Þjóðviljinn - 08.05.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Síða 3
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNj Þriðjudagur 8. maí 1984 Umsjón: Víðir Sigurðsson Steingrímur tryggði KA sigur gegn Púr Byrjad á grasi á Akureyri Allar Iflcur eru á að byrjað verði á grasi á Akureyri þann 20. maí þegar fyrsti leikurinn þar í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á þessu sumri fer fram. Ak- ureyrarliðin KA og Þór eiga þá að leika saman, og verði aðalleikvangurinn ekki tilbúinn, verður leikið á grasvelli KA- manna. „Wembley" Akureyrínga var kominn í mjög gott ástand um mánaða- mót en kuldahretið á dögunum kom sér illa og tefur fyrir gróandanum þar. -K&H/Akureyri Völsungur fékk Víkurblaðsbikar Völsungur og Tindastóll, sem bæði leika í 2. deildinni í knattspyrnu, léku tvo leiki á Húsavík fyrir skömmu. Völsungur vann báða, 3-2 og 2-0, og hlaut fyrír vikið Víkurblaðsbikarínn. KS frá Sigluflrði átti að taka þátt í þessu Víkurblaðsmóti en hætti við vegna samgonguerfíðieika. -AB/Húsavík KA varð sigurvegari í KR-mótinu í knattspyrnu sem lauk um helgina með úrslitaleik KA og Þórs. KA dugði jafn- tefli en sigraði 1-0 og skoraði Steingrím- ur Birgisson markið eftir skyndisókn tíu mínútum fyrir leikslok. Lítið var um færi í leiknum, Þórsarar fengu þau tvö bestu. Þorvaldur Jónsson í KA-markinu varði fyrst vei frá Jónasi Róbertssyni og síðan skaut Bjarni Sveinbjörnsson yfir úr upp- lögðu færi. Mikil barátta einkenndi leikinn og jaðraði við slagsmál. Fyrir helgi vann KA Vask 4-0. Njáll Eiðsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Steingrímur og Erlingur Kristjánsson gerðu sitt skallamarkið hvor. KA fékk því 4 stig, Þór 2 en Vaskur ekkert. -K&H/Akureyri Guðjón missir fyrstu leiki Guðjón Guðmundson, hinn mark- sækni leikmaður 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu, meiddist illa f keppnisferð liðsins á höfuðborgarsvæðið um mánaða- mótin. Lærvöðvi slitnaði og hann missir líklega af fyrstu leikjum Þórsara í 1. deildinni. Miðvörðurínn Þórarínn Jó- hannsson fór úr axlarlið í sömu ferð en ætti þó að vera klár í slaginn þann 20. maí. -K&H/Akureyri Sigurjón vann Sigurjón Gíslason, Golfklúbbnum Keili, sigraði í Snoker-open golfkeppn- inni sem GK stóð fyrir á Hvaleyrarvellin- um um heigina. Þetta var punktakeppni og hlaut Sigurjón 75 punkta. Annar varð Hörður Morthens, GR, með 72 punkta og þriðji Magnús Jónsson, GS, einnig með 72 punkta. Blakliðin á Úrslit ráðast víða í Evrópu:_ Juventus, Benfica og Feyenoord meistarar Skjöldur áfram Reynir með lið Skjöldur Vatnar Bjömsson var endur- kjörínn formaður Blaksambands íslands er ársþing sambandsins var haldið í Þrótt- heimum í Reykjavfk á laugardaginn. Á þinginu kom fram að Reynir Ár- skógsströnd mun leika í 1. deild karla næsta vetur, ekki bið svonefnda lið „Reynivíkur“ sem var sameiginlegt lið Reynis og Dalvíkinga. Stjóm BLÍ fékk heimild til að láta leika í einni deild í karlaflokki næsta vetur ef þátttaka gæfí tilefni til. Maggi og kó í 1. deildina Magnús Bergs og félagar í Real Santander tryggðu sér 1. deildarsæti í spænsku knatt- spyrnunni um