Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 15
MENNING
Listasafn íslands 100 ára;
af dönsku abstrakti
Laugardagur 11. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15
hefur myndskreytt ýmis húsa-
kynni og síðast árið 1979 einn af
sölum Dómhússins í Kaup-
mannahöfn.
Ejler Bille er fæddur 1910 og
hefur bæði fengist við málverk og
höggmyndir. A yngri árum var
hann undir áhrifum frá súrrealist-
um en sneri sér síðan algjörlega
að abstraktlistinni. Hann var
tengdur Cobra-hópnum og hefur
sýnt víða og fengið mörg verð-
laun. Árið 1978 var hann gestur
September-sýningarinnr í Nor-
ræna húsinu.
Egill Jacobsen er fæddur árið
1910 og er einn af helstu fulltrú-
um abstraktmálverksins í Dan-
mörku. Myndir hans þykja ljóð-
rænar og grímumótífið er áber-
andi. Hann var í nánu sambandi
við Cobra-samtökin og Asger
Jom. Egill Jacobsen var prófess-
or við Listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn 1959-1973 og verk
hans hafa verið sýnd mjög víða
um heim og honum hefur hlotn-
ast margs konar heiður.
Robert Jacobsen er fæddur
1912 og er fyrst og fremst þekktur
sem myndhöggvari. Hann varð
snemma fyrir áhrifum frá Klee,
Kandinsky, Nolde og fleiri þýsk-
um framúrstefnulistamönnum.
Hann bjó lengi í París og var m.a.
með vinnustofu ásamt Asger
Jorn. Síðar varð hann prófessor í
Munchen og í Kaupmannahöfn.
Um hann hafa verið skrifuð mörg
rit og verk hans eru í söfnum víða
um heim. Hann hefur mest unnið
í jám á síðari árum.
Carl-Henning Pedersen er
fæddur 1913 og varð snemma
fyrir áhrifum frá hugmyndum
Kandinsky, Nolde ogKlee. Hann
er mjög litaglaður og myndir
hans eru sveipaðar dulúð. Hann
var einn af stofnendum Cobra-
samtakanna og málaði m.a. með
Svavari Guðnasyni á Austurlandi
árið 1948. Hann hefur eins og
hinir listamennirnir sýnt víða um
heim og hlotist margs konar
heiður.
Sýningin í Listasafni íslands
stendur til 2. september og verð-
ur opin fyrstu vikuna frá kl. 13.30
til 22 en eftir það frá kl. 13.30 til
18 virka daga en um helgar kl.
13.30 til 22. -GFr
Mogens Andersen.
Egill Jacobsen.
Carl-Henning Pedersen.
£ HrOfv
Aður en þú byríar að bygsja
skaltu kynna þér
JLbyggingalánin og JL vöruúrvalið
Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að
byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar-
hraðinn.
J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum
kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á
sérstökum J.L.-lánakjörum,
kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök
J.L .-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf-
eyrissjóðslána eöa húsnæðismálastjórnar-
lána. Þannig getum við verið meö frá byrj-
J.L. Byggingalánin
kvæmd:
Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí-
unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar
yfiifarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og
allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex
mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af
lðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini
okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup-
eru þannig í fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn
geta smiðirnir komið til okkar og fengið
fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst
allt byggingarefnið hjá okkur.
Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur
ef þú ert að byggja.
I BYGGlNGAVÖRBRl
HRINGBRAUT 120