Þjóðviljinn - 16.02.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 16.02.1984, Page 9
Fimmtudagur 16. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 „Sú ákvörðun sem ríkisstjórnarflokkarnir ásamt Alþýðuflokknum ieggja til að tekin verði um stórfelldar lántökur erlendis til byggingar of stórrar flugstöðvar einmitt nú, einsog skuldamálum þjóðarinnar er háttað, er ögrun við það fólk sem berst nú örvæntingarfullri baráttu fyrir því að láta stórskert laun duga fyrir lífsnauðsynjum heimila sinna og er á sama tíma talin trú um að það verði að leggja á sig og fjölskyldur sínar þessa lífskjaraskerðingu til þess að þjóðin geti grynnt á skuidum sínum erlcndis". Hefur fólk, sem horfir opnum augum á það sem hefur verið að gerast, fengið staðfestingu á því að samræmi sé milli orða og athafna ráðherra svo að réttlætanlegt sé að gefa baráttulaust eftir • verulegan hluta launa sinna? Öðru nær. Þeg- ar launatekjur stórrýrna að kaup- mætti og svo mjög þrengir að þeim sem verst eru settir að þeir eygja ekki hvernig þeir eiga að láta launin endast til næstu útborgunar, þá er það á hinn bóginn svo að atvinnurekendur sem njóta þess að raunlækkun launa almennings þýð- ir stórminnkun útgjalda hjá fyrir- tækjum, þeir auka gróða sinn. 4 milljónir í ráðherrabíla Eftir að lagasetningu hefur verið beitt til þess að þvinga launafólk og lífeyrisþega til að herða sultarólina m.a. vegna bágrar stöðu ríkissjóðs þá upplýsa dagblöðin að einmitt þeir menn sem harðast leggja að aðþrengdu alþýðufólki að sýna nú þegnskap til þess að bjarga ríkis- sjóði og þjóðarbúinu, hafa látið ríkissjóð greiða. niður kaup á einkabifreiðum sínum svo að nem- ur samtals 3,5-4 millj. kr. Geta líf- eyrisþegar, einstæðir foreldrar, at- vinnuleysingjar og láglaunafólk yf- linað á mestu lífskjaraskerðing- unni sem er að koma mörgum á vonarvöl. Ríkisstjórnin og Alþ.flokkurinn ætlast til þess á sama tíma að Al- þingi samþykki að þjóðin taki er- lent lán að upphæð áður en lýkur um 616 milj. kr. til þess að byggja nýja flugstöð á Keflvíkurflugvelli, flugstöð sem jafnvel forsætisráð- herra viðurkennir að sé of stór mið- að við þarfir þjóðarinnar. Raun- vextir dollaralána eru ærnir og ekki hafa fengist upplýsingar um hversu háan má áætla heildarfjármagns- kostnað við byggingu flugstöðvar- innar, þ.e. hver vaxtakostnaður verður orðinn af lánunum þegar millj. kr. erlendrar lántöku, auk vaxta, til framkvæmdar sem er tímaskekkja eins og á stendur ef ætlast er til þess að láglaunafólk sem aðrir taki mark á fullyrðingum ráðamanna þjóðarinnar um þær forsendur sem þeir staðhæfa að séu grundvöllur fyrir raunverulegri nauðsyn á kjaraskerðingu, jafnvel hjá gamalmennum og öryrkjum. Ef þetta frumvarp verður sam- þykkt hefur hver og einn launþegi og lífeyrisþegi gildar ástæður til þess að telja þær forsendur sem stjórnarflokkarnir hafa lagt til grundvallar stórfelldri kjaraskerð- ingu, uppspuna og lygi. Og stað- festingu þess að þeir sem að kjara- varp væri fellt. Um þetta þýðir ekki að ræða við dygga stuðningsmenn erlendrar hersetu á íslandi, en þann hóp fylla nú í þessu máli ein- staklingar sem ég hugði að þyrftu lengri tíma til að tileinka sér aron- skuna en raun ber nú vitni. Og létt- væg er sú afsökun fyrir þessum auknu tengslum við herliðið að með byggingu flugstöðvarinnar