Þjóðviljinn - 23.02.1984, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNI Fimmtudagur 23. febrúar 1984
Fimmtudagur 23. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Sigmar Hróbjartsson:
Þroskasaga -
þjóðarsaga
Á mínar fjörur rak nokkuð svip-
að magn og venjulega af jólabók-
um úr árlegu flóði. Ein þeirra
ágætu bóka náði að orka á mig
sterkar en bækur almennt gera og
það svo að ég get ekki með öllu-
sleppt því að „kvitta“ fyrir þann
lestur. Ég á við „Dreka og smá-
fugla“ eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son, sem er þriðja og síðasta bókin
í hinum mikla sagnabálki um Pál
Jónsson blaðamann sem hófst með
„Gangvirkinu" árið 1955 og hélt
áfram með „Seiður og hélog“ 1977.
Þetta mikla verk, um 1200 blað-
síður, er skrifað sem upprifjanir
eða endurminningar sem sögu-
maður setur á blað til að „glöggva
sig á sjálfum sér“, hreinsa sitt til-
finningalíf. Þetta er hinn rauði
þráður verksins og uppgjörið fer
svo fram á heimili sögumanns þar
sem kona hans er í tómstundum
sínum að sauma út drekann mikla
og kappann sem verður til þess að
vinna á óvættinni.
Svalandi lind
En nú verður mér allt í einu bylt
við. Hvað er ég að vilja inn í bók-
menntalega umræðu um verk sem
ýmsir færir gagnrýnendur hafa um
fjallað? Því er til að svara, að ég
ætla mér ekki þá dul að ég geti þar
um bætt. Aftur á móti gæti verið að
ég liti nokkuð öðrum augum á
þetta verk en hefðbundinn
gagnrýnir. Og þá er rétt að taka
dæmi af gamalli minningu sem ger-
ist allt í einu áieitin.
Það er liðið að haustnóttum fyrir
hálfri öld. Ungur piltur hefur feng-
ið það hlutverk að smala kind-
askjátum upp um fjöll og firnindi.
Leiðin liggur á brattann, skriður
taka við og klettabelti, gróður er
mestallur horfinn. Hér halda sig á
þessum árstíma aðeins römmustu
fjallafálur og eru erfiðar viðfangs
þegar raska á ró þeirra í fjallafrels-
inu. Nálægt efstu eggjum rekst
leitarmaður á fyrstu kindurnar.
Var ein þeirra kollótt dilkær fyrir,
eldstygg og vill ekki gefa upp kjör-
stað sinn baráttulaust, en sækir stíft
á brattann og ætlar sýnilega að
stinga sér yfír eggina og yfir í næsta
botn. Verður nú atgangur harður
og langur. Svitinn sprettur fram á
gangnamanni. En eftir harða hríð
tekst honum að fá þá kollóttu niður
réttu megin. Nú segir þorstinn til
sín. En getur hér verið vatn að
finna? Tæpast. Og þó, - eftir nokk-
ur fótmál berst lágvært og kunnug-
legt hljóð tl eyrna. Silfurtær lind
sprettur upp í þröngri klettaskor,
dálítil uppistaða myndast og frá
henni seytlar lækjarspræna tvo til
þrjá faðma og hverfur svo aftur í
urðina. Hvílík svölun! Hvílíkur
ferskleiki! Sá einn sem við sli'kar
aðstæður fær svalað þorsta sínum
getur til fullnustu notið þess og
skynjað og man stundina upp frá
því. Og einmitt til slíkra áhrifa vil
ég jafna áhrifum af lestri bókanna
hans Ólafs Jóhanns.
Yfír stríðsárin
Svo sem áður var á drepið er
þessi bálkur endurminningar Páls
Jónssonar og hefst frásögnin þar
sem sögumaður er hættur skóla-
námi sökum fátæktar og er í örviln-
un að leita sér að einhverri atvinnu
- þetta er á ofanverðum kreppuár-
um. Hann hefur misst móður sína
bamungur, en faðir hans, sjómað-
ur, er sagður hafa farist fyrir fæð-
ingu hans. Páll hefur alist upp í
guðsótta og góðum siðum að þeirra
tíma hætti hjá ömmu sini á Djúpa-
firði, en við fráfall hennar kom los
Hugleiðingar um skáldsagnaflokk
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
á hann og hann fer til höfuðstaðar-
ins að mennta sig. En brátt þrýtur
öll efni og hann á tæpast til næsta
máls. Ekki bætir það úr skák að
hann er mjög upptendraður af ung-
ri stúlku, Kristínu, sem hann hefur
kynnst. Þannig standa málin þegar
Páll rekst á hrímgráum vetrardegi á
Valþór, sem er að hleypa af stokk-
unum vikublaðinu Blysfara. Hann
ræður sig til blaðsins og varir sam-
vinna þeirra Valþórs fullan áratug,
eða þar til henni lýkur með skjót-
um hætti seint í mars 1949.
