Þjóðviljinn - 10.02.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Fftstudagur 10. febrúar 1984
MOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson..
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglysingastjóri: Sigríður H. Sigurbjömsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamonn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utllt og hónnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljóamyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Ðergljót Guðjónsdóttir.
Bdstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Þeir bera
alla ábyrgð
Á fundinum í ráðherrabústaðnum, þegar könnun
Kjararannsóknarnefndar var kynnt, lýsti Ásmundur
Stefánsson því skilmerkilega hvernig ríkisstjórnin bæri
alla ábyrgð á þeirri hrikalegu kjaraskerðingu sem nú
þjakar þúsundir heimila í landinu.
í umræðuþætti í sjónvarpssal síðar sama dag fylgdu
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, og
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambandsins, þessari skoðun rækilega eftir. Þau
tilkynntu Steingrími Hermannssyni að hann og ráð-
herrarnir hefðu skapað fátæktina sem breiðist út um
allt þjóðfélagið. Sífellt fleiri væru að síga niður fyrir
neðstu mörk framfærslukostnaðar. Endar næðu ekki
saman. Fólk hefði ekki fyrir mat og nauðsynlegustu
útgjöldum. Það væru ráðherrarnir sem með lögunum í
sumar bæru alla ábyrgð á hinni nýju fátækt á Islandi.
Steingrímur Hermannsson reyndi að skjóta sér
undan þessari ábyrgð með því að vísa á kjarasamninga.
Aðalheiður, Ásmundur og Guðmundur hröktu þau
falsrök. Það væri ómerkilegur útúrsnúningur að fyrst
skæri ríkisstjórnin kjörin niður um röskan fjórðung og
síðan kæmu ráðherrarnir glottandi til forystu launa-
fólks og segðu: Semjiði nú!
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru orsök fátæktarinn-
ar. Ef það væri ekki stefna ríkisstjórnarinnar að við-:
halda þessari fátækt þá bæru ráðherrarnir meginábyrgð
á því verki að snúa kjörunum til betri vegar. En kannski
var forsætisráðherra að gefa til kynna að ríkisstjórninni
væri alveg sama þótt þessi fátækt þúsundanna yrði var-
anlegt einkenni á íslensku þjóðfélagi.
í viðtali við Þjóðviljann í gær hrekja tveir kennarar,
Guðlaug Teitsdóttir og Valgerður Eiríksdótir, þau rétt-
lætingarrök sem ríkisstjórnin færði fyrir kjaraskerðing-
arlögunum:
„Könnun Kjararannsóknarnefndar sýnir vel við
hvaða kjör við búum í dag. Hún fær okkur líka til að
íhuga hvað launafólk hafi fengið í staðinn fyrir alla
kjaraskerðinguna. Okkur var talin trú um að minni
verðbólga mundi hjálpa okkur í lífsbaráttunni. En hvað
hefur komið á daginn? Allt verðlag hefur margfaldast á
síðustu mánuðum á meðan launin hafa staðið í stað.
Hvað er það eiginlega sem við höfum fengið í staðinn?“
Þessi lýsing kennaranna er kjarni málsins. Kjarabót-
in sem átti að koma í kjölfar verðbólguaðgerðanna
hefur reynst argasta blekking. Margir voru reiðubúnir
að gefa ráðherrunum starfsfrið vegna þess að fólk lagði
trúnað á að kjarabót kæmi í kjölfar aðgerðanna. Þegar
blekkingin hefur verið afhjúpuð magnast reiðialda í
garð svikaranna.
Nú á að drepa
friðarfrœðsluna
í leiðara Þjóðviljans í gær var vakin athygli á atlögu
Morgunblaðsins gegn tillögu á Alþingi um friðar-
fræðslu. Málgagn NATO og hersins telur afar hættulegt
að fræða ungt fólk á íslandi um frið. Friðarfræðsla sé
mjög grunsamleg starfsemi.
Morgunblaðið heldur áfram baráttu sinni gegn frið-
arfræðslunni í leiðara í gær. Blaðið krefst þess að áður
en lengra sé haldið með málið á Alþingi verði skóla-
rannsóknadeild menntamálaráðuneytisins falið að gera
úttekt á því sem nú er kennt á barnaheimilum, í grunn-
skólum og framhaldsskólum. Ragnhildur Helgadóttir á
síðan að tryggja að könnunin taki svo langan tíma að
ekki verði hægt að afgreiða tillöguna um friðarfræðslu
fyrir þinglok. Málið verði drepið.
klippt
á vettvangi dagsins f
Valdimar Guðmannsson:
Hvar er unga fólkið?
