
skoðunar að á undanförnum árum
hafi Fylkingin þanið sig yfir of vítt
svið og þannig ekki sinnt hverjum
málaflokki nógu vel. Einsog áður
hafði verið samþykkt var ákveðið
að halda áfram að leggja höfuðá-
herslu á tvö svið: starfið í hinni
skipulegu verkalýðshreyfingu og
málefni Mið-Ameríku.
- í samræmi við þetta gengu til-
Iögurnar út á, í fyrsta lagi að breyta
Neista, þannig að útgáfunni yrði
þjappað saman yfir útgáfuvertíð-
ina. Form blaðsins yrði í A4 og efn-
ið miðaðist að því að útskýra okkar
stefnu í heild. Einkum yrði lögð
áhersla á tvö mái þ.e. baráttuna
gegn núverandi ríkisstjórn og
kreppuráðstöfunum hennar og
fyrir samfylkingu verkalýðsaflanna
gegn þeim. Hins vegar yrði lögð
áhersla á stuðningsstarfið við bar-
áttuna í Mið-Ameríku og að út-
skýra hvað er að gerast og draga af
því lærdóma.
- Þá var ákveðið að hér eftir
myndu Fylkingarfélagar starfa í
Alþýðubandalaginu og við mynd-
um vinna aðallega í þeim málum
sem áður eru nefnd. Við teljum
þetta vera í samræmi við það sem
er að gerast í stjórnmálunum, þ.e.
að Alþýðubandalagið er komið í
stjórnarandstöðu gegn mjög
fjandsamlegri ríkisstjórn og að
þetta sé orðið mögulegt vegna
breytinga sem orðið hafa í Alþýðu-
bandalaginu með nýjum viðhorf-
um.
- Þá var samþykkt að breyta
áherslum í stuðningsstarfi við bar-
áttuna í Mið-Ameríku. Hingað til
höfum við lagt mikla áherslu á
virkni okkar í E1 Salvador-
nefndinni, en teljum nú að við get-
um dregið úr okkar þátttöku þar,
en haldið áfram stuðningi og þátt-
töku í aðgerðum nefndarinnar. E1
Salvador-nefndin starfar ágætlega
og við teljum ekki rétt að leggja of
mikla áherslu á okkar starf þar.
- Fjórmenningarnir eru búnir
að vera lengi í minnihluta, og þeir
töldu að ef þessar tillögur yrðu
samþykktar gætu þeir ekki verið
lengur í Fylkingunni. Hins vegar
held ég að það sé dálítið misjafnt
hvað liggur að baki hjá hverjum og
einum þeirra. Þau tiltóku andstöðu
sína við breytingum á Neista, og
töldu Fylkinguna vera með ein-
angrunarstefnu í herstöðvamálinu,
og átöldu breyttar áherslur í Mið-
Ameríkustarfi Fylkingarinnar.
Auk þess eru nokkur þeirra á móti
aðild Fylkingarfélaga að Alþýu-
bandalaginu.
- Við lítum svo á að þessir fé-
lagar hafi skilað miklu og góðu
starfi fyrir hina róttæku hreyfingu.
Hins vegar mótuðust þeir pólitískt
' á öðru tímabili og hafa því aðra sýn
en flestir þeirra sem nú starfa í
Fylkingunni. Þessir félagar hafa
verið lengi í minnihluta, sem er
mjög niðurdrepandi, en hafa nú
ákveðið að skilja við okkur.
- Innan fjórða Alþjóðasam-
bandsins sem Fylkingin er í, hefur
sú lína lengi verið uppi að starfa
innan stórra verkalýðsflokka eins-
og félagar okkar í Bretlandi starfa í
Verkamannaflokknum og svo
framvegis. Við munum starfa í fag-
félögunum og í Alþýðubandalag-
inu. Við erum þeirrar skoðunar að
það sé heppilegt að það sé unnið að
myndun eins stórs verkalýðsflokks
hér á landi sem grundvallist á öllum
þeim meginpólitísku straumum
sem byggjast á verkalýðshreyfing-
unni. I þessum stóra flokki sé tekist
á um þessa pólitísku strauma og
reynt að samhæfa í stórri breiðfylk-
ingu hina faglegu og pólitísku bar-
áttu. Slíkur flokkur gæti dregið úr
áhrifum hinna borgaralegu afla
innan verkalýðshreyfingar.
- Viðviljum einnig vinna að
myndun ríkisstjórnar slíks verka-
lýðsflokks án borgaraflokkanna.
Og við teljum að slík stjórn geti
beitt ráðstöfunum til að leysa
kreppu þjóðfélagsins launafólki í
hag, það er að við viljum verka-
lýðsstjórn, sagði Már Guðmunds-
son hagfræðingur að lokum. -6g
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafrœðingur hefur gengið
úr Fylkingunni ásamt þremur öðrum
Útilokum ekki aðild
að Alþýðubandalaginu
- Við útilokum ekki að við
göngum inn í Alþýðubandalagið,
sagði Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur í viðtali við Þjóð-
viljann í gær. Ragnar gekk úr Fylk-
ingunni á síðasta miðstjórnarfundi
hennar ásamt þeim Birnu Þórðar-
dóttur, Guðmundi Hallvarðssyni
og Rúnari Sveinbjörnssyni, sem öll
hafa verið meðal virkustu félaga
Fylkingarinnar um langt árabil.
