Þjóðviljinn - 06.09.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Side 10
Sýsluritið Skaftfellingur IV. árg. 1984,253síður, kom útíjúlís.l. Áðurút komiðlll. árg. 1982,253 síður; II. árg. 1980, 216 síður og I. árg. 1978 (nú uppseldur). Verð IV. árg. kr. 400. II. og III. árg. kr. 300 (hvor bók). Jafnframt hefur Sýslufélagið gefið útbókina „AtvinnuhættirAustur-Skaftfellinga“. Höfundur PáU Þorsteinsson fyrrv. alþingismaður. Verð þeirrar bókar er kr. 300. Framangreind rit eru til sölu á sýsluskrifstofunni Höfn og bókabúð KASK. Pantanir sendar samkvæmtsímtali. Fræðist um sögu og sérkenni Austur-Skaftafellssýslu svo og menn og málefni í héraði. Ritnefndar- og útgáf ustjórn Austur-Skaftafellssýslu. TOSHIBA stærstir í örbylgjuofnum BESTU KAUPIN ÖRBYLGJUOFN frá TOSHIBA Japan • Steikir sunnud. lærið á 40 mín. • Sýður fisk á 5—6 mín. • Poppar á 3 mín. Kr. 10.250 stgr. Góöir greiösluskilmálar • Bakar kartöflur á 5 mín. • Steikir roastbeaf á 20 mín. • Bakar sandköku á 6 mín. Fáöu þér Toshiba örbylgjuofn, — ofn frá stærsta framleiðanda heims á örbylgjuofnabúnaöi. Frá Toshiba koma nýjungarnar. Þaö nýjasta, ofnar meö DELTAWAVE dreifingu, meö eöa án snún- ingsdisks. Ofnar búnir fullkomnustu öryggjum sem völ er á. Fáðu þér ofn meö þjónustu: 190 blaösíöna matreiðslubók og kvöldnámskeiö fylgir. Fullkomin námskeiðsgögn á íslensku. Opinn símatími og upplýsingar frá sérfræöing okkar í matreiðslu í ör- bylgjuofnum, Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara, menntaöri frá Tilraunaeldhúsi Toshiba í Englandi. Fullkomin þjónusta og þú færö fullkomiö gagn af Toshiba örbylgjuofnunum. 5 geröir fyrir heimili, 2 gerðir fyrir hótel og mötuneyti. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Útsölustaðir á Austurlandi: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa, Seyðisfirði MANNLÍF Björn Grétar Sveinsson: Við höfum sett okkur það markmið að byggja 4 íbúðir á ári, næstu fjögur árin. Pólitíkin á Höfn Alþýöubandalagið hefur stuðlað að auknum félags- legum aðgerðum - Ég er alinn upp á Eskifirði, þar átti Alli ríki allt. Hér er kaupfé- lagið alls ráðandi, það er ólíkt betri kostur. Ég vildi alla vega ekki skipta, sagði Björn Grétar Sveinsson, lagermaður og smið- ur hjá RARIK, þegar Þjóðviljinn heimsótti hann í þeim tilgangi að forvitnast um pólitíkina á Höfn í Hornafirði. Alþýðubandalagið á tvo menn í hreppsnefnd og er þar í meiri- hluta ásamt Framsóknarflokki sem á þrjá fulltrúa. Björn Grétar hefur búið á Höfn í 6 ár og er fulltrúi AB í stjórn verkamanna- bústaða og formaður stjómarinn- ar, auk þess sem hann er formað- ur Knattspyrnudeildar Sindra. - Sterkari staða Alþýðubanda- lagsins í hreppsnefnd hefur óneitanlega aukið félagslegar að- gerðir í bænum, sagði Björn Grétar, þar má t.d. nefna bygg- ingu verkamannabústaða og ráðningu félagsráðgjafa til hreppsins. Við þurfum að byggja við barnaskólann og dagheimilið er allt of lítið. En hér er góð heilsugæslustöð, sem er bein af- leiðing laga Magnúsar Kjartans- sonar um heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Okkur vantar bara legupláss fyrir sjúklinga. - Hvað hefur verið byggt hér af verkamannabústöðum? - Við byggðum 8 íbúðir í sam- býlishúsum hér fyrir 4 árum og nú er bygging fjögurra íbúða í gangi. Við höfum sett okkur það mark- mið að byggja 4 íbúðir á ári, næstu 4 árin. Það er mikil eftir- sókn í þessar íbúðir, þrír til fjórir um hverja íbúð, mest ungt fólk og einstæðar mæður. - Hér var farið í myndarlega friðargöngu 1981. Hvað segja menn um hersetuna og herstöðina sem er hér við bæjardyrnar? - Andstaðan er hér talsverð gegn hersetunni og menn voru agndofa yfir þátttökunni í göng- unni 1981, en annars eru þessi mál lítið rædd hér og lítið ber á hermönnum í bænum. Þessi ár- lega barnasamkoma þeirra er reyndar bölvuð óþrif. Hér hafa þó nokkrir atvinnu hjá hemum og þeir hafa skikkanlegan vinnu- tíma. Það er eitt gott sem við get- um af þeim lært. - Að lokum, Björn, hvað seg- irðu um fyigið við núverandi rík- isstjórn? - Byggðastefnan er greinilega farin út í hafsauga, og það hefur m.a. orðið til þess að margir Framsóknarmenn eru hreinir stjórnarandstæðingar. Alþýðu- bandalagið mundi vinna á hér í kosningum nú. Landsbyggðin getur ekki stutt stefnu Verslun- arráðs eða ráðherra sem hugsa ekki inn fyrir Elliðaár. - Ég vil bara að lokum skora á alla vinstri sinnaða Framsóknar- menn hér í sýslunni að stuðla að því að koma þessum fulltrúum Verslunarráðs frá, þeir eiga eng- an fulltrúa sem hefur áhrif í þess- ari ríkisstjóm. GGÓ Verkamannabústaðirnir á Höfn eru sórkennilegar og skemmtilegar byggingar. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. september 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.