Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 4
Kt .JMffÍa - ^ÍUiV'ðÖfí iWt fi-Kjfc .Oi waBfaujSsh<í 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. aprfl 1984 Það var heldur en ekki gaman að sitja með gamla radíóið sitt og hlusta á ensku þulina skýra frá leikjunum á laugardaginn. Liver- pool gekk berserksgang á heima- velli sínum gen West Ham. Enginn var í betra formi en sjálfur snillin- gurinn Kenny Dalglish. Það er að æra óstöðugan að finna lýsingarorð yfir þennan töframann. Undirrit- aður hafði ekki við að færa mörk Liverpool inn á skýrslu sína. I hálf- leik var staðan orðin 4-0 og hefði þó hæglega getað verið 8-0. Ian Rush skoraði fyrsta markið eftir góðan undirbúning Dalglish. Kenny karl- inn var sjálfur á ferðinni með sitt 150. mark fyrir Liverpool. Rush og Whelan komu Liverpool í 4-0 og átti Dalglish heiðurinn af þeim báð- um. Staðan semsagt orðin 4-0 eftir 20 mínútur og áhorfendur fóru að telja leikmenn Liverpool, yfirburð- irnir voru algjörir. Phil Parkes fann lúkurnar sínar í seinni hálfleik og tvívegis náði hann að verja bylmingsskot frá sókndjörfum Lifrarpúlungum. En Souness snéri upp á yfirvaraskeggið á sér og þrumaði inn tveimur boltum um miðjan seinni hálfleik, 6-0, og „that was that“ eins og bretinn segir. Frá- bær frammistaða Liverpool, meist- aratitillinn hlýtur að lenda á Anfi- eld. Á meðan Liverpool skoraði sex mörk tókst leikmönnum Manch Utd aðeins að skora einu sinni á Old Trafford gegn Birmingham. En talandi um snillinga er rétt að nefna nafn Bryan Robson. Hann var mikið í sviðsljósinu á laugar- daginn. Ekki nóg með að eiga stór- leik og skora eina mark leiksins. Giovanni Trappatoni þjálfari Ju- ventus var mættur til að fylgjast með Mönsunum og þó einkanlega Robson. Orðrómur hefur verið um að Robson sé á förum til Ítalíu og breski þulurinn Stewart Hall spurði Trappatonihvort Juventus ætlaði að kaupa Robson. Sá ítalski yppti öxlum og sagði að það kæmi í Ijós 30. júní hvort af þeim kaupum yrði. Upphæðin ku vera 66 billjónir líra og reikni menn nú. En snúum okkur að leiknum sjálfum. Ray Wilkins átti einnig snjallan leik og það var einmitt hann sem tók vinstri fótar „inn- svingaða" hornspyrnu á 28. mín. Margir fætur voru á lofti og á milli læra og leggja, kálfa og kolla lau- maðist Robson með hausinn sinn og kinkaði kolli í knöttinn, „heims- klassamark". 18. mark Robson í vetur. Norman Whiteside átti af- leitan leik og varskipt útaf 10. mín fyrir Mark Hughes. Sá hafði varla dregið andann inni á vellinum er hann kiksaði í dauðafæri. Undir lok leiksins fékk United vítaspyrnu og 39 þúsund áhorfendur sáu Wilk- ins gera í buxurnar. Tvítekin víta- spyrna og í bæði skiptin varði Cot- on markvörður. Þeir kvörtuðu ekki strákarnir á pöbbunum í Norwich eftir að heimamenn höfðu lumbrað dug- lega á Watford. Aumingja Steve Sherwood hefur áreiðanlega sötr- að teið sitt í betra skapi en í hálf- leiknum. Karlálftin var mikill klaufi í leiknum og snemma leiks mátti hann hirða boltann úr netinu. Chris Woods í Norwichmarkinu átti langa spyrnu frá marki sem hafnaði inni í vítateig Watford. Þar plataði John Deehan Sherwood illilega og skoraði fyrsta mark leiksins. Nokkru síðar var Sher- wood að skafa undan nöglunum sínum þegar Gregg Downes sendi laufléttan bolta í netið. John Dee- han kom heimamönnum í 3-0 með glæsilegu marki eftir góða aðstoð Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knat og Liverpool burstaði / p í wm Æ West Ham l .