Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Samningur SAMNINGUR milli Alþýðusambands íslands fyrir hönd aðildarsamtaka sinna og Vinnuveitendasambands íslands fyrir hönd aðildar- félaga þess og einstakra meðlima. 1. grein. Allir síðast gildandi samningar ofangreindra aðila fram- lengjast með þeim breytingum, sem í samningi þessum greinir. 2. grein. Launaliðir breytist þannig: Við undirskrift samnings þessa hækka kauptaxtar og við- miðunartölur um 5,0%. Þá skulu og kauptaxtar og viðmið- unartölur hækka um 2% hinn 1. júní 1984, um 3% hinn 1. september 1984 og aftur um 3% hinn 1. janúar 1985, enda hafi launaliðum samningsins ekki verið sagt lausum sam- kvæmt heimildarákvæðum 7. greinar. 3. grein. Lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu skulu vera frá undir- skriftardegi sem hér segir: Kr. 11.509 fyrir starfsmenn 16 ára og eldri. Kr. 12.660 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri, sem starfað hafa 6 mánuði í starfsgrein. Sama gildir um iðnnema síðustu 6-12 mánuði náms- eða þjálfunartímans eftir lengd hans, sbr. þó útreikningsreglu varðandi nema á námssamningi skv. sér- stöku samkomulagi þar um frá 16. nóvember 1981, svo og fylgiblað I. Framangreindar upphæðir taka breytingum skv. 2. gr. 1 júní og 1. sept. 1984 svo og 1. janúar 1985. Þegar metið er hvort starfsmaður á rétt á greiðslu vegna þessa ákvæðis, skal telja með dagvinnutekjum allar launa- greiðslur aðrar en greiðslur vegna yfirvinnu, vaktavinnu eða kostnaðargreiðslna. 4. grein. Á samningstímabilinu munu aðilar samnings þessa vinna að endurskoðun samningsákvæða um launagreiðslur í veikinda- og slysaforföllum með það að markmiði að gera veikindaréttarákvæði tryggingartæk. 5. grein. Á samningstímabilinu munu samningsaðilar beita sér fyrir aðgerðum, sem til þess eru fallnar að auka framleiðni og verðmætasköpun á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Einn þáttur þessa er endurskoðun afkastahvetjandi launakerfa. Launakerfin verði athuguð og tryggt, að þau leiði til aukinn- ar framleiðni og gefi eðlilegt endurgjald fyrir vinnuframlag. 6. grein. Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband ís- lands munu beita sér fyrir því að gerður verði fyrir 1. apríl n.k. samningur um vinnu við virkjunarframkvæmdir. 7. grein. Samningur þessi gildir til 15. apríl 1985 en heimilt er samningsaðilum að segja upp launaliðum samningsins með mánaðar fyrirvara þannig að þeir verði lausir 1. september 1984 svo og 1. janúar 1985. Reykjavík, 21. febrúar 1984. Með venjulegum fyrirvörum: F. h. Alþýðusambands íslands Ásmundur Stefánsson, Björn Þórhallsson, Ragna Bergmann. F.h. Vinnuveitendasambands íslands, Páll Sigurjónsson, Hjalti Einarsson, Kristján Ragnarsson, Davíð Sch. Thorsteinsson, Magnús Gunnarsson. Tillögur um úrbœtur fyrir hina verst settu í samningi ASÍ og VSÍ er gert ráð fyrir sérstökum úrbótum fyrir hina verst settu, sem ríkisstjórnin hefur gert vilyrði fyrir. Er þar um að ræða tilfærslur innan gildandi fjárlaga þar sem einkum mun áformað að draga úr niðurgreiðslum landbúnaðarafurða, og er áætlað að þessar tilfærslur nemi 306-330 miyónum króna. Tillögur þessar eru sem hér segir: 1. Tekjutengdur barnabótaauki. Lagt er til að sérstakur tekjutengdur barnabótaauki verði tekinn upp. Upphæð fulls barnabótaauka verði 12.000 kr. sem lækki eftir visst tekjumark þannig að tekjuhærri heimili fái