Þjóðviljinn - 10.02.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJÍNN - SÍÐA 3 Fyrrum forstjóri Coldwater hyggst reisa nýja fiskréttaverksmiðju í Bandaríkjunum Fyrirtækið byggðist ekki á einum manni segir Guðmundur H. Garðarsson hjá SH. sem segist ekki óttast samkeppnina frá fyrrum forstjóra „Þetta fyrirtæki byggðist ekki á einum manni. Þótt Þorstcinn hafi skilað sínu verki mjög vel, í það heUa, ef litið er yfír 20 ára starfsfer- U, þá byggist Coldwater ekki á ein- um manni. Sem betur fer hefur þarna verið fjöldinn allur af mjög góðum starfsmönnum“, sagði Guð- mundur H. Garðarsson blaðafull- trúi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, aðspurður hvort SH óttaðist samkeppni frá fyrrum forstjóra dótturfyrirtækisins í Bandaríkjun- um, Þorsteini Gíslasyni, sem hyggst nú setja upp fískréttaverksmiðju þar vestra. Þorsteinn sagði upp stöðu sinni sem forstjóri Coldwater fyrr í vetur þegar stjórn SH ákvað að lækka verð á þorskflökum gegn hans vilja. í lok síðustu viku sagði Þor- steinn Þorsteinsson sonur Þor- steins Gíslasonar upp starfi sínu sem verksmiðjustjóri Coldwater í Boston. „Þorsteinn Þorsteinsson hefur verið hjá okkur í tæplega 10 ár. Eftir því sem hann sagði við mig í samtali, þá hefði hann verið að hugsa um að breyta til og það lægi engin samtenging á milli hans upp- sagnar og uppsagnar föður hans. Guðmundur sagði að nokkurs konar framkvæmdaráð sæi um stjórn Coldwater í samráði við Magnús nýráðinn forstjóra, en hann mun flytja til Bandaríkjanna í apríl n.k. „Við teljum okkur hafa það trausta stöðu á markaðnum að þessar uppsagnir hafi engin áhrif þar á. Skipulagið er það vel upp- byggt hjá okkur.“ Nú hafa borist fréttir af því að Þorsteinn Gíslason sé að stofna sjálfur fískréttaverksmiðju í Bandaríkjunum. Er hún stofnuð til höfuðs ykkar verksmiðju? „Það skaltu spyrja hann um. Það eru á milli 40 -50 litlar verksmiðjur í Bandaríkjunum sem framleiða fiskrétti og við höfum verið að keppa við þær í gegnum árin. Hvort að það bætist við ein í viðbót eða ekki, þá á það ekki að breyta neinu. Við verðum þá að keppa við hana eins og allar hinar“. Það hafa verið fréttir um það að Þorsteinn Gíslason hafl gert samn- inga við Færeyinga um kaup á físki þaðan. „Hann hefur ekki gert neina slíka samninga. Við höfum enga ástæðu til að halda annað en að sá samningur sem við höfum haft við Færeyinga haldi áfram. Þeir hafa ekki gefið okkur neitt til kynna um það að þeir óski eftir að segja þeim samningi upp“. Hefur Þorsteinn óskað eftir að kaupa físk af ykkur? „Nei, þetta er einhver misskiln- ingur í Morgunblaðinu“. Verða þessar uppákomur í stjórnun fyrirtækjanna úti til þess að riðla sölusamtökunum að ein- hverju leyti? „Það var ágreiningur í stjórn SH, það er óhætt að segja það núna. Það var ágreiningur sl. haust hvort ætti að lækka verð á 5 punda þorsk- flökunum eða ekki. Þorsteinn vildi halda háu verðunum og það voru skiptar skoðanir um það innan stjórnarinnar. í samningunum við Long John Silver féllust menn síð- an á að lækka um 10 cent gagnvart Guðmundur H. Garðarsson: Við verðum þá að keppa við verk- smiðju Þorsteins eins og allar hinar. þessum stóra kaupanda. En það er enginn ágreiningur lengur innan samtakanna“. Það hafa engin eftirköst orðið eftir það sem á undan er gengið? „Nei, engin“, sagði Guðmundur H. Garðarsson. -*g- Utanríkisráðherra íslands á alþingi um bandaríska dollara í flugstöð I samræmi við þjóðarsóma Ráðherrann telur flugstöð leysa efnahagsvandann! Hlutdeild Bandaríkjmanna í kostnaði flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli er í samræmi við þjóðarsóma, sagði Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra Is- lands á alþingi í gær. Ráðherrann sagði að nýja flugstöðin myndi hleypa fjöri í ferðamannaiðnaðinn og með þeim hætti flýta fyrir því að þjóðin yfírstigi efnahagsvandann. Svavar Gestsson lét í ljósi efasemdir um að frumvarp um erlend lán til flugstöðvarinnar samræmdist lög- um. - Samkvæmt svonefndum Ólafs- lögum nr. 13 1979 er skylt að leggja fram upplýsingar um kostnað og þjóðhagslega hagkvæmni slíkra