Þjóðviljinn - 10.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.02.1984, Blaðsíða 11
Eitt stig... ÍS vann lágmarkssigur, 75:74, á Grindvíkingum þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans og ÍS leiddi 38:36 í hálfleik. Kristinn Jörunds- son skoraði 18 stig fyrir ÍS en Eyj- ólfur Guðlaugsson 25 fyrir Grinda- vík. Báðir eru þjálfarar liða sinna. Naumt hjá HK HK vann nauman sigur á Vík- ingi, 3:2, i 1 deild karla í blaki. Leikið var í Digranesi í Kópavogi og sigruðu Víkingar í tveimur fyrstu hrinunum en HK síðan í þremur í röð. Helgar- sportið Handbolti Þrettánda og næstsíðasta um- ferð forkeppninnar í 1. deild karla fer fram um helgina og línur ættu því mjög að skýrast. KA leikur tvo leiki syðra, gegn Stjörnunni í Kópavogi kl. 20 í kvöld og gegn Haukum i Hafnarfirði kl. 14 á morgun. Einn leikur verður á sunnudagskvöldið í Laugardalshöll, Valur mætir þá FH kl. 20.15. Á laugardag leikur KR við Víking í Seljaskóla kl. 12.45. Sá leikur hefur mesta þýðingu, KR verður að vinna til að eiga von um sæti í 4-liða úrslitum en Víkingar yrðu komnir þangað með sigri. I 1. deild kvenna verður fallbar- áttuleikur í Seljaskóla kl. 15 á morg- un. Þar eigast við Fylkir og Akra- nes. Valur og FH mætast síðan í Laugardalshöllinni kl. 16 á sunnu- dagskvöld. Áhugaverðustu leikir í neðri deildum eru Breiðablik-Fram í Kópavogi kl. 14 á morgun en þessi lið berjast um annað sætið í 2. deild karla, og Ármann-Týr í Seljaskóla á sama tíma en þetta eru tvö toppliða 3. deildar karla. Körfubolti Keflavík og Njarðvík mætast í úr- valsdeildinni í Keflavík í kvöld kl. 20. Valur mætir Haukum í Seljaskóla kl. 20 á sunnudagskvöldið og ÍR og KR leika á sama stað sólarhring síðar. Þetta er 16. umferðin af 20. Snæfell leikur tvo leiki í 1. deild kvenna, í Njarðvík kl. 14 á morgun og í Hagaskóla gegn KR kl. 15.30 á sunnudag. Loks mætast ÍR og Haukar í Seljaskóla kl. 18.30 á mánudag. Blak Breiðablik og Þróttur leika bæði tvo leiki á Norðurlandi um helgina í 1. deild kvenna. í kvöld leika Völsungur-Breiðablik kl. 20 í Ýdölum og KA-Þróttur kl. 21 í Glerárskóla á Akureyri. Á morgun leíka síðan Völsungur-Þróttur að Ýdölum kl. 14 og KA-Breiðablik á Akureyri kl. 16.45. Einn leikur verð- ur í Hagaskóla í Reykjavík, Víkingur-ÍS kl. 16.40 á laugardag. í 1. deild karla verða tveir leikir í Hagaskóla á morgun. ÍS-Fram kl. 14 og Þróttur-Víkingur kl. 15.20. Skíði Bikarmót í alpagreinum fullorð- inna fer fram á Akureyri um helgina en bikarmót í göngu fullorðinna og stökki fullorðinna og unglinga á Siglufirði. Júdó Síðari hluti afmælismóts JSÍ verður haldinn í iþróttahúsi Kennar- aháskólans á morgun, og hefst kl. 15. Badminton Deildakeppni BS( fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 14 á morgun en kl. 10 á sunnudag. i 1. deild leika TBR-a, TBR-b, TBR-c, (A-a, KR-a og Valur. í 2. deild leika TBR-d, TBR-e, TBR-f, ÍA-b, KR-b, Víkingur, Selfoss, TBV Vest- mannaeyjum og Afturelding. Kín- verjinn Wang Junije leikur með b- liði TBR í 1. deild og verður fyrsti útlendingurinn til að taka þátt í deildakeppninni. Föstudagur 10. