Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 5
INN SÝN í skoðanakönnun Hagvangs sem birt var um síðustu helgi fengu stjórnarandstöðuflokkarn- ir samtais 35% atkvæða. Það er rífiega tvisvar sinnum hærra hiutfail en Framsóknarflokkur- inn hlaut í sömu könnun og í nánd við það fylgi sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur oft borið úr být- um í Alþingiskosningum. Þessi stóra fylgisblokk stjórnarand- stöðunnar er hins vegar klofln í fjóra þingflokka og fimmti flokk- urinn var fyrir nokkru stofnaður utan þings. Hlutur einstakra flokka er því í sumum tilvikum svo lítill að Framsóknarflokkur- inn sýnist ærið stór við saman- þjóðþingum þótt allir aðilar bandalagsins séu áfram til sem sjálfstæðar skipulagseiningar. Slík bandalög veita svigrúm til að láta sérstakar áherslur og barátt- umál njóta sín en gera sér samt grein fyrir því að ákveðin skipu- lagsleg samstaða er nauðsynleg til að ná umtalsverðum árangri. Margir af þekktustu stjórnmála- flokkum á Vesturlöndum eru í reynd slík laustengd bandalög þótt í fjölmiðlum sé venja að tala um þá sem eina heild. Það væri vissulega stórt skref ef flokka- keðjan A-A-BJ-KL-M bæri gæfu til að mynda sams konar lýðræð- isbandalag hér á landi. - Hvað gerum við nú? burðinn og Sjálfstæðisflokkurinn nánast risavaxinn. Það er sundr- ung stjórnarandstöðunnar sem fyrst og fremst gerir ríkisstjórn- arflokkunum kleift að hafa frum- kvæði um stjórn landsins. í skjóli hennar hafa Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn drottnað ýmist til skiptis eða sam- an í öllum ríkisstjórnum á íslandi nema skammvinnum minnihlut- astjórnum sem Sjálfstæðisflokkn- um hefur stundum þóknast að leyfa öðrum að mynda. Að óbreyttu ástandi mun þessi drottnun verða lykilatriði í ís- lenskri stjórhmálaþróun í marga áratugi til viðbótar. Stóra spurningin Þeir sem bera ábyrgð á stefnu og störfum Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins, Bandalags jafnaðarmanna, Kvennalista og hins nýja Flokks mannsins verða því á næstu mánuðum að svara þeirri stóru spurningu hvort þessi drottnun íhalds og Framsóknar eigi að vera hér ríkjandi einkenni um alla framtíð. Það er ljóst að stefnumál flokkakeðjunnar A-A- BJ-KL-M eru á flestum sviðum mjög svipuð og hinar mismun- andi áherslur eru ekki meiri en rúmast innan hinna stóru félags- hyggjuflokka í nágrannalöndum. Nálægðin er slík að fulltrúar þess- ara flokka hafa haft samstöðu í fjölmörgum málum, þótt ætíð sé tilhneiging til að hampa sérstöð- unni til að réttlæta tilveruna í augum hins ákafa fylgishóps hvers þeirra um sig. Saga íslenskra stjórnmála geymir margvísleg dæmi um flokkatilraunir á vinstri vængn- um. Alþýðuflokkurinn hefur klofnað fimm sinnum og jafnvel oftar þótt umbrotin hafi verið mismunandi í hvert sinn. Al- þýðubandalagið var lengi bara lauslegt kosningabandalag sem tveir flokkar og eitt flokksbrot tóku þátt í að móta. Fyrir einum og hálfum áratug leiddu svo lang- varandi deilur innan Alþýðu- bandalagsins til þess að enn ein- um flokknum var ýtt úr vör. Líf- dagar hans entust tæplega í tíu ár og dugði þó til að skapa tvívegis innbyrðis klofning. Tók eitt þess- ara flokksbrota sig svo hátíðlega að tilkynna formlega heitið Frjálslyndi flokkurinn. Innan árs voru örlög hans þó flestum gleymd. Þessi skrautlega sögulega reynsla hefur orðið ýmsum tilefni til að setjast bara í helgan stein núverandi Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og biðja guð al- máttugan að forða sér frá umræð- um um nýjar skipulagstilraunir. Aðrir hafa bent á að hin sögulega nauðsyn aukinnar samstöðu sé enn fyrir hendi. Stuðningsmenn síðara við- horfsins hafa sótt rök í þá stað- reynd, að hvað sem líður friðar- stólum innan Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokks, hefur gerj- unin