Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 3
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. aprfl 1984 Þriðjudagur 10. aprfl 1984 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþrottir 3. úrslitaumferð 1. deildar karla í handknattleik í Laugardalshöll: Gelr Hallsteinsson þjálfarl FH faðmar þá Kristján Arason og Valgarð Val garðsson að sér ettir sigurlnn á Stjörnunni. Hans Guðmundsson, Guðmund ur Magnússon og Atli Hilmarsson eru greinilega ekki síður ánægðir með unnið afrek. Mynd: -eik Úrslitin þegar ráðin ,k . r k • inga, yfirferð hans á línunni var Tiu stiga forysta FH fyrir sioustu umferoma m\ö.z ™k,i °g hans ^ y / rnjog góð. Peir Atli Hilmarsson, Hans Guðmundsson og Pálmi FH-Valur - 23-22 Valsmenn hófu leikinn með því að taka Atla Hilmarsson úr um- ferð, það ráð virtist þó ekki duga iValsmönnum mikið í byrjun því FH náði fljótlega góðri forystu. Þeir komust í 6-1 og síðar 9-3, en þá VÖknitfS;; Valcmann til lífcinc oo náðu að skora næstu 4 mörk og munurinn þá 2 mörk, 9-7. Leikur- inn var síðan í jafnvægi það sem gftir lifði hálfleiksins. Forskot FH eitt mark í hálfleik, 13-12. Valsmenn komust yfir í fyrsta sinn í leiknum 14-13 en því var svarað með 4 mörkum FH, 17-14. FH tókst að halda þeim mun allt þar til 4 mínútur voru til leiksloka en þá jöfnuðu Valsmenn 22-22. Sfðustu mínúturnar voru síðan æs- ispennandi. Kristján Arason kom FH aftur yfir og mínútu síðar mun- aði minnstu að Hansa Guðmunds- syni tækist að auka forskotið í 2 mörk fyrir FH en skot hans fór í stöng. Valsmenn fengu síðan gullið tækifæri til að jafna rétt fyrir leiks- lok er Þorbjörn Jensson sendi háa sendingu inn í vítateig FH þar sem Jakob Sigurðsson kom svífandi en skot hans var varið. Lokatölur því 23-22 FH í hag, þriðji leikur FH í úrslitakeppninni sem þeir sigra með eins marks mun en sigur þeirra var sanngjarn engu að síður. Kristján Arason, Þorgils Óttar og Sverrir markvörður voru bestu menn FH liðsins. Pálmi Jónsson og Sveinn Bragason áttu einnig ágæta sprétti. Hjá Val var Einar Þorvarðarson bestur, Stefán Halldórsson, Jakob Sigurðsson og Þorbjörn Guð- mundsson sýndu einnig ágætis takta. Mörk FH: Kristján A. 6/2v, Þorgils Óttar 5, Pólmi 4, Sveinn B. og Atli Hilmarsson 3/2v, Valgarður Valgarðsson og Guðjón Arnason 1. Mörk Vals: Stefán H. 5/1 v, Þorbjörn G. 5/2v, Jakob Sig. og Júlíus Jónasson 3, Steindór Gunnarsson og Valdemar Grfmsson 2, Þorbjörn J. og Ólafur H. Jönsson 1. Dómararnir, þeir Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson skiluðu hlutverki sínu sæmilega. Víkingur-Stjarnan 32-23 Leikur þessi einkenndist af áhugaleysi beggja liðanna. Leikur- inn var jafn framan af, Víkingar þó ávallt með frumkvæðið, þeir kom- ust x 8-4 en Síjarnan jafnáði 8-8. Það sem eftir lifði hálfleiksins var eign Víkings, þeir skoruðu 6 mörk gegn einu marki Stjörnunnar og staðan í hálfleik því 14-9. í síðari hálfleik juku Víkingar muninn fljótlega í 7 mörk, 16-9 og síðar 20-13. Stjarnan minnkaði muninn í 3 mörk 20-17, aðallega fyrir