Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 3
FRETTIR Verslunarbankinn: 2-7% hækkun innlánsvaxta Víxilvextir hœkka um 4,5% Ifrétt frá Verslunarbanka ís- lands sem Þjóðviljanum barst í gærkvöldi kemur fram að allir innlánsvextir bankans hækka að minnsta kosti um 2% eins og vex- Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í almennri skyndi- hjálp sem hefst miðvikudaginn 15. ágúst. Námskeiðið verður haldið í húsnæði RKÍ Nóatúni 21. Kennt verður frá kl. 20 — 23. Námskeiðinu lýkur 23. ágúst. Þátttökugjald er kr. 500. Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu geta látið skrá sig að Öldugötu 4, sími 28222. Á námskeiðinu verður kennd skyndihjálp við ýmisskonar slys. tir af sparisjóðsbókum, sem Seðl- abankinn ákvað fyrir skömmu. Tveir flokkar innlána hækka þó mun meira, innistæður á ávísana- og hlaupareikningum um 7%, úr Auk þessa verður kennd blást- ursaðferðin og sýndar fræðandi myndir þar að lútandi. Þar gefst fólki gott tækifæri til að afla sér undirstöðumenntunar eða rifja upp fyrri þekkingu í þessum efnum og læra til hlítar meginatriði skyndihjálpar. Námskeiðinu lýkur með verk- efni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar á þátttöku sinni. 5 í 12% og bundnir sparisjóðs- reikningar hækka um 5%, upp í 24% Útlánin hækka að jafnaði meira. Þannig hækka víxilvextir um 4,5% úr 18,5% í 23% á ári og vextir af skuldabréfum og afborg- unarlánum úr 21% í 25% í tilkynningunni segir að bank- inn áskilji sér rétt til breytinga eftir því sem markaðsástæður gefa tilefni til og verða þær breytingar kynntar sérstaklega. Samfara vaxtabreytingunum hef- ur Verslunarbankinn opnað nýj- an innlánsreikning, sem hlotið hefur nafnið Kaskó-reikningur. Þetta er í eðli sínu almennur sparisjóðsreikningur sem ber sömu vexti eða 17%. Kaskó- reikningurinn er ávallt til útborg- unar án uppsagnar, hann er óbundinn og má leggja inn á hann hvenær sem er. Ef hann er hins vegar án úttektar heilt vaxtatíma- bil, sem er 4 mánuðir, fær eigand- inn vaxtauppbót, sem tryggir honum bestu ávöxtun sparifjár í bankanum á því tímabili. Rauði krossinn Námsskeið í skyndihjálp Þeir líta björtum augum á framtíðina, félagarnir Dieter Kusch og Valdimar Harðarson. Mynd - ATLI. Klappstóll Sóley Jan-Mayen deilan Norðmenn svara Hafa ekkert nýttfram aðfœra sér til málsbóta. Neita að afli dönsku skipanna bœtist við þeirra kvóta. IV ið ítrekum kröfur okkar um Stóllinn sem íslenskirframleiðendur höfnuðu á sínum tíma er núfram- leiddur í Þýskalandi. stjórn loðnuveiða á þessu svæði og að Norðmenn beri fulla ábyrgð á veiðum Dana á Jan-Meyen svæðinu, sagði Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra í viðtali við Þjóðviljann í gær. Norðmenn sendu svar sitt við mótmælum ís- lendinga í gær. Þar segjast þeir vera ósammála túlkun Dana um 200 mílna lögsöguna frá Græn- landi og þeir hafi sama skilning á miðlínulögsögunni og íslending- ar. Norðmenn segja í svari sínu, að nú standi yfír viðræður milli Dana og Norðmanna um þessi mál og meðan þær standi yfír muni ekki verða stuggað við dönskum skipum á svæðinu. Staðfesta Norðmenn að þeir eigi lögsögu á svæðinu. Norðmenn vilja fara samn- ingaleiðina til lausnar þessari deilu bæði við Dani og Islend- inga. Þeir hafa ekki viljað fallast á gerðardóm um þetta mál. Segj- ast Norðmenn vilja forðast á- rekstra við dönsk yfirvöld vegna þessa máls, og að þeir sendi þess- vegna ekki varðskip á svæðið. Norðmenn hafna algerlega í bréf- inu að afli dönsku skipanna bæt- ist við norska kvótann, og kvað Síldveiði hófst í gær Sjávarútvegsráðuneytið ákvað að sfldveiðar í lagnet mættu hefj- ast í gær. Sfldveiðar í lagnet eru leyfisbundnar og skal sækja um leyfi til sjávarútvegsráðuneytis- ins. Leyfi til sfldveiða í lagnet eru bundin við báta minni en 50 brúttórúmlestir. