Þjóðviljinn - 11.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Blaðsíða 13
KVIKMYNDIR Óspennandi spennumynd Einn gegn öllum (Against All Odds. USA 1983) Handrit: Eric Hughes Stjórn: Taylor Hackford Kvikmyndun: Donald Thorín Leikendur: Rachel Ward, Jeff Brid- ges, James Woods, Richard Wid- mark. Sýnd í Stjörnubíói. Pað er vandséð hvað olli því að þessi draugur var vakinn upp - nema mynd Jacques Tourneurs frá 1947, Out of the Past, hafi ver- ið svo góð (ég hef því miður ekki séð hana) að þeir hjá Columbia hafi ætlað sér að endurtaka grínið og græða vel með lítilli fyrirhöfn. Utkoman er hörmuleg, þrátt fyrir fræga leikara. Ospennandi spennumynd. Atvinnumaður í fótbolta missir vinnuna vegna meiðsla og tekur með semingi að sér vinnu fyrir skúrkinn í myndinni, sem er næt- urklúbbseigandi og hefur týnt kærustunni sinni og fær nú fót- boltahetjuna til að finna hana fyrir sig gegn ríflegri þóknun. Kærastan er voða rík og falleg og hefur falið sig í Mexico, fótbolta- hetjan finnur hana og tekur hana fyrir sig, sem var náttúrlega ekki meiningin. Skúrkurinn sendir annan mann að leita, sá finnur hetjuna og stúlkuna, og svo ák- veðin er stúlkan í að snúa ekki aftur til skúrksins að hún drepur þennan seinni útsendara hans. Síðan lætur hún fótboltahetjuna um að husla hræið, en á meðan stingur hún af - og hvert haldið þið? Jú, til skúrksins. Ja, þetta kvenfólk, hugsar maður. Móðir stúlkunnar og stjúpfaðir eru gríðarlega vont fólk, ríkt og spillt. Þau er með puttana í öllu, aðallega þó fótbolta og fasteigna- braski, skilst manni. Fótbolta- hetjan berst vasklega „einn gegn öllum", gegn skúrkinum og fast- eignabröskurunum, en hefur varla erindi sem erfiði, nema kannski veika von um að fá stúlk- una aftur einhverntíma í framtíð- inni. Þetta er afspyrnu heimskuleg saga og vantar í hana flest það sem gerir sögu áhugaverða. Jeff Bridges hefur ýmislegt ágætt gert (minnistæðastur er hann mér fyrir leik sinn í The Last Picture Show, 1971) en fótboltahetjan Terry Brogan er ekki hlutverk sem býður upp á mikla mögu- leika. Ég efast um að nokkrum leikara hefði tekist að gera þá persónu áhugaverða. Sama er reyndar að segja um allar aðrar persónur myndarinnar. Rachel Ward er afar fönguieg stúlka og eflaust frábær ljósmyndafyrir- sæta, en hún getur ekki leikið, því miður. Það er alltaf gaman að Fanny og Alexander Loks er hún komin myndin sem allir kvikmyndaunnendur hafa beðið með óþreyju, síðasta meistaraverk Ingmars Bergman. Fanny og Alexander er stórkost- leg kvikmynd, listræn upplifun sem aldrei gleymist. í myndinni lýsir Bergman lífi stórrar merki- legrar fjölskyldu frá sjónarhóli 10 ára drengs. Frásagnarlist sænska snillingsins jaðrar við galdur og hefur sjaldan notið sín betur. Sven Nykvist sýnir og sannar að hann er einhver snjallasti kvikmyndatökumaður sem nú er uppi og leikurinn er frábær enda koma við sögu margir af bestu leikurum Svíþjóðar. Fanny og Alexander er kvikmynd sem eng- inn má missa af. Sýnd í Regnbog- anum. INGIBJORG HARALDSDÓTTIR horfa á fallegt fólk, og kannski bjargaði það því sem bjargað varð og gerði þessa tvo klukku- tíma í Stjörnubíói bærilega, þrátt fyrir allt, að Jeff og Rachel eru huggulegt par og myndast ágæt- lega. Skúrkinn Jake Wise leikur James Woods, sem einnig leikur eitt af aðalhlutverkunum í Einu sinni var I Amerfku. Það er sama sagan þar: ágætur leikari en öm- urlegt hlutverk, og það gildir líka um gamla ljónið Richard Wid- mark sem leikur stjúpföðurinn og Jane Greer sem leikur mömmuna vondu. Maðurinn sem berst einn gegn Jeff Bridges og Rachel Ward - huggulegt par og myndast vel. öllum er sígild persóna í banda- rískum kvikmyndum og margar frábærar myndir hafa verið gerð- ar um hann - sú fyrsta sem kemur upp í hugann er auðvitað High Noon, með Gary Cooper. En til þess að slík persóna verði eftir- minnileg þarf hún auðvitað að hafa eitthvað til að bera og helst þarf hún að hafa málstað að berj- ast fyrir - þó ekki sé nema þá hugsjón að halda uppi lögum og reglu eða einhverju álíka. Hér er engu slíku til að dreifa - við erum bara að horfa á rugludall sem vantar peninga og lætur teyma sig út í einhverja vitleysu. Samt er hann ekki andhetja - til þess er hann alltof myndarlegur og það er greinilega ekki ætlunin. Þegar upp er staðið er þetta húmorlaus og óspennandi mynd og engin ástæða til að eyða í hana kvöldstund. Kanntu táknmál næturlífsins ? YPSÍLON * ÖLKRÁ: VINLISTI: MATSEÐILL: MIÐNÆTUR MATSEÐILL: DISKÓTEK: Alþjóðlegt fyrirbæri. Nú loksins í Kópavogi. Skrá yfir lystauka og borövín (hvít og rauö) af ýmsu tagi. Skrá yfir ómótstæðilega forrétti, aöalrétti og eftirrétti. Sjaidgæfur, en ómissandi þáttur í næturlífinu. Snúningsaöstaöa fyrir alla.- Lengi tekur gólfiö við,- BORÐAPANTANIR: Hjá okkur tekur yfirþjónninn viö ™ pöntunum í síma 72177 Veitingastaðurinn YPSÍLON býður uppá öll tákn næturlífsins. Býöur nokkur betur? •ölkráin opin í hádegi og frá kl. 18.00.* Diskótek opnar kl. 22.00 fyrir aðra en matargesti. YPSILON Smiðjuvegi 14d, Kópavogi. Við hliðina á Smiðjukaffi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.