verði unnt að fela hernámsliðið fyrir augum allra þeirra innlendra sem útlendra manna sem gera sér ljósa þá þjóðernislegu niðurlæg- ingu sem dvöl herliðsins og yfirráð þess yfir íslensku landsvæði eru sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Sú smán verður að sjálfsögðu ekki fal- sjúkrahúsa eða heilsugæslustöðva, val þeirra er ekki nýjar fram- kvæmdir í þessum málaflokkum. Nei, val þingmanna stjórnarflokk- anna og Alþ.flokksins er ekkert af þessu, heldur stórfelld lántaka er- lendis til þess að byggja einmitt núna nýja flugstöð á Keflavíkur- flugvelli og sú framkvæmd er ekki skorin við nögl. Jafnvel aðalforing- inn, forsætisráðherra, er á því að líklega sé hún of stór. Hvaða máli skiptir það á þessum tímum fyrst um er að ræða flugstöð suður á Keflavíkurflugvelli? Ekki hœgt að taka þá alvarlega Það er ljóst að það láglaunafólk sem berst nú í bökkum vegna sífellt rýrnandi kaupmáttar launa og sér fram á áframhald á þeirri kaupskerðingu þarf sannarlega ekki að taka alvarlega þau rök sem stjórnvöld hafa beitt sem heilagri nauðsyn fyrir kjaraskerðingu. Þeg- ar skuldir þjóðarinnar nema um 60% þjóðarframleiðslunnar þar sem verulegur hluti lánanna hefur þó verið tekinn til þess að auka gjaldeyrisöflun eða spara gjaldeyri þá fylgja þessir flokkar rökum sín- um um nauðsyn þess að keyra al- þýðu manna niður í sárustu fátækt, eftir - með því að efna til nær 620 millj. kr. erlendra skulda til þess að byggja glæsibyggingu á Keflavíkur- flugvelli. Til þessara framkvæmda Geir Gunnarsson alþingismaður í þingræðu Fátækt innleidd á Islandi og lán slegið í flugstöð irleitt tekið alvarlega kröfur þess- ara ráðamanna um að það sýni þann þegnskap að sætta sig við ó- skert laun, við launakjör sem hæstv. ríkisstj. auglýsir nú út um allan heim sem ágóðavænlegan þátt í rekstri fyrirtækja á íslandi umfram það sem gerist í öðrum löndum. Og sýnilegt er að erlendir auðhringar eiga að geta treyst á að þessi lágu laun sem verkafólk býr nú við séu ekkert stundarfyrir- brigði. Þess er því naumast að vænta að aðþrengt launafólk geti tekið al- varlega kröfur þessara sömu manna um að hafa engin viðbrögð uppi gegn stöðugri skerðingu lífs- kjara þegar svo er staðið að dreif- ingu þeirra byrða sem útmálað er að þjóðin verði að leggja á sig. Frumvarp til laga um lán vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, er enn einn veigamikill þáttur í því efni að launafólk getur ekki tekið alvarlega kröfur ríkisstj.flokkanna um að það láti yfir sig ganga stöðugt meiri rýrnun kaupmáttar launa til þess að gegna því hlut- verki sem ríkisstjórnin hefur á það lagt í því skyni að slík rýrnun kaupmáttar launa leiði til sam- dráttar í innflutningi og úr skulda- söfnun þjóðarinnar dragi erlendis. Flugstöðin ekki arðbær Ríkisstjómarflokkarnir hafa lagt á það áherslu að þær lántökur sem þó verði leyfðar, verði að tak- marka við þær allra arðbærustu framkvæmdir sem fyrirfinnist, þar sem stefnt er að framleiðslu sem annað hvort auki gjaldeyriseign þjóðarinnar eða dragi úr gjald- eyriseyðslu hennar. Og hvað eru svo þessir sömu flokkar, og þar má bæta garminum honum Katli, Al- þ.flokknum við, að leggja til að samþykkt verði hér á Alþingi þá sömu daga og allt er gert til þess að leggjast á og halda niðri kröfum launafólks um að í einhverju verði þau hafa