Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. júnl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: Platini létti press- unni af Frökkunum Michel Platini sýndi í gærkvöldi eina ferðina enn hversu dýrmætur hann er franska landsliðinu í knattspyrnu. Mark hans ellefu mínútum fyrir leikslok gegn Dönum á Parc-de-Princes leikvanginum í París létti mikilli pressu af Frökkum í riðlakeppni úrsli tanna á EM - þeir þurfa að sigra í riðlinum til að leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn og líkurnar á því jukust til muna við 1-ð sigrinum í gærkvöldi. 3. deild í knattspyrnu: Leiftur í efsta sætið Nýliðar Leifturs frá Ólafs- firði tóku forystuna í NA-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu á föstudag er þeir unnu góðan sigur á HSÞ-b, 2-1, í Mývatns- sveitinni. Hafsteinn Jakobsson skoraði sigurmark Leifturs fimm mínútum fyrir leikslok, með skalla segja Olafsflrðingar sem horft hafa á atvikið af myndbandi, með hendi segja Mývetningar. Halldór Guð- mundsson hafði komið Leiftri yfir í fyrri hálfleik en Jón Gísla- son jafnað fyrir HSÞ-b í þeim seinni. Mývetningar fengu síðan uppreisn æru í fyrrakvöld er þeir unnu óvæntan 2-1 sigur yfir Hugin á Seyðisfirði. Ari Hall- grímssonkom HSÞ-b yfir, Þórir Olafsson jafnaði fyrir Hugin en Þórhallur Guðmundsson tryggði Mývetningum stigin þrjú. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla kring- um miðbik seinni hálfleiks. Austri vann Val frá Reyðar- firði 3-0 á Eskifirði í gærkvöldi. Þetta var baráttuleikur en sigur Austra var fyllilega sanngjarn. Sigurjón Kristjánsson skoraði fyrst, 1-0 í hálfleik, en Bjarki Unnarsson og Guðmundur Árnason bættu við markatöl- una í seinni hálfleik. Staðan í NA-riðli er þá þannig: Leiftur.............3 2 1 0 4-2 7 Austri..............4 1 3 0 6-3 6 Magni...............3 1 2 0 4-2 5 HSÞ-b...............4 12 15-55 Þróttur N...........2 0 2 0 3-3 2 Huginn..............3 0 2 1 4-5 2 ValurRI.............3 0 0 3 0-6 0 Grindavík og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, í SV-riðlinum í gærkvöldi. Sanngjörn úrslit, Fylkir átti fyrri hálfleik og komst yfir með marki Halldórs en í þeim seinni sóttu Grindvík- ingar látlaust og þá jafnaði Hjálmar Hallgrímsson úr vít- aspyrnu. Þetta eru fyrstu stigin sem Fylkismenn tapa í riðlinum en þeir eru áfram efstir með 10 stig gegn 7 hjá Víkingi Ólafsvík og Reyni Sandgerði. -Ig/VS Danir vörðust vel og eiga hrós skilið fyrir baráttuvilja sinn. Þeir voru einnig ávallt hættulegir í upphlaupum sínum, Preben El- kjær átti tvær góðar marktilraunir, Frank Arnesen og Klaus Berggren eina hvor. En undiralda leiksins var frönsk og eftir því sem á leið var það aðeins spurning hvort Frakkar héldu haus þegar markið lét á sér standa, eða létu örvæntinguna yfir- buga sig. Mark Platini kom á síð- ustu stundu, það hefði getað reynst Frökkum um megn að reyna að knýja fram sigur á allra síðustu mínútum leiksins. Franska liðið lék á köflum skín- andi knattspyrnu, hraður sam- leikur og frábær knatttækni ein- kenna leik þess. En eitt gæti orðið þeim að falli; í þeirra herbúðum er treyst á að miðjumennirnir snjöllu, Platini, Tigana, Giresse og Fern- andez sjái um mörkin því framherj- inn er einungis einn, Lacombe. Út- herjinn Bellone er fljótur og skemmtilegur leikmaður en hann er fyrst og fremst „matari“, hans verkefni