Þjóðviljinn - 06.09.1984, Side 5
Beinagrindur
Hetmenn úr ísraelska hemum: Tregir á að tala um það sem gerðtst fyrir 35 árum.
og aðeins verið skotið á eftir her-
mönnum á undanhaldi.
Ýmsir ísraelskir sagnfræðingar
draga þessar frásagnir herforingj-
anna mjög í efa, og upplýsa að
þegar haustið 1948 hefðu yfir-
menn ísraelska hersins vitað að
fjöldamorð hefðu átt sér stað í
Daweima. Telja þeir frásögn
þorpsstjórans rétta í öllum aðal-
atriðum, nema tala myrtra hefði
sennilega verið talsvert lægri en
hann giskaði á, og innan við
hundrað.
(Eftir „Le Monde“ og
,,Libération“).
Gömul fjöldamorð
fram í dagsljósið
ísraelskir hermenn myrtu tugi
ogjafnvel hundruð
Palestínuaraba í þorpinu
Daweimafyrirvestan Hebron í
„sjálfstæðisstyrjöldinni" haustið
1948, að sögn ísraelska blaðsins
Hadashoth. Um þennan atburð
hafði verið þagað í 36 ár, en
blaðið dró hann fram í dagsljósið í
greinum, sem birtust 24. og 26.
ágúst, og birti bæði frásögn
þorpsstjórans, sem nú dvelst í
flóttamannabúðum í grennd við
Hebron, myndir af beinum sem
fundustástaðnum. Hafaþessar
af hjúpanir vakið mikla athygli í
ísrael.
Samkvæmt frásögn þorpsstjór-
ans komu ísraelsku hermennirnir
í þorpið Daweima, þar sem engir
arabískir hermenn voru til stað-
ar, 28. október 1984. Peir skutu á
allt sem fyrir var og myrtu 75
öldunga í bænahúsi staðarins.
Síðan fundu þeir 35 fjölskyldur
sem höfðu leitað skjóls í helli í
nágrenninu og stráfelldu allt það
fólk með vélbyssum. Neyddu
hermennirnir menn til að koma
út úr hellinum og skutu þá um
leið. Stúlka ein slapp undan með
því að látast vera dauð, og sagði
síðan frá atburðum. Taldi þorps-
stjórinn, sem missti marga ætt-
ingja sína í hellinum, að yfir 500
menn hefðu látið lífið í þessum
fjöldamorðum. Nóttina eftir
komu þeir þorpsbúar, sem enn
voru á lífi, aftur til heimkynna
sinna og greftruðu lík fallinna í
brunni, að sögn þorpsstjórans.
Þar voru beinin síðan grafin upp í
viðurvist blaðamanna Hadas-
hoth.
Um það leyti sem þessir at-
burðir gerðust var fyrsta styrjöld
ísraelsmanna og Araba í há-
marki, og beittu ísraelsmenn
ekki aðeins nýstofnuðum her sín-
um heldur einnig hryðjuverka-
samtökunum Stern og Irgún, sem
voru undir stjórn Menahem Beg-
ins og Yitsak Shamirs, en þeir
urðu síðar báðir forsætisráðherr-
ar. Þann 9. apríl 1948 ruddust
menn úr Stern og Irgún inn í
þorpið Deir Yassim, rétt fyrir
vestan Jerúsalem, og myrtu þar
250 þorpsbúa. Arabar svöruðu í
sömu mynt með fjöldamorðum á
Gyðingum og má telja að atburð-
irnir í Daweima hafi verið fram-
hald þessara hryðjuverka.
En hvað gerðist nákvæmlega í
Daweima? Blaðamenn Hadas-
hoth hafa leitað uppi hermenn og
herforingja, sem börðust á þess-
um slóðum í október 1948, og
gefa þeir yfirleitt loðin svör. Einn
þeirra sagði aðeins: „Hvaða gagn
er að því að grafa þetta mál úr
gleymsku nú?“ Einn af yfir-
mönnum herflokksins, sem rudd-
ist inn í Daweima, sagði að þar
hefðu einungis geisað bardagar
en engin fjöldamorð verið fram-
in, og annar hélt því fram að
Daweima hefði verið mannlaust
þorp, þegar herinn kom þangað,
Kanínur
Þrátt fyrir öryggisráðstafanir
fara geislavirk efni í sjóinn
Yfirvöld enn treg að gefa upplýsingar um hœttursem af þeim stafa
Sjóslysið undan strönd Belgíu
25. ágúst, þegarfranskt skip
sökk með farm af geislavirkum
efnum eftir að hafa lent í árekstri
við ferju, sýnir að sú venja er
býsna lífseig að gefa sem
minnstar upplýsingar um slík mál
og þagga þau helst niður. í fyrstu
var ekkert gefið upp um eðli
farmsins, og það var ekki fyrr en
„Grænfriðungar" fóru að halda
því fram að franska skipið hefði
að öllum líkindum verið á leið til
Sovétríkjanna með geislavirk
efni,aðfrönskyfirvöld
viðurkenndu loksins- rúmum
sólarhring eftir slysið - að í
skipinu hefðu verið 450 tonn af
úraníumhexaflúoríð, sem er
bæði geislavirkt og eitrað.
En þótt yfirvöldin hefðu orðið
að skýra frá því hvers eðlis farm-
urinn hefði verið, héldu þau samt
uppteknum hætti að gefa eins litl-
ar og loðnar upplýsingar og hægt
var. Þess vegna hafa ýmsar bolla-
leggingar komið fram um að fleiri
geislavirk efni hafi verið í skipinu
en úraníumhexaflúoríð eitt.
Ekki getur hjá því farið að
þessi tregða til að gefa upplýsing- hættir að treysta yfirvöldum: trúanleg, spyrja menn, fyrst meira en þau eru beinlínis neydd
ar leiði til þess að almenningur Hvaða ástæða er til að taka þau reynslan sýnir að þau segja aldrei til og gefa ekki meiri upplýsingar
í slíkum tönkum er úraníumhexaflúoríð flutt frá Frakklandi til Sovétríkianna.
en þegar hafa komið fram annars
staðar? Jafnvel er hætta á því að
sá grunur komi upp, að yfirvöldin
hugsi meira um að fela fyrir al-
menningi allt sem snertir geisla-
virk efni heldur en fylgja öllum
öryggisreglum. Málið er mjög al-
varlegt, þar sem stöðugt er verið
að flytja geislavirk efni: Franska
blaðið „Le Monde“ hefur t.d.
skýrt frá því að ein miljón tonna
af geislavirkum efnum séu flutt
um Frakkland eða milli staða í
Frakklandi ár hvert og sé heildar-
vegalengd þessara flutninga sam-
tals um 5,4 miljónir kílómetra.
Ferill farmsins, sem var í
skipinu, sem sökk undan strönd-
um Belgíu, er gott dæmi um slíka
flutninga og þær hættur, sem af
þeim geta stafað. í kjarnorkuver
er notað úraníum 235, sem er
samsæta venjulegs úraníums og
unnið úr því. Framleiðsla þess er
vandasöm, því að fyrst þarf að
breyta úraníum í úraníumhexa-
flúoríð, sem verður að lofttegund
við aðeins 56 stiga hita, og síðan
er úraníum 235 unnið úr því.
Lengi vel höfðu Frakkar ekki
nægilegan tæknibúnað til að ann-
ast þessa framleiðslu sjálfir, og
j
UMSJÓN: EINAR MÁR JÓNSSON Fimmtudagur 6. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 5