Þjóðviljinn - 11.08.1984, Blaðsíða 14
MENNING
LÝÐVELDI í40 ÁR
Á ÞING VÖLL
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Þingvöll verður
laugardaginn 18. ágúst. Brottför úr Reykjavík
verður kl. 9.00 árdegis frá Umferðarmiðstöðinni.
Aðaláningarstaður ferðarinnar verður á Efri-
völlum. Þaðan verða skipulagðar gönguferðir og
þar verður flutt fjölbreytt dagskrá.
Dagskrárkynnir verður Ásdís Þórhallsdóttir.
Meðal dagskráratriða í sumarferð Alþýðubanda-
lagsins má nefna:
I.Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður ávarpar far-
þega.
2. Þytur - lítið einieiksverk fyrir trompet eftir Atla Heimi
Sveinsson tónskáld. Frumflutningur:Ásgeir Steingríms-
son.
3. Haildór Laxness rithöfundur les kafla úr íslandsklukk-
unni.
4. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur
ávarp.
5. Kórsöngur, blandaður kór undir stjórn Sigursveins
Magnússonar.
6. Fjöldasöngur
7. Vinningsnúmer ferðahappdrættisins kynnt.
Dagskrá og leikir fyrir börn á öllum aldri verða í umsjá félaga í
Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði.
Heimferð verður kl. 18.00 en einnig geta þeir sem þess óska
komist heim kl. 16.00.
Aðalfararstjóri verður Jón Böðvarsson.
Honum til aðstoðar verða að vanda valinkunnir leiðsögumenn í
hverjum bíl.
Forsala farmiða og skráning farþega fer fram á skrifstofu Al-
þýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 17500.
Verð farmiða er kr. 300.- fyrir fullorðna og kr. 150.- fyrir börn sem
taka sæti.
Takið helgina strax frá,
merkið við á almanakinu og
skráið ykkur í síma 17500.
Ferðanefnd
411984 *
ÞINGVELLIR
LÝÐVELDIÐ
40ÁRA
Rjóminn
Listasafn íslands er 100 ára
á þessu ári. Það var stofnað af
Birni Bjarnasyni í Kaup-
mannahöfn árið 1884 og
danskir listamenn gáfu mest-
an hlutann af stofni safnsins.
Ognú 100árumsíðarefnir
Listasafnið til afmælissýning-
ar og þar sýna 5 af þekktustu
myndlistarmönnum Danaalls
89 myndir. Það ervel við hæfi.
Á sýningunni sem opnuð verð-
ur í dag, laugardag, að viðstödd-
um forseta íslands sýna þeir
listmálararnir Mogens Andersen
Ejler Bille, Egill Jacobsen og
Carl-Henning Pedersen og
myndhöggvarinn Robert Jaco-
bsen. Allir eru þeir af elstu kyn-
slóð núlifandi danskra lista-
manna, löngu víðkunnir fyrir list
sína og hafa verið stefnumark-
andi í sínu heimalandi. Verkin á
sýningunni eru unnin á tímabi-
linu 1938-1984 og eru ýmist úr
eigu listamannanna sjálfra eða úr
ýmsum söfnum og einkaeigu. Sá
þekkti listasafnsmaður Steen
Bjamhof hefur verið innan hand-
ar að fá þessa sýningu hingað.
í tilefni sýningarinnar hefur
verið gefin út vönduð sýninga-
skrá með fjölda ljósmynda, svart-
hvítra og í lit og þar er einnig að
finna greinar um listamennina á
íslensku og ensku auk ýtarlegrar
æviatriðaskrár. Þess skal getið að
tveir listamannanna þeir Mogens
Andersen og Egill Jacobsen
verða viðstaddir opnun sýningar-
innar.
Ýmsir aðilar hafa styrkt sýn-
inguna svo sem Eimskipafélagið,
Flugleiðir, Menntamálaráðu-
neyti Dana og Danmarks Nation-
albanks Jubileumsfond.
Mogens Andersen er fæddur
árið 1916 og lærði fyrst hjá Peter
Rostrup Böyesen í Kaupmanna-
höfn en dvaldi síðar í mörg ár í
París. Hann var undir sterkum
áhrifum frá Braque og Juan Gris.
Hann hefur sýnt víða um heim og
hlotið mörg verðlaun. Andersen
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1984