Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 28. febrúar 1984|ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 170 þúsund í Mad- rid og Torino Firnrn breytingar á liði Skotlands Jock Stein, landsliðseinvaldur Skota í knattspyrnu, hefur gert rimm breytingar á liði sínu sem mætir Wales í bresku meistara- keppninni í kvöld. Jim Bett, fyrr- um leikmaður Vals og Rangers sem nú leikur í Belgíu með Lokeren, er kominn í liðið á ný ásamt David Cooper frá Rangers sem síðast lék með því fyrir hálfu fimmta ári síðan, Pauí Sturrock frá Dundee United, Arthur Albiston frá Man- chester United og Willie Miller frá Aberdeen. Níu leikmenn liðsins leika með skoskum félögum, aðeins tveir, Albiston og Graeme Souness, með enskum. Nigel Vaughan og Paul Price hafa verið settir útúr velska lands- liðinu frá síðasta leik, jafnteflinu örlagaríka við Júgóslavíu, en í stað- inn koma inn Jeremy Charles, QPR, og Alan Curtis, Southamp- ton. Kevin Ratcliffe, Everton, tekur við fyrirliðastöðunni af Bry- an Flynn, Burnley. Bobby Robson, einvaldur Eng- lands, hefur ekki enn tilkynnt byrj- unarliðið gegn Frökkum annað kvöld. Flest bendir til aðSteve Wil- liams frá Southampton fái tækifæri - á miðjunni við hlið Bryans Rob- son, Glenns Hoddle og Sammys Lee. „Ég hef engan markaskorara á takteinum", sagði Robson um helgina. Rétt hjá honum, Tony Woodcock hefur ekkert skorað fyrir Arsenal að undanförnu og lík- legtertaliðaðRobsonsetjihannút , og gefi markadúettnum frá Luton, Paul Walsh og Brian Stein, tæk- færi. - HB/-VS. ítalir enn á eftir Bryan Robson! Forseti Fiat verður í Forseti Fiat-verksmiðjanna ítöl- sku, Agnelli, sem áður var forseti knattspyrnustórveldisins Juventus (þetta er allt nánast eitt og sama fyrirtækið), ætlar til Parísar annað kvöld til að fylgjast með Bryan Robson, fyrirliða Englands og Manchester United, í landsleiknum við Frakka. Samkvæmt ítölskum fréttum er Agnelli reiðubúinn til að leggja fram þrjár miljónir punda eða jafnvel meira til að kaupa Robson í stað Pólverjans Boniek sem að öllum líkindum verður seldur frá Juventus í vor. Agnelli hefur mjög gagnrýnt Pólverjann í vetur. „Ég hef aðeins fengið óbeinar fréttir um þessar fyrirætlanir Ju- ventus og segi ekkert fyrr en ítal- irnir hafa beint samband við mig,“ sagði Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Man. Utd. um helg- ina. Robson er nýbúinn að lýsa því yfir að hann ætli að vera kyrr hjá París Man. Utd. og Atkinson að fyrirliði sinn sé ekki falur, hvað sem í boði væri, en upphæðir sem þessar geta auðveldlega fengið menn til að skipta um skoðanir. - HB/Englandi HSÍ bannaði landsliðsstúlkunum að leika á íslandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu! Það voru toppleikir víða í deilda- keppnunum í knattspyrnu í Evrópu og áhorfendafjöldi mikill. Hvergi þó meiri en í Madrid á Spáni þar sem 100 þúsund manns sáu Real Madrid vinna Barce- lona 2-1. Juanito og Santillana skoruðu fyrir Real en Diego Maradona fyrir Barcelona. Maradona tognaði á kálfa í leiknum og ólíklegt er að hann geti leikið gegn Manch. United í Evrópu- keppni bikarhafa í næstu viku. Rúm 70 þúsund sáu Torinoslaginn á Ítalíu þar sem Juventus vann Torino 2-1. Michel Platini átti enn einn stór- Ieikinn og skoraði bæði mörk Juve. Ju- ventus hefur þar með 5 stiga forystu á meistara Roma sem eru einir í öðru sæti eftir 2-2 jafntefli gegn sfnum ná- grönnum í Róm, Lazio. í toppleiknum á Hollandi tók Feyen- oord forystuna á ný með því að bursta Ajax, 4-1. Hefnd fyrir 8-2 tapið í Am- sterdam í fyrri leiknum. Johan Cruyff, Týr, Þór og Ár- mann í úrslit Þór Akureyri, Týr