Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 1
Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ’ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Engin Noregsför? Flest bendir til þess að Þórsar- arnir Bjarni Sveinbjörnsson og Jónas Róbertsson verði kyrrir á Akureyri í sumar og leiki með Þór í 1. deildinni, í stað þess að spila með Nybergsund í norsku 3. deildinni í knattspyrnu eins og líkur voru á. -K&H/Akureyri Þór vann Bautamótið Þór varð sigurvegari í Bauta- mótinu í innanhússknattspyrnu sem haldið var á Akureyri um helgina. í úrslitaleik mættu Þórs- arar „gamlingjum" úr KA-c sem hafði óvænt slegið a- og b-lið KA út úr riðlakeppninni. Gunnar Blöndal kom þeim gömlu yflr í byrjun en Þór hafði betra úthald og vann 6-1. í c-liði KA léku kempur á borð við Kára Árna- son, Eyjólf Ágústsson og Þormóð Einarsson. A-lið KA hafnaði í þriðja sæti, vann Völsung 2-1 í úrslitum þar að lútandi. Alls hófu 18 lið af Norðurlandi keppni og mótið gekk vel fyrir sig. -K&H/Akureyri Meistarar 9, ár í röð KR-inga urðu um helgina ís- landsmeistarar i borðtennis karla níunda árið í röð er þeir sigruðu a-lið Arnarins 6-0 í sínum síðasta leik. KR-a hlaut þar með 14 stig en mjótt var á mununum í þetta skiptið því Vikingur-a fékk 13 stig. Örninn-a varð í þriðja sæti með 7 stig, KR-b fjórða með 4 stig en Víkingur-b rak iestina með 2 stig og fellur í 2. deild. Keppni í 2. deild er skammt á veg kominn og staðan mjög óljós. -VS Pétur fékk bikarinn Pétur Yngvason, HSÞ, sigraði í bikarglímu Glímusamhands Is- lands sem haldin var í fimleikasal Melaskólans í Reykjavfk á laugardaginn. Hann hlaut 8'/2 vinning af 9 mögulegum, gerði jafnglímu við Ólaf H. Ólafsson, KR, sem varð annar með 8 vinn- inga. Þriðji varð Eyþór Péturs- son, HSÞ, með 7*/2 vinning. Arn- grímur Jónsson, HSÞ, sigraði í flokki unglinga og drengja, vann Davíð Jónsson, HSÞ, en þeir voru einu keppendurnir í flokknum. Þór sneri blaðinu við Tveir þýðingarmiklir leikir voru háðir í 2. deild kvenna í handknattleik um helgina. Þór vann Hauka 19-13 á Akureyri þrátt fyrir að Haukastúlkurnar hefðu leitt 9-41 hálfleik! ÍBV vann Þrótt 17-15 í Reykjavík. -K&H/VS Umsjón: Viöír Sigurðsson Sex nýir í hópinn Bobby Robson, landsliðseinvaid- ur Englands, valdi í gær sex nýja leikmenn í 20 manna hóp sinn fyrir landsleik í knattspyrnu gegn Frökkum í París eftir átta daga. Steve Williams og Mark Wright frá Southampton, Paul Walsh og Brian Stein frá Luton, Chris Woods markvörð frá Norwich og Viv Anderson frá Nottm.Forest en sá síðastnefndi er valinn á kostnað Phil Neal frá Liverpool. Skotar mæta Wales í bresku meistarakeppninni eftir viku og hafa sett Charlie Nicholas frá Arse- nal útúr sínum hópi. Paul Sturrock frá Dundee United kemur í staðinn Chris Woods - orðinn varamark- vörður Englendinga. og þá er talið líklegt að Colin Walsh frá Nottingham Forest fái þar sinn fyrsta landsleik. -VS Evrópudeild? Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: ítalska knattspyrnusambandið hefur lagt til við knattspyrnusam- band Evrópu, UEFA, að komið verði á Evrópudeild með þátttöku allra fé- laga sem sigrað hafa í Evrópu- mótunum þremur frá upphafi. Keppnin myndi hefjast næsta ár, 1985, og standa yfir í tvö keppnis- tímabil. Alls myndu ein 42 félög mynda deild þessa og yrði skipt í riðla. Tillaga ítal- anna hljóðar þannig að bresku liðin, sem eru fjölmennust, eða þriðjungur, leiki saman í riðli, ítölsku og spænsku félögin saman og Norður- og Austur- Evröpuliðin saman. „Sumir segja að við spilum nógu mikið og vissulega kæmi þetta aukna leikjaálag til að valda vandræðum. En peningarnir sem eru í húfi eru ekkert smáræði, þarna verður alltaf um topp- leiki að ræða,“ sagði C.M. Edwards, stjórnarformaður Manchester United, um málið. David Hay, framkvæmda- stjóri skoska félagsins Celtic, tók í svip- aðan streng, sýndi keppninni mikinn áhuga og telur hana hafa marga og góða kosti. Góður sigur hjá IA Akurnesingar eru komnir á fleygiferð í toppslag 3. deildar karla í handknatt- leik. Þeir lögðu annað toppliðið að velli í röð, sigruðu Aftureldingu 17-14 á Akranesi í hálfleik og þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum hafði Afturelding ekki skorað mark í hálfleiknum, staðan 15-7! Ármenningar áttu í basli í Keflavík og leiddu naumlega, 13-12, í hálfleik. Þeir tóku sig á í seinni hálfleik og unnu örugglega, 30-22. Selfoss lenti í erfið- leikum með Skallagrím í Borgarnesi en vann 16-14 eftir að staðan hafði verið 13-13 skömmu fyrir leikslok. Staðan í 3. deild: Týr .. 14 10 2 2 338-232 22 Armann .. 14 11 0 3 395-309 22 Afturelding .. 14 10 0 4 333-241 20 ÞórAk .. 13 9 1 3 339-229 19 Akranes .. 13 9 1 3 330-239 19 Keflavík .. 13 6 0 7 324-287 12 Selfoss .. 14 3 0 11 240-294 6 Skallagrímur.... .. 13 1 0 12 191-342 2 Ögri .. 14 0 0 14 195-512 0 Toppleikir sem eftir eru: Afturelding-Þór, Þór-Akranes og Týr- Akranes. Eftir 16 umferðir tekur við tvöföld úrslitakeppni fjögurra efstu lið- anna um tvö sæti í 2. deiid. -VS Lárus með sigurmark Lárus Guðmundsson skoraði sigur- Lokeren. I toppbaráttunni gerðu Be- mark Waterschei, 1-0, gegn Waregem í veren og Seraing 1-1 jafntefli og Bever- belgísku 1. deildarkeppninni í knatt- en hefur því áfram 7 stiga forskot, 38 spyrnu á sunnudaginn. Markið kom stig gegn 31 hjá Seraing og Anderlecht. átta mínútum fyrir leikslok. FC Brugge hefur 28 stig, Standard Pétur Pétursson og félagar í Liege 27 og Antwerpen 26. Waterschei Antwerpen eru á uppleið, unnu Beer- og CS Briigge eru um miðja deild með schot 4-1. CS Brúgge, lið Sævars Jóns- 23 og 22 stig. sonar, gerði markalaust jafntefli við -VS Dregið f ensku bikarkeppninni: Sheff.Wed. gegn Southampton Derby rekið úr keppninni? Southampton, sem talið er lík- legast til sigurs í ensku bikar- keppninni t knattspyrnu, fékk erflðasta leik sem hugsast gat í 6. umferð keppninnar þegar dregið var í gær. Ándstæðingarnir verða Sheffield Wednesday, sem senni- lega cr besta lið 2. deildar, og það á Hillsborough í Sheffield. Lawrie McMenemy, framkvæmdastjóri Southampton, var meðal áhorf- enda á Manor Ground í Oxford á laugardag þar sem ShefT. Wed. vann sannfærandi, 3-0, og veðj- aði greinilega á réttan hest þar! Þessi lið mætast í 6. umferð þann 10. mars: Plymouth-Derby County Birmingham-Watford Notts County-Everton Sheff.Wed.