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Viðir Sigurðsson • Erla Rafnsdóttir brýst í gegnum vörn Fram < og skorar í leiknum í gærkvöldi. Mynd: » eik. Fram á toppnum í 1. deild kvenna í handknattleik: >5 Sigur liðsheildar“ „Þetta var sigur liðsheildarinn- ar, hún var frábær hjá okkur i kvöld. Ég er bjartsýn á að við náum meistaratitlinum en ekkert er ör- uggt í því efni þótt við eigum fjögur fallbaráttulið eftir. Við eigum eftir að leika á Akranesi og okkur hefur alltaf gengið erfiðlega með KR,“ sagði Guðríður „Gurrí“ Guðjóns- dóttir í samtali við Þjóðviljann eftir glæsilegan sigur, 29-21, á ÍR, sín- um skæðasta keppinauti, í Selja- skólanum í gærkvöldi. Leikurinn var stórskemmtilegur og vel leikinn. Fram hafði yfir, 13- 12, í hálfleik og gerði síðan út um leikinn með því að komast í 24-16 um miðjan seinni hálfleik. Þá áttu ÍR-stúlkurnar ekkert svar við stór- leik Fram sem beittu skæðum hrað- aupphlaupum og galopnuðu síðan ÍR-vörnina hvað eftir annað með vel útfærðum sóknarleik. Guðríður átti hreint út sagt stór- kostlegan leik með Fram og skoraði átta mörk utan af velli, 13 alls, þrátt fyrir að vera tekin úr um- ferð allan leikinn. Margrét Blöndal fór á kostum í seinni hálfleik, stakk ÍR-stúlkurnar hvað eftir annað af í hraðaupphlaupum. Oddný Sig- steinsdóttir lék mjög vel og sama er reyndar hægt að segja um Fram- liðið í heild. Síðari hálfleikurinn hjá Fram er eitthvað það besta sem undirritaður hefur séð hjá íslensku kvennaliði. Sókn, vörn, allt small saman og Fram væri svo sannarlega vel að meistaratitlinum komið en liðið þarf sjö stig úr fjórum leikjum, gegn fallbaráttuliðum, til að hann verði í höfn. ÍR lék mjög vel í fyrri hálfleik og þá voru Ingunn Bernótusdóttir og Erla Rafnsdóttir óstöðvandi. Þeim gekk verr að ná sér á strik eftir hlé, sem og liðinu í heild. ÍR átti ein- faldlega ekki svar við góðum leik Fram og varnarleikur liðsins fór illa úr skorðum. ÍR er framtíðarlið, en reynsluna skortir, það kom greini- lega fram í gærkvöldi. - Mörk ÍR: Ingunn 10(4), Erla 7, Þorgerð- ur Gunnarsdóttir 2, Ásta Óskarsdóttir 1 og Ásta B. Sveinsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður 13(5), Margrét 5, Oddný 4(1), Sigrún Blomsterberg 4, Hanna Leifsdóttir 2 og Ama Steinsen 1. Spenna í fall- baráttunni Gífurleg spenna er komin i fallbarátt- una eftir sanngjaman 16-14 sigur Vík- ings á KR. Víkingur, sem var í neðsta sæti fyrir leikinn en stökk upp í það fjórða með sigrinum, var 7-6 yfir í hálf- ieik. Staðan var 14-13 minútu fyrir leikslok en þá skoraði Jóna H. Bjama- dóttir laglegt mark, Sigurrós Björns- dóttir bætti því 16. við hálfri mínútu seinna en KR klóraði í bakkann á síð- ustu sekúndunni þegar Sigurborg Sig- þórsdóttir skoraði, 16-14. Valdís Birgisdóttir og Hrefna mark- vörður Harðardóttir voru bestar hjá Víkingi. Jóna H. Bjarnadóttir lék þó stærsta hlutverkið þegar hún kom inná undir lokin, fiskaði tvö vítaköst og skoraði þýðingarmesta markið. Sigurborg átti langbestan Ieik KR- stúlkna og skoraði falleg mörk. Elín Eiríksdóttir varði ágætlega en aðrar voru ekki áberandi. Mörk Víkings: Eirika 5(4), Sigurrós 3, Valdís 3, Inga 2, Helga 1, Svava 1 og Jóna Mörk KR: Sigurborg 5, Karolfna 4, Hansína 2, Jóhanna 2 og Vala 1. -VS Vetrarólympíuleikarnir í Sarajevo: Karín og Marja-Liisa fengu fyrstu gullin Karin Enke frá Austur- Þýskalandi hlaut fyrsta Ólympíu- gullið á leikunum í Sarajevo í gær. Hún sigraði i 1500 m skautahlaupi kvenna, hljóp á 2:03,42 mín. sem er heimsmet og bætti hún eigið met um 1/100 úr sekúndu. Austur-Þjóðverjar hrósuðu tvö- földum sigri þar sem Andrea Schö- ene varð önnur á 2:05,29 mín. Þriðja var síðan hin gamalreynda Natalia Petruseva frá Sovétríkjun- um sem skeiðaði á 2:05,78 mín. Önnur reynd og sigursæl, Björg Eva Jensen frá Noregi, varð að sætta sig við áttunda sætið. Árang- urinn var mjög góður, ellefu fyrstu stúlkurnar voru á betri tíma en gamla Ólympíumetið. Hin 28 ára gamla Marja-Liisa