Vestmannaeyjum og Ármann eru komnir í 4-liða úrslitin í 3. deild karla í handknattleik eftir leiki helgarinnar. Þór vann góðan sigur á Aftureldingu í Mosfellssveit, 23-21, og síðan nauman sigur í Keflavík, 20-19. Týr gerði jafntefli við Akranes í Eyjum, 19-19. Þór og Týr hafa því 23 stig og einn leik eftir, Ármann 22 og tvo eftir en fer örugglega í úrslit vegna hagstæðrar útkomu úr innbyrðis leikjum við Aftur- eldingu og Akranes. Akuresingar eru með 20 stig og eiga tvo leiki eftir en kostnað Aftueldingar mcð því að fá 3 Afturelding hefur 20 stig og aðeins einn stig úr leikjum sínum við Þór og Kefla- leik eftir. Akranes kæmist því áfram á vík. - VS. hinn 37 ára gamli snillingur, lék Ajax, sitt gamla félag, grátt. Hann skoraði eitt marka Feyenoord og lagði hin þrjú upp. Feyenoord hefur nú 38 stig en Ajax 36. _ y§_ Ársæll Kristjánsson fyrirliði Þróttar hampar íslandsbikar karla í innan- hússknattspyrnu. Til vinstri eru íslandsmeistarar ÍA í kvennaflokki. Nán- ar um mótið á opnunni. Myndir: - eik. Frábært sund Ragnars! Ragnar Guðmundsson, hinn bráðcfnilegi 16 ára piltur, setti glæsilegt íslands- og piltamet í 1500 m skriðsundi á jóska meistaramót- inu í sundi um helgina. Hann varð annar í sundinu á 16:11,8 mín, og bætti eigið met um rúmlega hálfa mínútu! Frábært sund hjá Ragn- ari, og í leiðinni setti hann (slands- og piltamet í 800 mctruin, millitími hans þar var 8:34,64 mín. sem er 14 sekúndum betra en gamla mctið sem Ingi Þór Jónsson átti. Ragnar hefur þar með náð lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramót ung- linga. Ragnar keppti cinnig i 400 m skriðsundi og varð fjórði á 4:09,3 mín, aðeins 2/100 frá hálfsmánaðar gömlu íslandsmeti sínu á þeirri vegalengd. Með hinu stórkostlega 1500 m sundi sínu er hann orðinn þriðji besti sundmaður Norður- landa í sfnum aldursflokki. Systir hans, Þórunn Kristín, keppti einnigá mótinu. Hún varð 8. í 800 m skriðsundi á 9:41,58 mín. og bætti þar með eigið stúlknamet úm rúmlega sekúndu. Hún var að- eins 8/100 frá íslandsmetinu á vega- lcngdinni. Neptun, félag þeirra systkina sem faðir þcirra, Guð- mundur Harðarson, þjálfar, náði góðum árangri á mótinu og átti sig- urvegara í sex greinum. „Of mikil slysahætta“ Kvennalandsliðsnefnd HSÍ bannaði Qórum stúlkum, Erlu Rafnsdóttur og Guðrúnu Guðjóns- dóttur úr Breiðabliki, Ernu Lúð- víksdóttur úr Val og Kolbrúnu Jó- hannsdóttur úr KR að taka þátt í íslandsmótinu í innanhússknatts- pyrnu um helgina. Að öðrum kosti fengju þær ekki að fara með í Bandaríkjaferðina með landsliðinu í handknattleik sem hefst í dag. „Landsliðsnefndin og þjálfari töldu slysahættuna of mikla og ekki rétt að leyfa stúlkunum að taka þátt í mótinu þegar svona erfitt ferðalag er fyrir höndum. Þær hafa verið að leika erfiða leiki í íslands- mótinu í handknattleik og álagið hefði verið alltof mikið. Þetta samá hefði verið gert ef karlalandsliðs- menn hefðu átt í hlut, sagði Björg Guðmundsdóttir, sem á sæti í landsliðsnefndinni, í samtali við Þjóðviljann í gær. Þarna skaut landsliðsnefndin yfir markið. Með þessu er greini- lega verið að þvinga stúlkurnar til að velja aðra íþróttagreinina fram- yfir hina en þegar svona er staðið að málum er hætt við að þetta beri þveröfugan árangur. Greinilegt var að gífurleg óánægja ríkti meðal stúlknanna og félaga þeirra í knattspyrnunni um helgina. Varð- andi samanburðinn við karlalands- liðið er rétt að benda á að landsliðs- maður og Frakklandsfari, Páll Ól- afsson, lék stórt hlutverk í íslands- meistaraliði Þróttar í innanhúss- knattspyrnunni um helgina. _ VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.