Þjóðviljinn - 28.07.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Side 5
INN SÝN Aö undanförnu hafa nokkur skrif hér í blaðinu lýst þungum áhyggjum af því, að það hafi skaðleg áhrif á mörlandann að sækja boð í erlendum sendi- ráðum, einkum þó ef vinstrisinn- ar og menningarvitar umgangast bandaríska diplómata. Nú síðast í gær lýsir Rúnar Ármann Art- hursson alveg sérstökum áhyg- gjum af undirrituðum. Mér skilst af grein hans, að eitt sinn hafi ÁB áttað sig mætavel á vélabrögðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, en nú hafi skilningur hans dofnað, nú telji hann bandaríska viðhlæjendur vini sína, þvert ofan í leiðsögn Hávamála, og eins víst að pólitísk heilsa hans sé í verulegri hættu. Og svo sé um fleiri. Vondur heimur Þetta er mikil umhyggjusemi og líklega alveg óverðskulduð. Að minnsta kosti er alltof seint í rassinn gripið að því er mig sjálf- minntist áðan á leyniþjónustur sem eru nálægar í sendiráðum, við sendiráð tengjast tilraunir til að hafa í frammi viðskiptaþving- anir og hernaðarþvinganir og annað sem smáþjóð þarf að vara sig á. Svo það er ekki nema eðli- legt, að öðru hverju heyrist hljóð úr horni, ef diplómatar fara út af kurteisisporinu - hvort sem væri með fullkomlega óviðeigandi at- hugasemdum um íslenska pó- litík, með því að leggja minjasafn undir þjóðhátíð sína (svo nýleg dæmi séu tekin) eða geri eitthvað annað álíka smekklaust. Sjálfsagt að þeir fái á baukinn fyrir það eins og Marhall Brement nú síð- ast. Semsagt. Sendiráð eru viðsjár- verð, ekki síst sendiráð stórvelda í litlu landi og gerir annað þeirra út herinn á Miðnesheiði. En þau eru til og hafa margþættu hlut- verki að gegna, ekki endilega neikvæðu. Hvað ætla menn að taka til bragðs? í skrifunum hér í blaðinu um bandaríska sendiráðið og gesti Hin háskalegu sendiráð an varðar. Satt best að segja: þau tuttugu ár sem ég hefi fengist við blaðamennsku og ritstjórn og einkum sýslað við menningarmál og alþjóðamál, hef ég haft kynni af mörgum erlendum dipló- mötum - eins og reyndar margir aðrir sem við slík störf eru. Flestir hafa Rússarnir verið, en í þessum hópi hefur einnig verið slatti af Bandaríkjamönnum, Frökkum, Pólverjum og fleiri. Ég skal játa, að ég hefi til þessa ekki séð ástæðu til að harma þessi kynni, hvort sem þau voru barasta form- leg eða ögn persónulegri. Ekki heldur þótt ég hafi orðið fyrir þeirri reynslu að sjá bandarískan diplómat, sem ég þekkti, á lista yfir „Hver er hver í CIA?“ og tvo rússneska kunningja á blaði í grein um KBG á Norðurlöndum. Eða eins og Oddgeir kvað: Það er erfitt þetta líf og þetta er vondur heimur Engar góðgerða- stofnanir Sú reynsla (CIA, KBG) sem nú síðast var nefnd, er heldur hvimleiður partur af því að vera til í heimi þar sem stórveldin hafa hvarvetna augu og eyru. Og það er einmitt þess vegna sem sam- skipti við diplómata fara einatt út fyrir þann ramma sem kynni manns af manni gerjast í. Sendi- ráðsmenn eru ekkert merkilegri en annað fólk. Ekki ómerkilegri heldur (lítil ástæða til þess til dæmis að hafa það í flimtingum, ef sendiráðsfrúr hafa rænu á því að fást við bókmenntir og listir - eða hvar er jafnréttishugsunar- hátturinn?) Stundum vill svo vel til, að í þessum marglita hópi finnast prýðilegir einstaklingar sem fengur er að kynnast við hvaða aðstæður sem væri. En sem fyrr segir: þeir eru um leið fulltrúar valds, sem otar sínum tota með ýmsum hætti. Sendiráð stunda m.a. kynningarstarfsemi sem ekki er ástæða til að amast við. En þau eru engar góðgerðar- stofnanir það veit hver asninn. Allra síst sendiráð risavelda. Ég þess ber mest á þeirri afstöðu að menn eigi að forðast vondan fé- lagsskap. Skiljanleg afstaða og þykir ágæt þegar um er að ræða foreldra og börn. En sú forræðis- hyggja, sem nokkurt samkomu- lag er um í uppeldi barna, hefur sínar takmarkanir: unglingar vaxa upp og þykjast geta tekist á við heiminn sjálfir - til góðs og ills. Og það gefst oftast illa að reyna