haldið áfram engu að síður. Hún hefur bara birst í nýjum formum. Fyrst Kvennaframboð í kosningunum 1982 og svo Kvennalistar í alþingiskosning- unum árið eftir. Bandalag jafn- aðarmanna á miðjum fyrra vetri og nú í sumar Flokkur mannsins. Forystufólkið í öllum þessum nýju samtökum og flokkum hefur að stærstum hluta komið úr röðum stuðningsliðs eða flokks- bundinna félaga í ýmist Alþýðu- bandalagi eða Alþýðuflokki. Það sem á árum áður gerðist í gegnum klofning innan flokkanna gerist nú með útstreymi einstaklinga sem búa til ný samtök á grund- velli persónulegrar reynslu. Það eru því bæði stefnumál og pólitískur uppruni sem tengja flokkakeðjuna A-A-BJ-KL-M saman í eina hreyfingu. í ljósi sögunnar og með hliðsjón af fordæmum í okkar heimshluta er hér um að ræða greinar á sama meiði. Þær hafa að vísu kosið að ganga nú 5-skiptar fram á völlinn. Sú aðferð getur vissulega haft ýmsa kosti. Hún veitir svigrúm fyrir sérstöðu og getur skapað möguleika á flóknari leikfléttum. Megingalli hennar er hins vegar sá að afleiðingin verður gull- tryggð forystustaða Sjálfstæðis- flokksins eða Framsóknarflokks- ins í mótun íslensks þjóðfélags. Að óbreyttu ástandi bíður hinna flokkanna fimm ekkert annað en hjúavist í ríkisstjórnum þar sem lykilhlutverkið verður í höndum Sjálfstæðisflokksins eða Fram- sóknarflokksins. Og að vísu er einnig til möguleikinn á áfram- haldandi setu á bekkjum stjórn- arandstöðunnar. Þegar á heildina er litið blasir við að flokkakeðjan A-A-BJ- KL-M á um tvennt að velja ef markmiðið er að ná áhrifum á stjórn landsins. Annað hvort að berjast innbyrðis um að ná hylli hjá Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum og láta sér lynda hlutverk hins veika í slíku samstarfi eða taka höndum sam- an og mynda skýran valkost sem býður Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum byrginn og sækir sjálfstætt og sterkt umboð til þjóðarinnar. Margar mismun- andi leiðir Það er höfuðmarkmið flokk- anna fimm A-A-BJ-KL-M að móta þjóðfélagið í anda stefnu sinnar og veita einstaklingum þá framtíð sem tryggir jafnrétti, lýð- ræði og réttlæti. Samanburður á yfirlýsingum og ályktunum þeirra sýnir að auðveldara ætti að vera að ná samstöðu um útfærslu þess- ara stefnumála milli flokkanna fimm heldur en í samningaskák einhverra þeirra við Framsókn- arflokkinn eða Sjálfstæðisflokk- inn. Þess vegna virðist það eðlileg ályktun að fyrst beri að reyna til þrautar að ná varanlegri og lífvænlegri samstöðu innan flokkakeðjunnar A-A-BJ-KL-M áður en hlaupið er í fangið á nú- verandi ríkisstjórnarflokkum. Það eru ýmsar leiðir hugsan- legar til að ná slíkri samstöðu. Þær fela í sér mismunandi skipu- lagsstig og hafa hver um sig ýmsa kosti en einnig nokkra galla. All- ar eiga þær þó erindi á umræðu- skrá. Hér verða sex þeirra reifað- ar lauslega. Fleiri koma til greina. Umræðan mun leiða fjölda þeirra í ljós um leið og metnar eru leiðirnar sem hér eru tilgreindar. 1) . Sú leið sem fyrst blasir við er að halda áfram því samstarfi sem hófst á liðnum vetri. Þá fluttu þingmenn þessara flokka saman mál á Alþingi og mótuðu sameiginlega afstöðu til stjórn- arfrumvarpa. Þegar leið á vetur- inn varð þessi samstaða sífellt skýrari og veitti ríkisstjórninni mun meira aðhald en hún fékk í upphafi þings. Með slíku sam- starfi myndast formleg stefnu- breyting á mörgum sviðum þótt hún sé mjög laus í reipum og dugi frekar skammt til stórra átaka. 2) Næsta skrefið í stigmagn- andi þróun slíkrar samvinnu væri að koma sér saman um meirihátt- ar tillögur um skipulagsbreyting- ar og uppstokkun á efnahagskerf- inu og mikilvægustu sviðum fé- lagsmála. Sú stefnuskrá fæli í sér skýran valkost og myndi gera stjórnarandstöðuna mun sterkari í glímunni við afturhaldsstjórn- ina. Dæmi um sögulega hlið- stæðu er samkomulag stjórnar- andstöðuflokkanna í landhelg- ismálinu á þinginu 1970-1971 en það átti verulegan hlut í því að Viðreisnarstjórninni var komið út úr heiminum. 