Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 4
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 íþrottir Umsjón: Viðir Sigurðsson „Ég var alltaf hræddur þegar QPR sóttl. Liðið spilar góða sóknarknattspyrnu og Terry Venables framkvæmdastjóri hefur unnið frábært verk,“ sagði Joe Fagan, fram- kvæmdastjóri Liverpool, eftir leik iiðanna á Anfield á laugar- daginn. -HB/Englandi Samvinna þeirra Ians Rush og Mikes Robinson í framlínu Liver- pool er með ólíkindum þessa dag- ana. Með slíka jöfra innan sinna vébanda, kemst hvaða lið sem er býsna langt, hvort sem það heitir Hartlepool eða Liverpool. Á laugardaginn náði Liverpool ijög- urra stiga forystu í ensku 1. deildinni. Sú spá margra að Li- verpool væri að missa tökin á topp- num virðist ekki byggð á traustu rökum. Það þurfti ekki nema 8 mínútur í leiknum gegn QPR til að taka af öll tvímæli um það hvar stigin þrjú myndu hafna. Langur bolti frá varnarmönnum Liverpool hafnaði á hausnum á Robinson. Þaðan fór hann til Rush, sem lék á Ian Dawes, bakvörð QPR, og síðan ekki söguna meir, í fjærhornið flaug knötturinn. Ekki voru Lundúnastrákarnir á þeim buxunum að gefast upp og nokkrum sinnum mátti Bruce Zimbabwebúi stíga trylltan dans í Liverpoolmarkteignum. Á 54. mínútu gerði Liverpool, með So- uness karlinn sem besta mann, út um leikinn. Enn á ný voru það fél- agarnir Rush og Robinson sem voru á ferð og að þessu sinni kom það í hlut Robinsons að skora. Undir lokin varði Peter Hucker, þorgarmaður QPR, vítaspyrnu Phils Neal. Hinir 32 þúsund áhorf- endur hurfu glaðir til síns heima og fyrir hina fjölmörgu Liverpoolað- dáendur má geta þess að Kenny vinur þeirra Dalglish kemur vænt- anlega ferskur af verkstæðinu beint í slaginn þann 10. mars. Kevin Moran hetja Man.Utd Manchester United sýndi það í leiknum gegn Sunderland að þeir ætla ekki að leyfa Liverpool að marsera einum í áttina að meistar- atitlinum. Ekki leit þó gæfulega út eftir stundarfjórðungs leik á Old Trafford. 40 þúsund áhorfendur fylgdust agndofa með dágóðri sendingu Shauns Elliott sem rataði beint fyrir fætur Lees Chapman og þaðan framhjá Bailey í United- markinu. Aðeins 4 mínútum fyrir leikhlé náði Man. Utd að jafna. Arnold Muhren tók hornspyrnu og uppúr gnæfði Kevin Moran og fast- ur skalli hans þandi út netmöskv- ana hjá Turner. Eftir hlé var Mor- an enn á ferðinni og aftur kont markið uppúr hornspyrnu. Ray Wilkins tók spyrnuna, vel fyrir Sunderland-markið, Frank Stap- leton stökk manna hæst, nikkaði knettinum til Morans sem birtist eins og óséður rússneskur kafbátur í sænskri og norskri landhelgi, og skoraði sitt annað mark í leiknum, 2-1. Mörkin hefðu getað orðið „Ég velt ekki enn hvort Gary Shaw frá Aston Vllla sé fáan- legur en ég hef mikinn áhuga á honum og Steve Archibald frá Tottenham," sagði Ron Atkln- son, framkvæmdaatjórl Man> Utd, um helglna._ Ekkert hefur heyrst frekar frá Inter Mllano á Ítalíu sem um daglnn lýstl slg reiðubúlð til að grelða eina mlljón punda fyrlr Archlbald. -HB/Englandl Liverpool komid meö fjögurra stiga forystu: Rush og Robinson afgreiddu QPR Steve Williams sýndi Bobby Robson landsliðseinvaldi snilldartakta á laugardaginn. fleiri ef Turner hefði ekki flækst fyrir skotum Whitesides. Undir lokin var Moran hylltur er hann haltraði af leikvelli með sáran ökkla. Paul Mariner