engan barnabótaauka. Barnabótaaukinn verði útfærður þannig, að þeir skattgreiðendur fái hann ekki, sem hafa möguleika á framfærslu með öðrum hætti, svo sem vegna vinnu við eigin atvinnurekstur, af eignurp eða námslánum. Reiknað er með því að þeir skattgreiðendur sem þess óska geti fengið fyrirframgreiðslur endurskoðaðar í ljósi þessa nýja barnabótaauka. Þær tölur sem miðað er við eru: Einstæðir foreldrar Hjón & sambúðarfólk Tekjur ’83 Upphæð Tekjur ’83 Upphæð 0-150 þús. 12.000 kr. 0-220 þús. 12.000 kr. 151-300 þús. 6,67% 221-370 þús. 6,67%lækkun lækkun f. hver 10 þús. f. hver 10 þús. Fjöldi barna Fjöldi barna 0-150 þús. 2156 0-220 þús. 3457 151-300 þús. 3616 221-370 þús. 14319 Samtals er kostnaðurinn 130-145 millj. á ári. 2. Óendurkræfur barnalífeyrir (meðlag). Lagt er til að óendurkræfur barnalífeyrir verði hækkaður úr 1.615 kr. á mánuði í 2.015 kr.. Meðlagsgreiðslur fylgjast að með þessum greiðslum. Áætlaður kostnaður fyrir ríkissjóð af þessari aðgerð er 14.1 millj. á ári. 3. Mæðra- og feðralaun Lagt er til að mæðra- og feðralaun hækki um 750 kr. á mánuði fyrir hvert barn. Samkvæmt hugmyndum yrðu greiðslurnar þannig: Nú á mánuði Yrði á mánuði Foreldri með 1 barn 513 kr. 1.263 kr. Foreldri með 2 börn 1.809 kr. 3.309 kr. Foreldri með 3 börn 3.619 kr. 5.869 kr. Kostnaðarhækkuninvegnaþessaeráætluð60millj. kr. áári. 4. Tekjutrygging o.fl. fyrir elli- og örorkulífeyrisþega Lagt er til að eftirtaldar hækkanir verði á greiðslum al- mannatrygginga: Tekjutrygging: Hámarksupphæð hækki um 10% þ.e. úr 3.861 kr. á mánuðií 4.247 kr. fyrir einstaklingogúr 6.527 kr. á mánuði í 7.180 kr. fyrir hjón. Frítekjumarkið hækki um 10% þ.e. úr 26.440 kr. á ári í 29.084 kr. fyrir einstaklinga og úr 37.010 kr. áárií 40.711 kr. fyrir hjón (Miðað er við tekjur 1982). Skerðingarprósentan lækki um 10 prósentustigþ.e. úr55% í 45%. Heimilisuppbót: Hækki um 10%, þ.e. úr 1.293 í 1.422 kr. á mánuði (fyrir einstaklinga). Vasapeningar hækki um 500 kr. á mánuði, þ.e. úr 1.250 kr. á mán.' í 1.750 kr. á sjúkra- deildum og úr 1.489 kr. á mán. í 1.989 kr. hjá öðrum. Alls fengu 1.726 einstaklingar vasapeninga í febrúar. Kostnaður við þessar breytingar er: Tekjutrygging og heimilisuppbót (106 millj.) Vasapeningar 10.4 millj. Heildarkostnaður vegna þessara tillagna er áætlaður 306,4 - 330 millj. kr. Tímaótasamningur fyrir LHR Eftir Gísla Ól. Pétursson Leiðari Þjóðviljans í fyrradag er reistur á misskilningi. Launamálaráð háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, þeirra sem eru innan BHM, (skst.LHR), hefurengakröfu sett fram um það, að fá í sinn hlut árangurinn af samning- um annarra. Fjármálaráð- herra hefur þar af leiðandi hvergi tekið afstöðu til þess. LHR hefur ekki einu sinni sett fram kröfu um að fá sérstakar kjarabætur vegna hinnar gífur- legu kjaraskerðingar undanfar- inna 8 mánaða. LHR hefur að- eins sett fram enn einu sinni sína afdráttarlausu kröfu um það að fá sömu laun og aðrir þeir, sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Það launamisrétti er nú orðið gífurlegt. Krafan um sama kaupmátt og 1. mars 1983 er krafa um fyrsta áfanga að þessu marki. LHR sá ekki þá stöðu í þjóðfélaginu sem réttlætti í þess- ari lotu sérstakar kjarabætur til aðildarfélaga LHR umfram aðra vegna kjararýrnunar síðustu mánaða. Kjarasamningar LHR og fjár- málaráðherra fara eftir lögum. Lögin banna LHR að fylgja kröf- um