að framlengja „barna- pössun“von úr viti. Ég tala nú ekki um þegar reynt er að búa til einskonar skyldupólitík úr for- eldravaldinu: þetta máttu og þetta er þér bannað. Verst er, þegar þessi árátta verður að ríkis- stefnu eins og þegar bandarískir þegnar máttu ekki heimsækja Kúbu eða Kína og sovéskir yfir- höfuð ekki fara yfir landamærin - allt í nafni þess, að forða fólki, sem bersýnilega er ekki treyst til að standa á eigin fótum, frá „skaðlegum“ áhrifum og félags- skap. Við skulum þá segja sem svo: hver maður hlýtur að ráða sjálfur fram úr sambúðarvanda sínum við umheiminn, einnig þeim litla anga hans sem snýr að erlendum sendiráðum. Eftir aðstæðum hvers og eins, og þær eru að sjálf- sögðu mismunandi. Hvað þarf að óttast? í nýlegum skrifum hér í blað- inu fer nokkuð fyrir ótta við leyniþjónustur á mannaveiðum en þó mest fyrir áhyggjum af því að umgengni við fulltrúa erlendra stórvelda geri menn halla undir röksemdir þess stórveldis. Þetta getur allt gerst eins og dæmin sanna. En því fer auðvitað fjarri að slíkt þurfi að gerast. Menn ættu að vara sig á því að líkja ekki eftir ódýrum brögðum eins og þeim sem Morgunblaðið beitti í máli norska njósnarans Arne Treholts. Þá átti að nota aðferð sem heitir víst „guilt by associati- on“, samsekt með nærveru eða eitthvað þessháttar: með öðrum orðum, það var óspart látið að því liggja að íslenskir menn, sem höfðu setið til borðs með Arne Treholt, væru rétt eins líklegir til að ganga erinda Rússa og hann! í raun og veru er það svo, að sá sem hefur sæmilega grundvallað- ar skoðanir - um sjálfstæði smárra þjóða, um herstöðvar, stríð og frið og fleira sem máli skiptir, og heldur þessum skoð- unum fram hikstalaust hvenær sem ástæða er til - hann þarf svo- sem hvorki að óttast njósna- veiðara né heilaþvott. Hvorki innan dyra sendiráða né utan þeirra. En sá sem er heldur skoðanalítill sjálfur og gagnrýnis- laus, hann ætti náttúrulega helst að sitja á skák sinni og fara hvergi. Ekki í diplómataboð en þó enn síður í boðsferðir af póli- tískum toga - en í þeim fer reyndar í gang innrætingarkerfi sem gerir allt sendiráðastúss að hreinum barnaleik. Spjallað við andskotann Ég minntist áðan á það að að- stæður hvers og eins væru mis- munandi. Pólitísk blaðamennska er til dæmis kapítuli út af fyrir sig. Spurningin er til dæmis ekki um það, hvort ritstjóri eða blaða- maður á Þjóðviljanum þekkir fleiri eða færri diplómata. Það sem skiptir máli er það, hvort slík umgengni hefur neikvæð áhrif á blaðið. Þjóðviljamenn ýmsirhafa þekkt sovéska diplómata. Hefur það komið í veg fyrir að þeir gagnrýndu af einurð innrás í Tékkóslóvakíu eða Afganistan? Nei. Þjóðviljamenn hafa þekkt bandaríska diplómata. Éeiddi það til þess, að stungið væri undir stól Víetnamstríði, aðild CIA að valdaráni í Chile eða nú síðast vélabrögðum gegn byltingar- stjórn í Nicaragua? Nei. Ef að Þjóðviljamaður situr afmælisráð- stefriu Varðbergs, samneytir Natóvinum og aðmírálnum gesti þeirra (engar áhyggjur, góðir drengir, ég borgaði kostnaðinn úr eigin vasa) - þá er þessi blaða- snápur ekki að leggja með nær- veru sinni blessun yfir hernaðar- bandalag heldur er hann að safna efni í grein. Það er greinin sem svo sker úr um það hvort hann „þolir“ að vera dagstund hjá vondu fólki. Magnús Kjartansson sagði eitt sinn við mig: „Blaðamaður á að vera reiðubúinn að skreppa í neðra og heimsækja andskotann ef hann getur fræðst á því“ Saga úr sendiráði Og kannski eru diplómatar þeim, sem eiga til virka forvitni um menn, háttalag og viðhorf, ekkert hættulegri en þessi gam- alkunnu íslensku „andskotar“ sem við erum dæmdir til að búa við. Þó ekki eigi það við um alla eru diplómatar einatt barnalegri en þeir íslensku valdarefir sem við ölumst upp við. Það er kann- ski ekki úr vegi að vitna í því sam- bandi í sögu sem gerðist í banda- ríska sendiráðinu fyrir nokkrum árum. Sovésk sendiráðsfrú var þar í boði og kvartaði um það við bandaríska sendiherrann