Samdrætti þeirra Páls og Kristín-
ar lýkur á vordögum 1940 þegar
„ástandið“ hefst. Allir atburðir í
tengslum við það orkuðu með
kremjandi kvöl á þessa viðkvæmu
sál og áttu sinn þátt í því að hann
dregur sig inn í skel. Strax í þessu
fyrsta bindi eru meistaralega sam-
an fléttaðir atburðir tímans og ljós-
lifandi persónur.
Annað bindi ritverksins, Seiður
og hélog, kom út 1978, og spannar
það hernámsárin til lýðveldistök-
unnar og styrjaldarloka, eða þegar
atómsprengjum er varpað á tvær
japanskar borgir í ágúst 1945. í
meðferð höfundar verður undan-
fari þeirra válegu atburða magnað-
ur kvíða og spennu svo með ólík-
indum er.
Uppreisnin
í síðasta bindinu, Drekum og
smáfuglum, nær spennan hámarki.
Um leið og atburðarásin hnígur
fram af vaxandi þunga skýrist vit-
und sögumanns sjálfs og þörf hans
fyrir að vita með vissu hver hann er
og þá hver uppruni hans er. Þetta
eru síðustu forvöð, því presturinn
sem einn geymir leyndarmálið um
faðerni Páls andast skömmu eftir
að hann leysir frá skjóðunni. Mikil
dul í kringum nýjan Blysfaramann,
Finnboga Ingólfsson, og afdrif
hans, þyngja þann ugg sem stafar
af Bandalaginu mikla, sem er í
deiglunni en er reyndar búið að
semja um á laun. Hinn húsbónda-
holli Páll Jónsson stendur nú allt í
einu frammi fyrir því að þurfa að
taka örlagaríka ákvörðun. Hús-
bóndi hans, sem vill reyndar
gjarnan hjálpa trúum aðstoðar-
manni sínum til að „komast
áfram“, setur hnefann í borðið og
skipar Páli Jónssyni að skrifa í
Blysfara ritstjórnargrein um þetta
spursmál, hernaðarbandalagið,
sem brann á allra vörum, og les
fyrir í stórum dráttum hvernig
skrifa skuli. En þá er nóg komið,
aldrei mun hann vinna verk gegn
sannfæringu sinni, Páll mun
reynast trúr þeim arfi sem hann
hefur frá ömmu sinni og öðru
ágætu fólki sem byggt hefur þetta
land. 30. mars 1949 rennur upp, og
á þeim örlagadegi gerist það m.a.
að Páll verður aðnjótandi sérstakra
„atlota" föðurs síns, sem er mættur
til leiks með hjálm og kylfu að hætti
ýmissa góðborgara. Siðprúð
menntaskólastúlka, sem varð and-
vaka yfir skrifum Páls leiðist út í
atferli sem kosta hana viðkomu í
Steininum - máski hafa þeir at-
burðir orðið þeim báðum örlaga-
valdur, svo sem síðar kemur í ljós.
Persónur þessa mikla ritverks
eiga það sameiginlegt að vera fyrr
en varir orðnir eins og gamlir kunn-
ingjar lesandans. Þúsundþjalasm-
iðurinn og öðlingurinn Jóakim,
sem hvers manns vanda leysir. Jón
kappinn Guðjónsson sem er svo
lúsiðinn við að „bjarga sér eins og
best gengur“. Valþór sem var orð-
aður við róttækni ungur, en verður
að dansa eftir höfði hluthafanna í
blaðinu. Einar blaðamaður sem
kemst til mannvirðinga einmitt
vegna þess hve grunnt er á honum.
Við fylgjumst með þroskasögu Páls
Jónssonar og lesum um leið sögu
þjóðarinnar í hnotskurn á mestu
umbrotatímum sem yfir hana hafa
gengið.
Gullið rauða
Upprifjunin á Völsungasögu um
gullið rauða og drekann hittir beint
í mark. Handavinna konu Páls er í
senn eggjun og spásögn og gáta.
