Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 4
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Migvikudagur 13. júní 1984 íþróttir Vfðir Sigurðsson Frakk- land Besti árangur: 4. sæti 1960 (2-0 tap fyrir Tékkum). Þurfti ekki að leika í undankeppninni vegna gestgjafahiutverksinis. Spá Þjóð- viljans: Evrópumeistari. Belgía Besti árangur: 2. sæti 1980 (tap- aði 1-2 fyrir V.Þjóðverjum). Sló Sviss, Austur-Þýskaland og Skot- land út í undankeppninni. Spá Þjóðviljans: 4. sæti. Júgó- slavía Besti árangur: 2. sæti 1960 (tap- aði 1-2 fyrir Rússum) og 1968 (tapaði 1-1, 0-2 fyrir ítölum). Sló’ Wales, Búlagríu og Noreg út í undankeppninni. Spá Þjóðvilj- ans: 5.-6. sæti. Dan- mörk Besti árangur: 4. sæti 1964 (tap- aði 1-3 fyrir Ungverjum). Sló England, Ungverjaland, Grikk- land og Luxemburg út í undan- keppninni. Spá Þjóðviljans: 7.-8. sæti. Evrópu- keppni lands- liða 1984 Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu - úrslitakeppni - hófst í Frakklandi í gærkvöldi með leik gestgjafanna Frakka og Dana. Þessi keppni fer nú fram í sjöunda skiptið en hún hófst árið 1958 með undankeppni fyrir úrslitakeppnina sem einmitt fór fram í Frakklandi sumarið 1960. Sovétmenn urðu fyrstu Evrópu- meistararnir, sigruðu Júgóslavíu 2- 1 í úrslitaleik. Þeir léku einnig til úrslita á Spáni 1964 en biðu þá lægri hlut fyrir gestgjöfunum sjálf- um, 1-2. Arið 1968 fóru úrslitin fram á Ítalíu og aftur hrósaði heimaliðið sigri; ítalir unnu Júgósl- avíu 2-0 eftir að liðin höfðu skilið jöfn, 1-1. Belgía var vettvangurinn 1972 og þá unnu Vestur-Þjóðverjar Sovétmenn 3-0 í úrslitaleik. Leikurinn barst til Júgóslavíu 1976 og þá urðu Tékkar Evrópumeistar- ar, sigruðu Vestur-Þjóðverja í vítaspyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Vestur- Þjóðverjar léku svo sinn þriðja úrs- litaleik í röð á Ítalíu 1980 og þá náðu þeir titlinum á ný, sigruðu Belga 2-1. Þrjátíu og tvær þjóðir hófu Evr- ópukeppnina fyrir tveimur árum og léku í 7 riðlum. Frakkar voru einir undanskildir, þeir komust beint í úrslitakeppnina þar sem þeir eru gestgjafarnir að þessu sinni. Margt óvænt gerðist í undan- keppninni, heimsmeistarar ítala biðu mikiar hrakfarir og sitja nú heima ásamt fleiri kunnum knatt- spyrnuþjóðum, svo sem Sovét- mönnum, Englendingum og Hol- lendingum. Þeir síðastnefndu virt- ust þó öruggir í úrslit þar til Spánn vann Möltu 12-1 í lokaleik 7. riðils og komst þar með uppfyrir Hol- land á markatölu. Vestur-Þjóð- verjar mega hrósa happi með að fá að verja titil sinn í Frakklandi, þeir töpuðu tvívegis fyrir Norður-írum sem voru með fádæmum óheppnir að sigra ekki í 6. riðli. í Frakklandi er þjóðunum átta sem eftir eru skipt í 2 riðla. Frakk- ar, Belgar, Júgóslavar og Danir leika í A-riðli en V.-Þjóðverjar, Spánverjar, Rúmenar og Portúgal- ir í B-riðli. Sigurvegarar riðlanna leika til úrslita um Evrópumeist- aratitilinn í París þann 27. júní. Hér á síðunni er stutt kynning á þeim landsliðum sem þreyja úr- slitakeppnina og spádómur, hávís- indalegur, um hver lokastaðan verður. Frakkar eru bestir í Evr- ópu um þessar mundir og leika á heimavelli; hverjum öðrum er hægt að spá sigri? - VS. Vestur- Þýskal. Besti árgangur: Meistari 1972 (vann Rússa 3-0) og 1980 (vann Belgíu 2-1). Sló N.-írland, Austurríki, Tyrkland og Albaníu út í undankeppninni. Spá Þjóð- viljans: 2. sæti. Spánn Besti árangur: Meistari 1964 (vann Rússa 2-1). Sló Holland, ír- land, Island og Möltu út í undan- keppninni. Spá ÞjóðvUjans: 3. sæti. Rúm- enía (tapaði 0-2, 0-3 fyrir Tékkum) o 1972 (tapaði 1-1, 2-2, 1-2 fyri Ungverjum). Sló Svíþjóð, Tékkt slóvakíu, Itah'u og Kýpur út undankeppninni. Spá Þjóðvil ans: 5.-6. sæti. Portú- gal Besti áragnur: 8-liða úrslit 1960 (tapaði 2-1, 1-5 fyrir Júgóslavíu). Sló Sovétríkin, Pólland og Finn- land út í undankeppninni. Spá Þjóðviljans: 7.-8. sæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.