Við spurðum Ragnar um ágrein-
inginn sem leiddi til úrsagnar
þeirra félaga:
- Fylkingin hefur frá því 1967
verið sjálfstæð pólitísk baráttu-
samtök fyrir eflingu verkalýðsstétt-
arinnar fyrir sósíalisma. Hún hefur
lagt áherslu á starf til að efla barátt-
ustyrk og þrótt verkalýðssamtak-
anna til að þau geti átt í fullu tré við
auðvaldið. Fylkingin hefur átt
frumkvæðið og tekið þátt í baráttu
til stuðnings alþýðu manna um all-
an heim; baráttu gegn heimsvald-
astefnunni, gegn her og Nató hér á
landi og starf til stuðnings alþýðu
Víetnam og Mið-Ameríku, svo
dæmi séu nefnd.
- Starf Fylkingarinnar hefur haft
áhrif langt umfram það sem ætla
mætti útfrá stærð samtakanna, en
þau hafa allltaf verið lítil. Ástæðan
fyrir hinum miklu áhrifum er ekki
síst sú að Fylkingin hefur alltaf
starfað með öðrum að hinum ýmsu
baráttumálum, jafnvel þó stefnu-
ágreiningur hafi verið um önnur
mál.
- Við sem fórum út núna erum
þeirrar skoðunar, að slíkt samfylk-
ingarstarf hafi vikið fyrir flokkseig-
ingirni og einangrunarstefnu. Okk-
ur fannst keyra um þverbak á
miðstjórnarfundinum, þegar
ákveðið var að við skyldum að
mestu leggja niður starf innan E1
Salvador-nefndarinnar og Sam-
taka herstöðvaandstæðinga, en
starfa að þessum málaflokkum
fyrst og fremst í gegnum Fylking-
una.
- Við erum líka óánægð með að
ákveðið er að breyta Neista, blaði
sem stöðugt tekur á málefnum líð-
andi stundar í tímarit sem fjallar
almennt um málin. Við teljum að
núverandi forysta Fylkingarinnar
líti á verkalýðsstarf okkar alltof
þröngum skilningi; vilji nánast ein-
skorða það við Dagsbrún, en van-
rækja það starf sem við höfum ver-
ið að byggja upp annars staðar í
verkalýðsnreyfingunni. Við höfum
lengi verið óánægð með starfshætti
Fylkingarinnar en höfum verið í
minnihluta.
- Þessi úrganga okkar þýðir að
við teljum að við getum ekki breytt
starfsháttum og að óánægja okkar
með forystu Fylkingarinnar er orð-
in svo mikil að við teljum það frek-
ar þjóna þeirri stefnu sem við berj-
umst fyrir að starfa utan Fylkingar-
innar en innan. Reynslan sker úr
um það hvort mat okkar er rétt eða
ekki. Altént erum við ekki hætt að
starfa í pólitík, þvert á móti teljum
við að starfskraftar okkar geti nýst
betur í baráttunni.
- Afstaðan til inngöngu félaga í
Alþýðubandalagið blandaðist ekk-
ert inn í þann ágreining sem leiddi
til útgöngu okkar. Ég hef heyrt
kjaftasögur um hið gagnstæða en
þær eru ekki réttar. Við mótmælt-
um aldrei þeirri tillögu um aðildina
að Alþýðubandalaginu, sem lá
fyrir miðstjórnarfundinum.
- Þetta er nú allt saman nýskeð
svo við vitum ekki mjög gjörla um
starfið í framtíðinni. Við munum
starfa saman og erum öll virk á öðr-
um pólitískum vettvangi. Við mun-
um starfa með þeim öðrum sem
gengið hafa út, frá því í sumar, og
þeim sem munun ú ganga úr henni.
Við höfum ekki tekið neina
ákvörðun um samtök eða slíkt, en
við útilokum ekkert, meiraðsegja
ekki inngöngu í Alþýðubandalag-
ið.
- Um að við höfum gengið út í
upphafi miðstjórnarfundarins?
Það er máske tregða hjá mér að
segja svo frá innri málum. En fyrst
það er komið á loft þá get ég sagt að
fyrir þennan miðstjórnarfund var
búið að mynda meirihluta um þær
tillögur sem lágu fyrir, þannig að
við töldum rétt að vera ekkert að
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Ósátt við starfshætti forystu
Fylkingarinnar og gengum því út eftir að hafa verið lengi í minnihluta.
trufla þennan miðstjórnarfund
þegar búið var að taka ákvarðan-
irnar fyrirfram. Þetta segi ég nú
bara fyrst byrjað er að fjasa um
þessi innri mál og ef byrjað er á því
er hægt að halda áfram utan endis.
- Kenningin um „kynsióðabilið"
er ekki haldbær, þarsem fólk sem
gekk út í sumar og er að ganga út
núna, er á öllum aldri.
- Samband við fjórða Alþjóðas-
ambandið? Eftir því sem við getum
og það leyfir. Hins vegar viður-
kennir fjórða Alþjóðasambandið
yfirleitt einungis eina deild í hverju
•andi, sagði Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur að lokum.
-óg