Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 1
'*«<** «T<ps .01 Tif«c4wí8'iT<3( - -í' „Vid getum sjalfum okkur kennt um aö vera ekki bestir, viö áttum aldrei aö selja As- geir til Stuttgart,*- sagði Udo Lattek, þjálfari Bayern Munc- hen, eftir 2-2 jafntefli liöanna í Munchen á laugardaginn. Ásgeir var yfirburðarmaður a vellinum og fékk alls staðar hæstu einkunn allra leik- manna beggja liða í blöðum. -JHG/V. þýskalandi Einar Vilhjálmsson með lengsta Þriðjudagur 3. apríl 1984 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Elnar Vilhjálmsson. í 31. leikviku Getrauna komu fram 52 raðir með 12 réttum, vinningur kr. 7.950 á röð, og 823 raðir með 11 rétta og var vinn- ingur kr. 215 á röð. í úrslit Getraunir Asgeir Sigurvinsson. i.Umsjón: Viðir Sigurðsson Lárus skoraði Lárus Guðmundsson skoraði annað marka Waterschei sem sigraði Beerschot 2-1 í belg- ísku 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á sunnudaginn. Arnór Guðjohnsen lék með Anderlecht sem sigraði Sævar Jónsson og fé- laga í.CS Briigge 7-0. Beveren heldur tveggja stiga forskot á Anderlecht, sigraði Standard 2-0 og er með 43 stig gegn 41 hjá Arnóri og félögum. Rummenigge kyrr? Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V. Þýskalandi: Svo gæti farið að Karl-Heinz Rummenigge, knattspyrnu- maðurinn frægi, fari alls ekki frá Bayern Miinchen til Inter Milano á Italíu í vor eins og ráð var fyrir gert. Inter ætlar að kaupa hann á 10 miljónir marka, en nú getur félagið ekki lagt fram tryggingu fyrir þeirri upphæð. „Verði Inter ekki búið að ganga frá tryggingunni innan fjögurra vikna, munu kaupin fyrirhuguðu verða dregin til baka,“ sagði Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern, nú um helgina. ísland komst í gærkvöld í úrslit 3. deildar á Evrópukeppni lands- liða í badminton sem nú stendur yfír í Preston á Englandi. íslenska liðið vann Ítalíu með gífurlegum yfírburðum, sigraði alla leikina með glæsibrag og lokatölurnar urðu 5-0. Áður hafði íslenska liðið sigrað Norðmenn 5-0 og F rakka 4-1 og andstæðingarnir í úrslitunum verða líkast til Svisslendingar. Þar ætti ísland að eiga ágæta mögu- leika. Danir eru komnir í úrslit 1. deildar, sigruðu Sovétmenn 5-0 í gær og Svía 4-1 í fyrradag. England leikur líklega við þá dönsku, vann Holland 5-0 en Spennan í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á Spáni er að verða ólýsan- leg eftir 0-2 tap meistara Atletico Bilbao gegn Real Betis um helgina. Real Ma- drid vann Murcia 3-2 og Barcelona vann Real Zaragoza 1-0. Bilbao og Real Madrid hafa 43 stig en Barcelona 42 þegar aðeins þremur umferðum er ó- lokið. Gomez hinn marksækni skoraöi 4 mörk þegar Porto sigraði Penafiel 8-1 í portúgölsku 1. deildinni. Benfica hefur áfram tveggja stiga forskot á Porto, vann Boavista 1-0. Aukastig Feyenoord náði tveggja stiga forystu í Hollandi, vann Roda 5-2 meðan PSV Eindhoven gerði markalaust jafntefii við Haarlem. Ajax vann Go Ahead 3-1. Feyenoord hefur 46 stig, PSV 44 og Ajax 43 stig þegar 6 umferðum er ólok- ið. Monaco vann toppeinvígið gegn Bor- deaux í Frakklandi, 2-1, og komst þar með stigi upp fyrir Bordeaux sem hefur verið efst í marga mánuði. Monaco er með 47 stig, Bordeaux 46 þegar 34 um- ferðir af 38 hafa verið leiknar. Frí var á Ítalíu vegna landsleiks ítala og Tékka sem endaði 1-1. Salvatori Bagni kom ítölum yfir á 33. mínútu en Griga jafnaði á 67. mínútu. Leikið var í Verona á Ítalíu. -VS Fram sigraði Ármann 3-0 á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á Melavellinum í gærkvöldi. Guð- mundur Torfason skoraði tvö markanna og Trausti Haraldsson eitt. Fram fékk aukastig fyrir vikið. I kvöld leika Fylkir og Víkingur á Melavellinum kl 18.30. Reynir upp Reynir Sandgerði tryggði sér 1. deildarsæti í körfuknattleik um helgina, vann Snæfell 78-59 og ÍME 74-48 í úr- slitakeppninni á Egilsstöðum. ÍME