helgina er þeir gerðu 0-0 jafntefli við Elche i 2. deild. Magnús verður fyrsti íslendingur- inn til að leika í spænsku 1. deild- inni. Tveir austan- menn til ÍS Allt bendir til að bikarmeistarar ÍS I blaki karla fái tvo unglingalandsliðsmenn frá Neskaupstað, Martein Guðgeirsson og Víði Ársælsson, til liðs við sig næsta vetur. Aberdeen hætt komið Nýkrýndir Skotlandsmeistarar í knatt- spymu, Aberdeen, voru hætt komnir á heimavelli gegn Hibernian f úrvals- deildinni á laugardaginn. Edinborgarar skomðu tvívegis með skömmu millibili og vom þar að verki John Geachie og Brían Wright. Billy Stark lagaði stöðuna fyrir Aberdeen og þannig stóð fram á sfðustu spyrnu leiksins er varamaðurínn Ian Porteus jafnaði, 2-2. Willie gamli Johnston jafnaði fyrir He- arts sem gerði 1-1 jafntefli við Celtic. Dundee United var hætt komið en gerði 2-2 jafntefli við St.Mirren. Enn var 2-2, hjá Rangers og Dundee, en St. Johnstone sigraði Motherwell 3-1 og getur enn hald- ið sér uppi á kostnað Dundee. Staðan þegar ein heil umferð er eftir í úrvalsdeildinni: Aberdeen..........33 25 5 3 76-18 55 Celtlc............35 21 7 7 79-40 49 Dundee United...33 18 9 6 65-36 45 Rangers...........33 14 10 9 51-40 38 Hearts............34 9 15 10 36-46 33 St.Mlrren.........35 8 14 13 52-57 30 Hibernian.........35 12 6 17 45-55 30 Dundee............34 10 4 20 47-73 24 SUohnstone........35 10 3 22 36-79 23 Motherwell........35 4 7 24 31-74 15 Morton og Dumbarton hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. -AB/VS Það var mikið um að vera víða á meginlandi Evrópu um helgina. Úrslit um meistaratitiana í Hollandi, Portúgal og á Ítalíu réðust endanlega og í Belgíu og á Spáni voru bikarmeistarar krýndir. Juventus er ítalskur meistari og kem- ur engum á óvart. Næstsíðasta umferðin þar í landi var leikin á sunnudag og Ju- ventus fékk Avellino í heimsókn. Paolo Rossi kom Juventus yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Zbigniew Boniek hin- um pólska en Avellino tókst að jafna í síðari hálfleik. Það kom ekki að sök, jafnteflið dugði Juventus til sigurs. Fyrir síðustu umferðina er Juventus með 43 stig en fráfarandi meistarar AS Roma með 39; þeir síðarnefndu gerðu 2-2 jafn- tefli við Fiorentina. Luther Blissett, enska landsliðsmanninum, tókst að komast á blað, skoraði sigurmark AC Mílanó gegn Pisa, 2-1. Benfica tryggði sér portúgalska meistaratitilinn með því að gera 1-1 jafntefli við Sporting Lissbon í næstsíðustu umferð. Sporting hafnaði í þriðja sæti deildarinnar en það telst meirháttar áfall í þeim herbúðum. Framkvæmdastjórinn, Josef Venglos, rekinn og John Toshack, sá kunni Wal- esbúi, er talinn líkelgasti arftaki hans. Feyenoord kom hollenska titlinum endanlega í höfn, það var nánast form- satriði, en liðið vann Willem Tilburg 5- 0. PSV Eindhoven tryggði sér annað Zola Budd - myndin var tekin í fyrsta hlaupi hennar í Bretlandi fyrir skömmu en þar notaöi hún hlaupaskó í fyrsta skipti. Paolo Rossi - þýðingarmikiö mark. sætið með 6-1 sigri á Den Bosch en Ajax tapaði fyrir Spörtu frá Rotterdam og má gera þriðja sætið sér að góðu. Hrikalegur hasar á Spáni