verið 'endurgreidd. Og eins og áður hefur verið bent á hér í umræðunum þá er gert ráð fyrir að . einnig allur innlendur kostnaður við framkvæmdina verði greiddur með erlendum lánum. Og um arð- semi af flugstöðvarbyggingunni þarf ekki að ræða, hin nýja mun verða miklum mun dýrari í rekstri en sú sem fyrir er. Brýnni þarfir hunsaðar Það er ljóst að aðstæður til þess að taka á móti farþegum á Kefla- víkurflugvelli mættu vera betri en nú, en hversu margvíslegar og brýnar voru ekki þær þarfir sem ekki var unnt að sinna við af- greiðslu fjárlaga fyrir síðustu ára- mót og brýnni en ný flugstöð í Kefl- avík, og enginn vildi þá leysa með stórfelldum lántökum erlendis, heldur var ákveðið að lausn þeirra yrði að bíða betri tíma vegna þess að mark var tekið á upplýsingum um hvernig ástatt væri f efna- hagsmálum og hvernig skulda- stöðu þjóðarinnar væri komið og um væri að ræða þátt í ákvörðunum um að draga úr skuldasöfnun þjóð- arinnar. Sú ákvörðun sem ríkisstjórnar- flokkarnir ásamt Alþ.flokknum að leggja til að tekin verði um stór- felldar lántökur erlendis til bygg- ingar of stórrar flugstöðvar einmitt nú, eins og skuldamálum þjóðar- innar er háttað, er ögrun við það fólk sem berst nú örvæntingarfullri baráttu fyrir því að láta stórskert laun duga fyrir. lífsnauðsynjum heimila sinna og er á sama tíma talin trú um að það verði að leggja á sig og fjölskyldur sínar þessa lífskjaraskerðingu til þess að þjóð- in geti grynnt á skuldum sínum er- lendis. Taka ekki mark á eigin orðum Hér er verið að efna til nær 620 skerðingunni standa taka a.m.k. sjálfir ekki minnsta mark á sínum eigin rökstuðningi fyrir lífskjara- skerðingunni. Vorkenni lands- byggðarþingmönnum Þar fyrir utan ætti hverjum manni að vera ljóst, og ekki síst alþingsmönnum sem hafa trausta þekkingu á því hvar framkvæmda- þarfirnar hvarvetna umlandið eru brýnastar, að mjög víða brenna þær þarfir heitar í samgöngumál- um, heilbrigðismálum, hafnarmál- um og skólamálum en um er að ræða varðandi aðbúnað fyrir far- þegaflug á Keflavíkurflugvelli og dreg ég þó ekkert úr því að þar þarf úr að bæta þegar þjóðin hefur betri efni á því en nú. Ég satt að segja vorkenni þeim mönnum sem eru fulltrúar fólks úti á landsbyggðinni sem berst fyrir framfaramálum í sínum byggðarlögum og nefni ég þar t.d. 3. þingmann Norðurlands eystra, Guðmund Bjarnason, að koma hér í ræðustól til að réttlæta þá ákvörðun sem hér á að fara að taka um lántöku sem mun áður en lýkur nema 6-7 hundruð millj. kr. til að reisa allt of stóra flugstöð á Keflavíkurflugvelli einmitt nú þeg- ar viðskiptahalli og erlendar skuldir þjóðarinnar er notað sem grundvallarrök fyrir því að skera laun almennings svo stórlega niður að mörg heimili líða nauð. Fáheyrð niðurlœging Ég ætla í þessu sambandi ekki að fara mörgum orðum um þá fá- heyrðu niðurlægingu sem felst í því að íslendingar skuli ganga með betlistaf til herraþjóðarinnar á Suðurnesjurh þegar bæta á aðstöðu til farþegaflugs á Keflavíkurflug- velli. Væri sú betliganga þó ein sér næg ástæða til þess að þetta frum- in frekar en hægt er að sópa niður- greiddum Mercedes Bens undir teppið. Þeir hafa valið Um þennan þátt málsins ætla ég ekki að hafa fleiri orð, en koma aftur að vali þeirra manna sem að þessu frumvarpi standa á því hvaða framkvæmdir skuli sitja í fyrirrúmi