frum- kvæði Bjarna Bessasonar sem skoraði grimmt. Þá tóku Víkingar af skarið, komust í 25-29 og er upp var staðið var 9 marka Víkingssigur staðreynd. Bestir Víkinga voru þeir Hilmar Sigurgíslason sem að þessu sinni tók sér frí af línunni og sýndi hæfi- leika sína sem útispilari og Karl Þráinsson. Þá var Steinar Birgisson drjúgur í seinni hálfleiknum. Ó- reyndari leikmenn liðsins fengu einnig að spreyta sig og ljóst er að Víkingar eiga framtíðarskyttu þar sem Siggeir Magnússon er. Bjarni Bessason virðist nú loks- ins vera farinn að sýna sínar réttu hliðar og sjálfsagt ekki seinna vænna, mótið að verða búið! Þá gerðu þeir Gunnar Einarsson og Skúli Gunnsteinsson fallega hluti. Mörk Víkings: Hllar 9, Stelnar 7, Karl Þráins 5, Hörður Haröarsson og Guö- mundur Guðmundsson 3, Ólafur Jóns- son 2, Sigurður Gunnarsson 2/1 v, Slggeir Magnússon 1. Mörk Stjörnunnar: Bjarni Bessason 9, Gunnar Einarsson 5/2v, Skúll Gunn- steinsson 3, Hermundur Sigmundsson 2, Eyjólfur Bragason, Magnús Teitsson og Sigurjón Guðmundsson 1. FH-Stjarnan 34-26 FH-ingar tryggðu sér sigur í mót- inu með sigrinum í þessum leik. Útlitið var þó heldur dökkt hjá þeim áfyrstu mínútunum, Stjarnan komst í 4-1, en þá fór FH „ma- skínan“ í gang svo um munaði. Þeir skoruðu 8 mörk gegn aðeins einu marki Stjörnunnar og breyttu stöðunni í 9-5. Stjarnan minnkaði muninn í 10-8 en FH svaraði með 7 mörkum í röð, 17-8. Staðan í hálf- leik 18-11. FH-ingar juku muninn síðan í síðari hálfleik, Hans Guð- mundssoa var um tíma óstöðvandi og FH komst í 26-17. Stjörnumenn skoruðu næstu 4 mörk en það var aldrei nein spurning um úrslitin. Er upp var staðið höfðu FH-ingar gert 34 mörk gegn 26 „Stjörnumörk- um“. Fagnaðarlæti leikmanna og stuðningsmanna liðsins voru mikil eftir leikinn. Þeir „tolleruðu" Geir Hallsteinsson og aðstoðarmann hans, Helga Ragnarsson, eftir leikinn og það svo hátt að ljósabún- aður Laugardalshallar var í stór- hættu. Þorgils Óttar var bestur FH- Staðan í urslitum deildakeppni karla á ís- landsmótinu í handknattleik: 1. deild - efri: FH................9 9 0 0 256-212 18 Vfkingur..........9 4 0 5 226-228 8 Valur.............9 3 1 5 204-204 7 Stjarnan..........9 1 1 7 202-244 3 Markahæstir: Gunnar Einarsson, Stjörnunni......69 Sigurður Gunnarsson, Víklngi......53 Kristján Arason, FH...............51 Stefán Halldórsson, Val...........47 Þorgils Óttar Mathiesen, FH.......47 Atli Hilmarsson, FH...............43 Steinar Birgisson, Vfkingi........39 Pálmi Jónsson, FH.................37 1. deild — neðri: Þróttur........23 12 4 7 526-523 28 KR.............23 11 4 8 440-417 26 Haukar.........23 6 1 16 496-574 13 KA............23 0 3 20 427-531 3 2. deild - efri: ÞÓrVe........23 20 0 3 548-446 40 Breiðablik...23 17 0 6 514-464 34 Grótta.......23 12 1 10 510-477 25 Fram..........23 10 1 12 495-506 21 Jónsson áttu ágæta spretti. Hjá Stjörnunni var Magnús Teitsson yfirburðamaður. Bjarni Bessason og Gunnar Einarsson ágætir. Mörk FH: Þorgils Óttar 8, Hans 7/2v, Atli H. og Pálmi 5, Valgarð 4, Guðjón