Þjóðviljinn - 15.05.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 15.05.1984, Page 1
Þriðjudagur' 15. maí 1984 ÞJÓÐVILiliNN *-• SÍÐA 9 Viðir Sigurðsson Umsjon: Cruyff hættur „Þetta er sorgardagur fyrir Feyeno- ord og hollenska knattspyrnu," sagði formaður hinna nýbökuðu tvöfoldu meistara i Hollandi, Feyenoord, á sunn- udaginn eftir að liðið hafði unnið Zwolle 2-1 í síðustu umferðinni þar í landi. Sorglegt að sigra? Nei, ekki beint, en snillingurinn Johan Cruyff hefur ákveð- ið að hætta að leika knattspyrnu, 37 ára gamall, og þetta var svanasöngurinn hans. Þessi frábæri leikmaður, sem var kjörinn þrívegis knattspyrnumaður Evrópu á löngum og glæsilegum ferli sínum, treystir sér ekki lengur að standa í þessum stórræðum. Hann kvaddi þó með stfl, var maðurinn á bak við sigur Feyenoord í deild og bikar og skoraði annað marka liðsins í loka- leiknum. -VS Sovetmenn staðfesta Sovétmenn staðfestu endanlega í gær að þeir myndu ekki taka þátt í Olympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Boðað var til blaðamanna- fundar í Moskvu og var honum sjónvarpað beint til Bandaríkjanna og þar tilkynnti Marek Gramov, formaður sovésku Olympíunefnd- arinnar, að Sovétmenn myndu ekki skipta um skoðun héðan af. Gramov neitaði ásökunum um að Sovétmenn væru að hefna sín fyrir að Bandaríkjamenn skyldu ekki mæta á leikana í Moskvu fyrir fjórum árum. Hann sagði að þrátt fyrir þetta, myndu Sovétmenn senda fulltrúa á fund Alþjóða Ól- umpíunefndarinnar í Lausanne í Sviss á föstudaginn og ræða við Samaranch forseta hennar. Samar- anch bíður þess að fá áheyrn hjá Chernenko forseta Sovétríkjanna. Þá vísaði hann á bug fullyrðingum þess efnis jið Austur-Evrópuþjóð- irnar hygðust halda mikið íþrótta- mót í Búlgaríu á sama tíma og Ól- Ögmundur Krlstlnsson Víkingar í vanda 1. deildarlið Víkings í knatt- spyrnu á í mikium markvarðar- vandræðum þessa dagana. Ög- mundur Kristinsson markvörður er meiddur, lék þannig í Reykja- víkurmótinu fyrir stuttu og lask- aðist enn frekar. Varamaður hans, Jón Otti Jónsson, er við- beinsbrotinn en hann er aðal- markvörður 2. flokks. Þá stendur eftir óreyndur piltur, Axel, sem er varamarkvörður í 2. flokki og útlit er fyrir að hann verði í peysu númer 1 þegar Víkingur mætir KR í fyrsta leik Islandsmótsins á fimmtudagskvöldið. - F/VS Keegan kvedur: ympíuleikarnir stæðu yfir í Los Angeles. Víetnam, Lagos, Mongólía og Afghanistan bættust um helgina í hóp þeirra þjóða sem tilkynna að þær muni fara að dæmi Sovét- manna og sitja heima og búist er við sams konar yfirlýsiqgum frá Ungverjum, Pólverjum og Kúbu- mönnum á hverri stundu. Yfirlýs' ingin frá Asíuríkinu Lagos var á annan hátt en frá öðrum þjóðum- Lagosmenn sögðust ekki senda keppendur á leikana þar sem hætta væri á að þeirra íþróttafólk þyrfti að etja kappi við bandaríska kepp- endur á leikunum og slíkt vildu þeir forðast! Mullery farinn frá Cr.Paláce Alan Mullery hætti í gær störfum sem framkvæmdastjóri hjá enska knattspyrnuliðinu Crystal Palace eftir tveggja ára dvöl. Paláce olli mikium vonbrigðum í 2. deild sl. vetur og lenti í fimmta nejðsta sæt- Norður- landa- met! 45,36 OddurSigurðsson, , hlauparinn snjalli úr KR, er svo sannarlega í ham þessa dagana. Hann setti glæsilegt Norðurlandamet í 400 m hlaupi karla á frjálsíþróttamóti i Austin í Texas á laugardaginn, hljóp á 45,36 sek. og varð þriðji í hlaupinu. A undan honum urðu tveir sterkir Bandaríkjamenn; Rod Jones sigraði á 44,94 sek. sem er besti tími í heiminum í ár og Alan Ingram varð annar á 45,27 sek. Oddur hefur þegar verið valinn til keppni á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Hann setti íslandsmet hálfum mánuði fyrr, 28. apríl, Oddur Sigurðsson. 