á erfiðleikatímum í þjóðfélaginu. Þingmenn hafa yfirleitt talið sér skylt að leggja sig fram um að vinna að því að bæta úr erfiðleikum í samgöngumálum, stuðla að auknu öryggi í rekstri vanbúinna flugvalla og efla framkvæmdir á hafnarmál- um og skólamálum og tryggja við- unandi aðstöðu í heilbrigðismálum þar sem þessar þarfir eru brýnastar í þjóðfélaginu hvort sem er í þeirra eigin kjördæmi eða öðru. Við af- greiðslu núgildandi fjárlaga voru framlög til þessara málaflokka skorin niður að raungildi og sér- staklega ákveðið að engar nýjar framkvæmdir í þessum málaflokk- um yrðu hafnar á þessu ári. Þessa stefnu ríkisstjórnarinnar studdu þingmenn stjórnarflokkanna með tilvísun til erfiðleika í efna- hagsmálum, halla á ríkissjóði og of mikilla erlendra skulda þjóðarinn- ar. En þeir eru nú á hinn bóginn að velja hvað skuli taka fram yfir það að framlög til slíkra nausynlegustu framkvæmda hvarvetna í landinu ' haldi raungildi og þeir hafa ákveð- ið hvað skuli meta meir heldur en að leyft verði að hefja nokkra slíka nauðsynjaframkvæmd hér í þétt- býlinu eða úti á landsbyggðinni. Það frumvarp sem hér liggur fyrir er staðfesting á því hvað þing- menn stjórnarflokkanna og Al- þ.flokkurinn hafa valið. Val þeirra er ekki óskert eða aukið fjármagn frá fyrra ári til nauðsynlegustu framkvæmda í öryggismálum á flugvöllum úti á landi eða til bygg- ingar flugafgreiðslustöðva þar sem engar eru fyrir. Val þeirra er ekki óskert fjármagn eða meira fjár- magn til hafnarmannvirkja, skóla- húsnæðis, dagvistarmála eða á að auka skuldir þjóðarinnar um 10 þús. kr. á hverja fjölskyldu í landinu. Þessi upphæð dygði til þess að greiða 10.300 manns fimm þúsund kr. launahækkun á mánuði í heilt ár. Falsrök og auðsœr tilgangur Stjórnarflokkarnir hafa lagt sig fram um að koma á framfæri við þjóðina því mati að hún sé illa stödd, hafi eytt um efni fram, búið við ofurþunga af skuldabyrði er- lendra lána og að auknir erfiðleikar séu á endurgreiðslu þeirra lána vegna rýrnandi þjóðartekna, fram- tíðin sé uggvænleg og óvisu háð, en út úr vandanum sé hægt að komst með því að skerða kjör launafólks stórlega og að þjóðin neiti sér um að uppfylla ýmsar brýnustu þarfir á nýrri fjárfestingu. Með því að leggja fram það frumvarp sem hér liggur fyrir, þar sem lagt er til að efnt verði til um 620 millj. kr. erlendrar lántöku til glæsibyggingar á Keflavíkurflug- velli eru stjórnarflokkarnir að leysa almenning algerlega undan því að taka nokkurt minnsta mark á ákalli hæstv. ríkisstjórnar um þjóðarsamstöðu um lausn efnahagsvandans. Og ríkisstjórnin er með flutningi þessa frumvarps að gera hverjum manni ljóst að ekkert nema falsrök liggja að baki kröfu stjórnarflokkanna um að launafólk sætti sig við að þurfa að neita sér um brýnustu daglegar þarfir í heimilisrekstri og sífellt skertan kaupmátt launa. Ríkis- stjórnin er með flutningi þessa frumvarps að staðfesta að forsend- ur sem haldið hefur verið á lofti sem rökum fyrir efnahagsaðgerð- um hennar, sem ekkert hafa verið annað en kjaraskerðing hjá launa- fólki, eru falskar og einasti til- gangur og markmið þeirra hefur verið að minnka hlut launafólks af verðmætasköpuninni í þjóðfé- laginu, þeirri verðmætasköpun sem launafólk í landinu stendur undir með vinnu sinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.