Árna- son 2, Jón Ragnarsson og Kristján Ara- son 1. mörk stjörnunnar: Magnús Teits 9, Bjarni Bessa 5, Gunnar Einarsson 4/1v, Gunnlaugur Jónsson 3, Eyjólfur Braga- son 2, Guðmundur Þórðarson, Skúli Gunnsteinsson og Blrkir Sveinsson 1. Valur-Víkingur 29-22 Fyrri hálfleikur var mjög jafn, Víkingar yfirleitt fyrri til að skora, þeir komust í 6-4 en Valsmenn náðu síðan að komast í 8-7. Víking- ar náðu að jafna 8-8 og 9-9. Vals- menn skoruðu næstu 2 mörk, stað- an þá 11-9 og þeim mun héldu þeir til loka hálfleiksins, staðan þá 14- 12. Síðari hálfleikur var síðan „ein- stefna“. Valsmenn röðuðu inn mörkum án neinna teljandi svara frá Víking. Þeir náðu yfirburðafor- ystu 24-15, Víkingar klóruðu í bakkann með þeim árangri að minnka muninn niður í 7 mörk fyrir leikslok. Lokatölur 29-22 Val íhags. Einar Þorvarðarson brást Vals- mönnum ekki frekar en fyrri dag- inn. Hann varði vel á þýðingar- miklum augnablikum og Elías Har- aldsson leysti hann síðan af hólmi um miðjan síðari hálfleikinn og varði ágætlega. Þá átti Þorbjörn Guðmundsson ágætan leik svo og þeir Jakob Sigurðsson og Valde- mar Grímsson. Ellert Vigfússon sýndi á köflum snilldarmarkvörslu en „datt niður“ þess á milli. Ólafur Jónsson, Steinar Birgisson og Sigurður Gunnarsson áttu ágæta kafla. Mörk Vals: Þorbjörn Guðmundsson 7, Valdemar og Jakob 6, Stefán H. 5, Björn Björnsson 3, Þorbjörn Jensson og Stelndór Gunnarsson 1. Mörk Víkings: Steinar 6, Sigurður G. 5/2v, Guðmundur Björn 3, Hörður Harðar- son, Guðmundur Þór og Ólafur Jónsson 2, Siggeir Magnússon, Karl Þrálnsson 1. -Frosti breiðabhk í 1. deild Breiðablik úr Kópavogi leikur í 1. deild karla í handknattleik næsta vetur í fyrsta skipti. Þriðja úrslitaumferð 2. deildar af fjórum fór fram í Di- granesi um helgina og á heimavelli tryggðu Blik- arnir sér annað sætið, fylgja Þór Eyjum í 1. deild. Hins vegar komst á hreint að Haukar falla með KA 2. deild en þriðja umferð fallkeppninnar í 1. deil fór fram í Seljaskóla. Breiðablkik byrjaði á stórsigri gegn sjáifum Þórurum, 32-23, og 1. deildarsætið komst síðín í höfn með 22-21 sigri á Gróttunni. Síðan slökuðu Blikarbur á og töpuðu 26-31 fyrir Fram. Þór vann Fram 34-26, Grótta vann Fram 26-24 og Grótt sigraði loks Þór 27-19. Hauar féllu strax á föstudagskvöld er þeir töpu- ðu fyrir Þrótti 24-28. Þeir unnu síðan KA 27-26 en töpuðu 15-23 fyrir KR. KR og Þróttur skildu jöfn, 20-20, KR vann 20-12 og Þróttur vann KA 28-23. Zola orðin breskur þegn Zoia Budd, hin 17 ára gamla hlaupadrottning frá Suður-Afríku, fékk breskan ríkisborgararétt á föstudaginn. Tugþúsundir bíðí eftir slíkum rétt- indum en Zola varð færð fram fyrir alla þannig að rniklar líkur eru á að hún keppi fyrir hönd Breta á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Hún á besta tíma í heimi í 5000 m hlaupi kvenna og er fjölhæf á styttri vegalengdunum , en árangur henn- ar til þessa hefur ekki verið viðurkenndur þar sem Suður-Afríka er ekki aðili að alþjóða frjálsíþrótt- asambandinu. Leyfisveitingin er mjög umdeiid í