45,69 sek. og hefur þvl meira en réttlætt útnefningu sína á leikana. Oddur hefur sýnt miklar framfarir á þessu ári og með þessu áframhaldi er hann til alls líklegur í sumar. -VS Ingi Þór Jónsson. Ingi Þór utnefndur Ingi Þór Jónsson frá Akranesi var um helgina út- nefndur sem þriðji maður á lista Sundsambands ís- lands fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles í sumar. Á flmmtudag yar tilkynnt að Tryggvi Helgason og Guð- rún Fema Ágústsdóttir myndu keppa fyrir Islands hönd á leikunum og þá var einnig opinberað að Sund- sambandinu hefði verið veittur viðbótarstyrkur að upphæð kr. 20 þúsund án þess að tilgreint væri að hann yrði látinn renna til ákveðins einstaklings. Það má því telja fullvíst að Ingi Þór keppi á leikunum í Los Angeles, en endanleg blessun Ólymípunefndar íslands er enn ekki fyrir hendi. Talsverð átök voru innan Sundsambandsins um hver skyldi skipa þriðja sætið á listanum sem mjög hefur verið umdeildur meðal sund- fólksins sjálfs. Ölymípunefnd á eftir að tilgreina fjóra keppendur á leikana en líklegustu kandídatar á eftir Inga Þór eru frjálsíþróttamennirnir Óskar Jakobsson og Þráinn Hafsteinsson ásamt lyftingamanninum Har- aldi Ólafssyni. - VS Lewis yfir 8,90 en hárfínt ógilt! Carl Lewis, bandaríski undramaðurinn, náði besta heimsárangr- inum í langstökki karla á þessu ári í gær, stökk þá 8,71 m á móti í Los Angeles. Lewis stökk 8,79 m í fyrra og er það hið næsta sem nokkur hefur komist heimsmetinu „ódauðlega", 8,90 metrum, sem Bob Beamon setti í Mexikó fyrir 16 árum. Lewis virtist setja heims- met á mótinu, sveif yfir 8,90 m markið, en gerði hárflnt ógilt. Það virðist aðeins tímaspursmál hvenær hann rýfur múrinn á löglegan hátt. * „Eins og ég væri að deyja“ Kevin Keegan, frægasti knattspyrnumaður Bretlandseyja síðasta áratuginn og knattspyrnu- maður ársins i Evrópu 1978 og 1979, lék sinn síðasta leik i ensku knattspyrnunni á laugardag- inn. Newcastle vann þá Brighton 3-1 að viðstödd- um 37 þúsund áhorfendum á St James Park og Keegan sjálfur skoraði fyrsta mark leiksins þótt vafi væri á fram á síðustu stundu að hann gæti leikið með vegna meiðsla. Eftir leikinn voru senurnar á St. James Park ólýsan- legar, Keegan var kvaddur með miklum grátstöfum þannig að annað eins hefur vart sést. „Eg fylgdist með klukkunni þegar dró að leikslokum og hugsaði með mér, nú eru tíu mínútur eftir af ferlinum, nú eru fimm eftir... Viðbrögð áhorfenda í leikslok voru ótrú- leg, fólk sem er margfalt verr stætt en ég streymdi a b með gjafir og kveðjuorð. Þetta var eins og ég væri ao deyja, en ég er einungis að hætta að leika knatt- spyrnu! En Newcastle er komið í 1. deild og ég vona að liðinu vegni þar vel næsta vetur", sagði Keegan sem nú ætlar að leggja fyrir sig hestamennsku. Á þar þó mikið ólært að eigin sögn. -VS Geir með Stjörnuna Geir Hallsteinsson var um helg- ina ráðinn þjálfari hjá 1. deildarliði Stjörnunnar í handknattleik. Geir þarf ekki að kynna, hann var um áraraðir okkar besti handknatt- leiksmaður og hann hefur þjálfað undanfarin ár með góðum árangri. Undir hans stjórn var FH yfirburð- alið I íslenskum handknattleik sl. vetur og Stjanan hefur heldur betur sett I feitt með þessari ráðningu. Bróðir Zicos með Brassana Bróðir hins fræga Zico, Edu að nafni, hefur verið ráðinn þjáifari Brasilíska knattspyrnuliðsins til reynslu. Ef hann stendur sig í leikjunum gegn Englandi og fleiri þjóðum í júlí verður hann ráðinn framyfir næstu heimsmcistara- keppni. Edu þjálfar brasilíska fé- lagið Vasco de Gama. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.