hefur engu gleymt, það sýndi hann á City Ground í Nottingham er hann færði Arsenal óvæntan 0-1 sigur með marki á síð- ustu mínútu. Þar með var bundinn endir á sigurgöngu Forest. David O’Leary sendi langa sendingu fram, Hans Van Breukelen, mark- vörður Forest, misreiknaði stefnu knattarins og Paul Mariner var í námunda við hann og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal. Forest var betri aðilinn í fyrri hálfleik með Colin Valsh og Garry Birtles síógn- andi en Arsenal náði sér á strik á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Það er greinilegt að án Brooking og Devonshire er West Ham ekki sama lið og fyrr, þeir Dickens, All- en og Bonds ná ekki að sýna sömu snilli. The Hammers töpuðu 1-0 á Carrow Road í Norwich, skot Johns Deehan sem rataði rétta leið á 78. mínútu dugði heimaliðinu til sigurs. Bobby Robson, enski landsliðs- einvaldurinn, var mættur á The Dell í Southampton til að fylgjast með Mark Wright og Steve Wil- liams, sem hann valdi nýlega í landsliðshópinn fyrir leikinn við Frakka í París. Og enn eina ferðina sýndi Williams það og sannaði að erfitt verður fyrir Robson að trítla framhjá honum þegar hann stillir upp 11 leikmönnum fyrir næsta landsleik. Williams sýndi snilldar- leik og honum getur Southampton öðrum frekar þakkað velgengni sína í vetur. Southampton var allan tímann betra liðið, og mörkin hefðu vel getað orðið fleiri. Á 31. mínútu skoraði Mark Wright með skalla sitt fyrsta mark á keppnis- tímabilinu. í sömu mund og flauta dómarans gall við til merkis um leikhlé, laumaði David Armstrong sér innfyrir Lutonvörnina og skoraði með skalla. í síðari hálfleik sótti Southampton án afláts, Wort- hington skaut í stöng, Paul Elliott barg á línu, og þeir Moran og Armstrong fóru illa með upplögð marktækifæri sem Williams hafði skapað. Á lokamínútunum náði Mal Donaghy að særa fram eina mark Luton í leiknum, 2-1. Sjö mörk í seinni halfleik Ef einhver hefur verið búinn að fá nóg af leik Watford og Everton eftir fyrri hálfleikinn og farið heim í kaffi, getur sá hinn sami nagað sig vel í handarbökin og olnbogana líka. John Barnes kom Watford í 1-0. Það var síðan engu líkara en varnir liðanna hefðu orðið eftir í búningsklefanum í hálfleik. Gra- eme Sharp jafnaði, 1-1, en síðan skoraði Maurice Johnston sitt regl- ubundna mark fyrir Watford, 2-1, John Barnes bætti síðan öðru marki sínu við. Þá leiddist Andy Gray þófið og skoraði fyrir Evert- on, 3-2. Nú, nú, áfram var skorað, og nú var það Wilf Rostron fyrir Watford, 4-2, og leit nú út fyrir að Arsenal vill Souness! í enskum blöðum nú um helg- ina er greint frá því að Arsenal hyggist bjóða i skoska lands- liðsmanninn Graeme Souness hjá Liverpool, og tilgangurinn sagður sá að Don Howe, fram- kvæmdastjóri Arsenal, vilji þannig fá meira útúr Charlie Nicholas, Souness sé rétti mað- urinn til að mata hann á send- ingum. Heldur er þó ólíklegt að Liverpool líti við þessu og Soun- ess sagði við þessum fréttum: „Ég er nýbúinn að kaupa mér nýtt hús í Liverpool og hef aldrei verið ánægðari en núna.