varð númer tvö, vann Snæfell 76-75. Sterk liðsheild íslenska landsliðið sigraði fra- nskar stöllur sínar í stórskemmti- legum leik sem háður var í Laugar- dalshöllinni í gærkvöld. Frönsku stúlkurnar voru heldur ákveðnari í byrjun komust í 3-1 en þá tók íslenska liðið heldur betur við sér, skoruðu næstu sex mörk, þar af Guðríður Guðjónsdóttir 5 og ísland komið með fjögurra marka forskot 7-3. Þær náðu síðan að komast í 9-4. í hálfleik höfðu þær frönsku minnkað muninn nið- ur í 2 mörk, 12-10. íslenska liðið missti „taktinn" í byrjun seinni hálfleiks og þær frön- sku gengu á lagið og náðu að jafna 13-13 og síðan 14-14. ísland náði síðan 4 marka for- skoti 19-15 þær höfðu síðan í fullu tré við Frakkland á lokamínútun- um og sætur sigur íslands stað- reynd. Frakkland náði að vísu að mætir Skotum í dag og þarf að vinna þann leik til að komast í úr- slit. -VS kast í heiminum 1984 Spjótio var lengi, lengi á lofti... og ætlaöi aldrei að lenda! Janus Guðlaugsson. Janus laus úr gipsinu Janus Guðlaugsson landsliðs- maður í knattspyrnu losnaði úr gipsi í gær en hann meiddist í leik með Fortuna Köln fyrir nokkru. Hann gerir sér nokkrar vonir um að geta teikið með liði sínu áður en keppnistímabilið er úti. -JHG/V. Þýskalandi. minnka muninn niður í 1 mark 24 sek. fyrir leikslok en Margrét The- ódórsdóttir innsiglaði íslenskan sigur eftir að Frakkar höfðu í ör- væntingu sinni beitt leikaðferðinni „maður á mann“. Lokatölur urðu sem fyrr sagði 23-21. Guðríður Guðjónsdóttir var best í íslenska liðinu ásamt mark- verðinum Kolbrúnu Jóhannsdótt- ur. Þá áttu þær Erna Lúðvíksdóttir og Margrét Theódórsdóttir mjög „Ég byrjaði á 86 metra kasti, spjótið fór mjög hátt og stakkst skakkt í völlinn. Þá varð ég sannfærður um að með því að lag- færa útkastshornið gæti ég náð lengra og það heppnaðist svakalega vel í öðru kasti. Hornið varð 100 prósent og spjótið var lengi, lengi á lofti, það virtist aldrei ætla að lenda,“ sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastarinn snjalli í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sigraði glæsilega á sterku móti í Austin í Texas á föstudaginn, kastaði 92,40 metra sem er ekki aðeins glæsilegt íslandsmet, heldur besti árangur í spjótkasti í heiminum í dag. góða spretti. Barátta liðsins og góð samheldni voru þó grunnurinn að sigrinum. Leikmaður númer 14, C. Martin var best í léttleikandi frönsku liði. Mörk íslands: Guðríður 9/4v, Margrét og Erna 4, Rut Baldursdóttir 3, Kristjana Aradóttir, Erla Rafnsdóttir og Sigrún Blómsturberg 1. Markahæstar hjá Frökkum voru þær C. Martin 7/2v og J. Pascale 4. Óli Ólsen og Karl Jóhannsson dæmdu leikinn vel. -Frosti „Þetta kast mitt sló keppinauta mína greinilega alveg útaf laginu og enginn þeirra komst í námunda við mig. Eftir kastið þurfti að kalla út fjölda dómara til viðbótar og það tók 20 mínútur að fá þetta allt saman staðfest." - Attirðu von á að ná þessum árangri um þetta leyti árs? „Eftir að ég kastaði 85,78 metra um miðjan mars, einbeitti ég mér að tækniæfingum í tvær vikur, tæknin er jú lykillinn að þessu öllu saman. Síðan hvíldi ég virkilega vel fyrir mótið til að sjá hvað byggi í mér og ég er að sjálfsögðu í sjö- unda himni með árangurinn. Nú nota ég mótin sem markvissan undirbúning, nota aðeins þrjú köst eins og verður til að komast í úr- slitakeppnina á sjálfum Ólympíu- leikunum, og einungis 2 upphitun- arköst eins og þar verður leyft. Þá nota ég ávallt annarra manna spjót og set á þennan hátt á mig eins mikla pressu og mögulegt er. Á næstunni reyni ég að bæta mig eins og kostur er, Óskar Jakobsson kúl- uvarpari benti mér t.d. á að ég ætti talsvert inni í hraða í atrennunni, miðað við síðasta sumar, og ég er bjartsýnn á að geta fljótlega bætt árangur minn enn frekar," sagði Einar Vilhjálmsson. -VS skóp sigur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.