er að koma boltanum fyrir markið. Vörnin er sterk en bræði bakvarðarins Amarosar í lokin er hann skallaði Jesper Olsen og fékk fyrir það rauða spjaldið gæti reynst dýrkeypt. Amaros er geysilega fljótur og snjall bakvörður sem á drjúgan þátt í mörgum sóknar- lotum. Hann og Femandez voru bestir Frakkanna í leiknum ásamt Giresse. Danir byggðu leik sinn útfrá hörkugóðri vöm, þrír miðverðir og einn bakvörður því vinstra megin (t þurftu þeir ekki fastan bakvörð. Lauridsen var síðan fimmti varnar- maður þeirra í seinni hálfleik og stóð sig með prýði. Ole Quist lék frábærlega í markinu og gat ekkert gert við sigurmarki Platinis. Frammi var Elkjífr hættulegur og danska liðið í heild er skipað mjög góðum leikmönnum. En gegn Belgum og Júgóslövum verða þeir að sækja, leika til sigurs, og það gæti reynst þeim erfitt og jafnvel komið í veg fyrir að þeim takist að vinna leik á mótinu. -VS Simonsen brotinn! Eíns og við sáum i beinu sjónvarpsútsendingunni frá leik Frakka og Dana i Evrópukeppninni í knattspyrnu i gærkvöldi, var Allan Simonsen, litli danski knattspyrnusnillingurinn, borinn af leikvelli rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hann var greinilega sárþjáður, og það var ekki furða - í ljós kom að hann er fótbrotinn! Sperri- leggurinn fór í sundur og hann heldur heim til Danmerkur í dag. Mikið áfall fyrir Dani og ekki síst fyrir Simonsen sjáifan, úrslita- keppnin í Frakklandi hefði verið glæsilegur endapunktur á löngum ferli hans. , _ vS 2. deild í knattspyrnu: Kristján Kristjánsson átti sannkallaöan stjörnuleik þegar Þórsarar rótburstuðu KR-inga 5-2 á Laugardalsvellinum í fyrradag. Sagt er frá leiknum og öörum í 1. deild á bls. 10-11. Mynd; -eik. KSkáöl WP __I m ■uð « ■ ■ b œ ® m m IhiI |T' “Ki 11 m w n IH l1 I HOy>i wk 'é y» i HI h Ingi Björn með tvö skallamörk - stórsigur Borgnesinga gegn Víði Völsungur-Einherji 2-2 „Stig er alltaf stig, en við hefðum vel þegið ÖU þrjú“, sagði Hreiðar Sig- tryggsson þjálfari og markvörður Ein- herja í samtali við Þjöðviljann eftir leikinn. Vopnfirðingar fengu þarna sitt fyrsta stig f 2. deildinni í ár, þeir áttu það skilið fyrir mikla baráttu en Völs- ungar sýndu þó betri knattspyrnu f leiknum sem var slakur, enda leikinn á þungum grasvelli. „Við spiluðum iUa, þetta var með þvf slakara hjá okkur í ár“, sagði Völsungurínn Helgi Helga- son. Jón Gíslason, vamarmaður Ein- herja, var nánast úti á miðjum Skjálf- andaflóa þegar hann gerði fyrsta mark- ið á 17. mínútu. Hann tók aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi, Gunnar Straum- land markvörður Völsungs varði skot hans en fór með boltann innfyrir mark- línuna að mati línuvarðar. Hinn línu- vörðurinn kvittaði síðan fyrir tveimur mínútum seinna, Hreiðar í Einherja- markinu hélt þá ekki skoti Sigurgeirs Stefánssonar og línuvörðurinn dæmdi mark, 1-1. Á 70. mínútu komst Einherji yfir á ný er Stefán Guðmundsson skallaði í net Völsunga eftir aukaspymu á hliðarlínu (hún var dæmd vegna tveggja mínútna þrákelkni línuvarðar!) en Kristján Ol- geirsson jafnaði fyrir Völsung 7 mínút- um fyrir leikslok, með stórglæsilegu skoti úr aukaspymu af 35 m færi. Framherjarnir lipm hjá Einherja, Gísli Davíðsson og Baldur Kjartans- son, vora bestir sinna manna en Krist- ján og Hannes Karlsson hjá Völsung- um. -AB/Húsavík Tindastóll-IBÍ 1-3 Eftir daufan fyrri hálfleik