Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Launamálin:
Peningamir em til
í ályktun miöstjórnarfundar Alþýöubanda-
lagsins sem haldinn var á Akureyri um síöustu
helgi var lögö rík áhersla á þá staðreynd aö
hinn mikli gróði fyrirtækjanna í landinu sýndi
aö vissulega væru til peningar sem ráöstafa
mætti til kauphækkana. í ályktuninni sagöi
m.a.:
„Fjöldi atvinnurekenda hefur viðurkennt
nauðsyn kauphækkana meö yfirborgunum
sem færst hafa í vöxt aö undanförnu... Meö
ákvörðun um vaxtahækkun hækkaði ríkis-
stjórnin tilkostnað atvinnuveganna og vert er
aö benda á að töluverð launahækkun hefði
ekki aukiö kostnað fyrirtækjanna meira en
vaxtahækkunin geröi. Ríkisstjórnin valdi vax-
tahækkun í stað þess aö gefa aukið svigrúm til
launahækkana... Fjármunir eru til í þjóöfé-
laginu og verðmætasköpunin er mikil. Það er
unnt með samstöðu að knýja fram breytingu á
þjóðfélaginu launafólki í vil.“
í Þjóðviljanum í gær voru birtar fréttir sem
staðfesta þetta sjónarmið. Yfirborganir hjá fjöl-
da fyrirtækja eru orðnar slíkar að launin eru
orðin helmingi hærri en samningar opinberra
starfsmanna segja til um. „Ég get staðfest að
laun ritara eru 20-30 þúsund eftir hæfileikum
og afköstum í hverju tilfelli. Alla vega eru þau
langt fyrir ofan þann skala sem þeir eru að
nefna sem þykjast vera að semja um hærri
laun,“ sagði forstjóri einkafyrirtækis í samtali
við Þjóðviljann. Skrifstofustjóri hjá opinberri
stofnun staðfesti að sér virtist vera um 10 þús-
und króna munur milli þess sem hans stofnun
greiddi í laun og þess sem tíðkaðist hjá einka-
fyrirtækjum.
Þegar athugun var gerð á einstökum störf-
um kom í Ijós að ritarar sem vinna hjá ríkinu fá
13-15 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem
vinna hjá bönkunum fá 14-16 þúsund auk ým-
issa viðbótargreiðslna. Einkafyrirtækin greiða
riturum hins vegar mun meira. Þar er algengt
að ritaralaun séu í kringum 20 þúsund og
jafnvel mun meira. Sams konar munur kemur í
Ijós hvað önnur störf snertir. Einkafyrirtæki
greiða til dæmis um 25% meira fyrir síma-
vörslu en ríkisstofnanir.
Þessar tölur sýna ásamt margvíslegum öðr-
um upplýsingum að í landinu er til verulegt
fjármagn sem runnið getur til þess að bæta
lífskjör launafólks ef pólitískur vilji er fyrir
hendi. í þessu sambandi er rétt að rifja upp að
á undanförnum mánuðum hafa birst fjölmarg-
ar fréttir um mikinn gróða hjá mörgum fyrir-
tækjum. Sum hafa skilað hagnaði sem talinn
er í hundruðum miljóna. Allur þorrinn er með
afgang sem nemur tugum miljóna.
I gær greindi Þjóðviljinn frá því að íslenskir
aðalverktakar hefðu þénað í rekstri og gegn-
um eignavörslu nærri 500 miljónir króna á
liðnu ári. Þetta er risavaxin upphæð á okkar
mælikvarða. Hún er jafnhá þeirri tölu sem
nefnd hefur verið af forystu stjórnarflokkanna
sem „tímamótaframlag" til nýsköpunar í at-
vinnulífinu. Málgögn ríkisstjórnarinnartala um
þær 500 miljónir sem burðarás í framtíðarplani
þjóðarinnar. Svo kemur eitt fyrirtæki og sýnir
bara samskonar hagnað á einu ári.
Þverstæðurnar í hagkerfi íhalds og fram-
sóknar eru vissulega sérkennilegar. Þær
benda allar í eina átt. Peningar til launahækk-
ana iiggja á lausu í landinu. Það þarf bara að
sækja þá með samtakamætti launafólks.
KUPPT 0G SK0RIÐ
Gammar brýna
gogga
Innan Sjálfstæðisflokksins
hafa haukarnir brýnt saman
gogga um hríð og komist að þeirri
niðurstöðu að nú sé rétti tíminn
til að brjóta hryggsúlu verkalýðs-
hreyfingarinnar. í stað þess að
freista þess að ná samkomulagi
um nýja kaupsamninga hafa tals-
menn flokksins í framkvæmda-
stjórn Vinnuveitendasambands-
ins dregið í land allar hugmyndir
sem ýtt var úr vör í óformlegum
könnunarviðræðum fyrir upphaf
samningalotunnar, og kynnu ef
til vill að hafa ráðið henni til
lykta.
Þeir hafa jafnframt vokað eins
og gammar yfir öllum atvinnu-
rekendum sem hafa sýnt á sér það
sem Vinnuveitendasambandið
kallar „bilbug“, þ.e.a.s. eru
reiðubúnir að koma til móts við
kröfur verkalýðshreyfingarinnar
að einhverju leyti, og hafa neytt
allra bragða til að kæfa í fæðingu
slíkar sáttatilraunir.