Bikarúrslitaleikurinn á Spáni, milli Atletico Bilbao og Barcelona, er einn sá hrikalegasti sem um getur. Allt logaði í illindum, „slátrarinn“ Goicoechea hjá Bilbao sem braut Maradona fyrr í vetur, sparkaði hressilega í hann öðru sinni þannig að þræða þurfti í iegg þess arg- entínska með tveimur sporum. Bilbao vnn leikinn 1-0 og sigraði því tvöfalt, bæði deild og bikar. Keppni í deildabik- arnum hófst á Spáni á sunnudaginn og þá gerðu Madrid-liðin Atletico og Real jafntefli, 1-1, í 1. umferð. Gent er belgískur bikarmeistari, sigr- aði Standard Liege 2-1 í úrslitaleiknum. Standard var án þeirra 7 leikmanna sem dæmdir voru í keppnisbann vegna mút- umálsins en var þó alls ekki langt frá sigri. Einn sökudólganna, Jos Derden, hefur reyndar verið seldur til Roda í Hollandi en þeir mega leika utan Belg- íu. Monaco og Metz leika til úrslita um franska bikarinn. í undanúrslitunum um helgina tapaði Monaco 1-2 í Toulon en sigraði 5-3 samanlagt. Metz sigraði Nantes 1-0 og komst áfram á útimarki, tapaði fyrri leiknum í Nantes 1-2. -VS Gott hlaup Zolu í Osló Zola Budd, hin 17 ára umdeilda suður-afríska stúlka sem fékk breskan rikisborgararétt á mettíma fyrir skömmu éins og frægt er orðið, varð þriðja í frábæru 10 km götuhlaupi I Osló um helgina. Tvær norskar stúlkur urðu á undan henni, Ingrid Christiansen og Grete Waitz, heimsmethafinn í mara- þonhlaupi kvenna. Þær þrjár voru hnífjafnar þar til 2 km voru eftir. Þá kom erfið brekka og í henni stakk Ingrid hinar af og lauk hlaupinu á 31, 29 mín. sem er besti tími konu í heimi á þessari vegalengd. Ekki viðurkennt heimsmet þar sem hlaupið er á götum, upp og niður erfiðar brekk- ur og í ótal krókum. Zoia fékk tímann 31,42 mín. sem er það besta sem svo ung stúlka hefur náð fyrr eða síðar. Góð frammistaða hjá henni, aðalgreinar hennar eru 3000 og 5000 m hlaup. -VS NM í haust Landsiið karla óg kvenna í blaki taka þátt í Norðurlandamótunum í haust. Karlarnir keppa í Osló í konurnar á Á- landseyjum. Mótin fara fram á sama tíma, í byrjun október. Þá mun ÍS halda Háskólamót Norðurlanda í blaki og körfuknattleik í lok september. Að auki eru fyrírhuguð aukin samskipti við Fære- yinga þannig að næg vcrkefni blasa við blakfólki. Gísli til ÍBÍ Gísli Magnússon frá Vestmannaeyjum hefur tekið við þjálfun 2. deildarliðs ís- firðinga í knattspyrnu en Martin Wilkin- son, hinn enski þjálfari þeirra hætti við að koma til þeirra öðru sinni. Gísli hefur tvívegis áður þjálfað þar vestra. Siggi með tvö Slguröur Grét- arsson. Sigurður Grét- arsson, knatts- pyrnumaðurinn kunni úr Kópavog- inum skoraði tví- vegis fyrir Tennis Borussia Berlín um helgina er liðið vann 3-1 sigur á Spandauer í áhug- amannadcildinni vestur-þýsku. Tennis Borussia er í öðru sæti í sínum riðli en á litla möguleika á að ná efsta sætinu og komast í úrslitakeppnina um 2. deildarsæti. Ormond látinn Willie Ormond, fýrrum landsliðs- einvaldur Skota í knattspyrnu, er látinn, 59 ára að aldri. Hann lék sjálfur með Hibemian og spilaði sex landsleiki fyrír Skotlands hönd á árunum 1954-59 en var eftir það framkvæmdastjóri hjá nokkrum skoskum liðum og landsliðinu. Ford