Bretlandi, bæði innan frajálsíþróttasambandsins, svo og hja öllum almenningi. Zola þarf nú að ná vissum ár- angri á mótum í Bretlandi til að verða valin en það ætti henni að takast. Mikil óánægja ríkir meðal annarra breskra hlaupastúlkna sem telja sína möguleika minni fyrir vikið. Mary Decker, hin bandaríska stjórsnjalla hlaupastúlka sem Zola gæti ógnað all verulega í Los Angeles, sagði hins vegar: „Eg er mjög ánægð fyrir hennar hönd og býst við afar harðri keppni við hana á leikunum í sumar.“ -HB/Englandi Lemgo að sleppa Lemgo, lið Sigurðar Sveinssonar, vann góðan sigur á Huttenberg, 21-20, í vestur-þýsku Bundesl- igunni í handknattleik á laugardaginn. Lemgp á því orðið alla möguleika á að bjarga sér frá fallinu sem blasað hefur við í allan vetur. Sigurður skoraði 8 mörk og hefur að undanförnu verið með 8-12 mörk í leik með Lemgo. -JHG/Þýskalandi Aðalsteinn úr leik Aðalsteinn Aðalsteinsson, knattspyrnumaður- inn kunni úr Víkingi, leikur ekki með félagi sínu í Reykjavíkurmótinu, missir af Belgíuferðinni síðar í þessari viku og gæti einnig verið frá þegar 1. deilarkeppnin hefst eftir rúmar fimm vikur. Lið- þófi í hné rifnaði í æfingaleik FH og Aðalsteinn var skorinn upp við þeim meiðslum fyrir helgina. -VS Haukur Sigurðsson lyftir bikarnum sem sveit Sparisjóðs Ólafsfjarðar hlaut fyrir sigur í sveitakeppninni. Meðgöngusveinar hans, Finnur V. Sigurðsson og Ingvi Óskarsson, lyfta minni bikurum og Halldór Matthíasson, sem sigraði í 10 km göngu karla, er annar frá vinstri. Mynd:-mó Sigurbjörg Helgadóttir lauk ein i kvenna keppni á þessari vegalengd og fékk tímann 1,22:07,3 klst. Haukur Eiríksson sigraöi í 21 km flokki karla, gekk þá 10 km sem lokið varð á 24:47,2 mín. Grete Er- ichsen frá Noregi sigraði í kvenn- aflokknum á 32:30,1 mín. Halldór Matthíasson sigraði í 10 km flokkn- um, gekk þá vegalengd á 26:46,8 mín, en Guðbjörg Haraldsdóttir var fyrst kvenna þar, fékk tímínn 37:46,8 mín. Loks fór fram sveitakeppni og þar sigraði Sparisjóðs Ólafsfjarðar en hana skipuðu Haukur Sigurðs- son, Finnur V. Gunnarsson og Ing- vi Óskarsson. Tfu sveitir tóku þátt, þrír í hverri, en í einstakling- skeppni luku rúmnlega 100 manns göngunni. -mó/VS Völsungsstúlkur unnu tvöfalt: Stúdentar byrjaðir að safna á ný! ÍS og Völsungar urðu á laugardag- inn bikarmeistarar karla og kvenna í blaki. ÍS sigraði þá íslands- og fráfarandi bikarmeistara Þróttar 3-1 í úrslitaleik í karlaflokki í Haga- skóla og Völsungur frá Húsavík sig- raði Breiðablik 3-2 í kvennaflokki í Digranesi. Þróttarar byrjuðu vel gegn ÍS og unnu fyrstu hrinuna af öryggi, 6- 15. Þá kom Studentasigur, 19-9 og staðan jöfn. ÍS komst í 12-3 í þriðju hrinu var staðan legni 13-11 fyrir ÍS, taugatrekkjandi fyrir alla aðila meðan uppgjafir gengu á milli liða, en ÍS náði síðan tveimur síðustu stigunum, 15-11 og bikarinn íhöfn. Stúdentar þar með byrjaðir að safna í tóma bikargeymsluna á ný - öllum bikurum félagsins var stolið fyrir skömmu! íslandsmeitarar Völsungs voru langr frá sínu besta lengi vel