“ -HB/Englandi Everton myndi loksins bíða ósigur. En þeir Sharp og Adrian Heath voru á öðru máli og náðu að jafna, 4-4. Hverjir falla með County og Úlfunum? Eftir leikina á laugardaginn er það varla spurning hvaða lið verða í tveimur neðstu sætunum. Úlf- arnir töpuðu Miðlandaeinvíginu- gegn Aston Villa (Peter Withe 2, Paul Birch og Mark Walters skoruðu mörk Villa). Notts County lét dýrmæt stig fara forgörðum á Victoria Ground í Stoke. Það var Mark Chamberlain sem skoraði eina markið í fyrri hálfleik. Leicester þokast af hættu- svæðinu. Á laugardag náðust þrjú dýrmæt stig í leiknum gegn Ipswich sem nú virðist vera heillum horfið. Alan Smith skoraði í fyrri hálfleik og John O’Neill í þeim seinni. WBA er annað lið sem á í miklu basli um þessar mundir. Því tókst einungis að krækja í eitt stig í leiknum gegn Coventry. Nicky Cross kom inná sem varamaður og skoraði fyrir Albion en gleðin var skammvinn því Terry Gibson jafn- aði fyrir Coventry. Birmingham vann góðan sigur á útivelli gegn Tottenham. Það var Mick Harford sem afgreiddi Spurs með eina marki leiksins í seinni hálfleik. Kemst Grimsby upp í 1. deild? Jórvíkurliðið Sheff. Wed. er á ný Ensku blöðin eru orðin mjög neikvæð í garð Phils Neal, bak- varðarins hjá Liverpool sem missti landsliðssætið í síðustu viku. Hann átti afar slakan leik gegn QPR á laugardaginn, virðist útbrunninn, og ólíklegt annað en Liverpool reyni að ná í nýjan hægri bakvörð fyrir næsta keppnistímabil. -HB/Englandi komið á toppinn í 2. deildinni, eftir 2-1 sigur gegn Brighton. Það voru þeir Gary Bannister og Imre Varadi sem skoruðu mörkin tvö. Það lið sem einna mest hefur komið á óvart í 2. deildinni er Grimsby. Liðið er í þriðja sæti og vann Cr.Palace á útivelli með marki Tonys Ford. Hvort drengjunum hans Davids Botth tekst að halda þriðja sæt- inu skal ósagt látið. Kevin Keegan og hinir gaurarnir í Newcastle unnu Cardiff snoturlega og skoraði Keegan 2 mörk, þar af annað úr víti. Chris Waddle bætti þriðja markinu við. Paul Powe fékk hreint út sagt ein- stakt tækifæri til að skora fyrir Man.C- ity gegn Middlesboro. Hann komst einn innfyrir Borovörnina og fimm metra frá marki lét hann skotið vaða en boltinn fór uppí stúku og er enn verið að leita að honum. Það er að segja bolt- anum, því Power fannst í markinu. Col- in Pascoe tryggði Swansea langþráðan sigur. Cliff Carr brenndi af tveimur vít- um í leik Fulham gegn Shrewsbury en það kom ekki að sök því Dan Coney kom Fulham á sporið með sínu fyrsta marki á Craven Cottage í 18 mánuði. Því miður tókst strákunum mínum í Leeds ekki að bera sigurorð af Barnsley og er það hreint óskiljanlegt, eftir að Tommy Wright hafði skorað, 1-0. -AB/Húsavík „Jú, líklega getum við farið upp í 1. delld, þetta eru bara góðar horfur!“ lét loks Howard Wilkinson framkvæmdastjóri Sheff. Wed. hafa eftir sér eftir 2-1 sigur á Barnsley á laugar- daginn sem kom liðinu á ný í efsta sæti 2. deildar. Wilkinson hefur fram að þessu sagt að markmið Sheff.Wed. væri að halda sér í deildinni, stefnan væri sú að fá nógu mörg stig til þess að forðast neðstu sætin! -HB/Englandi Staöan 1. deild: Liverpool .29 17 8 4 47-20 59 Manch.Utd ,29 15 10 4 54-31 55 Nottm.For .29 16 5 8 54-33 53 West Ham .29 15 5 9 48-31 50 Southampton.. .28 14 7 7 35-24 49 Q.P.R .28 14 4 10 45-26 46 Norwich . 29 11 9 9 34-30 42 Watford . 29 12 5 12 56-54 41 Tottenham .29 11 8 10 46-45 41 Aston Villa .28 11 8 9 43-42 41 LutonTown .28 12 4 12 42-43 40 Coventry .28 10 9 9 38-37 39 Arsenal .29 11 5 13 44-40 38 Everton .27 9 9 9 25-32 36 Birmingham.... .28 9 6 13 28-33 33 Sunderland .28 8 9 11 28-39 33 Ipswich .28 9 5 14 36-40 32 Leicester .28 8 8 12 44-49 32 W.B.A .28 9 5 14 31-46 32 Stoke . 