verður að sitja heima _ Michelle Ford, eini gullverðlaunahafl Ástrala í einstaklingsgrein í sundi á Ól- ympíuleikunum í Moskvu, verður að sitja heima þegar leikarnir í Los Angeles í sumar fara fram. Ólympíunefnd Ástralíu valdi hana ekki til fararinnar og miðaði þá við árangur á úrtökumóti sem fram fór fyrír tveimur mánuðum. Þá var Ford illa upplögð en hefur síðar náð fímmta besta tima í heimi í 800 m skriðsundi á þessu ári. Samt vill nefndin ekki endurskoða afstöðu sína og lýsti þvi yflr nú um helgina að til þess að komast á leikana yrði Ford að gjöra svo vel og setja eitt stykki heims- met nú á næstunni. Andrés þjálfar Léttismenn Andrés Krístjánsson, fyrrum leikmað- ur með ÍBÍ, FH og Víkngi í knattspym- unni, þjálfar 4. deildarlið Léttis úr Reykjavík í sumar og leikur jafnframt með því. Þriðjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Magnús áfram með Ólsarana Magnús Teitsson (til vinstri) hefur verið endurráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði Víkings, Ólafs- vík, í knattspyrnu. Víkingur hafnaði í 6. sæti SV-riðils 3. deildar sl. sumar. Einvígi HSV og Stuttgart um vestur-þýska meistaratitilinn framundan: Öruggur sigur hjá Sigfúsi „Ég er þokkalega ánægður með þennan tíma, hann er um hálfri mínútu frá Islandsmeti Ágústs Ásgeirssonar á þessari vegalengd. Mót- vindur á Kleppsvegi setti strik í reikninginn og þá fékk ég enga keppni um efsta sætið,“ sagði Sigfús Jónsson, hinn gamalreyndi hlaupari úr ÍR eftir að hafa sigrað á Mcistaramóti íslands í 25 km götuhlaupi á sun nudagsmor gun inn. Hlaupið fór fram í austurhluta Reykjavíkur, byrjað og endað á Laugardalsvellinum. Sigfús fékk tímann ein klukkustund, 23,59 mín- útur. Steinar Friðgeirsson, ÍR, varð annar á 1:26,07 klst. og Stefán Friðgeirsson, ÍR, þriðji, 8 mínútum á eftir Steinari. Fimmtán manns luku keppni en 17 lögðu af stað. Þetta hlaup fór nú í fyrsta skipti fram í Reykjavík, var haldið á Hvolsvelli í fyrra og á Suðurnesjum þar á undan. Astæðan var sú að í sumar fer Kalott-keppnin fram í Reykjavík og þá þyrfti 25 km hlaupið að vera haldið innan borgarmarkanna. Brautin reyndist vel og verður sennilegast notuð í Kalott-keppninni, er reyndar sú eina í Reykjavík sem kemur til greina. _vs „Þið getið haldið áfram að grenja í Miinchen“! Alfreð mistókst vítið og Essen varð númer tvö - Kiel í fjórða sæti Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í v.Þýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson er heldur betur í formi þessa dagana eins og lið hans, Stuttgart. Félagið heldur efsta sætinu í vestur-þýsku Bund- esligunni í knattspyrnu eftir 5-1 sigur á Kickers Offenbach á föstu- dagskvöldið og skoraði Asgeir tvö markanna. Hann var valinn í lið vikunnar í níunda skiptið í vetur hjá Kicker, því virta íþróttablaði. Bild tók sig einnig til og lofaði Ásgeir í hástert. „Þið getið haldið áfram að grenja í Múnchen“, skrif- aði einn íþróttafréttamanna blaðs- ins og enn er því stráð salti í sár Bayern Múnchen sem seldi Ásgeir til Stuttgart. Blaðið greip líka gömlu rulluna sem gengið hefur um allt í vetur og sagði að því miður fyrir