Éj® 6-0 Mikka Channon. Áður en tlautað var til hlés afgreiddi George Reilly ágæta sendingu á vin sinn Mo Johnston sem skoraði og lífsmark færðist í Watford. í byrjun seinni hálfleiks fékk Watford vítaspyrnu en Chris Woods gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu George Reilly. John Deehan sýndi síðan Reilly hvernig framkvæma á vítasprynur og skoraði tvö mörk úr slíkum spyrnum og þar með 4 mörk í leiknum. Áður en yfir lauk hafði Norwich bætt ó. márkinu við. Glæsilegasta markið í leiknum leit dagsins ljós með skoti John Devine af 25 metra færi og aumingja Sherwood mátti enn hirða boltann úr netinu, 6-1. Watford var aldrei fimm mörkum lakari en Norwich. Reilly vann alla bolta í loftinu, Cal- laghan var óvenju daufur á hægri vængnum, Johnston ekki nógu gír- ugur í teignum og um slöttólfana í vörninni þarf ekki að fara mörgum orðum. Everton krækti í góð úrslit í Luton en tölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Mun betur þurfa leikmenn Everton að spila nk. laugardag í undanúrslitum bikars- ins gegn Southampton ef þeir ætla að kreista fram hagstæð úrslit þar. Leikurinn gegn Luton einkenndist af Ijótum brotum og fríspörkum. Mal Donaghy hjá Luton var rekinn útaf fyrir ljótt brot á Adrian Heath er kominn var á auðan sjó. Hinn ungi miðvörður Derek Mountfield skoraði fyrsta markið um miðbik síðari hálfleiks. Adrian Heath gerði hin tvö, það fyrra eftir herfi- leg varnarmistök en hið síðara eftir vítaspyrnu. Þegar hér var komið sögu hefði Luton hæglega verið \ búið að skora tvö mörk. Hinn átján ára Mark Stein bróðir Brians skaut grjóthörðu skoti í þverslá og Tre- vor Aylott lét Southall verja meistaralega frá sér úr upplögðu færi. Terry Curran lék nú með Everton að nýju eftir 6 mán. fjar- veru en hann skortir töluvert að komast í æfingu. Andy Gray var meiddur en verður að líkindum til- búinn í slaginn nk. laugardag. Leicester liðið dafnar vel þessa dagana eins og ráðherra í íslenskri ríkisstjórn. Liðið leikur hinn þokk- alegasta bolta. Leicester náði stigi á The Dell og voru betra liðið lengi framan af. Það var ekki fyrr en Gary Lineker hafði komið þeim yfir að líf komst í Southampton. Danny Wallace jafnaði þá 1-1. Þá dúndraði Steve Moran í þverslána og svo fast var skotið að Mark Wallington borgarmaðurfékk hell- ur fyrir eyrun. En þær fuku skömmu síðar þegar Wallington fór að fagna marki Linekers sem kom Leicester yfir eftir góða sam- vinnu Allan Smith. Þeir ku þykja snjallir saman. Nú töldu menn leiknum lokið, Stebbi Vilhjálms ekki heill heilsu og Worthington hafði haltrað útaf. En undir leiks- lok náði Southampton góðri sókn- arlotu. Wright skallaði þversend- ingu Dennis fyrir fætur Moran og bang, fastur skalli hans hafnaði fyrir aftan Wallington, 2-2. Nottingham Forest sýndi allar sínar bestu hliðar gegn vaxandi West Bromwich og náði nú loks að skora meira en eitt mark í heila tvo mánuði. Paul Barron hélt WBA á floti með góðri markvörslu og á 8. mín. gerði hann sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Colin Walsh. Walsh fékk aftur tækifæri til að skora úr víti 15 mín. síðar og þá tókst honum betur upp. Um það bil er flauta