3) Á grundvelli víðtækrar stefnu- skrár um kerfisbreytingar gæti flokkakeðjan A-A-BJ-KL-M stigið enn lengra á samstöðu- brautinni og lýst því yfir að flokk- arnir myndu standa sameiginlega að stjórnarmyndun. Annað hvort færu þeir allir saman í ríkisstjórn eða enginn. Slíkt bandalag gæti í krafti styrkleika síns gert kröfu til að fá stjórnarmyndunarumboðið á undan Framsóknarflokknum og jafnvel einnig áður en Sjálf- stæðisflokkurinn kæmi til greina. Umræður um nýja stjórn Iandsins yrðu þá að frumkvæði þessarar flokkakeðju. Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu þá bara um tvo kosti að velja: Að sætta sig við málefna- lega forystu flokkakeðjunnar eða hanga áfram saman báðum til skapraunar. 4) Kosningasamvinna af ýmsu tagi er vissulega einnig eðlilegt umræðuefni. Ein tegund hennar væri að flokkakeðjan A-A-BJ- KL-M legði fram fyrrgreindan. sameiginlegan stefnugrundvöll í næstu alþingiskosningum og óskaði eftir meirihluta frá þjóð- inni þótt hver og einn byði fram sína sérstöku lista. Önnur tegund gæti falist í sameiginlegum listum í tilteknum kosningum í sumum kjördæmum eða öllum, þótt flokkarnir héldu áfram algerlega sínu skipulagslega sjálfstæði. Slík samvinna gæti einnig komið til greina í sveitarstjórnarkosning- um þar sem yfírlýsingar um meirihlutamyndanir í einstökum sveitarstjórnum gætu einnig ver- ið á dagskrá. 5) Fordæmi frá öðrum löndum sýnir að öflugar stjómmálahreyf- ingar ná lykilaðstöðu þegar flokkar og samtök tengjast í formlegt bandalag sem myndar heild gagnvart kjósendum og á 6) Saga Sjálfstæðisflokksins geymir svo síðustu leiðina sem reifuð er í þessari grein. Frá 1919 og langt fram eftir áratugnum 1920-1930 höfðu borgaraöflin á íslandi verið klofin í margs konar brot.Þessi klofningur veitti Fram- sóknarflokknum, sem þá var ný- kominn til sögunnar, möguleika á afgerandi forystuhlutverki. Þegar reynslan í stjórnarandstöð- unni hafði kennt fhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum að sam- einaðir voru þeir sterkari en sundraðir tók hópur forystu- manna, sem áður höfðu verið keppinautar, saman höndum og stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn 1929. Hefur hann ávallt síðan verið stærsti flokkur þjóðarinnar Um hin ólíku samtök sem runnu saman í Sjálfstæðisflokk hefur Haligrímur Guðmundsson ritað skemmtilega og fróðlega bók. Umræður á næstu mánuðum Þessar sex leiðir, sem hér hafa verið lauslega reifaðar, eru verð- ugt umræðuefni fyrir alla þá sem vilja móta íslenskt þjóðfélag í anda jafnréttis, lýðræðis og fé- lagslegs réttlætis. Hins sterka til- hneiging til að hlúa bara að eigin garði má ekki rugla forystufólk og félagsmenn í flokkunum fimm svo í ríminu að menn gleymi að velta fyrir sér hinum stærri spurn- ingum um hvernig við ætlum að tryggja þjóðinni þá framtíð sem við boðum. Þótt Alþýðuflokkur- inn, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn geti við og við fagnað einum eða tveimur prós- entum sem bætast við í sveiflun- um 6-8% heildarfylgi fyrir hvert þeirra og Alþýðubandalagið gleðjist yfir breytingu úr 9% í 14% þá skipta þær hræringar ekki sköpum. Það eina sem verulega gæti markað þáttaskil væri hreinskilin og málefnaleg umræða um vilj- ann til að fara nýjar leiðir að sam- eiginlegum markmiðum. Það er í rauninni skylda okkar allra að leggja okkur verulega fram um að skapa slíka umræðu áður en við röltum áfram sitt í hvora átt- ina. Eða hverju ætla menn að svara eftir tuttugu ár þegar nýr Kjartan Ólafsson spyr hvers vegna mistekist hafi að breyta þjóðfélaginu? Ólafur Ragnar Laugardagur 11. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.