Hamalainen frá Finnlandi hlaut gull númer tvö er hún sigraði í 10 km skíðagöngu kvenna. Þetta var langþráður sigur fyrir Marju-Liisu, hún hefur lengi verið í eldlínunni í þessari grein, án þess að ná að sigra á stórmóti. Tími hennar var 31:44,2 mín, hún varð 18 sekúnd- um á undan Raisu Smetaninu frá Sovétríkjunum. Britt Pettersen frá Noregi hafnaði síðan í þriðja sæti. Mariner í Arsenal Arsenal keypti í gær enska lands- liðsmiðherjann í knattspyrnu, Paul Mariner, frá Ipswich fyrir 150 þús- und pund. Mariner var búinn að vera á sölulista hjá Ipswich í fjóra mánuði eftir að honum hafði verið neitað um kauphækkun og félagið hafði fyrr í vetur hafnað boði Arse- nal sem hljóðaði uppá sömu fjár- hæð. Mariner er þrítugur og hefur leikið með Ipswich í átta ár, á fjórða hundrað deildaleiki og skorað í þeim 123 mörk og að auki 33 landsleiki fyrir Englands hönd. Frank McLintock, sem var fyrir- hði Arsenal-liðsins sem vann deild og bikar árið 1971, var í gær ráðinn framkvæmdastjóri hjá Brentford, sem er í hópi neðstu liða 3. deildar. McLintock hefur undanfarið starf- að sem fréttamaður. Aðstoðar- maður hans verður John Docherty sem var rekinn frá Cambridge fyrr í vetur. Hrakfarir Juventus! Juventus, ítalska knattspyrnust- órveldið, beið í fyrradag óhemju óvæntan ósigur fyrir 3. deildarliði Bari, 1:2, á heimavelli í ítölsku bikarkeppninni. Liðin eiga eftir síðari leikinn í Bari. Torino, sam- borgarar Juventus, töpuðu 1:0 fyrir 2. deildarliði Varese á útivelli. í spænsku bikarkeppninni vann Real Madrid nauman sigur á 3. deildarliðinu Barcelona Atletico, 1:0, en áður höfðu liðin gert markalaust jafntefli. Barceiona, hið eina og sanna, vann Hercules Alicante 3:0, samanlagt 4:2, og Atletico Bilbao vann Real Socie- dad eftir framlengingu og víta- spyrnukeppni. _ ✓ Ovæntur sig- ur Njarðvíkur Njarðvík vann óvæntan sigur á ÍR, 47—40, í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Seljaskóla og var ÍR yfir, 19-15, í hálfleik. Helga Friðriksdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík og Þórunn Magnúsdóttir 12 en Guðrún Gunnarsdóttir 12 og Sóley Oddsdóttir 8 skoruðu mest fyrir ÍR. Njarðvík fær ÍS í heim- sókn í undanúrslitunum en þangað er ÍR einnig komið, þrátt fyrir tap- ið! B-lið félagsins hefur nefnilega skotið a-liðinu ref fyrir rass og mætir Haukum í undanúrslitum. -VS Reynivík og KA sigruðu Tveir leikir voru háðir í Norður- landsriðli 2. deildar karla í blaki i síðustu helgi. KA vann Skautafélag Akureyrar 3-0 og Reynivík sigraði KA-b 3-0. Staðan í 2. deild er nú þessi: A-riðill: Eins og fram kemur á forsíðunni var bruni karla frestað vegna veðurs. Takist ekki að keppa í því í dag verður að endurskipuleggja ýmislegt á leikunum. Keppendur í skíðastökki, sem heyja sína baráttu af 70 m palli, áttu í erfiðleikum með að æfa í gær en nokkrir létu sig hafa það og Hans Wallner frá Austumki stökk lengst allra, 94 metra. Talið er að frestunin komi reyndari brunköppum eins og Franz Klammer til góða en dragi úr sigurlíkum yngri manna á borð við Bill Johnson. - VS Þróttur Nes 8 5 3 18-14 10 Samhyggð 7 4 3 13-10 8 HK-2 8 4 4 16-14 8 Breiðablik 7 2 5 8-17 4 B-riðill: KA 14 Reynlvík 7 6 1 19-5 12 Skautafélag 8 3 5 9-17 6 KA-b .7. 9 0 9 2-27 0 Dómaranám- skeið í fimleikum Dómaranámskeið verður haldið í nýja-fimleikastiga drengja fyrir dómara og þjálfara í íþróttahúsi Ármanns á morgun, laugardag, kl. 13. Nánari upplýsingar gefur Þórir Kjartansson, formaður tækni- I deildar karla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.