dómarans gall við til merkis um leikhlé skoraði Viv Anderson með skalla og Forrest var komið vel á skrið. Allur annar bragur var á leik WB A í seinni hálf- leik. Fyrri hálfleikurinn hafði farið meira í að kýla löngum boltum inn á miðherjana Regis og Thompson, en nú komu tengiliðir Albion meira inn í myndina. Thompson minnkaði muninn og leikurinn var í iárnum. Níu mín. fyrir hlé náði Ian Bowyer að pota boltanum inn eftir mikinn darraðardans í markteig WBA, 3-1. Peter Davenport átti stórleik með, Nottinghamliðinu. Aumingja Úlfarnir biðu enn eina ferðina ósigur og það sem verra er að einungis 7.481 komu til þess að sjá leikinn gegn Notts County og er það minnsti áhorfendafjöldi í heil 46 ár. Dave Hunt gerði mark Co- unty. Coventry getur bókstaflega ekkert þessa dagana eftir góða byrjun. Aston Villa vann öruggan sigur með mörkum Brendan Orms- by og Paul Birch. Ipswich er enn í mikilli fallhættu eftir ósigurinn í Lundúnum gegn Q.P.R. Clive All- en skoraði mark Q.P.R. og áttundi ósigur Ipswich á útivelli í röð leit dagsins ljós. Mark Falco kom Spurs snemma yfir í leiknum gegn Sunderland, Tryggva nágranna mínum til mikillar gleði. Sú gleði var skammvinn því Colin West náði að jafna metin, 1-1. Þá er loks eftir að geta leiks Arsenal og Stoke. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Charlie Nicholas, Paui Mariner og Tony w'oodeock afgreiddu Stókara í seinni hálfleik. Mark Stoke skoraði Mark Chamb- erlain. Þrjú efstu liðin í 2. deild unnu öll sína leiki á laugardaginn. Sheff Wed var mörgum mörkum betra en Portsmouth. Á 11. mín. kom fyrra mark Wednesdey. Mike Lyons skallaði vel fyrir mark Ports- mouth eftir langt innkast Nigel Worthington. Gary Shelton kom á 11 kflómetra hraða og negldi bolt- ann í netið. Það var síðan frábær markvarsla Allan Knight í Ports- mouth markinu sem kom í veg fyrir að markataflan fylltist. Cunning- ham átti skot sem bjargað var á línu, Varadi átti bíru í stöng og enn héldu leikmenn Sheffield áfram að níðast á Portsmouth. Það var ekki svo fyrr en á 70. mín. að Sheffield bætti við öðru marki og var það meira en lítið ásjálegt. Mel Ster- land sýndi snyrtilega út á hægri vænginn til Imre Varadi og Varadi spyrnti lágum bolta fyrir beint á ristina á Sterland sem fíraði í netið, 2-0. Lundúnaeinvígið á milli Chelsea og Fulham endaði með góðum sigri Chelsea. Colin Lee, Dave Speedie úrslit...úrslit...úrslit.. 1. deild: 3-1 2-0 6-0 0=3 2. deild: Biackburn-Midd lesbro 3. deild: 0-1 4. deild: Biackpool-Bury Rrartford-fihpff Utrt 2-1 Chester-Hereford 0-1 Brighton-Grimsby Cambridge-Leeds Bristol Rov-Boumemouth..... 1-1 Chesterf ield-Hartlepool Colchester-Tranmere 0-1 Carlisle-Cardiff 1-0 Crewe-Peterbro 1-0 Charlton-Newcastle 1-1 Darlington-Torquay 6-1 Chelsea-Fulham fr. Northampton-Hallfáx 3-1 3-0 4-0 Reading-Brlstol City 2-0 1-0 0-1 3-0 Rochdale-Wrexham 1-2 2-2 0-1 1-1 Stockport-Mansfield 1-1 Sheff .Wed-Portsmoúth 2-0 Walsall-Oxford Swindon-Aldershot 0-1 Swansea-Manch.City Wimbledon-Huil City York-Doncaster...... og Kerry Dixon skoruðu í fyrri hálfleik og Dixon var aftur á ferð- inni í þeim síðari, 4-0. Lengi leit út fyrir að stigunum í leik Charlton og Newcastle yrði bróðurlega skipt. Aðeins 2 mín. voru til leiksloka og staðan 1-1, Dowman fyrir Charlton og Waddle fyrir Newcastle. En Ke- vin