■ Nú eru nfu mán*
þjóðin gekk að kjöt^
fulllrúa til nxstu 4
Ekki cr úr vcgi
armenn að huglf
UM KRATA
0G
KREMLVERJA
FIRSYN
:r enn um
■ne Treholt
•ésku leyni-
fum öðrum
r ekkert lát
utanríkis-
)g varð þar
Treholt agn fyrir lykil-
, mann KGB á Norðurlöndum
FerðTnnfBiuiFsvT
I 206 flugvél sinni á klcttavegg.
[ „Ég var engin móðir" sagði Barbara
Æfisöguritara sínum sagði hún
að Lancc hefði aðeins
einum ciginman|
Cary."
sömu lífi. Hani
snemma til kvikrr. -_.„,»ins. lesa rull-
ur sínar er heim kom og fara snemma að
sofa.
Nxsti ciginmaðurinn varð svo prins
Igor. Hann hafði misjafnt orð á sér og
hafði komið við sögu viðskipta með
bifreiðar herja bandamanna eftir sfðara
strfðið. Kynni þcirra urðu með beim
Glötuð œska
Það hefur lengi verið talið í-
skyggileg þróun hreyfingar eða
valdakerfis, þegar það sem eitt sinn
var vaskra manna flokkur breytist
samkvæmt tregðulögmálinu í var-
færið og hugmyndasnautt öldunga-
veldi. Einn af formönnum ungra
Framsóknarmanna, Valdimar
Guðmannsson kvartar yfir þessari
þróun í Tímanum á dögunum.
Hann segir meðal annars:
„Annars er ekkert skrýtið þótt
Framsóknarflokkurinn tapi fylgi
milli kosninga á meðan sá hugsun-
arháttur ræður ríkjum að ungt fólk
(og kvenfólk á hvaða aldri sem er)
er aðeins notað sem auglýsing og
skrautfjöður, svo þeir sem ofar eru
á listanum geti fleytt sér áfram með
því að benda á þetta ágæta fólk,
þarna rétt fyrir neðan, gallinn er
bara sá að þessu fólki er aldrei
hleypt ofar, því ef einhver hinna
útvöldu er orðinn það hrumur að
hann treystir sér ekki lengur í
slaginn er yfirleitt dreginn fram
einhver gæðingur sem kannski hef-
ur aldrei mætt á félagsfund í Fram-
sóknarfélagi, hvað þá hafa starfað
fyrir flokkinn".
Margfalt spil
í grein um Treholtmálið í Noregi
í Helgarpóstinum fjallar Magnús
Torfi Olafsson meðal annars um þá
sérkennilegu uppákomu, að norsk
yfirvöld hafa lengi haft sterkan
grun um njósnir Arne Treholts, en
létu hann samt leika lausum hala,
leyfðu honum meira að segja að
stúdera landvarnir og hernaðar-
áætlanir í ýmsum löndum Nató.
Sjaastad landvarnarráðherra hefur
borið því við, að handtaka Treholts
hafi verið látin dragast á langinn
vegna þess að miklu skipti að gripa
hann glóðvolgan. Þetta er, segir
Magnús Torfi, ekki sannfærandi.
Síðan segir hann:
„Mun sennilegra er að hann hafi
árum saman verið leiksoppur á
báða bóga í „spilinu mikla“, norska
leyniþjónustan vissi að hann var
sovétnjósnari, og notaði sér þá
vitneskju til að teyma KGB á asna-
eyrunum.
Algengt er í leyniþjónustustarfi,
að njósnara er „snúið“, hann er af-
hjúpaður og síðan notaður til að
leiða hans fyrri húsbændur á villi-
götur, með því að láta hann koma á
framfæri við þá því sem nýju
stjórnendurnir óska helst að þeir
trúi. Enn áhrifaríkara getur verið
að láta njósnarann ekkert af því
vita að hann er uppvís orðinn, en
beina til hans blekkiefni, sem hann
er vís til að láta berast áfram til
yfirboðara sinna“.
Árás á krata
Áfram með njósnasmjörið.
Magnús Bjarnfreðsson hefur vakið
upp eðlilega reiði Árna Gunnars-
sonar fyrir skrif í DV þar sem mjög
var látið að því liggja að krata-
flokkar Evrópu væru gagnsýrðir af
útsendurum KGB. Talaði Árni í
Alþýðublaðinu um „andlegan
sóðaskap“ í þessu sambandi, eins
og vonlegt var. Magnús svarar
Árna svo í DV í gær og segir það
ekki einleikið hve mjög vesturevr-
ópskir kratar taki undir gagnrýni á
vígbúnaði vestantjalds, „en láta sér
fátt um finnast þótt helvopnum sé
beint að þjóðum Vestur-Evrópu
austan yfir tjaldið". Þetta er að
sönnu rugl: evrópskir kratar og svo
fiestir „óháðir“ friðarsinnar hafa
aldrei látið sér „fátt finnast“ um
vopn Varsjárbandalagsins. Það er
eins og hver annar Moggarógur að
halda því fram. Meira að segja
breskir stuðningsmenn „einhliða
afvopnunar“ sem oftast eru
skammaðir í hægripressunni hafa
alltaf vitað að „einhliða“ getur af-
vopnun aðeins verið sem tiltekið
skref, sem notað er til að brjóta
ísinn og heimta svör og hliðstæðar
ráðstafanir af hálfu austanvera:
annars mun vígbúnaðarkapphlaup
að sjálfsögðu hefjast að nýju.