Kappinn sem leggur drekann spjóti
- er hann sá sem framlengir söguna
um eilífa bölvun gullsins, sögu á-
gimdar og haturs? Eða er hann sá
sem ræður niðurlögum ófreskjunn-
ar? Hver annar en kona hans, sem
laust þjóðsvikara kinnhest, er bet-
ur í stakk búin til að sauma þá
mynd, til að ráða þá gátu? Hin
unga móðir sem ber líf framtíðar
undir belti sér.
Þessi saga á svo sannarlega er-
indi við fleiri en okkur íslendinga.
En fyrst og síðast er þetta rammís-
lenskt verk, sem samlöndum höf-
undar er tiltækt, þegar þeií þurfa
að leita sér skilnings á sögu þessa
örlagatímabils. Þangað er einnig
að sækja vopn sem vel bíta þegar
íslensk þjóð sem heild vaknar til
vitundar um þann háska og þá
niðurlægingu sem henni er búin af
hersetu og þátttöku í hernaðar-
bandalögum brjálseminar. Og það
er einmitt þetta sem gerir þessa
skáldperlu okkur enn dýrmætari.
Sigmar Hróbjartsson.
Bandalag Jafnaðarmanna hefur safnað upplýsingum um risaflugstöðina á Keflavíkurflugvelli
Gróðurhúsið rúmlega þriðjungur af flugstöðinni!
38
þúsund
rúm-
metrar
afflug-
stöðinni
fyrir
gróður-
skála!
Gróður-
skálinn
kostar
391
miljón!
flugstöðvar
Ný flugstöð
Ný flugstöð
itærða húsrýmis: igstöð > núv. 7.000 m2 14.000 m2 24.500 m3 49.000 m3
1. hæð 5.963 m2 26.833 m3
2. hæð 6.321 m2 28.444 m3
landg. 1.319 m2 8.234 m3
flugstöðvarrými 13.603 m2 63.511 m3
nýtanl. þakrými 2.450 m2 38.987 m3
16.053 m2 102.498 m3
leiðslu kjallari - 5.963 m2 11.926 m3
Samtais
Samanburður stærða húsrýmis:
22.016 m2 114.424 m3
Núverandi flugstöð
Ný flugstöð
1., 2. hæð, landg.
Ný flugstöð án kjallara
Ný flugstöð m. kjallara
7.000 m2 - 100% 24.500 m3 - 100%
13.603 m2 - 194% 63.511 m3 - 259%
16.053 m2 - 229% 102.498 m3 - 418%
22.016 m2 - 314% 114.424 m3 - 467%
Notað rými í nýrri flugstöð 63.511 m3 - 55,50%
Ónotað þakrými í nýrri flugstöð 38.987 m3 - 34,07%
Ónotað kjailararými í nýrri flugstöð 11.926 m3 -10,43%
Samtals rými í nýrri flugstöð 114.424 m3 - 100%
Samanburður á byggingarkostnaði
Byggingarkostnaður húsnæðis nýrrar flugstöðvar er áætlaður vera
US $ 40.000.000 eða ísl. kr. 1.178.000.000 (gengisskráning 6. febr.
1984 1 US = 29,45 ísl. kr.) sem er kr/m3 = 1.178.000.000/114.424 =
10.295 kr/m3
Áætlaður byggingarkostnaður nýrrar flugstöðvar, sem er 10.295
kr/m3. er notaður til samanburðar á kostnaði við að byggja nýja
flugstöð að stærð samsvarandi eftirfarandi hússtærð:
Ný flugstöð
heild 114.424 m3 x 10.295 kr/m3 = 660.560.000 kr - 100,0%
Ný flugstöð
1., 2. hæð
og landg. 63.511 m3 x 10.295 kr/m3 = 653.848.285 kr - 55,5%
Núverandi
flugstöð 24.500 m3 = 10.295 kr/m3 = 252.228.480 kr - 21,4%
Það er svo sem engin furða þótt
margir leiði hugann að þeim stór-
fenglega skapnaði í líki nýrrar flug-
stöðvai, sem áformað er að byggja
á Keflavíkurflugvelli - ef vondir
menn koma ekki fram vélráðum
sínum gegn því þarfaþingi.
