Þjóðviljinn - 06.09.1984, Page 3
FRETTIR
Jóhann Kristjánsson með bókastaflann sem nýnemar við Menntaskólann við
Hamrahlíð þurfa til að byrja með. Jóhann er á 3. ári í skólanum. Hann vinnur í
Bóksölunni til að safna fyrir eigin bókakostnaði. Fær 500 krónur á tímann og
auk þess ánægjuna, sagði hann. Nemendur skólans reka Bóksöluna. Mynd -
eik.
Menntaskólanemi
5000 í bækur
áhaustönn
eir sem eru að fara í 1. bekk
þurfa að kaupa sér bækur
fyrir um 5.000 krónur nú á
haustönninni, sögðu sölumenn í
bóksölu Hamrahlíðarskólans við
Þjóðviljann í gær.
„Til dæmis kosta bækur sem
notaðar eru í íslensku í fyrsta
bekk 1.500 krónur. Það eru bara
3 bækur: Ritgerðir sem kostar
480 kr, smásagnasafn sem kostar
485 kr. og stafsetningarorðabók
sem kostar 500 kr. Dönskubæk-
urnarkosta 1.000 kr. ogsvonamá
áfram telja. Allar nýjar bækur
eru mjög dýrar en fólk reynir að
fá að skiptast á bókum. Við höf-
um engan formlegan skiptimark-
að en þetta gera mjög margir ó-
formlega“. -jp
Ríkisstjórn
Listinn Ijós í dag
Að loknum fundum sínum í gær
fólu þingflokkar stjórnar-
sinna flokksformönnum sínum að
ganga frá þeim tillögum að verk-
Kennarar
Sigtúnsfundur
í dag kl. 17.00 efna kennarafé-
lögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu
til opins fundar um hagsmunamál
sín í Sigtúni. Eru foreldrar barna í
grunnskólunum hvattir til að
koma á fundinn.
efnalista sem formennirnir lögðu
fyrir þingflokkana fyrir skömmu.
I gær hittust þeir Þorsteinn Páis-
son og Steingrímur Hermannsson
í því skyni.
Athugasemdir við einstaka liði
komu fram hjá báðum þingflokk-
um, og einkum úr röðum fram-
sóknarmanna, en ekki var búist
við að þær stæðu í formönnunum.
Tillögurnar átti að ræða á ríkis-
stjórnarfundi fyrir hádegi í dag og
verða síðan kynntar almenningi.
- m
Vestfirðir
Sæmilegur smokkur
Sjómenn reiðiryfir verðlagningu. Níu krónur alltof
lítiðfyrir kílóið. Fara togarar á smokkfiskveiðar?
Guðmundur Friðgeir um borð i triliunni sinni.
að er hrein hneisa að ætla að
bjóða okkur níu krónur fyrir
kflóið af smokkfisknum. Það mun
hreinlega enginn fást til að veiða
hann fyrir þetta verð. Það mætti
kannski minna á, að verðið á inn-
fluttum smokk er um 30 til 40
krónur.
Þetta sagði Guðmundur Frið-
geir Magnússon, sjómaður á
Þingeyri við Þjóðviljann. í sama
streng tók Sveinbjörn Jónsson,
formaður verkalýðsfélagsins á
Suðureyri.
„Þetta er hrein nýlendustefna
að verðleggja smokkinn svona.
Ég get ekki séð betur en þessir
herrar vilji bara sjá til þess að
einhver fái áfram ágóðann af því
að flytja þessa vöru inn“.
Smokkfiskur er albesta línu-
beitan sem völ er á, og árlega eru
flutt inn um 1800 tonn af vörunni.
Hins vegar mun veiðast um helm-
ingi betur á innlendan, nýrri
smokk.
Það er fyrst og fremst á hlýjum
sumrum, í suðvestlægri átt sem
smokkfiskurinn gengur upp að
landinu, og eltir þá gjaman æti
inná firðina og er veiddur. Síðast
gerðist þetta sumarið 1979, en þá
vom liðin um 15 ár frá því smokk-
Álviðræðurnar
Fundur
í dag
„Ég skil ekki hvaðan þessar
fréttir geta verið komnar í út-
varpið því fundirnir eru alls ekki
hafnir“, sagði Gunnar G.
Schram, einn samninganefndar-
manna ríkisstjórnarinnar þegar
Þjóðviljinn náði sambandi við
hann í Amsterdam í gærkvöldi.
„Fundirnir hefjast árdegis á
flmmtudag og standa til hádegis á
föstudag“, sagði hann.
í kvöldfréttum útvarps í gær
var sagt að viðræðufundirnir með
Alusuisse-mönnum væm hafnir
og góðar líkur væru taldar á
samkomulagi um r'aforkuverðið,
en samningamenn ríkisstjórnar-
innar létu drýgindalega eftir síð-
asta fund í Zurich. Gunnar G.
Schram sagði hins vegar í gær-
kvöldi að útilokað væri að segja
neitt um líkur á samkomulagi en
auk raforkuverðsins verða
skattaákvæði og stækkun álvers-
ins til umræðu að hans sögn.
Gunnar vildi ekki nefna sína
óskatölu um hækkað raforku-
verð, aðeins að hún yrði sem
hæst.
-ÁI
urinn gekk síðast. Um þessar
mundir hafa menn verið að veiða
hann á færi í Dýrafirði, Súganda-
firði, Djúpinu og Arnarfirðinum.
Smokkurinn er veiddur á nótt-
unni, og menn hafa verið að fá
eitt til tvö hundruð kfló.
Fyrirhugað er að gera tilraunir
Okkur finnst ganga þungt og
flla í þessum samningum og
við viljum sýna að okkur er full
alvara með okkar kröfum. Ef
menn halda að við séum að dunda
í samningum útúr tómum leiðind-
um þá er það mikill misskilning-
ur.
Þetta sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, í til-
með stórfelldari veiðiskap, og
togarinn Elín Þorbjarnardóttir
frá Suðureyri mun að öllum lík-
indum verða send með flottroll á
smokkfiskveiðar. En slíkar
veiðar kynnu að veita nokkra úr-
lausn fyrir togara vestfirðinga,
sem eru að ljúka kvótanum. ÖS
efni af því að Dagsbrún hyggst
afla sér verkfallsheimildar á al-
mennum félagsfundi á laugardag-
inn, einsog er auglýst í Þjóðvilj-
anum í dag.
„Við höfum haldið tvo samn-
ingafundi í vikunni en það hefur
því miður lítið gengið. Svo lítið“,
bætti Guðmundur Jóhann við,
„að það kemur að minnsta kosti
ekki fram á radar". ös
Dagsbrún
Verkfalls-
heimildar aflaö?
Samningarnir
Albert vill
launa-
lækkun
í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld
var Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, inntur álits á
kröfugerð BSRB og fýrirhuguðu
verkfalli þess. Við því hafði hann
meðal annars að segja eftirfar-
andi:
„Það geta aflir fengið að sjá að
ekkert fé er til í ríkiskassanum.
Opinberir starfsmenn ættu frek-
ar að taka á sig launalækkun en
launahækkun“. _ ÖS
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3