Þjóðviljinn - 28.07.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Blaðsíða 13
■ (punktur) ■ (punktur) p (komma) ■■■■■ (strik...) Og eitthvað fyrir krakkana... Út er komin ný barnaplata sem heitir Óli Prik, og syngja krakkar á aldrinum 6-12 ára flest lögin. Efniviðurinn er vitaskuld sniðinn til handa börnum og öllum þeim sem enn hafa gaman af að teikna hinn sígilda Óla Prik, en kappinn sá er líklega einn hinn litskrúðug- asti persónuleiki sem lifað hefur í mannaheimum til þessa. Yfirumsjón með verki þessu hafði Magnús Pór, og geymir platan 10 lög, sem eins og áður segir eru flest sungin af börnum, en þau eru: Gísli Guðmundsson (12 ára), Björgvin Gíslason (6 ára) og Anna Thelma Magnús- dóttir (12 ára). Þau hafa ekki áður sungið inná plötu, en er ár- angur þeirra vægast sagt góður og til fyrirmyndar. Magnús Þór hefur og samið öll lögin við texta eftir hina ýmsu höfunda, m.a. þýðingar Kristjáns frá Djúpalæk úr vísnabók Æskunnar (allar eftir enskum þjóðvísum) þ.e. „Konan í skó“, „Hnetutréð“, „Skipakoma“, „Langi Palli“ og „Maja og litla lambið". Edda Björgvinsdóttir kemur þarna nokkuð við sögu og syngur „10 bama móðir“, ljóðið fengið að láni úr ljóðasafni handa unglingum, sem Finnur T. Hjör- leifsson tók saman, en textinn er eftir Oscar Haneson. Hinar kunnu vísur Sigurðar Júl. Jó- hannessonar, „Gleraugun hans afa“ eru þarna að finna í flutningi Önnu Thelmu, dóttur Magnúsar Þórs, og ættu margir foreldrar að kannast við þessa skemmtilegu „sögu“ um gleraugun sem afi gamli steingleymdi að taka með sér á leið sinni til himnaríkis. Björgvin Gíslason, sonur Gísla Rúnars og Eddu Björvins, syngur þarna líka af tindrandi húmor syrpu af kunnum vísubrotum. Hljóðfæraleikarar á plötu þessari eru ekki af lakari endan- um og eru, utan Magnúsar Þórs, þeir Guðmundur Ingólfsson, Skúli Sverrisson og Jón Gústafs- son. Það ætti því ekki að þurfa mikið hik, til að næla sér í Óla Prik... Ólína Prik / QCS%uaj er aö fá að vera við sjálf" Kukl Gerningar og galdratilraunir Afbrýöi og öfund eru systur tvær sem löngum hafa hreiörað um sig í skapgerð ís- lendinga gegnum tíðina og oftlega litað sögu vora rauða. Gildir þá einu hvort vitnað er í íslendingasögurnar eða nærtæk dæmi úr veruleika nútímans höfð að leiðarljósi. Mun það lengi í minnum haft þegar Bryndís nokkur Schram var aðalumræðuefni manna á meðal, kynsystra sinna þó að- allega, og fóru þvílíkar sagnir af konunni (sem á þeim tíma stýrði Stundinni okkar) að Ijóst var hvert hugur stefndi. Svona er það segin saga að þegar eitthvað er glæsilegra eða efnilegra en annað það sem venjulegt fólk á að venj- ast, lendir það miskunnar- laust á milli tannanna á því og ræður þar yfirleitt illvilji og öfund ferðum. Þannig er því þó iðulega farið að þegar eitthvað orsakar víðtækt um- tal er vissulega þess virði að gefa nánari gaum að því. Því er þetta nefnt hér, að um daginn hlýddi ég á samræður fólks er það var að afgreiða með- limi hljómsveitarinnar Kukls á einn veg: „..hvað heldur þetta fólk sig vera eiginlega?... þykjast vera frumleg! ...reyna að vera merki- legra en annað venjulegt fólk . .svo er þessi „tónlist" þeirra bara óþolandi píp eftir alltsaman!“ Eitthvað á þessa lund hljómaði sú umræðan, og var tilefnið nýút- komin plata þeirra Kuklara sem nefnist „Augað“ og er út gefin af Crass-fyrirtækinu. Nú eru allir að tala um þessa miklu niðurlægingartíma í ís- lenskri tónlist milli þess sem þeir hamast við að grýta spámenn sína; það er engu líkara en stór hópur fólks þjáist af langvinnum og erfiðum timburmönnum eftir „Rokk í Reykjavík“-tímabilið og þurfi að taka það út á öllum þeim sem enn sýna viðleitni og sköpunargáfu. Ef maður segði gráa manninum á götunni að Bubbi Morthens væri genginn í Sumargleðina myndi hann annað hvort trúa því eða emja af gleði og illkvittni í bland. Spyrjir þú sama mann hvar vaxtarbroddur íslenskrar tónlistar liggi, svarar hann með nafni sem hann veit ekki hvort á að stafa með einni zetu eða tveimur. Nú er komið svar við þessu öllu saman; íslensk hljómsveit sem reynir ekki að réttlæta tilveru sína gagnvart samlöndum sínum, hljómsveit sem ekki leggur sig og list sína undir misvitra dóma fólks sem á einhvern hátt virðist hrætt við allt óvænt og lifandi. Auðvit- að hafa ýmsir óforbetranlegir „besserwisserar" tjáð sig um stefnu og innihald Kukls og sagt það vera aumkunarverða tilraun einhverra ópólitískt meðvitaðra poppara til að selja sig inn á an- arkistafyrirbærið Crass, með því að taka upp innantóm slagorð og predika einhvern málstað, sem þau ekki trúi á. Sumsé, sé ekki sungið um Thatcher, Reagan, hvalveiðar og kúgun á Grænlend- ingum er það blekking. Ef hins vegar er sungið um Thatcher, Re- agan, hvalveiðar og Grænlend- inga þá er það hræsni. Eftir að hafa heyrt hina nýju plötu Kukls, lesið meistaraverkið „The Layman’s Guide to KUKL -Music & Morals“ og heyrt hljómsveitarmeðlimi tjá sig um tónlist sína og stefnu, þá sér mað- ur hvað allir þessir sleggjudómar eru mikið píp og kjaftæði. Ég mun reyna hér á eftir að miðla af þeirri upplifun og vonast til að geta útskýrt ýmislegt í leiðinni. Hverjir KUKLA? . Eins og segir í kynningarbæk- lingi þeim sem hljómsveitin Kukl hefur dreift til útlanda (áðurnefnt verk, „The Layman’s Guide to KUKL“) er hljómsveitin á marg- an hátt rökrétt afleiðing af „tón- listarsprengingu“ síðustu ára. Þar eru samankomnir meðlimir hljómsveita eins og Þeys, Purrks Pillnikks, Tappa Tíkarrass og Van Houtens Kókós. KUKL hef- ur þegið ýmislegt í arf frá þessum hljómsveitum: Frá Þey kemur hinn yfirvegaði tryllingur sem holdgast í Guðlaugi og Sigtryggi, frá Purrki Pillnikk kemur hin of- uraktívi Einar Örn, frá Tappa Tíkarrassi kemur Björk sem syngur eins og engill og urrar eins og Louis Armstrong og frá Súrre- alistagrúppunni Van Houtens Kókó kemur Einar Melax sem færir með sér tvíræðni í tali og tónum. Það sem gleður mann mest er að hér er ekki einhver Súpergrúppa sem kemur saman vegna gagnkvæmrar þreytu, heldur er hér fólk sem kann, vill og verður að skapa. Það gefur auga leið, að þegar svona fólk kemur saman er hægur leikur að setja saman plötu sem gæti uppfyllt allar formúluþarfir, sama hvort þær voru miðaðar við landið ísa eða stjórnieysiskreðs- ana í kringum Crass. En hér er hvorki að finna Föðurbæn Sjó- mannsins né Ástandiðíheimin- umídag litað af Bakúínín/ Krópútkín & Co. Þess í stað eru hér lög sem eru svo krefjandi að þau verður að skilgreina sem þau sjálf: tónlistin er eitthvað nýtt en á sér þó rætur og samsvörun í fólki við fyrstu hlustun, textarnir eru frekar myndir en orð, og ef þeir fela í sér einhvern útsölu an- arkisma, þá er ég amma mín. í stuttu máli sagt: hér er hljóm- plata sem gerir kröfur til áheyrandans en launar þær svo margfalt til baka. Við fyrstu hlustun tók ég undir með þeim sem sögu „besta íslenska platan sem hefur komið út á árinu“ en með þeim svartsýna undirtón að „allt hitt hefur hvort sem er verið frekar lélegt" Núna eftir nokkrar yfirferðir geri ég mér grein fyrir að þessi hljómplata er á margan hátt kóróna síðustu ára í íslenskri tónlist. Það er í senn ánægjulegt og kaldhæðnislégt að KUKL þurfi ekki að leggja tilverurétt sinn undir íslendinga með þessari hljómplötu sinni, því að viðtökur hér heima munu hvorki gera þeim heitt né kalt. Platan ergefin út af Crass í Bretlandi og um heim allan og salan hér heima skiptir litlu máli í heildardæminu. Það væri þó ánægjulegt ef fólk hér gæti tekið við sér og keypt plötuna án þess að fá til þess hvatningu breskra músík- blaða..., það sem meira er, upp- lifað plötuna án fordóma, for- merkja og sögulegra tengsla við þær hljómsveitir sem KUKL sprettur úr. Niðurstaða? Hér er hljómplata sem mun er tímar líða teljast brautryðjenda- verk. Þeir sem hlusta á hana munu fá eitthvað útúr því, þeir sem hlusta meira á hana munu fá meira útúr því og þeir sem hlusta mest á hana munu fá mest útúr því. Eins og segir í KUKL- bæklingnum, eru þau ekki að stfla upp á massann (í lauslegri þýðingu): „Stærsta vonin liggur í fráhvarfi einstaklingsins, óræð- um byltingum sem bjaga opin- bera útreikninga. Af Kýbernetík (kerfisfræði, Nóbelsverðlauna- hafans Norberts Wiener - innsk. þýð.) getum við dregið þann lær- dóm, að það kerfi, sem hefur mestan sveigjanleika, mun að lokum enda sem hið ráðandi kerfi“. Þetta held ég að KUKL sé að gera og þetta held ég að flestir ættu að gera. Ekki sökkva í þenn- an landlæga drunga og væla um að ekkert sé að gerast: Kuklið áður en það er um seinan... I. mar Laugardagur 28. Júlf 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.