Á fundi, sem þingflokkur
Bandalags jafnaðarmanna hélt nú
nýlega með fréttamönnum var lögð
fram skýrsla um sundurliðun og
samanburð „á tiltölulegum upplýs-
ingum“ um stærðir húsnæðis og
áætlaðan byggingarkostnað fyrir-
hugaðrar flugstöðvar á Keflavíkur-
flugvelli samkvæmt upplýsingum
fengnum á tímabilinu frá maí 1983
til febrúar 1984.“
Niðurstöður á samanburði
tölulegra upplýsinga um
stærðir húsnæðis og bygg-
ingarkostnaðar
Stærð gólfflatar núverandi flug-
stöðvar er 7.000 m2 og er þessi
stærð nær tvöfölduð í nýrri flugstöð
þar sem gólfflötur fyrir flugstöðv-
arrekstur er 13.603 m2.
Þegar bornar eru saman stærðir
núverandi flugstöðvar og fyrirhug-
aðrar nýrrar flugstöðvar kemur í
ljós að stækkun gólfflata nýrrar
flugstöðvar er tvöföld um leið og
stækkun rúmmálsins er 4,6 -föld.
í fljótu bragði virðist mega draga
þá ályktun að unnt sé að byggja
nýja flugstöð með nauðsynlegu
gólfflatarrými sem er rúmlega tvö-
falt stærra en í núverandi flugstöð
fyrir 63/100 þeirrar upphæðar sem
áætlað er að ný flugstöð samkvæmt
núverandi hönnun kostnaði.
Til þess að svo megi verða þarf
að gera þær breytingar á hönnun
hússins að gróðurskálinn, sem er
um 34% af heildarstærð hússins
eða 38.000 m3 og kostar 38.000
m3 x 10.295 kr/m3 = 391.210.000 I
kr. er tekinn „ofan af“ húsinu og
settur til hliðar við það og byggður
Sneiðingamyndir húsnæðis fyrirhugaðrar nýrrar
flugstöðvar þar sem loftrými gróðurskálans er
sérstaklega táknað.
síðar ef hann er talinn nauðsyn-
legur rekstri flugstöðvarinnar.
Nauðsynlegum búnaði loftræsti-
kerfis flugstöðvarinnar og annarri
starfsemi sem ér fyrirhugað í nýt-
anlegu 2.450 m3 stóru þakrými
hennar má koma fyrir í húsnæði
sem er 2.450 m2 x 3,5 m = 8.575 m3
og kostar 8.575 m3 x 10.295 kr/m3 =
88.279.625 kr. ■
Þessi breyting á færslu gróður-
skálans þýðir lauslega áætlaða
302.930.375 kr. lækkun bygging-
arkostnaðar (391.210.000 -
88.279.625 kr. = 302.930.375 kr).
Nýtanlegur gólfflötur flugstöðv-
arinnar eftir ofangreinda breytingu
er 13.603 m2 + 2.450 m2 = 16.053
m2 og kostar samkvæmt framan-
greindu um 875.069.625. - kr. eða
29.713.739 US $. Gróðurskálinn
„til hliðar" við flugstöðvarbygging-
una kostar eftir sem áður kr.
302.930.000.
Áður en bygging hans verður
hafin verður án efa komið í ljós að
fyrir andvirði byggingarkostnaðar
gróðurskálans er hægt að stækka
flugstöðina um 6.500 m2 (6.500 m2 x
4.5 = 29.250 m3 x 10.295 kr/m3 =
301.128.750 kr) í nýtanlegum gólf-
fleti fyrir flugstöðvarrekstur með
4.5 m lofthæð.
í ofangreindum kostnaðartölum
er ekki reiknað með gerð leiðslu
kjallara undir flugstöðvarbygging-
unni þar sem ekki er ljóst hver er
forsenda hans.
í byggingarlýsingu embættis
húsameistara ríkisins er talað um
að tekin verði afstaða til þess síðar
hve mikinn hluta kjallarams megi
taka til nýtingar, þar sem lofthæð
hans verðir mismunandi eftir hæð-
arlegu klappar undir húsinu. Án
efa má finna hagkvæmari lausn á
húsnæði til notkunar fyrir bak-
svæði vörugeymslu, geymslur,
sorp, o.s.frv. en í kjallararými
undir flugstöðinni.
-mhg
Myndræn sundurliðun tölulegra upplýsinga
um stærðir húsnæðis flugstöðvar á Keflavík-
urflugvelli.
III; :::::
:::: :::: :::u
zzzz yAz :: :p»
<o
k.
3
«o
o
D>
14.000 m2 49.000 m3
Tvöföld stærð
núverandi
flugstöðvar.
16.053 m2 102.498 m3
Stærð
nýrrar flugstöðvar
1. og 2. hæð,
landgangur og nýtan-
legt bakrými.