eða staðgengil hans, að nú sé búið að loka Kanasjónvarpinu. Til hvers voruð þið að því? spurði hún. Nú hefur maður ekkert við að vera í þessum hundsrassi. Það þýðir ekki að kvarta um það við mig, sagði amríkaninn. Spurðu íslendingana, spurðu þennan þarna. Og hann benti á Magnús Kjart- ansson, sem af tilviljun heyrði_ hverju fram fór. Við HANN? sagði sovétfrúin með örvæntingarsvip þess sem hefur endanlega gefið upp alla von. Fullrúa- skyldur Ég hefi heyrt þá kenningu, að ekki bara embættismenn heldur og oddvitar í pólitík og menning- arlífi hafi vissum „fulltrúa- skyldum“ að gegna í sambandi við erlenda sendimenn, bæði þá sem hér eru staðsettir og þá sem koma og fara. Það sé rétt að slíkir menn noti hvert skynsamlegt tækifæri til að útskýra milliliða- laust sjónarmið sín og sinna sam- taka, menningarlífið og þar fram eftir götunum. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt, en samt hefur þessi kenning talsvert til síns máls. Það má t.a.m. spyrja: eiga tals- menn Alþýðubandalagsins að láta Moggamenn eða aðra slíka eina um að túlka sjónarmið og stefnu flokksins fyrir erindrekum Natóríkja? (í bandarískum fræði- greinum fellur Alþýðubandalag- ið undir það sem kallað er „kom- múnismi auðnarinnar“ - einkum þó Neskaupstaður). Annað dæmi. í vetur leið kom hingað hollensk kona að safna efni um íslenska list og menningu. Hún hitti Davíð Oddsson í boði og sýndi honum lista yfir þá, sem hún ætlaði að tala við og bað borgarstjórann um leið að bæta við listann, gefa sér ráð. Davíð brást reiður við og sagði að þetta fólk á listanum væri kommapakk á mála hjá Rússum! Og má þá spyrja: eiga „menningarvitar“ að draga sig út úr borgaralegu og vestrænu samkvæmislífi af vel- sæmisástæðum og láta til dæmis hina sérstæðu gamansemi Davíðs Oddssonar um kynningu á ís- lenskri list? Á íslenskur rithöf- undur að neita að taka vel á móti bandarísku skáldi sem er friða- rsinni og náttúruvinur vegna þess að sendiráð hins bandaríska im- períalisma greiðir götu hans hing- að? Eiga leikhúsmenn að neita að tala við sovéska leikskáldið Ar- búzof vegna þess að hann er hér á opinberum vegum og mun vísa frá sér allri gagnrýni á sovésk stjórnvöld? Er sovéskur ballett tortryggilegur (eins og ég hef séð í DV eða Vísi) vegna þess að það má líta á hann sem fjöður í hatt Brésjnéfs og Tsjernenkos? Mér finnst rétt að menn velti fyrir sér slíkum dæmum áður en þeir taka stefnu á einangrun í slíkum sam- skiptum. Einangrunarstefna, kannski í bland við Skandínav- isma, er vitaskuld allrar virðingar verð.- það er reyndar aldrei lögð of oft áhersla á nauðsyn þess að Norðurlönd komi sem oftast fyrst allra í alþjóðlegum samskiptum okkar. En einangrunarstefna lætur líka mörgum spurningum ósvarað. Andleg grimmd í sendiráðsskrifum hefur kom- ið hér fram eftirtektarverð kenn- ing, ættuð frá Georg Orwell: sá sem sækir gestaboð getur síðar ekki beitt gestgjafann „andlegri grimmd“ í ritdeilu eða ádrepu. Það er nokkuð til í þessu. En þá er að spyrja: á hverskonar „and- legri grimmd" þurfa menn að halda. Ef menn leggja rækt við þá íslensku hefð í skrifum, sem Jón- as frá Hriflu var meistari í, og gerir ráð fyrir m.a. persónulegri rætni í garð einstaklinga - þá ættu þeir náttúrulega ekki að um- gangast það öðruvísi hugsandi fólk, sem þeir ætla að skjóta á . Hvorki Kana né íslendinga né aðra. En ef menn vilja blátt áfram reyna að halda fram sínum málefnum, skoðunum og ádrep- um í öðru formi, þá gegnir nokk- uð öðru máli. Ég vil reyndar halda því fram, að þótt Hriflu- hefðin eigi sínar skemmtilegu hliðar og persónulegt skens hljóti alltaf öðru hvoru að verða skrif- andi manni einum of mikil frei- sting- þá er ekki vanþörf á því að einhverjir taki að sér að halda sér við annan stflsmáta. Þetta er kannski barnaskapur í mér eða kristileg áhrif eða eitthvað þaðan af verra. En svona er nú það. Árni Bergmann Laugardagur 28. |úlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.