Þjóðviljinn - 06.09.1984, Page 19

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Page 19
Árbœjarsafn Stjóm safnsins sett hjá „Við nýráðningu í embætti borgarminjavarðar hefði Um- hverfismálaráð eðlilega átt að fjalla um málið og gera tillögu um það á hvern hátt skyldi að ráðn- ingu staðið“. Þetta segir m.a. í ályktun sem 6 af 7 umhverfis- málaráðsmönnum gerðu á fundi sínum 29. ágúst s.l. Ályktunin er á þessa leið: „Vegna ráðningar borgarráðs í stöðu borgarminjavarðar til eins árs nýverið, vill Umhverfismála- ráð taka fram eftirfarandi: Sam- kvæmt samþykkt fyrir Umhverf- ismálaráð Reykjavíkur fer ráðið með stjórn Árbæjarsafns. Við nýráðningu í embætti borgar- minjavarðar hefði Umhverfis - málaráð því eðlilega átt að fjalla um málið og gera tillögu um það á hvern hátt skyldi að ráðningu staðið. Umhverfismálaráð dreg- ur ekki hæfni nýráðins borgar- minjavarðar í efa en telur óeðli- legt að núverandi starfsmönnum hafi ekki verið gefinn kostur á að sækja um stöðuna til jafns við aðra.“ Kratar fsal borgi 18-20 millidali Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur ályktað um yfirstandandi samningaumleitanir við Alusu- isse um nýtt verð á raforku til ísal og er þar varað við því að ríkj- andi stefnu í samningaviðræðun- um verði fram haldið. Ályktunin er á þessa leið: Þingflokkur Alþýðuflokksins varar eindregið við því að gengið verði til samninga við Alusuisse um undirverð á raforku. Fram- leiðslukostnaður á raforku í nýj- um orkuverum er nú talinn 18-20 millidalir. Það verð þarf að tryggja í komandi samningum og leggja megináherslu á verðtrygg- ingu og endurskoðunarákvæði. Þingflokkurinn varar við því að tengja raforkuverðið álverði þannig að sveiflum í verði á áli, verði veitt með fullum þunga inn í íslenskt efnahagslíf. Allt frá upp- hafi hefur stefnan einmitt verið sú, að taka sem minnsta áhættu og á því grundvallaðist hin upp- haflega samningsgerð. Þingflokkurinn telur ótækt að ríkistjórnin hverfi frá því að láta gerðardóma úrskurða um ágrein- ingsefnin í skattamálum og gefist þannig upp við að fá óhagganlega niðurstöðu í þeim mikilvægu mál- um. FJÖLSIW t! í 1 ' '■ % -íls '' ■ OÍKf 's> Klingjandi kristall I 10, Reykjavík, sími 13122, Q- — . ' : ■ KOSTA) V______/ IBqda öðravísi fréttír uMmmIlI Rýmingarsala Til aö rýma fyrir nýjum birgöum seljum viö næstu daga mass- ívar fulningahuröir og forstykki á innréttingar og skápa meö Lerki M. Skeifan 13,108 Reykjavík Sími: 82877

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.