sínum eftir. Þau banna LHR að leggja niður störf til að knýja fram réttmæta launakröfu. Þeir, sem settu lögin, þóttust bæta réttleysi LHR með sérstöku lagaákvæði. Ákvæðið er miðað við breytingar á kjarasamningum annarra launþega. Lagaákvæðið segir, að þá geti LHR krafist endurskoðunar á sínum samn- ingi. Lagaákvæðið segir ekkert um hvað koma skuli út úr slíkri endurskoðun. Hingað til hafa þær fært félögum LHR afar skerta hluta. Þannig byggist leiðari Þjóðvilj- ans í fyrradag á misskilningi. Það var hins vegar ein megin- krafa LHR að þessu sinni að losna við þessi lög. Að losna við þetta lagaákvæði eins og önnur, sem skerða samningsrétt LHR. LHR sótti það fast að fá rétt til að leggja niður störf í kjaradeilum. Þessari kröfu var alfarið hafn- að. LHR leitaði liðsinnis víðar en án árangurs. LHR situr því uppi með þessi lög. LHR hefur nú í tíu ár staðið skrikandi fæti í varnarbaráttu um kjör félagsmanna sinna. Á þess- um tíma hafa kjörin rýrnað sífellt meira og meira í innbyrðis sam- anburði við kjör annarra launþega. Samningsnefnd ríkisins, fjár- málaráðherrar og Kjaradómar hafa í tíu ár skellt skollaeyrum við ábendingum LHR og virt að vett- ugi skyldur sínar til gagnaöflun- ar. Þeir hafa sagt ábendingar LHR vera staðlausa stafi. Þetta séu bara fullyrðingar, sem hafi eigi við rök að styðjast. Þeir segj- ast ekki trúa því, að nokkur um- talsverður munur sé á kjörum fé- lagsmanna LHR og annarra, sem sambærileg störf vinna hjá öðrum en ríkinu. Þeir hafa ekki talið sig sjá neina ástæðu til að vinna þau gögn, sem styðja mundu mál LHR. Þannig hefur staða LHR orðið vonlausari með hverjum nýjum Kjaradómi. Með þessum kjarasamningi eru tímamót í samningasögu LHR. Ríkisvaldið fellst á að tekin verði upp alvöruvinna við kjararannsóknir. Þær skuli mið- ast við að varpa ljósi á raunveru- leg kjör þeirra, sem vinna hjá rík- inu. Þær skuli einnig miðast við að varpa raunverulegu ljósi á -raunveruleg kjör þeirra, sem vinna sambærileg störf hjá öðrum en en ríkinu. Þessum rannsókn- um skuli stýrt af báðum samn- ingsaðilum. Þeir verða því ekki í aðstöðu til að neita réttmæti gagnanna þótt þeir geti orðið ó- sammála um túlkun þeirra. Loksins á LHR raunverulega möguleika á að leggja fram hin nauðsynlegu gögn. Loksins hillir undir þá stund, að félagsmenn LHR geti vænst örlítils réttlætis. Félagsmenn LHR óska aðeins réttlætis. Þeir eru dætur og mæð- ur launþega í ASf og BSRB en þeir njóta ekki sömu mannrétt- inda. Þjóðviljinn styður baráttu allra manna fyrir mannréttindum og réttlæti. Þar að mun koma, að pólitísk staða í þjóðfélaginu leyfir Þjóðviljanum að íhuga þessi mál. Þá má vænta nýs leiðara Þjóðvilj- ans um samning LHR. Sá leiðari mun bera heitið: TÍMAMÓTASAMNINGUR. /4 ttu við GÓLF **• ÞAKVANDAMAL að stríða? Betokem SUM gólfílögn Betokem gólilögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tima. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Sviþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru i upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. Engin umikeyti FILLC0AT T V' *■' gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: ir\ ■■ it Av VT Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið i sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. r*nfy ;v-.. X, ■ : ílllflli]IS#lill EPOXr - G0LF iVí HAFNARFIRM SlMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.