framkvæmda sem hér er um að ræða. Þeirri skyldu hefur ekki ver- ið fullnægt. Því vil ég spyrja hæst- virtan utanríkisráðherra: Fær fjárhags- og viðskiptanefnd deild- arinnar þessar upplýsingar, en hún kemur væntanlega til með að fjalla um frumvarpið. Hér er um svo stóra framkvæmda að ræða að óverjandi er með öllu að stjórnarl- iðið samþykki frumvarpið án þess að fyrir liggi upplýsingar um rekst- ur og kostnað flugstöðvarinnar. Svo mælti Svavar Gestsson i neðri deild alþingis í gær er fram var haldið 1. umræðu um lán til flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði að viðkomandi þing- nefnd fengi viðkomandi upplýsing- ar sem Svavar gat um. Ráðherrann vildi álíta að flugstöðvarbyggingin yrði arðbær framkvæmd. Hagnað- ur af rekstri Fríhafnarinnar myndi nægja til að standa undir vöxtum og afborgunum af lánum sem til þyrfti að taka. Kostnaðarskipting Bandaríkjamanna og íslendinga væri eðlileg og í samræmi við „þjóðarsóma“, einsog ráðherrann orðaði það. Væri þess að vænta að flugstöðin myndi hleypa auknu fjöri í ferðamannaiðnaðinn og með þeim hætti flýta fyrir því að þjóðin yfirstigi efnahagsvandann. mhg/óg 60 miljónir í Fjalaköttinn: Borgmni ofviða telur meirihluti borgarráðs „Engin ákvörðun liggur fyrir um að borgin kaupi og geri upp Fjal- alköttinn, enda hefur hún ekki fjár- hagslcgt bolmagn til þess,“ segir m.a. í tillögu sem meirihluti Sjálf- stæðisflokksins hefur lagt fram í borgarráði. Tilefnið er fyrirspurn frá bygginganefnd um það hver vilji borgarinnar sé, en hjá nefnd- inni liggur óafgreitt erindi Þorkels Valdimarssonar eiganda Kattarins um beiðni um niðurrif. í athugun sem borgarstjóri hefur látið gera kemur fram að endur- bygging hússins í upprunalegt horf er talin muni kosta 44 miljónir króna og að kaupverð geti orðið allt að 12 miljónum. í bókun meiri- hlutans er lögð á það áhersla að það standi Þjóðminjasafni og menntamálaráðuneytinu næst að friða húsið ef þau rök sem færð hafa verið fyrir friðun þess stand- ist. Tillagan að svari til bygginga- nefndar var lögð fram s.l. þriðju- dag og afgreiðslu frestað en for- stöðumanni Lögfræði- og stjórn- sýsludeildar hefur einnig verið fal- ið að kanna hvaða fjárhagslegar af- leiðingar, skaðabætur o.þ.h. það geti haft í för með sér ef borgin synjaði um niðurrif. -ÁI Fræðimenn skoða Fjalaköttinn Staða forstöðumanns Borgarskipulags auglýst: Hef áhuga á að vera áfram segir Guðrún Jónsdóttir ,JEg hef ekki ákveðið ennþá hvort ég sæki um, ég var að sjá auglýsinguna“, sagði Guðrún Jóns- dóttir, forstöðumaður Borgar- Fundur í Norrœna húsinu á morgun: Hvað líður afvopnun stórveldanna? Friðarhreyfing íslenskra kvenna boðar til fræðslufundar í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Efni fundarins er afvopnunarviðræður stórveldanna og hvers vegna ekki hafi tekist að ná samkomulagi um stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna og fækkun á þeim vopnum sem beint er bæði í austur og vestur. Framsögumenn á fundinum í Norræna húsinu á morgun eru þau Magnús Torfi Ólafsson blaðafull- trúi ríkisstjórnarinnar, Gunnar Gunnarsson starfsmaður Örygg- ismálanefridar alþingis og Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður. Segir í frétt frá friðarhreyfingu íslenskra kvenna að fundurinn sé öllum op- mn. • v. skipulags Reykjavíkur, en í gær birtust í dagblöðunum auglýsingar um stöðu hennar og skal umsókn- um skilað til borgarstjóra fyrir 29. febrúar n.k. „Það liggur ljóst fyrir og hefur gert það í nokkra mánuði að ég hef áhuga á að vera í þessu starfi áfram”, sagði Guðrún. „Ég sendi bréf til borgarráðs þar að lútandi í september sem borgarstjóri svar- aði á þann veg að staðan yrði aug- lýst þegar nær drægi uppsagnar- tíma mínum, sem er 1. apríl n.k. Borgarráð hefur ekki rætt bréf mitt svo mér sé kunnugt og ég hef ekki ákveðið hvort ég sæki um“. - Nú hefur borgarstjóri deilt hart á Borgarskipulagið, m.a. vegna Skúlagötumálsins. Áttu von á að það verði til að umsókn frá þér verði hafnað? „Það verður bara að koma í ljós ef ég sæki um“. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.