Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 9
( réttinni við Tjörn á Mýrum. Guðmundur
Bjarnason bóndi í Holtahólum beitir klippun-
um fimlega. Aðstoðarmaður Vífill Karlsson.
Sólskinsdagar
í Austur-
Skaftafellssýslu
Blaðamaður Þjóðviljans flakkaði um sveitir Austur-Skaftafellssvslu og Höfn í
sólskininu síðari hluta ágúst s.l. Landið og mannlífið skartaði sínu fegursta eins
og endra nær. Hvítir jöklarnir skáru sig úr svörtum söndunum og grængresinu.
Heyskapurinn var um garð genginn í öllum sveitum sýslunnar og hlöðurnar
yfirfullar og vel það. Á Höfn glöddust menn yfir góðri humarvertíð og biðu
spenntir eftir síldinni sem helst þarf að verða meiri að magni en nokkru sinni fyrr
svo fjárhagur og atvinnuástand verði rétt af.
Meðfylgjandi efni er meðal annars afrakstur ferðarinnar.
Atvinnumál á Höfn
Batnandi
mannlíf
í kjölfar
minna
vinnuálags
S.l. tvö ár hefur þetta mikla
álag sem hér var minnkað tals-
vert. Hér var fólk sem vann
hreinlega allan sólarhringinn í
fiskinum, t.d. á vetrarvertíð. Það
var unnið til miðnættis dag eftir
dag. Þetta var allt of mikið álag,
sagði Sigurður Hannesson
starfsmaður og formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökuls í A-
Skaftafellssýslu, í samtali við
Þjóðviljann.
- Þetta ár hefur svona rétt verið
nóg að gera. Vinnan mátti
minnka, en þó ekki meira en orð-
ið er. Hér er ekki atvinnuleysi en
aðkomufólki hefur fækkað.
Mannlífið hefur aftur á móti
batnað við minnkandi vinnuálag.
Hér er mikið félagslíf og nú gefa
menn sér frekar tíma en áður til
að dunda í görðunum sínum. Hér
var sóðalegt, menn höfðu ekki
tíma til að snyrta til í kringum sig.
- Hvað um næsta vetur?
- Nú stóla allir á sfld í haust, ef
hún bregst veit ég ekki hvað verð-
ur. Humarvertíðin í sumar hefur
verið þokkaleg, en miklu minna
af öðrum fiski en áður. Næsti vet-
ur þarf að verða betri en sá síðasti
var.
- Hefur verið reynt að auka
fjölbrevtni atvinnulífsins hér?
- Atvinnulífið hér er allt of ein-
hæft, í rauninni ekkert nema fisk-
urinn og þjónusta við sveitirnar í
kring. Hér hefur verið rætt um
togarakaup hjá Kaupfélaginu.
Við þurfum meiri jöfnun í hrá-
efnisöflun og auk þess meiri fjöl-
breytni í atvinnulífið.
- Hvaða möguleikar eru hér í
þeim efnum?
- Hér kemur mikill fjöldi
ferðamanna á sumrin, það mætti
bæta ferðamannaþjónustuna
hér. Svo eru áreiðanlega ekki
slæm skilyrði fyrir fiskirækt í lón-
unum hér innan við sandana.
- Verkalýðsfélagið hér hefur
sagt upp samningum, hverju spá-
ir þú í haust?
- Ég vona í lengstu lög að ekki
þurfi að koma til verkfalla. Ég
hef trú á því að atvinnurekendur
úti um land skilji að launin þurfa
að hækka og er því bjartsýnn. Ég
er nokkuð ánægður með tillögur
Verkamannasambandsins um
röðun starfa í launaflokka. Ég
hef annars mestar áhyggjur af af-
komu sjómanna. Þeirra kjör hafa
versnað mest með minnkandi
afla. Það vilja orðið engir vera á
sjó.
Annars er þetta bara allt of fá-
mennur hópur sem sækir fundi
hjá félaginu og tekur ákvarðanir.
En mér finnst nú fólk miklu á-
kveðnara síðustu mánuði, en það
hefur verið. Fólk ætlar að ná ein-
hverju fram í haust og vill leggja
eitthvað á sig til þess, sagði Sig-
urður.
GGÓ
Sigurður Hannesson formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls: Ég hef trú á því að
atvinnurekendur úti um land skilji að launin þurfa að hækka og er því bjartsýnn.
UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÖTTÍR
Flmmtudagur 6. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9