Keegan í sínum síðasta Lundúnaleik átti stórsnjalla send- ingu á Terry McDermott og Terry karlinn skoraði með öflugu skoti. Mínútu sfðar var Newcastle enn á ferðinni er Peter Beardsley skoraði. Manc City er ekki alveg út úr myndinni ennþá. Derek Parlane og Steve Kinsey skoruðu gegn Swans- ea. Allan Young afgreiddi Grimsby með tveimur mörkum fyrir Brighton. Athyglisverðustu úrslitin voru samt í Derby þar sem Roy McFarland sem nýtekinn er við Derbyliðinu gerði sjö breyting- ar fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Það bar heldur en ekki árangur því Andy Garner ungur 18 ára nýliði sem Peter Taylor fyrrverandi stjóri gat ekki notað, gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörkin þrjú. -AB/Húsavík. Staðan 1. deild: Liverpool .34 20 9 5 59-24 69 Manch.Utd 19 10 5 64-33 67 Nottm.For....^. .34 18 6 10 58-36 60 Q.P.R .35 17 6 12 54-31 57 Southampton. .33 16 8 9 41-32 56 West Ham 16 7 11 55-44 55 Arsenal .35 15 6 14 61-50 51 Tottenham .35 14 9 12 54-52 51 AstonVilla .35 14 9 12 51-50 51 Watford 14 6 15 61-67 48 Everton 12 11 10 32-35 47 Luton 13 8 14 45-51 47 Norwich 12 10 12 42-36 46 Leicester .35 11 11 13 57-57 44 Birmingham... .35 12 8 15 35-39 44 W.B.A .34 12 6 16 40-52 42 Coventry 10 10 15 46-55 40 Sunderland.... . 35 9 12 14 34-47 39 Stoke .35 10 8 17 33-58 38 Ipswich 10 6 19 41-51 36 Notts.Co .34 8 9 17 41-60 33 Wolves .34 5 9 20 25-65 24 Markahæstir: lan Rush, Liverpool..............25 Gary Llneker, Leicester..........19 Paul Mariner, Arsenal............17 Tony Woodcock, Arsenal...........17 Steve Archlbald.Tottenham........16 Terry Gibson, Coventry...........16 Maurice Johnston, Watlord........16 2. deild: Chelsea........ 35 Sheff.Wed.....33 Newcastle.....35 Manch.City....35 Carlisle......35 Grimsby.......34 Blackbum......35 Charlton......35 Brlghton......35 Leeds.........35 Shrewsbury....35 Portsmouth....35 Huddersfield... 34 Cardlff.......34 Bamsley.......34 Fulham........35 Middlesbro....35 Cr.Palace.....34 Oldham........35 Derby.........34 Swansea.......35 Cambridge.....35 19 12 20 9 21 6 18 8 16 13 16 11 15 13 15 9 14 8 13 9 12 10 13 5 11 11 13 4 12 6 10 12 10 10 9 10 10 7 8 8 5 7 2 10 4 /thjf 89 4 62-29 69 8 70-46 69 9 54-39 62 6 41-24 61 7 51-40 59 7 47-38 58 11 46-49 54 13 57-49 50 13 45-47 48 13 36-45 46 17 60-50 44 12 42-41 44 17 45-52 43 16 49-46 42 13 48-46 42 15 35-40 40 15 33-43 37 18 39-61 37 18 31-61 32 23 29-68 22 23 25-67 16 Markahæstir: Kevin Keegan, Newcastle............23 Kerry Dixon, Chelsea...............21 Mark Hateley, Portsmouth...........18 Mike Quinn, Oldham.................18 3. deild: Oxford.........38 24 7 7 76-43 79 Sheff.Utd......39 19 11 9 73-47 68 Wimbledon......38 20 8 10 84-69 68 HullCity.......36 18 12 6 57-31 66 Walsall........39 19 8 12 59-53 65 BrlstolR.......38 18 10 10 58-45 64 4. deild: YorkCity.......38 25 7 6 79-34 82 Bristol C.....40 20 8 12 60-40 68 Doncaster......37 18 13 6 64-46 67 Reading.......38 18 12 8 71-47 66 Aldershot.....38 1 9 8 11 62-55 65 Enskar getraunir Stig fyrir leiki á Vernons - og Littlewoods-getraunaseðlunum: 3stig: nr. 9,10,14,15,24,26,32,38,51 og 53. 2 stig: nr. 49 og 50. lVístig: nr. 4,11, 17,18, 20,21,23,27, 30, 31, 33, 35, 36, 37, 40, 41, 44, 47 og 52.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.