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra þessi viðhorf Norðmanna þvert á túlkun fslenskra stjórnvalda. Talið er líklegt að viðræður verði milli deiluaðilja um þetta mál eftir áramót, þegar Grænlendingar eru formlega gengnir úr Efnahagsbanda- laginu. -óg Nýr stóll er kominn á markað- inn. Það er Sóley, klappstóll sem Valdimar Harðarson arki- tekt hannaði. Sóley er framleidd í Vestur-Þýskalandi, hjá fyrirtæk- inu Kusch og co. Ástæðu þess má rekja til að íslcnsk fyrirtæki höfðu ekki áhuga á að framleiða þennan klappstól á sínum tíma. Stóllinn hefur vakið gífurlega athygli víða um heim, það hefur verið skrifað um hann í fjölda tímarita og hann hefur verið Fiskvinnslan Meiri styrkir og lán Halldór Ásgrímsson: Illa stöddfyrirtœkifá sérstaka meðferð hjá bönkunum. Guðmundur Einarssonþingmaður: Gömlu dansarnir hjá stjórninni Það var partur af ráðstöfunum rflrisstjórnarinnar að físk- vinnslunni í landinu yrði auðveld- að að brcyta hluta af lausa- skuldum sínum í lengri lán og núna hef ég gengið frá því við banka og lánastofnanir að þau muni annast þessa skuldbreyt- ingu og ganga alveg frá henni. Þetta sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra, þegar Þjóðviljinn spurði hann um fram- vindu skuldbreytingarinnar, en í bráðabirgðalögum stjórnarinnar var gert ráð fyrir að til lausa- skuldabreytingar fiskvinnslunnar yrði lánað allt að sex prósentum af framleiðsluverðmæti ársins 1984 að frádregnum hráefnis- kostnaði. Stjórnir lánastofnana eiga eitthvað eftir að fjalla um málið en í stórum dráttum er búið að ganga frá því að bankarnir sjái um þetta. Síðan mun Fiskveiði- sjóður yfirtaka hluta af þessum skuldabréfum, en í þeim tilvikum að viðkomandi fyrirtæki hafi ekki nægjanleg veð, þá munu þau fyr- irtæki hljóta sérstaka meðhönd- lun hjá Framkvæmdasjóði og við- skiptabönkunum. Þjóðviljinn leitaði álits Guð- mundar Einarssonar alþingis- manns á þessum ráðstöfunum í gær. „Ef þetta er nýsköpunin sem þeir í ríkisstjórninni eru að tala um þá er eitthvað bogið við heila galleríið. Ef til dæmis eitthvert fyrirtæki er sérstaklega illa statt, þá þarf framkvæmdastjórinn bara að labba sig upp í Fram- kvæmdastofnun og fá þar sérs- taka meðferð. Þetta eru bara gömludansarnir hjá ríkisstjórn- inni. _ ÖS/óg sýndur á þremur alþjóðlegum húsgagnasýningum og verður sýndur í Köln nú í haust. Hugmyndin að Sóleyju kvikn- aði ’79 þegar Valdimar var í námi. Ilann þróaði svo smám saman þennan klappstól í nokkur ár og sýndi síðan íslenskum fram- leiðendum frumgerð stólsins. Þeir höfðu ekki áhuga. Valdímar sagði að í dag væri hann feginn því, þar sem hann teldi íslend- inga ekki hafa bolmagn til að framleiða stólinn. Hann fór því með stólinn til Dieter Kusch sem sýndi þessari nýjung strax mikinn áhuga. Má nefna að áður en farið var að framleiða stólinn var kostnaðurinn við Sóleyju um 18 miljónir ísl. kr. Ódýrasta gerð stólsins kostar 2090 kr. Sóley er mjög einfaldur stóll. Með einu handtaki má fella hann saman svo að auðveldlega má flytja hann. Valdimar Harðarson hefur að undanförnu unnið að felliborði sem nota á með Só- leyju. Framleiðsla borðsins hefst í haust eða byrjun næsta árs. Nafnið Sóley, kom til vegna þess að dóttir Valdimars heitir Sóley. HS Vélamiðstöðin Hersir í stað Ögmundar Hersir Oddsson hefur verið skipaður forstjóri Vélamiðstöðv- ar Reykjavíkurborgar í eitt ár, en Ögmundur Einarsson hefur feng- ið launalaust leyfi frá starfinu til jafnlengdar. Ogmundur hefur ráðið sig til starfa hjá ístaki hf. Þá hefur Nönnu Hermannsson, for- stjóra Árbæjarsafns, verið veitt launalaust leyfi í 1 ár en hún fer til starfa í Svíþjóð. Ekki hefur verið sett í stöðuna fyrir hana ennþá. Hærri dráttar- vextir Dráttarvextir hækka í dag um kvartprósent,úr2,5% ámánuðií 2,75% eða 33% á ári. Það er Seðlabankinn sem ákveður þessa vexti en síðasta breyting á þeim varð í byrjun árs, þegar þeir lækkuðu úr 3,25% á mánuði. Hæst komust dráttarvextimir í 5% á mánuði þegar verðbólgan mældist hvað mest, eða um 100%. -ÁI Laugardagur 11. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.