gegn Breiðabliki en unnu Þór 15-9 í fyrstu hrinu. Breiðablik jafnaði með 13-15 sigri og komst 1-2 yfir með því að sigra 16-18 í hálftíma langri þriðju hrinu. Þá voru Kópa- vogsstúlkurnar hins vegar sprung- nar, þær húsvísku lyftu loks sínum hangandi haus og jöfnuðu með að- eins 11 mínútna langri fjórðu hrinu sem endaði 15-3 og úrslitahrinuna 15-8. Tvöfaldur sigur Völsungs, gæáoæeg vertíð á enda. -VS Fréttir úr ensku knattspyrnunni: Hreppir Totten- ham Strachan? Tottenham er nú talið líklegsta liðið til að hreppa Gordon Strachan, skoska landsliðsmanninn frá Aberdeen, þegar samningur hans við skoska félagið rennur út í júnflok. Arsenal og Newc- astle eru einnig inni í myndinni, svo og ítölsku félögin Verona og Genoa sem munu reiðubúin til að greina 700 þús- und pund. Tottenham er hins vegar tal- ið munu bjóða allt að einni miljón punda. Vestur-þýska félagið Köln hefur einnig fylgst með Strachan að undan- förnu. Terry Venables, framkvæmdastjóri QPR, er orðaður við stjórnstöðuna sem losnar hjá Tottenham í vor. Sepp Piot- ek, hinum vestur-þýska landsliðsþjálf- ara Dana var boðið staðan en hann tók danska liðið framyfir. Ensku blöðin eru mjög jákvæð í garð Keith Burkinshaw, telja að sériunaðir leikmenn og meiðsli lykilpersóna hafi gert honum mjög erf- itt um vik í embætti sínu hjá Totten- ham. 2 deildarlið Barnsley mun vera búið að hafa samband við Burkinshaw sem er fæddur og uppalinn þar í borg, en Jack Charlton er einnig orðaður við Barnsley. Arthur Cox, stjóri Newcastle, er mjög valtur í sessi og missir örugglega stöðu sína ef liðinu mistekst að komast í 1. deild. Margir í þeim herbúðum vilja fá gamla markakónginn Malcolm Mac- Donald fyrir stjóra en hefur náð góðum árangri með Fulham. Sheff.Wed. sem stendur mjjög vel að vígi í 2. deild, varð fyrir miklu áfalli þegar heslsi markaskorari liðsins, Gary Bannister, slasaðist ill a gegn Portsmo- uth á laugardaginn. Hann leikur vart meira á þessu keppnistímabili. -HB/Englandi Lava-Loppet í Bláfjöllum: Arvnes sigraði öðru sinni Norðmaðurinn Björn Arvnes sigraði í Lava-Loppet, alþjóðlegu göngunni sem haldinn var í Blá- fjölluni á laugardaginn, en hann vann einnig er ganga fór fyrst fram í fyrra. Vonskuveður skall á þegar gangan var nýhafin og kalla varð keppendur inn eftir fyrsta hring- inn. Þá höfðu Arvnes og félagar sem ganga áttu 42,3 km, lokið 13 km en aðrir flokkar 10 km. Arvnes fékk tímann 50:28,4 mín, Harald Grönningen, „EIgurinn“, frá Nor- egi varð annar á 56:15,1 mín. og Sigurður Aðalsteinsson þriðji á 58:00,8 mín. Stuttgart drifið áfram af stórleik Ásgeirs: Fær alls staðar hæstu einkunn! Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V- Þýskalandi: „Stuttgart var miklu betri aðilinn og liðið var drifið áfram af stórleik Asgeirs Sigurvinssonar.