Stefnt á verkfall
Þannig lá í loftinu samkomulag
við eitt af stærstu láglaunasam-
böndunum, en VSÍ drap það.
Vestur á fjörðum hafa verka-
lýðsfélög sett fram kröfur sem
ekki er með neinu móti hægt að
segja að séu heimtufrekjan upp-
máluð. Þar er allt stopp vegna
þess að Vinnuveitendasamband-
ið hefur sent að sunnan blátt
bann við samningum á grundvelli
þeirra krafna.
Og í sjávarþorpi fyrir norðan
voru atvinnurekendur og verka-
lýðsfélagið á staðnum komin vel
á veg með ágæta samninga fyrr í
vikunni þegar VSÍ fékk pata af
málinu og setti sína menn um-
svifalaust í samningabindindi.
Varðhundar þess eru væntanlegir
á staðinn með fyrstu vél í dag og
samningar hafa að sjálfsögðu fall-
ið niður, heimafólki til mikillar
gremju.
Af þessu er ekki hægt að draga
nema eina ályktun:
Vinnuveitendasambandið vill
verkfall!!
Makalaus ummæli -
makalaus ráðherra
Samræmið í stefnu Vinnuveit-
endasambandsins og Sjálfstæðis-
manna í ríkisstjórninni sést
einkar vel á undirtektum Alberts
Guðmundssonar við sáttatil-
raunum í deilu fjármálaráðuneyt-
isins og BSRB. Þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir forystumanna
BSRB til að ná samkomulagi við
Albert um leiðréttingu á kjörum
meðlima sinna, sem hafa óum-
deilanlega dregist langt aftur úr
eins og Þjóðviljinn sýndi fram á í
gær, þá hefur Albert þagað
þunnu hljóði og lítið gert nema
totta gamla vindilinn sinn og
halda áfram að drekka kaffi á
Borginni.
Þangað til í fyrrakvöld. Þá var
hann spurður í sjónvarpinu hvort
hann byggist við því að til boðaðs
verkfalls ríkisstarfsmanna myndi
koma. „Ætli það ekki“ svaraði
kappinn og blés slatta af vindla-
reyk inní myndavélina. „Kassinn
er tómur og ég get ekki boðið
uppá neitt.“ Síðan bætti hann við
sallarólegur, að það eina sem
honum fyndist að ætti í rauninni
að gera væri að lækka kaupið hjá
ríkisstarfsmönnum!!
Hér er með öðrum orðum
sama stefnan og hjá Vinnu-
veitendasambandinu, - fólkinu
er beinlínis ögrað og ekki verður
annað séð en það sé stefnt á verk-
fall.
Miðað við kjaraskerðinguna
og verðbólguna á lífsnauðsynjum
er þó ekki hægt að segja að kröfur
BSRB séu stjarnfræðilega háar.
En Albert hefur greinilega
gleymt því sem hann lærði hjá
séra Friðrik í KFUM í gamla daga
og man ekki lengur eftir því sem
Friðrik las upp fyrir drengina sína
úr Orðskviðunum: gef mér
hvorki fátækt né auðæfi, - en veit
mér minn deildan verð“.
Kannski hann hafi villst í
vindlaþokunni á leiðinni?
Fréttaflutningur
Þjóðviljans og VSÍ
Þjóðviljanum hefur tekist að
flytja nákvæmar fregnir af gangi
samningaviðræðnanna sem nú
standa yfir, og hefur jafnvel
greint lesendum frá heimullegum
innanhúsmálum hjá Vinnu-
veitendasambandinu. Við
sögðum til dæmis réttilega frá
því, að meðal margra meðlima
Vinnuveitendasambandsins væri
ríkjandi óánægja með hina
ósveigjanlegu stefnu sem forysta
VSÍ hefur tekið í viðskiptum sín-
um við verkalýðshreyfinguna. En
margir atvinnurekendur eru því
algerlega mótfallnir að forysta
VSÍ skuli stefna jafn ákveðið á
verkfall og raun ber vitni.
Við greindum réttilega frá því
að í framkvæmdastjórn VSÍ er
uppi ágreiningur um þetta. En
mest fór þó fyrir brjóstið á for-
kólfum sambandsins að Þjóðvilj-
inn upplýsti að ágreiningurinn
milli Magnúsar Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra VSÍ sem vill
helst ekki tala við verkalýðs-
hreyfinguna í dag nema með box-
hönskum, og Davíðs Scheving
Thorsteinssonar, umburðarlynds
íhaldsmanns af gamla skólanum
sem eins og aðrir iðnrekendur er
frekar á samningalöppinni þessa
dagana, hefði leitt til orðaskipta
og rifrildis þeirra í millum.
Frómar óskir
Af þessu tiiefni sendum við
þeim Davíð og Magnúsi eftirfar-
andi vísu með góðum kveðjum og
þeirri frómu ósk að þeir haldi
áfram að búa til fréttir fyrir Þjóð-
viljann.
Vondra manna vœnkast hagur,
á vötnum fríðar bárur ýfast,
í loftum drynur, sortnar dagur,
Davíð og Magnús eru að rífast!!
-ÖS
DIÖÐVHJINN
Málgagn sósíalisma, þjoðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjórar: óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp-
héðinsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 6. september 1984