rifu ísfirð- ingar sig í gang í þeim seinni og skoraðu þrjú mörk á hans fyrstu 22 mínútum. Kristinn Kristjánsson skoraði fyrst, síð- an Atli Einarsson, og loks Guðmundur Jóhannsson með góðu skoti eftir að Tindastólsmenn höfðu lagt færið snyrti- lega upp fyrir hann. Þetta var þokkalegur leikur og Tind- astóll hafði undirtökin undan golu og úða í fyrri hálfleik. Birgir Rafnsson skallaði í slá ísafjarðarmarksins á 8. mínútu og átti gott skot sem var varið í hom þremur mínútum síðar. Eftir markasúpu ísfirðinga eftir hlé réttu heimamenn aftur úr kútnum og Björn Sverrisson minnkaði muninn í 1-3. Vörn Tindastóls vargóð í leiknum en framlínan léleg. Lið ísfirðinga spilaði fast og barðist í seinni hálfleik og knúði á því fram sigurinn. -PS/Sauðárkróki FH-KS 2-0 FH-ingar tryggðu sér þrjú dýrmæt stig með 2-0 sigrí á KS á Kaplakríka í gærkvöld. Ingi Björn skoraði bæði mörkin með skalla, eftir aukaspyrnur. Fyrra markið kom á 16. mínútu. Viðar tók aukaspyrnu og Ingi Björn á réttum stað og skallaði stöngin inn. KS- menn réðu lengstum lögum og lofum á miðjunni en þeim gekk erfiðlega að skapa sér færi. Þó áttu þeir eitt skot í þverslá í fyrri háfleik. Sama sagan endurtók sig í síðari hálf- leik. Siglfirðingar héldu miðjunni en FH-ingar sköpuðu sér hættuleg færi með skyndisóknum. Þeir hefðu vel get- að bætt fleiri mörkum við en 2. markið kom ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Guðmundur Hilmarsson tók þá aukaspyrnu og enn var Ingi Björn á réttum stað og skallaði í netið. Sann- gjarn sigur í nokkuð miklum sparkleik. Ingi Björn og Guðmundur áttu best- an leik FH-inga en í nokkuð jöfnu liði KS stóðu þeir Baldur Benónýsson og Hörður Júlíusson uppúr. -Frosti/lg Skallagrímur-Víðir 3-0 Heldur stór sigur Borgnesinga í frem- ur jöfnum leik en þeir sóttu meira í fyrrí hálfleik og vörðust vel ■ þeim síðarí. Ómar Sigurðsson skoraði eina mark fyrrí hálfleiks á 33. mínútu, fylgdi þá vel eftir að skalli Björns Jónssonar hafði verið varínn. Rétt áður hafði Ólafur Jóhannesson komist einn innfyrir Vfðis- vörnina sem klikkaði illa á rangstöðu- taktík en Gísli Heiðarsson varði skot hans. Bjöm Axelsson kom Skallagrími í 2- 0 á 48. mínútu með skoti af markteig eftir homspymu. Eftir það sótti Víðir mjög og fékk ágæt færi, eitt sinn komust tveir einir innfyrir vöm Skallagríms en þvældust hvor fyrir öðram og ekkert varð úr. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði svo Garðar Jónsson þriðja mark Skallagríms eftir góða skyndisókn og þar við sat. -VH/Borgamesi Staðan í 2. dcild: FH...................5 4 1 0 13-3 13 Völsungur............5 4 11 9-5 10 Njarðvík..............4 3 0 1 5-2 9 Skallagrímur..........5 2 2 1 9-6 8 KS...................4 2 11 7-4 7 (Bl.................. 5 2 0 3 9-10 6 Vfðlr.................5 1 1 3 4-10 4 IBV...................3 0 3 0 5-5 3 Tindastóll............5 1 0 4 4-15 3 Einherjl..............5 0 1 4 4-9 1 -VS Léttur Blikasigur Breiðablik vann öruggan sigur, 5:0 á Víði þegar félögin mættust í bikarkeppni kvenna í knatt- spymu í Garðinum í gærkvöldi. Alda Rögnvaldsdóttir 2, Asta Maria Reynisdóttir, Lára Ás- bergsdóttir og ein Víðisstúlkn- anna gerðu mörkin. Guðríður Guðjónsdóttir, markvörður Breiðabliks, spreytti sig á víta- spyrau i leiknum en skaut fram- fajá! _ ÞMB/Suðurnesjum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.