vestur-þýska landsliðið væri besti leikmaður Bundesligunnar íslendingur. Ásgeir lék mjög vel og hann og Guido Buchwald voru bestu menn Stuttgart. Þeir eru nú ávallt sam- herjar í liði vikunnar hjá Kicker. Ásgeir átti góðar sendingar og sýndi einnig ýmiskonar brögð, svo mjög að sum blöðin lýstu leik hans sem hreinni sýningu. Hann gerði tvö síðustu mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu en þá hafði Peter Reichert verðið brugðið eftir góða sendingu Ásgeirs, og það síðara Aukastig Valsara Valur fékk dýrmætt aukastig á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi, vann þá Fylki 3-1 á Melavellinum. Valsmenn standa því mjög vel að vígi í mótinu. í kvöld mætast Víkingur og Þróttur. eina ferðina enn, og skoraði að vanda, á 76. mínútu. Spennan eftir það var gífurleg en með Stein hinn sjalla sem bakhjarl hélt HSV út. Atli Eðvaldsson náði að skora mark er Fortuna Dússeldorf tapaði 3-4 heima gegn Bremen. Það var fyrsta mark leiksins, úr vítaspyrnu, en Atli fékk laka dóma fyrir leikinn, hlaut 5 í einkunn. Neu- barth kom Bremen yfir með tveimur mörkum en Fach jafnaði íyrir Dússelforf, 2-2. Meier og Lel- lek komu þá Bremen í 2-4 en Fach lagaði stöðuna fyrir heimaliðið á síðustu mínútu leiksins. Önnur útslit urðu þessi: Bielefeld-Braunschwelg 0-0 Frankfurt-Núrnberg 3-1 Kaiserslautern-Köln 2-2 Uerdingon-Bochum 1-2 Leverkusen-Mannhelm 0-1 Staða efstu liða er þessi: Stuttgart.........31 18 9 4 75-29 45 Hamburger.........31 19 6 6 68-33 44 Bayern............31 18 6 7 75-36 42 M.GIadbach........31 18 6 7 69-46 42 Bremen............31 17 7 7 69-40 41 Þrjár umferðir eru eftir og því má segja að baráttan um meistaratitil- inn sé orðin að einvígi milli Stutt- gart og Hamburger. Liðin mætast í lokaumferðinni í Stuttgart þann 26. maí og það gæti hæglega orðið hreinn úrslitaleikur. Um næstu helgi leikur Stuttgart heima gegn Frankfurt, sem er í þriðja neðsta sæti, en Hamburger sækir botnliðið Núrnberg heim. í næstsíðustu umferð á svo Stuttgart erfiðan heimaleik í Bremen en Hamburger leikur þá heima við Frankfurt. Takist Stuttgart að sigra Frankfurt og ná öðru stiginu eða báðum í Bremen, dugir liðinu jafn- tefli við Hamburger til að hreppa meistaratitilinn. Vinni Hamburger báða og Stuttgart tapi í Bremen dugar Hamburger hins vegar jafn- tefli í þeim leik. Líkurnar á hreinum úrslitaleik virðast vera 90 prósent og vel það en vestur-þýsku blöðin vilja flest meina að Hamb- urger muni ná meistaratitlinum vegna mikillar reynslu. -JHG/VS Janus að ná sér Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Janus Guðlaugsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er óðum að ná sér eftir meiðslin sem hann varð fyrir snemma í vor. Hann losnaði úr gipsi fyrir nokkru og er farinn að skokka til að koma sér í gang á ný. Hann mun þó ekki leika meira með Fortuna Köln í 2. deildinni á þessu keppnistímabili; félagið er í níunda sæti og hefur ekki að neinu að keppa þannig að Janus stefnir á að ná sér algerlega. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og nokkur bjartsýni ríkir í herbúð- um þess fyrir næsta vetur. Margir lykiimenn hafa verið meiddir að undanförnu og það kom í veg fyrir að liðið blandaði sér í baráttuna um sæti í Bundesligunni. hreppti þá annað sætið. Lemgo, lið Sigurðar Sveinssonar, beið lægri hlut gegn Hofweier, 22-21, Sigurð- ur og Schuppl voru markahæstir í liði Lemgo, gerðu 5 mörk hvor og báðir 3 þeirra úr vítaköstum. Góður sigur hjá Fam! Framarar styrktu stöðu sína á Reykjarvíkurmótinu í knattspyrnu á sunnudaginn er þeir sigruðu Vík- inga 2-1 á Melavellinum. Ómar Jó- hannsson skoraði fyrir Fram í fyrri hálfleik en Ómar Torfason jafnaði fyrir Víking úr vítaspyrnu um miðjan þann síðari. Tíu mínútum fyrir leiksiok tryggði Kristinn Jóns- son síðan Frömurum sigur og eftir það óðu þeir bláklæddu í dauða- færum án þess þó að bæta við markatöluna. Á laugardaginn áttust við KR og Ármann og mörðu KR-ingar 2-1 sigur á 4. deildarliðinu baráttu- glaða. Gunnar Gíslason skoraði sigurmark KR-inga í leiknum en þeir léku án þriggja leikmanna sem voru að taka út eins leiks bann, höfðu allir verið reknir útaf í leikjum mótsins. _VS með „poti“ af stuttu færi. Hans- Peter Makan, Buchwald og Reichert sáu um hin þrjú mörkin. Sjónvarpið lét sitt ekki eftir liggja í hrósyrðunum um Ásgeir, annað eins hól hefur vart heyrst um einn leikmann úr þeim herbúðum. HSV heppið Hamburger SV vann geysiþýð- ingarmikinn 2-1 sigur á Bayern Múnchen í Hamborg og veitir því Stuttgart keppni um meistaratitil- inn, eitt liða úr þessu; Mönchengladbach fékk skell í Dortmund, 4-1, og voru leikmenn liðsins greinilega þreyttir eftir bikarleikinn mikla gegn Bremen í síðustu viku. Sigur Hamburger var með nokkrum heppnisbrag og Uli Stein markvöruður liðsins sýndi stór- brotna markvörslu. Hann var val- inn maður dagsins af Kicker og ein- kunninn var einn, heimsklassi. Leikmenn Bayern mættu til leiks í brasilíska landsliðsbúningnum en það dugði ekki til. Jimmy Hartwig hjá Hamburger sýndi þeim „Bras- ilíutakta" er hann kom liði sínu yfir í fyrri hálfleik; vippaði boltanum yfir varnarmann og negldi síðan í netið hjá Bayern. Manfred Kaltz kom síðan HSV í 2-0 úr vítaspyrnu eftir að Milewski hafði verið brugðið. Dieter Höness kom þá inná sem varamaður hjá Bayern, Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans: Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, missti naumlega af vestur-þýska meistaratitlinum, tapaði 13-11 fyrir Schwabing á útivelli í loka- umferðinni. Sigur í leiknum hefði þýtt sigur í deildinni fyrir Essen og fímm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 11-11 var Alfreð falið að taka vítakast. Markvörður Schwa- bing varði og heimaliðið gerði tvö síðustu mörkin. Alfreð gerði 3 mörk í leiknum. Grosswallstadt tryggði sér á meðan meistaratitilinn, sigraði Gummersbach 18-16 á heimavelli. Schwabing hafnaði í þriðja sætinu en Kiel, undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar, sigraði Dankersen 20-17 og náði þar með fjórða sæt- inu. Góður árangur hjá Jóhanni Inga en í fyrra kom Kiel mjög á óvart undir hans handleiðslu og Sigfús Jónsson á lokaspretti 25 km hlaupsíns á sunnu daginn. Mynd: - eik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.