-Southampton Það er þó ekki víst að Derby leiki í 8-liða úrslitunum. í gær lýsti Ted Croker, ritari enska knattspyrnusambandsins, að fé- lagið stæði í skuldum til mótherja sinna í bikarkeppninni og yrði vísað úr henni ef það gerði ekki skil strax. Bankareikningi Derby var lokað fyrir skömmu. -VS Lírurnar flæddu í Mílanó! Juventus er komið með fjögurra stiga forystu í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á útivelli gegn AC Milano. Michel Platini og Paolo Rossi skoruðu tvö fyrstu mörkin. Hvorki fleiri né færri en 80 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum og innkoman er met í ít- alskri knattspyrnu, 1,2 miljónir líra. Fiorentina tapaði 1-2 fyrir Udinese á útivelli og Zico skoraði tvö markanna. Hefur gert 17 alls sem er stórkostlegt afrek í hinni erf- iðu ítölsku 1. deild. Roma vann Genoa 2-0 úti og Torino sigraði Avellino 4-2. Juventus er mcð 30 stig, Roma og Torino 26 en Fiorent- ina 25. Á Spáni hefur Real Madrid náð tveggja stiga forystu, sigraði Sal- amanca 1-0 úti meðan Atletico Bil- bao gerði jafntefli. Barcelona er fjórum stigum á eftir Real, burst- aði Valladolid 5-0 og skoruðu Di- ego Maradona og Bernd Schuster sitt markið hvor. Ajax komst að hlið Feyenoord í Hollandi, vann Sittard 5-1 meðan Feyenoord tapaði óvænt 1-0 í Groningen. Breskur leikmaður, Rob McDonald, skoraði sigur- mark Groningen. Nóg af mörkum þar, Sparta vann Dordrecht 8-1 og Excelsior sigraði Utrecht 7-4. -VS Inter býður miljón í Steve Archibald! Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Eng- landi: ítalska stórliðið í knattspyrnu Inter Milano er reiðubúið til að borga eina miljón punda fyrir Steve Archibald, framherjann mark- sækna hjá Tottenham Hotspur. Það er meira en helmingi hærra en boð Manchester United nú fyrir helgina, sem hljóðaði uppá 450 þúsund pund. Gífurleg fjárhæð, og einnig kom vel fram að Tottenham vill heldur selja hann úr landi en láta hann fara til andstæðinga í ensku knattspyrnunni. Man.Utd mun líklega í staðinn einbeita at- hygli sinni að Gary Shaw hjá Aston Villa en samningur hans við félag sitt rennur út í vor. Vetrarólympíuleikarnir í Sarajevo: Tvíburarnir náðusér loksins á strik Það hefur farið óvenju lítið fyrir skíðatvíburunum frægu frá Banda- ríkjunum, Phil og Steve Mahre, í vetur, en þeir skutust í fremsta geisla sviðsljóssins á ný í fyradag er þeir hlutu gull og silfur í svigi karla á ólympíuleikunum í Sarajevo. Að- eins helmingur keppenda komst báðar ferðirnar, meðal þeirra sem féllu voru íslendingarnir Árni Þór Árnason og Guðmundur Jóhanns- son. Sömu örlög hlaut Nanna Leifsdóttir í svigi kvenna á föstu- daginn. Þriðji í sviginu í fyrradag varð Didier Bouvet frá Frakklandi. Sovétmenn hlutu flesta verð- launapeninga á leikunum sem lauk í fyrrakvöld, þökk sé sigri Igors Malkov í 10 þúsund metra skauta- hlaupi á laugardaginn. Þeir fengu 25 peninga alls, Austur-Þjóðverjar 24, en þeir síðarnefndu nældu í fleiri gull, níu gegn sex. Þeir fengu um helgina ólympíugull í bobsleð- akeppni, 4-manna, og er Katarina Witt sigraði í listhlaupi kvenna á skautum. Finnar urðu í þriðja sæti, fengu fern gull. Maria-Liisa Hamelainen hlaut sitt þriðja er hún vann 30 km gönguna og Matti Nykanen sigraði glæsilega í stökki af 90 m palli, var vel á undan Austur-Þjóðverjanum unga, Jens Weissflog, sem vann 70 m stökkið fyrr á leikunum. -VS Steve Archibald - annar marka- hæsti leikmaður í 1. deild knatt- spyrnunnar - á leið til Ítalíu?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.