29 7 8 14 27-49 29 Notts.Co 5 6 17 36-58 21 Wolves .28 4 7 17 22-58 19 Markahæstir: lan Rush. Liverpool............21 Steve Archibald, Tottenham.....16 Terry Gibson, Coventry....... 15 Gary Llneker, Leicester...... 14 Maurice Johnston, Watford......13 PaulMariner, Arsenal...........13 Tony Woodcock, Arsenal.........13 2. deild: Sheff.Wed.....28 17 7 4 55-26 58 Chelsea.......30 16 10 4 60-32 58 Grimsby.......29 15 10 4 42-28 55 Newcastle.....28 17 3 8 56-39 54 Man.City......29 15 7 7 47-31 52 Carlisle......29 13 11 5 33-19 50 Blackburn.....28 12 12 4 36-31 48 Charlton......29 13 7 9 38-38 46 Huddersfield... 28 10 10 8 38-36 40 Leeds.........28 11 6 11 39-39 39 Middlesbro....28 9 9 10 30-29 36 Portsmouth....29 10 5 14 48-42 35 Brighton......28 9 7 12 43-43 34 Barnsley......28 9 6 13 40-40 33 Fulham........29 8 9 12 38-38 33 Shrewsbury....27 8 9 10 30-37 33 Oldham........29 9 6 14 30-47 33 Cardiff.......28 10 2 16 34-45 32 Cr.Palace.....28 8 7 13 29-36 31 Derby.........29 6 7 16 26-53 25 Swansea.......29 4 6 19 24-55 18 Cambridge.....28 2 8 18 21-53 14 Markahæstir: 1. deild: Aston Villa-Wolves.............4-0 Leicester-lpswichTown..........2-0 Llverpool-Q.P.R................2-0 Manch.United-Sunderland........2-1 NorwichCity-WestHam............1-0 Nottm.Forest-Arsenal...........0-1 Southampton-LutonTown..........2-1 StokeCity-NottsCounty..........1-0 Tottenham-Birmingham...........0-1 Watford-Everton................4-4 W.B. A.-Coventry Clty..........1-1 úrslit...úrsli 2. deild: Cambridge-Portsmouth............1-3 Chelsea-Carlisle United.........0-0 Crystal Palace-Grimsby Town....0-1 DerbyCounty-Huddersfield.......1-1 Fulham-Shrewsbury..............3-0 Leeds United-Barnsley..........1-2 Middlesborough-Manch.City.......0-0 Newcastle-Cardiff Clty.........3-1 Oldham-Blackburn Rovers.........0-0 Sheff.Wednesday-Brighton.......2-1 Swansea City-Charlton...........1-0 t...úrslit... ............. 3. deild: Bolton-Port Vale................2-0 Brentford-Sheffield United......1-3 Burnley-Lincoln City............4-0 Gillingham-Wigan Athletic.......3-0 NewportCounty-ExeterCity........1-0 Orient-Southend United..........1-0 Oxford-Borunemouth..............3-2 Plymouth-Hull City..............2-0 Preston N.E.-Millwall Clty......0-0 Rotherham-Wimbledon.............1-2 Scunthorpe-Bristol Rovers.......2-2 Walsall-Bradford City...........1-2 4. deild: Bristol City-Aldershot.........2-1 Chesterfield-Blackpool.........1-1 Colchester-SwindonTown.........0-0 HalifaxTown-Doncaster...........1-2 Hartlepool-Mansfield...........4-1 Hereford-Torquay...............1-1 Northampton-Crewe...............2-0 Reading-YorkCity...............1-0 Rochdale-Darlington............2-0 Stockport-Chester..............2-1 Tranmere-Peterborough...........0-0 Wrexham-Bury....................3-0 Kevin Keegan, Newcastle..........20 Kerry Dixon, Chelsea.............17 Mike Quinn, Oldham...............16 MarkHateley, Portsmouth..........15 Enskar getraunir Stig fyrir leiki á Littlcwoods- og Vern- onsgetraunaseðlunum sem ekki eru annars staðar í blaðinu: 3 stig: nr. 49 og 55. lVi stig: nr. 47,52 og 54.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.