“ Um þetta atriði eru vestur-þýsku blöðin sammála eftir jafnteflisleik Bayern og Stuttgart, 2-2, í Múnchen á laugardaginn. Ásgeir fékk alls staðar einn, bestu einkunn, nema í Bild sem gaf honum tvo en hjá því blaði fékk reyndar enginn leikmaður bestu einkunn. Það var Ásgeir sem skoraði jöfnunarmark Stuttgart 2- 2 með þrumufleyg. Wolfgang Grobe náði tvívegis forystunni fyrir Bayern í leiknum, úr vítaspyrnu í síðara skiptið. Arm- in Jáger var þá nýkominn í mark Stuttgart eftir að Helmut Roleder aðalmarkvörður hafði meiðst eftir árekstur við Karl-Heins Rummen- igge og verið fluttur á spítala. Jáger lék vel, en felldi Dieter Höness og Grobe skoraði úr vítaspyrnunni. Karl Heinz Förster jafnaði fyrir Stuttgart í fyrra skiptið en Ásgeir í það síðara, boltinn hrökk þá út til hans eftir hornspyrnu frá Her- manni Ohlicher. Fyrir leikinn var nokkuð rætt um einvígi Norðurlandabúanna, Ás- geirs og Sörens Lerby hjá Bayern. Það er enginn vafi á hvor vann það einvígi. Asgeir var alls staðar tek- inn framyfir Felix Magath þar sem valið var í lið vikunnar í blöðunum, en Magath var besti maður Ham- burger sem gerði 1-1 jafntefli í Boc- hum. Það var uppselt á leikinn, 78 þúsund áhorfendur voru á Ólympí- uleikvanginum í Múnchen, og mið- ar voru seldir „á svörtu“ á 50 mörk stykkið. Fjórar gamalkunnar stjörnur í vestur-þýskri knattspyrnu, Paul Breitner, Sepp Maier, Gerd Múller og Franz Beckenbauer, voru meðal áhorfenda og voru þeir allir ánægðir með leikinn, sögðu hann vel leikinn og skemmtilegan. „Þetta var slappt hjá okkur," sögðu Pétur Ormslev og Atli Eð- valdsson um 0-0 jafntefli Dússel- dorf gegn Bielefeld á föstudags- kvöldið. Báðir léku þeir allan leikinn, Pétur var ágætur og fékk 3 í einkunn en Atli náði sér aldrei á strik. Dússeldorf á í miklum vand- ræðum, einungis 10 leikmenn eru í raun heilir og liðið því sjálfvalið. Pétur og fyrirliðinn Gerd Zewe fengu bestu marktækifærin í leiknum fyrir Dússeldorf en mark- vörður Bielefeld varði vel í bæði skiptin. Bremen sigraði Uerdingen 5-2 (Völler 2, Reinders 2 og Pezzey skoruðu, en Mönchengladbach varð að sætta sig við 1-1 jafntefli heima við Frankfurt. Önnur úrslit: Offenbach-Leverkusen 0-2, Mannheim-Kaiserslautern 2-0, Köldn-Núrnberg 3-1 (Engels, Fisc- her og Littbarski skoruðu fyrir Köln) og Braunschweig- Dortmund 5-0. Bayern og Mönchengladbach hafa 38 stig hvort á toppnum, Stutt- gart 37, Hamburger 36 og Bremen 24 stig. Dússeldorf er í áttunda sæti með 27 stig úr jafnmörgum leikjum. Neðst eru Frankfurt með 20 stig, Offenbach með 15 og Núrnberg með 14. -JHG/VS KR og Valur náðu í tvö stig hvort Þó aðstæður á Melavellinum gamla og góða á sunnudaginn væru betri fyrir sundgarpa en knattspy rnumenn, tókst KR og Val að sýna sex marka leik, 3-3, I fyrsta leik ReyKjavíkurmótsins. Fyrir vikið fengu bæði lið 2 stig, aukastig er geflð í mótinu fyrir að skora 3 mörk í leik. KR var komið í 3-0 eftir rúmar 20 mínútur, enda reyndu Vesturbæ- ingar ekki hið ömögulega, nett spil við þessar aðstæður, eins og Vals- menn, heldur börðust af krafti og byggðu upp á löngum sendingum. Willum Þórsson skoraði fyrst með ágætu skoti og síðan þeir Sverrir Herbertsson og Óskar Ingimundarson af stuttu færi báðir. Valsmenn sýndu hins vegar á sér aðra og betri hlið í seinni hálflcik og höfðu jafnað, 3-3, eftir 20 mínútur. Hilmar Sighvatsson skoraði tvíveg- is, annað markið úr vítaspyrnu, og Bergþór Magnússon sá um það þriðja eftir góða sókn. Áhorfendur skemmtu sér oft konunglega yfir magalendingum leik- manna í drullupollunum fjölmörgu og sumir höfðu á orði að útsendar- ar sundfélagsins Ægis hefðu betur verið að fylgjast með... -VS Þjóðviljinn á Anfield Road: Liverpool hélt knatt- spyrnusýningu! Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: Eg brá mér til Liverpool á laugardaginn og sá Englands- meistarana gjörsigra West Ham 6-0 á Anfield í frábærum leik. Liver- pool hélt hreina knattspyrnusýn- ingu, leikmenn West Ham voru spilaðir uppúr skónum hvað eftir annað og oft endaði 20 sendinga sókn með marki eða góðu tækifæri. Kenny Dalglish og Ian Rush léku snilldarlega í framlínu Liver- pool og sterkir varnarmenn West Ham áttu aldrei möguleika gegn þeim. Fjögur mörk fyrir hlé ogtvöí síðari hálfleik (sjá bls. 12) og þau hefðu hæglega getað orðið mun fleiri, vörn West Ham var galopn- uð eins og eftir kennslubók með stuttu millibili. Það er erfitt að tína út einstaka leikmenn hjá Liverpool, allt liðið lék mjög vel frá upphafi. Dalglish og Rush eru þegar nefndir. Ronnie Whelan vann mjög vel, Phil Neal var góður, svo og John Wark sem fellur vel inní leik Liverpool- liðsins. Blöðin hér í Englandi gæla við þá hugmynd að hann eigi að leysa Graeme Souness af hólmi, Souness notfæri sér klausu í samn- ingi sínum við Liverpool í vor sem gerir honum kleift að fara til meginlands Evrópu. Það er senni- legra enn erfiðara að meta leik- menn West Ham, þeir komu ekki við boltann á löngum köflum. Bar- áttujaxlinn Geoff Pike var þeirra frískastur og fékk dauðafæri á markteig en þrumaði beint í fang Bruce Grobbelaar markvarðar sem þá glotti all ógurlega. „Þetta var snilldarleikur hjá mínum mönnum en ég átti aldrei von á að West Ham gæfi okkur eins mikið rúm til að spila og byggja upp og raunin varð,“ sagði Joe Fagan framkvæmdastjóri Liver- pool eftir leikinn. Aberdeen eykur forystuna á ný Aberdeen jók á ný forystu sína í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, vann þá lið Jóhannesar Eð- valdssonar, Motherwell, 2-1 á heimavelli. Mark McGhee og Gor- don Strachan skoruðu mörkin í fyrri hálfleik, en Rafferty minnkaði muninn fyrir Motherwell. Á meðan náði Celtic aðeins markalausu jafntefli við St. John- stone á útivelli og Dundee United féll 1-0 í Edinborg gegn Hibernian ámarki Bills Jamieson. Rangersog Hearts gerðu markalaust jafntefli og Frank McDougall skoraði tvö mörk þegar St. Mirren vann góðan útisigur í Dundee, 5-2. Aberdeen ...27 ... 29 20 17 4 6 3 6 64-15 64-32 44 40 Dundee United... ...26 15 6 5 51-25 36 Rangers ...29 13 7 9 45-35 33 Hearts ...30 9 12 9 33-42 30 St. Mirren ..30 8 12 10 47-47 28 Hibernian ..32 12 4 16 41-50 28 Dundee .... 29 9 2 18 43-66 20 St. Johnstone.... ... 30 9 2 19 31-70 20 Motherwell .... 30 3 7 20 26-63 13 -AB/VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.