Mikill atvinnu-
vegur
En Magnús Bjarnfreðsson segir
fleira. Hann telur líklegt (þótt
hann geti ekki sannað) að KGB
eigi sér menn innan allra íslenskra
stjórnmálaflokka. Þetta getur vel
verið rétt. Og það getur eins vel
verið rétt, að bandaríska leyni-
þjónustan, CIA, eigi sína menn
innan allra þessara sömu flokka.
Eins og menn vita er hvergi stund-
legur friður fyrir þessum aðilum
tveim heims um ból.
Hitt er svo mikil gáta og flókin,
hvað slíkir agentar gætu verið að
bauka innan hinna íslensku
stjórnmálaflokka. Það er ekkert
víst til dæmis, að maður sem gengi
erinda CIA í Alþýðubandalaginu,
svo dæmi sé nefnt, reri að því að
hamast gegn Rússum eins og kann-
ski sýnist eðlilegt. Ef hann vildi
koma Allaballa í vanda er eins lík-
legt að hann mælti með sem mest-
um vinskap við Sovétmenn. Þetta
dæmi er tekið í minningu þess sem
gerðist á dögum Víetnamstríðsins í
Bandaríkjunum sjálfum. Þá sendi
alríkislögreglan, FBI, sína menn
inn í raðir andófshópa gegn styrj-
öldinni. Og það gat eins verið, að
ef einhver fór í þröngan hóp að tala
um að gera eitthvað verulega rót-
tækt, t.d. kveikja í herkvaðingar-
skrifstofu, kasta bombu osfrv. - að
einmitt hann væri útsendari lög-
reglunnar.
Það er nefnilega gömul reynsla
af leynilögreglu, að þegar hún
skiptir sér af pólitískum samtökum
þá er það oftast til að koma þeim í
vanda. Og þá gilda ekki neinir
venjulegir yfirborðslegir hags-
munaútreikningar, heldur lögmál-
ið því verr þeim mun betra.
Aumingja
ríka fólkið
Og þá er rétt að enda þessa syrpu
með svipuðum hætti og hún byrj-
aði: með nágrönnum elskulegum á
Tímanum. Tímamenn hafa oft ver-
ið dálítið veikir í hnjánum fyrir ríku
fólki og frægu, segja sumir að þetta
fylgi þeim mönnum sem töldu frá
upphafi vega óréttlátt að þeir væru
aldir upp á grjónagraut og slátri
eins og Steingrímur Hermannsson.
Nema hvað: fyrir skemmstu birtist
í sunnudagsblaði Tímans mikil
samantekt um Barböru Hutton,
sem erfði morð fjár og keypti sér
eiginmenn marga og mikla að lík-
amsburðum og svo sveina unga í
ellinni sér til fylgilags. Verður þessi
samantekt, eins og stundum áður, í
líkingu við siðapostulann sem
mátti til með að sýna viðmæ-
lendum sínum klámmyndir til að
þeir gerðu sér ljósa grein fyrir því
hve skelfingar syndir heimsins
væru. En svo lýsir Tíminn í saman-
tekt sinni afmælisdegi miljóna-
prinsessu á kreppuárunum góðu
um 1930:
„Barbara hélt upp á 18 ára af-
imælið sitt með þriggja daga hátíð-
arhöldum. Hún hélt teboð fyrir 500
manns hjá frænku sinni við Fimmta
stræti „dinner & dancing“ fyrir
aðra 500 í Central Park Casino.
Loks var haldinn stórdansleikur
fyrir 1000 manns á Ritz-Carlton.
Þar var Rockefeller, Vanderbilt,
Astor og allt þeirra lið, ásamt
Douglas Fairbanks jr., Fred Asta-
ire, Toscanini og Walter Crysler.
Þetta varð 60 þúsund dollara veisla
með sjö réttum, fjórum hljóm-
sveitum, tíu þúsund rósum, 20 þús-
und fjólum og - þrátt fyrir vínbann-
ið, - 2000 flöskum af kampavíni“.
-áb-